Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN Matthías Johannesseni M-samtöl II. Almenna bókafélagiA, Reykjavik 1978. Ég hafði ekki lesið mörg samtöl í Morgunblaðinu merkt M, þegar ég sannfærðist um, að Matthías Johannessen kynni slík tök á samtalsforminu, að sá, sem læsi samtölin, fengi furðulega djúp- tæka vitneskju um viðmælandann. Nú er komið út hjá Almenna og listin. Sá maður er Björn Bjarnason menntaskólakennari. Skemmtilegt er margt og sér- kennilegt í samtali Matthíasar við hinn frumstæða og frumlega listmálara, Vestfirðinginn ísleif Konráðsson. Þar segir meðal annars svo: „„Tröllin þín brosa öll,“ ítrekaði ég. „Já þau eru ekki öll slæm, þó þau gæti verið betri. Það væri skemmtilegra að lifa, ef frelsarinn hefði gert eins mikið fyrir tröllin og hann gerði fyrir okkur mennina." -Frelliarinn?. greip ég fram í og varð ein spurnarhlust. „Eða guð,“ sagði þá Isleifur. „Ég trúi á hann, að hann sé í öllu og alís staðar, og hann er betri málari en allir hinir, sem ég hef heyrt getið um. Hann er jafnvel betri en Picasso, hvað sem Valtýr Pétursson segir. Allt sem við erum að rembast við að mála þar fengið skýra og eftirminnilega mynd, og ég leyfi mér að fullyrða, að sá maður, sem í þessa iífs bráðum háska vildi ekki eiga á hæftu að hlaupa frá með óþvegin ílát, fái strax í dyrum himnaríkis að handleika spegilfagra diska úr skíru gulli, og mun þá margur víðfrægur og státinn verða lang- eygður, ef hann fær að vera þarna staddur! Loks á ég ónefndar þrjár konur. Ein þeirra, hin stórættaða heiðurskona Lára Bogadóttir, taldi sér skylt í heimsókn sinni til föðurlandsins að gefa í samtalinu við Matthías íslenzkum kynsystr- um sínum það ráð, að giftast ekki læknum, þeir væru sjaldnast heima og auk þess þyrfti konan að sjá um fjárreiður þeirra. Þessi heiðurs- og hefðarkona hefur mátt Matthías Johannessen. „Orka tístamannsins á að vera okkar landvamarráðuneyti” bókafélaginu annað bindi af þess- um samtalsþáttum í úrvali Eiríks Hreins Finnbogasonar. í fyrsta bindinu, sem kom út í fyrra, eru 16 þættir, en 19 í þessu. Ekki mun hafa enn verið ákveðið, hve bindin verði mörg, en nógu er úr að velja, því að samtalsþættir Matthíasar í Morgunblaðinu eru orðnir hátt á annað hundrað. Eiríkur Hreinn hefur verið einn um valið, og vissulega hefur honum verið vandi á höndum, en hann hefur lagt áherzlu á hvort tveggja, gildi þáttanna sem mannlýsinga og stéttarlega fjölbreytni í vali viðmælenda. Virðist mér, að hon- um hafi mæta vel tekizt, enn sem komið er. Röðun þáttanna í bindunum fer eftir stafrófsröð nafna þeirra, sem við er talað. Þó er frá þessari reglu vikið að því leyti í þessu bindi, að því lýkur með samtölum Matthías- ar við argentínska skáldið og fræðimanninn Jorge Luis Borg- es... Fyrstur kemur hér fram Asgeir Ásgeirsson, í sextán ár forseti íslands og í þrjá áratugi þingmað- ur Vestur-Isfirðinga. Samtalið við hann heitir „Mín var engin eignin. utan konan sjálf“, og þarf það engum að koma á óvart — fremur en annað sem Ásgeir sagði við Matthías. Það er allt mótað af því víðsýni, sem í fari Ásgeirs Ás- geirssonar samrýmdist í öllum hans störfum og viðhorfum fast- . mótuðu raunsæi, eðlislægu og áunnu á langri og víðtækri starfs- ævi. Seinast berst talið að gildi forsetaembættisins, og þá er Ásgeir hafði skýrt það á gagnorð- an hátt, lauk hann máli sínu þannig: „Mín trú er sú, að embætti forseta íslands verði ekki afnumið, meðan við erum sjálfstæð þjóð.“ ... En svo var kímnigáfa Ásgeirs tiltæk honum hálfáttræðum, að hann bætti bessu við hina alvöruþrungnu spá: „Þú sagðir af hógværð þinni, að þú þyrftir aðeins að tala við mig í eina klukkustund eða svo. Ég get ekki varizt því, að þessi orð minna mig á, að einhverju sinni kom til mín í stjórnarráðið karl austan úr sýslum og sagði: „Ekki væntir mig, að ég megi tala við ráðherrann í svo sem þrjár klukkustundir.““ Svo koma þá samtöl við þrjár íslenzkar konur og fjórtán manns af hinu kyninu, og í þeim öllum tekst Matthíasi að fá viðmælendur ;sína til að koma til dyranna eins og eðli þeirra og lífsaðstaða hefur þá í stakk búið. Hann spyr ýmist svolítið laumulega eða er berorður, allt eftir því, hvað næmleiki hans ;>g glöggskyggni á gerð manna tjá nonum hentast. Hann talar við sex listamenn úr fjórum listgreinum, eitt ljóðskáld, eitt tónskáld, þrjá málara og víðkunnan og marghæfan ljós- myndara- og einnig menntaskóla- kennara, sem tekur svo djúpt í árinni að hann segir, að ekkert, sem hann þekki, sé jafnsiðbætandi hefur hann málað áður: grasið grænt, sem vex upp úr jörðinni, bláan himininn, hvíta fugla. Mig langar til að vera í nálægð hans og mála honum til dýrðar, ekki fólk með geislabauga og ekki heldur sólsetursljóðið, sem hann yrkir hvert sumarkvöld; ég treysti mér ekki til þess. En ég mála svani og vötn eins og hann hefur gefið mér krafta til: Farðu heim og biðstu fyrir í herbergi þínu, sagði Jesús, og guð sem fylgist með þér í leyndum mun endurgjalda þér. Þessi orð hafa verið mitt leiðarljós um dagana. Þau eru eins og grasið, grær hvert vor.““ Ég birti þetta hér orðrétt, því að það sýnir, að þeir eru ekki ýkjamargir, sem yrkja fegurri prósaljóð en málarinn aldni norð- an af Ströndum — og ennfremur, að engan þarf að undra, þó að allt í einu gæti hann sýnt í sjálfri Reykjavík, málverk, sem jafnvel hámenntuðum listfræðingum þætti talsvert til koma... Annars virðist mér, að það séu þau Jakob Smári og Nína Tryggvadóttir, sem geri bezt grein fyrir list sinni. Það felst t.d. nokkuð mikið í þessum orðum Nínu: „Myndlist er línurit af menntun manns, þroska og hugarfari, — það er að segja, ef hún er ekta.“ Svo er það þá Svavar Guðnason. Við hann, list hans og frægð ræð ég ekki til umsagnar, og um viðtalið við Jón Kaldal læt ég nægja að segja, að það er bæði fróðlegt og skemmtilegt frá fleiri en einu sjónarmiði... Loks er svo þess að geta, að frá Jóni Leifs, þeim mikla skörungi í athöfnum, tali og tónum, er fyrirsögn þessar- ar ritsmíðar. I bókinni eru samtöl við skip- stjórana Helga nokkurn Johnson, Valdimar Guðmundsson og Júlíus Júníusson — og sé ég hvorki ástæðu til að lofa þau né lasta. Þá hefur Matthías talað við Hinrik hreppstjóra, útvegsbónda og skyttu á Merkinesi í Höfnum. Það er sérstætt að formi og efni og gefur glögga hugmynd um þennan merkismann. Stutt samtal er og þarna við Stefán Þorvaldsson póst, sem fór á rúmum tuttugu árum hátt á ánnað hundrað ferðir fram og aftur sem tengiliður Skafta- fellssýslnanna og mátti kallast hetja eyðisanda, stórfljóta og firinjökla. Um samtalið við Níels Dungal prófessor fjölyrði ég ekki, svo kaldrænt sem hann ræddi um sín sláturstörf í þágu læknavísind- anna með þá fullvissu í huga og hjarta, að ekkert líf tæki við af þessu, og hefur Matthías ekki verið ofsæll, meðan hann fræddist af prófessornum á vinnustað hans... En svo er það hinn lands- kunni maður af Snæfjallaströnd- inni við Isafjarðardjúp, Guðmund- ur Angantýsson, kunnastur undir heitinu Lási kokkur. Það liggur við ég öfundi Matthías af samtalinu við þann einstæða og ómengaða heiðursmann! Af honum höfum við vita þetta, því að hún var tengda- dóttir læknis, var gift lækni og átti son, sem hafði gerzt læknir. Svo er það annað mál, að almenningi mætti vera ljóst, að fátt er lækni og kannski þá líka sjúklingum hans nauðsynlegra en að hann sé verulega vel kvæntur eins og verið hefur Pétur læknir Bogason, mörgum Islendingi að góðu kunn- ur sem áratuga yfirlæknir við Sölleröd Sanatorium. Aftan við lesmálið eru myndir af viðmælendum höfundarins. Sú, sem ég mun hafa oftast virt fyrir mér, er af hinni vestfirzku alþýðu- konu, Etilríði Pálsdóttur, móður hins lengi lítils metna, en síðan dáða og marglofaða áhrifaskálds, Steins Steinars. Og þess verður ekki dulizt, að það er reisn yfir henni á myndinni, og brosandi er hún. Og svo er enn eitt, sem ég hef veitt sérstaka athygli: Hún ber í festi kross á brjósti, merki þján- inga og sigurs. Hún lætur þess eftirminnilega getið, hve vanmat á skáldskap Steins hafi komið við hana og hverrar beiskju það muni hafa valdið honum, en þegar hann vissulega hefur sigrað og meðal annars hlotið gott gjaforð, segir hún þessi upphafsorð samtalsins: „Þegar Steinn var drengur fannst mér ég eiga hann ein, en nú veit ég, að ég á hann ekki lengur ein. Það gengur svona.“ (Letur- breyting mín. G.G.H.) Það er orðið svo algengt, að íslenzkar konur lifi heila öld og það með fullum sönsum og sumar jafnvel með nokkurri getu til vinnu, að búast má við, að fjölmiðlum þyki slíkt ekki ómaks- ins vert að geta þess, heldur sendi viðtalsmann til einhvers poppar- ans, sem hefur bætt við afrek sín. En ekki vildi ég nú hafa misst af samtali Matthíasar Johannessens við hina árið 1965 aldargömlu ekkju, Vigdísi Magnúsdóttur frá Bjalla á Landi. Hann undirbýr lesandann meðal annars þannig: „Hún sat í stólnum sínum og las Passíusálmana. Þegar ég gekk inn í herbergið, lagði hún bókina frá sér og nú var komið að mér: að kynnast þeim passíusálmum sem voru ortir úr lífi hennar og reynslu. Svo segir hún þá fljótlega þetta: „Mér væri nær að halda, að sumt væri nú með öðrum brag, ef sá siður hefði ekki lagzt niður að lesa Passíusálmana á heimilunum. Unglingunum er hollt að þekkja þá. Þeir eru stundum einir, unglingarnir nú á dögum.“ (Leturbr. mín G.G.H.) Seinna segir gamla konan, hefur þá sagt frá barnamissi sínum: „Ljóðin hafa oft hjálpað mér í sorgum og sút, einhvern veginn hefur mér alltaf fundizt styrkur að fallegum ljóðum." Skyldi það ekki! Nokkru síðar í samtalinu farast Vigdísi þannig orð: „Og eitt kennir manni reynslan, að dauðinn er ekki það versta í lífinu." Matthías spyr, hvað sé það versta, og hún svarar: „Að fara illa með það sem manni er lánað eða gefið.“(Leturbr. mín G.G.H) Að síðustu kem ég að hinum sérstæðu samtölum þeirra Matthíasar og Jorge Luis Borges, sem hefur komið þrisvar til íslands, 1971, ’76 og ’78, að eigin sögn sem pílagrímur, og hinn menningarlega glaðvakandi Matthías í öll skiptin átt samtal við hann. Borges er Argentínu- maður, en föðuramma hans var ensk. Hann segir hana hafa verið „af víkingaslóðum í Norðymbra- landi og kannski af norrænum ættum. Ég vona það,“ bætir hann við. „Og ég held eins lengi í vonina og ég get.“ Hann kynntist í bókasafni föður síns þýðingu Williams Morris og Eiríks Magnússonar á Völsungasögu, og á námsárum í Þýzkalandi endursögn á Noregskonunga sögum. Að námi loknu varð hann prófessor í enskum bókmenntum í Buenos Aires og lét þá nemendur sína hefja námið af lestri engilsax- nesks skáldskapar, sem fjallar um norræna menn. Og svo lá þá leið hans sjálfs til hins forna íslenzka skáldskapar. Hann er stórskáld bæði í bundnu og óbundnu máli, auk þess sem hann hefur ritað fræðibækur um heimsbókmenntir, meðal annars sögu norrænna bókmennta. „Norrænir menn skópu heimsmenningu," segir hann, og nokkru síðar farast honum þannig orð í samtalinu: „Hvernig eigum við að þakka ykkur fyrir að hafa varðveitt þessar bókmenntir, þessa sögu og þessa tungu?" Hrifnastur er hann af Heimskringlu, Njálu og Egils sögu. Hann kemur oft að Snorra í samtölunum og segir t.d. um hann þetta: „Snorri Sturluson er stór- kostlegasta leikritaskáld sem uppi hefur verið. Leikritaskáld án leikhúss. Shakespeare er alltof langorður. Snorri hefði lagt Hamlet betri lokasetningar í munn en Shakespeare." Borges hefur verið blindur síðan 1955 eða frá því að hann var 56 ára, en hann hefur síðan lesið fyrir merkan skáldskap bæði i bundnu máli og óbundnu og farið vítt um heim, raunar ekki einn síns liðs. Hann telur ekki blinduna eingöngu af því illa. Hún þroskar innsýn, þekkingu mannsins á sjálfum sér. Og hann minnist þess oftar en einu sinni, að Egill Skallagrímsson varð blindur í ellinni. Innlifun hans í mikilhæfustu persónur íslendingasagna kemur skemmti- lega og furðulega fram í eftirfar- andi línum í frásögn Matthíasar: „Þegar við fórum til Þingvalla, en með okkur í þeirri ferð v^ru m.a. di Giovanni og Björn Bjarna- son, bentum við honum á, hvar Egill hefði búið í Mosfellsdal. Þá sagði Borges: „Ég á gott. Ég sé móta fyrir fjöllunum. Það kemur sér vel fyrir mig að vera blindur. Ég sé ekki bæina. Ég sé ekki sveitina. Ég sé fjöllin eins og Egill sá þau, þegar hann var orðinn blindur. Þannig stend ég í sporum Egils en ekki þið. Það eru forrétt- indi að vera blindur á þessum stað.“ I samtalinu kemur ljóslega fram, að honum þykir mikið koma til ljóðstafa í kveðskap, og hann fór með vísur úr fornum engil- saxneskum kveðskap, sem sýndu og sönnuðu, að engilsaxnesk skáld höfðu notað ljóðstafi. Þá gerir hann ljósa grein fyrir því, að Islendingasögur séu ekki skáldsög- ur, heldur frásagnir byggðar á sönnum söguþræði, sagðar af kynslóð eftir kynslóð, „fægðar og fágaðar", unz þær höfðu tekið á sig form sem hæfði til þess að þær væru færðar í letur. Mýmargt fleira er þarna for- vitnilegt, en nú læt ég staðar numið við það, sem er staðfesting á þeirri stjórnarskrá, sem Sigurð- ur Nordal setti íslenzkum bók- menntum til vaxtar og viðhalds þjóðerni og tungu. Matthías Johannessen segir svo: „Þá vék hann talinu að íslenzk- um fornbókmenntum og sagði, að ég ætti að skírskota í ljóðum mínum til þessarar miklu menningar- arfleifðar, því að á þann hátt gæti ég meðvitað sýnt, að hún er enn partur af lífi þjóðarinnar. Án þessara tengsla skorti ræturnar næringuna. „Þú átt að sýna,“ sagði hann, „að þessi mikla list fornra íslenzkra bókmennta lifir enn í blóði ykkar. Það gerir ekkert til, þó að lesendur skilji ekki allar skírskotanirnar. Þær segja það, sem þarf að segja, án þess að segja það.“ Þannig væri flest í fornum íslenzkum skáldskap, svo og beztu setningarnar í hans eigin sögum." Með þeim einum hætti, að þessi bókmenntalega stjórnarskrá verði í heiðri höfð og íslenzk mynd — og tónlist, endurnærðar nokkru af erlendum fjörefnum, túlki stór- brotið svipmét landsins og af nauðöldum hertan kjarna íslenzkrar þjóðarsálar, mega orð hins stórhuga og djarfmælta Jóns Leifs reynast gullvægur sannleiki. Guðmundur Gíslason Hagalín. Bridgedeild Breið- firðingafélagsins Úrslit 10. umferðari Ævar—Stefán Jónas—Sigurður 20—^2 20-0 Ellefu umferðum af þrettán Ingimundur—Gissur 18-2 er lokið í aðalsveitakeppni Páll—Jón 13-7 félagsins og er staða efstu sveita Svei nbj örn—Þórarinn 11-9 þessi: Ingibjörg Halldórsd. 208 Alfreð—MA 20-0 Hans Nielsen 181 Staða efstu sveita er nú þcssii Elís R. Helgason 160 Alfreð Pálsson 152 Magnús Björnsson 134 Jón Stefánsson 142 Sigríður Pálsd. 127 Ingimundur Árnason 140 Jón Stefánsson 125 Páll Pálsson 129 Óskar Þráinsson 123 Þórarinn B. Jónsson 109 Hreinn Hjartarson 104 Sveinbjörn Jónsson 103 Næstsíðasta umferðin verður Jónas Karelsson 99 spiluð á fimmtudaginn kemur. Stefán Vilhjálmsson 93 Bridgefélag Akureyrar Einni umferð er nú ólokið í aðalsveitakeppni félagsins og er sveit Alfreðs Pálssonar enn efst með 152 stig. Tvímenningurinn í Borgarnesi Keppnin hefst í dag kl. 13.30. Óljóst cr um fjiilda þátttak- enda. Vegleg verðlaun eru í boði oir aðstaða hin hesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.