Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 21 r _ * Arni Brynjólfsson framkvæmdastjóri LIR: „Med dómnum er því slegið föstu ad verðlagsnefnd þurfi ekki að virða gildandi taxta eða samninga” „ÉG FAGNA því hiklaust að dómur skuli genginn í málinu þó ckki sc_ ég sáttur við úrslitin,“ sagði Arni Brynjólísson fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenzkra rafverktaka þegar Mbl. leitaði álits hans á dómi verðlags- dóms Reykjavíkur sem nýverið gekk, þar scm nokkrir forystu- menn LÍR og Sambands málm- og skipasmiðja voru dæmdir í 100 þúsund króna sekt hver fyrir að auglýsa eigin gjaldskrá samband- anna og hvetja félaga þeirra til þess að nota hana en ekki gjaldskrá auglýsta af verðlagsskrifstofunni. „Með þessu er því slegið föstu,“ sagði Arni, „að verðlagsnefnd þarf ekki að virða gildandi kauptaxta eða samninga og getur breytt þeim að vild auk þess sem hún ákveður hámarksálagningu. Þá virðist liggja beint við að verðlagsnefnd ákveði samninga aðila ef dómurinn eigi að gilda. I þessu sambandi er ástæða að geta þess, að fulltrúar ASI auk vinnumanns ráðherra (formaður verðlagsnefndar) stóðu að þessari ákvörðun og meðdómari í verðlagsdómi er einnig skipaður af ASÍ og BSRB.“ Upphaf málsins afgreiðsla sérkrafna Um tilorðningu þessa máls sagði Arni: „Málið bar að þannig að auk kauphækkana, sem urðu í sólstöðu- samningunum 1977, var ákveðið að 2'á% skyldu mæta sérkröfum félaganna en þessi háttur var líka hafður á í samningunum þar áður, en þá fór 1% í sérsamninga. Verkalýðsfélögin höfðu frjálsar hendur með að ráðstafa þessari prósentutölu sjálf. Rafvirkjar voru í þessu tilfelli með 3 taxta og létu þeir alla hækkunina koma á 3. taxta og bjuggu til nýjan taxta, 4. taxta. Samkvæmt þessu hækkaði 3. taxti um 5% en 4. taxti var 4% hærri. Síðan sóttum við um hækkun á útseldri vinnu til þess að mæta þessum kauphækkunum en í stað þess að fá hækkun í samræmi við kauphækkanirnar sem var 25% að meðaltali var álagningin aðeins hækkuð um 10% en hnýtt aftan í samþykktina, að umsamda kaup- taxta milli LÍR og rafvirkjanna skyldi ekki nota heldur skyldi 2V4% koma ofan á alla taxta sem fyrir voru. Þess vegna urðu tveir lægstu kauptaxtarnir hærri hjá verðlagsstjóra en í okkar útreikn- ingum, 3. taxtinn var lægri hjá honum en verðlagsstjórinn viður- kenndi alls ekki 4. taxtann." „Saksóknari ekki samkvæmur sjálfum sér“ „Þessu gátum við ekki unað því það hafði aldrei komið fyrir áður að Verðlagsskrifstofan skipti sér af samningum milli þessara aðila og við töldum að nefndinni bæri aðeins að fjalla um álagningarhlið útseldrar vinnu og þess vegna gáfum við út taxta í hlutfalli við það. Síðan gerist það að verðlags- stjóri auglýsir taxta í samræmi við þessa samþykkt og kærir málið til verðlagsdóms en í lok nóvember 1977 felldi verðlagsnefndin úr gildi samþykkt sína frá í júli og samþykkti taxtana eins og LIR og málmsmiðjumenn höfðu gefið út gegn vilja verðlagsstjóra og odda- manns, þ.e. vinnumanns ráðherra. Ég vitna í þetta af gefnu tilefni því saksóknari lýsti því yfir við Mbl. 11. janúar s.l. að hann hefði þá nýverið ritað verðlagsdómi bréf og fallið frá frekari málshöfðun á hendur síðdegisblöðunum Vísi og Dagblaðinu, m.a. á þeirri forsendu að verðlagsnefnd hefði í millitíð- inni heimilað hærra verð á blöðun- um en kært var útaf. Hins vegar ákvað saksóknari í janúar 1978 að kæra LIR og Sambands málm- og skipasmiðja en verðlagsnefnd hafði þó fellt úr gildi ákvörðun sína og samþykkt okkar taxta í nóvember árið áður. Það er greini- legt að saksóknari er ekki sam- kvæmur sjálfum sér í þessum málum“. Árni Brynjólfsson sagði að lokum, að þegar afgreiðsla 2‘/í% var ákveðin hjá rafvirkjum í sólstöðusamningunum 1977 og hækkunin sett öll á 3. taxtann og búinn til 4. taxti hefðu allir aðilar lagt blessun sina yfir þetta fyrir- komulag, þar á meðal hagfræðing- ar Kjararannsóknanefndar og hag- fræðingur ASI. „Það kemur því úr hörðustu átt að verðlagsnefndin skuli hafa sett puttana í þetta mál enda kom á daginn og hún varð að breyta ákvörðun sinni." Við undirritaðir félagar í Rithöfunda- sambandi íslands höfumfengið bréfmeð svofelldri kveðju: „Vonumst til þess að heyra frá þér sem allra fyrst. Með vinsemd og virðingu, Samtök herstöðvaandstæðingau í bréfinu erum við ávarpaðir: JKæri félagiu. Og er bréfið undirritað afsjö starfsbræðrum okkar í rithöfundasamtök- unum. Um leið og við lýsum því yfir, að við fognum því að eiga samleið með þessum ,félögum“ okkar ífaglegri baráttu ís- lenzkra rithöfunda í Rithöfundasambandi Islands og styðjum afalhug það markmið samtakanna að efla rithöfunda til að bæta aðstöðu þeirra í hvxvetna, mótmælum við því harðlega, að við séum ávarpaðir, eins og við ættum aðild að Samtökum hemáms- andstæðinga og skiljum ekki, hvemig fyrmefndum sjö starfsbræðrum okkar í Rithöfundasambandi íslands dettur í hug að gera okkur að eins konar taglhnýtingum þessara umdeildu samtaka. í bréfinu er þessfarið á leit við okkur, að við leggjum fram skerfokkar til auglýsingamessu herstöðvaandstæðinga vegna 30 ára afmæl- is aðildar íslands að Atlantshafsbandalag- inu, eða eins og komizt er að orði i bréfinu: ,JKú viljum við, kœri félagi, fara þess á leit við þig, að þú leggir hönd á plóginn.. Síðan er sagt i lokin, að áriðandi sé, að „þátttakendur láti heyra frá sér semfyrstu. Til að verða við þessari siðastnefndu Davíð Oddsson, fyrrv. form. framkvæmdastj. Listahátíðar. áskorun höfum við ritað nöfn okkar undir yfirlýsingu þessa. Að vísu teljum við að allir aðrir en herstöðvaandstæðingar ættu að halda upp á 30 ára afmæli aðildar íslands að Atlantshafsbandalaginu, enda hafa sam- tökin ávallt barizt hatrammlega gegn henni og núverandi skipan öryggismála landsins i samstarfi við vestrænar lýð- ræðisþjóðir, þ. á m. tvœr Norðurlandaþjóð- ir. Að sjálfsögðu erum við andstæðir heimsvaldastefnu og striðsrekstri, en teljum að öryggissamstarf lýðræðisþjóð- anna í Evrópu hafi orðið til þess að hefta útbreiðslu heimsvaldastefnu í álfunni, án þess að til átaka eða styrjalda hafi komið. Sovétríkin hafaframkvœmt heimsvalda- stefnu sina afmeira kappi en nokkru sinni — og þá ekki sízt á norðanverðu Atlantshafi eins og alkunna er. Við skorum á íslenzku þjóðina að vera vel á verði og gefa þessari útþenslustefnu gaum. Atlants- hafsbandalagið var stofnað eftir valdarán i Tékkóslóvakíu og víðar og varnarliðið kom hingað með samþykki mikils meirihluta Alþingis íslendinga vegna ófriðarástands i heiminum. Hætta á styrjöld er þvi miður enn geigvænleg og því teljum við, að nauðsynlegt sé að vestrænar þjóðir slaki ekki á vömum sinum, heldur efli öryggi sitt með nánu samstarfi eins og verið hefur. En vonandi er núverandi hættu- ástand tímabundið. Vonumst við til þess Guðmundur Daníelsson, fyrrv. form. Fél. ísl. rithöfunda. með ,félögum“ okkar i Rithöfundasam- bandi Islands, að sá timi komi semfyrst, að vamarliðið geti farið úr landi án þess að öryggi íslands verði þar með teflt í tvisýnu. Sú stund er að okkar mati því miður ekki upp mnnin. Við lýsum yfir stuðningi við aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og teljum, að söguleg þróun hafi sýnt, að hún hafi verið rétt ákvörðun á sínum tíma. Auk þess sem við teljum, að dvöl vamarliðsins á íslandi nú sé „söguleg“ nauðsyn, meðan svo ófriðlega horfir sem raun ber vitni. Við styðjum því stefnu núverandi rikisstjómar i öryggis- og utanrikismálum, en hún er einnig stefna stjómarandstöðunnar, eins og kunnugt er. Við skomm á listamenn i landinu að standa vörð um öryggi íslands og sjálf- stæði. Meðfullri virðingufyrir pólitiskum skoðunum félaga“ okkar í Rithöfundasam- bandi íslands og sjálfsákvörðunarrétti þeirra óskum við þess, að þeir unni okkur hins sama og hvetji einnig skoðanabræður sína til þess að leyfa okkur ífriði og án þrýstings að ákveða, hvaða samtökum við fylgjum. En um það eigum við ekki við aðra en sannfæringu okkar og samvizku. Við sendum kúguðum starfsbræðmm okkar, rithöfundum ífangelsum, geðveikrahœlum og þrælabúðum, baráttu- kveðjur og heitum á alla góða íslendinga að leiða hugann að örlögum þeirra og allra annarra sem hafa orðið ófrelsi og einræði að bráð. Jónas Guðmundsson, fyrrv. form. Fél. ísl. rithöfunda. Matthías Johannessen, fyrrv. form. Fél. ísl. rithöfunda, Rithöfundasambands Islands og Rithöfundaráðs Islands. Indriði G. Þorsteinsson, fyrrv. form. Fél. ísl. rithöfunda og Rithöfundaráðs íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.