Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 13 Leikfélag Reykjavíkuri GEGGJAÐA KONAN í PARÍS. Leikrit í tveim þáttum eftir Jean Giraudoux. Þýðingi Vigdís Finnbogadóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Steindór Hjörleifsson. Tónlisti Atíi Heimir Sveinsson, Leikstjórni Steindór Hjörleifs- son. Leikmynd og búningateikningari Messíana Tómasdóttir. Lýsingi Daníel Williamsson. La Folle de Chaillot eða Geggj- aða konan í París er hugþekkt verk samið af einu þekktasta leikskáldi Frakka, Jean Giraudoux (1882—1944). Leikarinn og leik- stjórinn Louis Jouvet stjórnaði sýningu verksins í París að Giraudoux látnum, en samvinna þessara tveggja manna er veiga- mikill þáttur franskrar leiklistar- sögu. Giraudoux var upphaflega skáldsagnahöfundur. Það var Jouvet sem gerði Giraudoux að leikritaskáldi með því að hvetja Klemenz Jónsson (Víxlarinn) Jón Sigurbjörnsson (Stjórnar- forsetinn) Gísli Halldórsson (Auðlindaleitarmaðurinn) Karl Guðmundsson (Baróninn) Steindórs Hjörleifssonar og hug- kvæmni leikmynda- og búninga- teiknarans Messíönu Tómasdótt- ur. Síðari þáttur lýsir fundi geggjuðu kvennanna. Samleikur þeirra Margrétar Ólafsdóttur (Aurelía), Sigríðar Hagalín (Constance), Margrétar Helgu Jóhannsdóttur (Gabriella) og Guðrúnar Asmundsdóttur (Jóse- fína) var hápunktur sýningarinn- ar, enda gefur leikurinn hæfileika- miklum leikkonum tækifæri að sýna hvað í þeim býr. Á Margréti Ólafsdóttur reynir mest og er hún vanda sínum vaxin, gerir úr hlutverki sínu eftirminnilega persónu. Ekki verður gert upp á milli hinna leikkvennanna í hin- um ýkjukenndu hlutverkum, en minna má á hnitmiðaðan leik Margrétar Helgu Jóhannsdóttur þar sem svipbrigðin ein segja mikla sögu. Hugþekkur franskur leikur hann óspart til að semja fyrir leikhús. Sagt er að sum leikrita sinna hafi Giraudoux þurft að skrifa mörgum sinnum uns Jouvet líkaði. Það sem Giraudoux skorti sem leikhúsmaður bætti Jouvet upp og gætti þess að hafa verkin eins leikræn og kostur var. Ekkert leikrita Giraudoux var sett á svið fyrr en Jouvet var fullkomlega ánægður. Giraudoux hefur með réttu verið gagnrýndur fyrir það að vera um of mælskur í verkum sínum. Samtöl eru löng. Giraudoux fer sínar eigin leiðir og hafnar hefðbundnum lögmálum leikhússins hvort sem rrienn vilja virða honum það til lofs eða lasts. Til dæmis mun ýmsum þykja Geggjaða konan í París í lengra lagi, ekki síst vegna þess að lítið gerist í verkinu fyrr en undir lokin. Það eru fyrst og fremst samtölin sem Giraudoux leggur rækt við, minna er um stóratburði hjá honum. Þögnin er meðal þess sem hann leggur áherslu á. Gagnrýnið auga áhorfandans get- ur þess vegna auðveldlega talið sér misboðið. En þeir sem kunna að meta hið skáldlega andrúmsloft verka Giraudoux eru réttu áhorf- endurnir. Giraudoux vildi láta kalla sig leikskáld og verk sín ljóðræn. En ekki er vitað að hann hafi ort ljóð, að minnsta kosti hafa þau ekki birst. Ljóðlist hans er fólgin í heimi leikritanna. Geggjaða konan í París er stytt í íslenskri þýðingu. Það er skyn- samleg afstaða. Fyrri þáttur leikritsins gerist á kaffihúsi. Þar eru hinar fjölmörgu persónur leiddar saman. Flestar eru þær fulltrúar alþýðunnar, þeirra sem lítils mega sín í veröld samkeppni og brasks. En meðal gesta á kaffihúsinu eru nokkrir menn: stjórnarforseti, barón, víxlari og auðlindaleitarmaður sem alráðnir eru í því að mata krókinn. Hinn síðastnefndi telur hinum trú um að undir Parísarborg séu olíulind- ir. Þessir menn eru vísir til að svífast einskis til þess að ná eignarrétti yfir olíunni. Geggjaða konan í Chaillot, Aurelía, ákveður að koma í veg fyrir að þeir sprengi upp borgina í auðgunarskyni. Þótt hún lifi í heimi óra er hún þess umkomin að fást við óvini fólks- ins. Hún fær til liðs við sig þrjár aðrar geggjaðar Parísarkonur, þær Constance, Gabríellu og Lelkllst cttir JÓHANN HJÁLMARSSON Jósefínu, en allar eru geggjuðu konurnar eins konar verndarar gamalla og sögufrægra hverfa borgarinnar. Leikrit Giraudoux er samið á stríðsárunum meðan París var hernumin af Þjóðverjum og er af þeim sökum dulbúin ádeila á drottnarana. Verður ekki annað sagt en Giraudoux hafi tekist snilldarlega að segja það sem máli skiptir í leikritinu. Boðskapurinn er einfaldur og ljós, en settur fram með þeim hætti að leikritið höfðar jafnt -til stríðsáranna og nútím- ans. Verkið í heild dregur dám af liðinni tíð, enda vart hjá því komist. En það sem er sígilt í því virðist eiga erindi til okkar, ekki síst á tímum endurmats þegar orð eins og umhverfisvernd hafa fengið nýja merkingu. Það sem umfram allt gefur verkinu gildi er léttleiki þess, ísmeygilegur húmor á mörkum gráts og hláturs. Ég þóttist verða var við það á frumsýningu að gamansemi verksins náði ekki alltaf til áhorfenda. Það er ef til vill skiljanlegt þegar það er haft í huga að nú eru tímar ærslaleikja, fágaður húmor verður oftast að víkja fyrir skrípalátum sem lítið skilja eftir. Geggjaða konan í París er aftur á móti verk sem ekki gleymist, vinnur á við nánari kynni og stækkar í minningunni. Því ber ekki að neita að í leikritinu eru atriði sem kalla má daufleg. Maður hefði ef til vill kosið að fyrri þátturinn einkennd- ist af meiri hraða. En það verður að segja leikstjóra og leikurum til hróss að afbragðsvel tókst að gæða þáttinn lífi. Látbragð bætti upp samtöl. A sviðinu skapaðist litríkt andrúmsloft þar sem hvert smáatriði hafði þýðingu. Greini- legt er að mikil vinna hefur verið lögð í þetta verk og vitnar það í heild sinni um alúð leikstjórans Af öðrum leikurum er sérstök ástæða til að nefna Hjalta Rögn- valdsson (Þjónninn), Harald G. Haraldsson (Daufdumburinn) Jón Hjartarson (Dr. Jadin), Ragnheiði Steindórsdóttur (Irma), Sigurð Karlsson (Lögregluvarðstjóri) og síðast en ekki síst Þorstein Gunnarsson í hlutverki Tuskusal- ans. Þorsteinn túlkaði þetta óska- hlutverk margra leikara einkar vel, en á sínum tíma var það í höndum Louis Jouvet. í leikskrá er réttilega tekið fram að nokkur frönsk leikrit hafi borist til íslands, en „meira mættum við engu að síður sjá af frönskum leikritum okkur til uppbyggingar og skemmtunar. Þau eru einatt verðug viðfangs- efni“, stendur þar. Eins og upp- rifjun á þeim frönsku verkum sem hér hafa verið leikin gefur til kynna eru þau flest eftir höfunda sem ekki eru franskir þótt þeir skrifi á frönsku (Beckett, Ionesco, Arrabal). Næsta viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur verður einmitt Steldu bara milljarði eftir Arrabal. Aukin tengsl íslendinga og Frakka í menningarefnum geta varla orðið til annars en góðs og áreiðanlega munu þau efla hina oft svo þunglamalegu menningar- viðleitni okkar. Geggjuðu konurnar í Parísi Aurelía (Margrét Ólafsdóttir) Constance (Sigríður Hagah'n) Gabríelia (Margrét Ilelga Jóhannsdóttir). Tafl- og bridge- klúbburinn Nú er lokið þremur umferðum í aðalsveitakeppni félagsins. Úrslit síðasta fimmtudag urðu þessi: Meistaraflokkuri Rafn Kristjánsson — Eiríkur Helgason 20-0 Gestur Jónsson — Ingvar Hauksson 14-6 Þórhallur Þorsteinsson — Hannes Ingibergsson 11—9 Ingólfur Böðvarsson — Ragnar Óskarsson 20-2 Björn Kristjánsson — Steingrímur Steingrímsson 13-7 Staðan í mcistaraflokki. Ingólfur Böðvarsson 53 Gestur Jónsson 52 Ingvar Hauksson 42 Björn Kristjánsson 39 Brldge Umsjón* ARNÓR RAGNARSSON Fyrsti flokkuri Sigurður Kristjánsson — Slgurleifur Guðjónsson 16—4 Guðrún Bergs — Bjarni Jónsson 17—3 Jón Ámundason — Helgi Halldórsson 18—2 Anton Valgarðsson — Guðmúndína Pálsdóttir 15—5 Erfitt er að gera sér grein fyrir stöðunni í fyrsta flokki vegna þess að ein sveit er hætt keppni og þrjár eiga leik inni. Næsta umferð verður spiluð á fimmtudag í Domus Medica og hefst keppnin klukkan 19.30. Bridgefélag Selfoss Staðan í firmakeppninni, sem er einnig einmenningskeppni, eftir 1. umferð 11. janúar 1979: Sorphreinsun Suðurlands Garðar Gestsson 87 G.Á. Böðvarsson h/f Halldór Magnússon 82 Búnaðarbanki íslands Guðmundur Sigursteinss. 80 VersL Ársæls Ársælssonar Vilhjálmur Þ. Pálsson 79 Sendibílastöð Selfoss Oddur Einarsson 75 Trésm. Guðm. Sveinssonar Haukur Baldvinsson 75 Ræktunarsb. Flóa og Skeiða Tage R. Olesen 75 Samvinnutryggingar Haraldur Gestsson 74 Magnús Magnússon h/f örn Vigfússon 71 Rafveita Selfoss Bjarni Jónsson 69 Trésm. Þorsteins & Árna Brynjólfur Gestsson 69 Önnur umferð var spiluð sl. finimtudag. Bridgefélag Reykjavíkur Illa gengur að stöðva sigur göngu Hjalta Elíassonar og félaga hans í Monrad-sveita- keppninni, sem nú er hálfnuð. Þó tókst sveit Sævars Þor- björnssonar að klípa af þeim átta vinningsstig á miðviku- daginn var en áður um kvöldið hafði sv. Hjalta gersigrað sv. Þórarins Sigþórssonar 20i0. Staða efstu sveita að loknum fjórum umferðum af átta er þá þannig: Sveit: Stig: 1. Hjalta Elíassonar 72 2. Sigurjóns Tryggvas. 57 3. Björns Eysteinss. 55 4. Sævars Þorbjörnss. 48 5. Óðals 47 6. Þórarins Sigþórss. 46 Of snemmt er að spá um úrslit mótsins þó sennilega verði erfitt að velta sveit Hjalta af stalli sínum eftir þetta upphaf móts- ins. Meðal leikja á miðvikudaginn kemur má nefna leik sveita Hjalta og Sigurjóns Tryggva- sonar og eins og venja er hefst spilamennskan kl. 19.30 stund- víslega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.