Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979
11
Skáldskapur
og lífsvidhorf
Jakobína Sigurðardóttir:
DÆGURVÍSA.
Skólaútgáfa.
Jóhanna Sveinsdóttir annaðist
útgáfuna.
Iðunn 1978.
MEÐAL nýlegra skáldsagna sem
komið hafa í skólaútgáfum er
Dægurvísa Jakobínu Sigurðardótt-
ur í útgáfu Jóhönnu Sveinsdóttur.
Dægurvísa kom fyrst út 1965 og
vakti töluverða athygli m.a. var
hún send af íslands hálfu til
samkeppni um bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs 1966 eins og
Jóhanna bendir á. Það út af fyrir
sig eru þó engin meðmæli með
bókinni. Aftur á móti var ljóst að
Jakobína Sigurðardóttir sem áður
hafði gefið út ævintýri, kvæðabók
og smásagnasafn var vaxandi höf-
undur og líkleg til góðra hluta.
Skáldsagan Snaran kom út eftir
hana 1968 og síðan smásagnasafn-
ið Sjö vindur gráar 1970 og loks
skáldsagan Lifandi vatnið 1974.
I fróðlegum og skilmerkilegum
formála Jóhönnu Sveinsdóttur að
skólaútgáfu Dægurvísu nefnir hún
„höfuðkosti Jakobínu sem rithöf-
undar: formsnilld, félagslegt raun-
sæi og skilning á sálarlífi hinna
ólíkustu einstaklinga úr alþýðu-
stétt". Þetta gildir ekki síst um
Dægurvísu sem óneitanlega er vel
skrifuð, dregur upp skarpa mynd
af Reykjavíkurlífi og einkennist af
þeim „samúðarskilningi" sem
Kristinn E. Andrésson talaði um í
grein í Tímariti Máls og menning-
ar 1966. En Kristinn segir einnig:
Bðkmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
„Við blasir ömurleg þjóðlífsmynd
þar sem hver er einangraður í
þröngum hring og við eigin hags-
muni án æðri sjónarmiða, samfé-
lagslegrar hugsunar eða mannlegs
vilja til að umbreyta lífinu til hins
betra, í rauninni heimur án vonar
og trúar“.
Dægurvísa er svonefnd
hópsaga. en í slíkum sögum er
fjallað um hóp fólks og persónum
yfirleitt gert jafnhátt undir höfði.
Dæmi um slíka bók er Vetrarbörn
eftir Deu Trier Mörch, merk skáld-
saga sem fengið hefur góðar við-
tökur hér heima. I henni segir frá
konum á fæðingardeild. Hlutlægni
er yfirleitt einkenni hópsagna.
Sama gildir um Dægurvísu þótt
segja megi að skoðanir höfundar
komi skýrt í ljós á nokkrum
stöðum, einkum í þeim hluta bók-
arinnar sem greinir frá dvöl
bandaríska varnarliðsins á ís-
landi. Það er rétt hjá Jóhönnu
Sveinsdóttur að „öll frásögn innan
skáldverks hlýtur að mótast af
þeim sem segir frá, söguhöfundi,
skoðunum hans og lífsviðhorfum".
Og Jakobínu ér í mun að lesandinn
taki afstöðu. Verkefni aftast í
bókinni gefa til kynna að Jóhanna
vilji heldur betur fræða nemendur
um stjórnmálaumræðu síðustu
áratuga. Meðal annars eiga þeir að
athuga „efnahagsleg og menning-
arleg áhrif bandarísks hers á
Islandi" og gera grein fyrir „helstu
undirskriftarsöfnunum af pólitísk-
um toga hérlendis frá 1950 til
dagsins í dag“. Við getum ímyndað
okkur niðurstöður slíkrar könnun-
Jakohína Sigurðardóttir
ar nemenda undir leiðsögn vinstri
sinnaðra kennara, en enginn hörg-
ull er á þeim í framhaldsskólum.
Hætt er við að mest áhersla yrði
lögð á félagslegar vísbendingar
Dægurvísu, hin fagurfræðilega
hlið gleymdist eða félli að mestu í
skuggann.
Jakobína Sigurðardóttir fjallar
oftast um mikii mannleg tilfinn-
ingamál í verkum sínum. Henni er
heitt í hamsi. En í blaðagreinum
er hún enn skeleggari en í skáld-
verkunum. í eina slíka blaðagrein
úr Þjóðviljanum vitnar Jóhanna
Sveinsdóttir í formálanum,
Himnasendingar nefnist hún og
birtist 6. febrúar 1966. Þar er
fullyrt um „iélega dómgreind"
fjölda manna og lífsviðhorf (and-
stætt Jakobínu) sem „sæmir ekki
mönnum, heldur einhvers konar
millistigi húsdýrs og manns".
Ekki verða tengsl varnarliðsins
og skáldverks Jakobínu Sigurðar-
dóttur rakin frekar. Nóg mun vera
komið. Jóhanna Sveinsdóttir segir
að ekki verði annað sagt „en
höfundi takist vel að gæða frá-
sögnina spennu“. Hún nefnir dæmi
um ýmsar spurningar: „fær stúd-
entinn Ameríkustyrkinn? fær
Ingimundur gamli pláss á
elliheimilinu? tekst Ásu að finna
gott sveitaheimili? hvernig fer
ævintýri Svövu og Hidda?" Flest
er þetta lítið spennandi, allra síst
hvort gamalmenni verður komið á
elliheimili. Hinn hægi frásagnar-
máti er aftur á móti gæddur
áleitnu lífi, til dæmis lýsing húss-
ins og umhverfis þess. Ymisleg
hversdagsleg atvik verða ljóslif-
andi. Vera má að heimur þess
fólks sem greint er frá í Dægur-
vísu, sé „ömurleg þjóðlífsmynd"
svo rifjuð séu upp orð Kristins E.
Andréssonar. En þetta er það líf
sem lifað er víða í húsum.
Jakobína Sigurðardóttir er
vandaður höfundur með hneigð til
pólitískrar einsýni. Best hefur
henni kannski tekist að lýsa fánýti
lífsgæðakapphlaupsins, því hvern-
ig maðurinn er rifinn upp með
rótum. Það gerir hún einmitt
snilldarlega í Lifandi vatnið.
„Beztu sögur hennar eru af
venjulegu fólki við venjulegar
aðstæður", eins og Erlendur Jóns-
son skrifar í bók sinni íslenzk
skáldsagnaritun 1940—1970. Ég
legg enga niðrandi merkingu í
orðið venjulegur eins og Jóhanna
Sveinsdóttir virðist gera samanber
formála skólaútgáfunnar.
Sérhver hef-
ur sína tíð
Louisa May Alcott:
Yngismeyjar
Jane Carruth endursagði
Stinunn Bjarman þýddi
Gordon King myndskreytti
Örn og Örlygur 1978
Sagan Yngismeyjar er í þeim
bókaflokki frá Erni og Örlygi er
þeir nefna Sígildar sögur með
litmyndum.
Höfundur sögunnar Louisa May
Alcott var fædd í Germantown
Philadelphia, U.S.A. 1832. — Hún
var önnur í röðinni af fjórum
systrum. Fjölskyldan lifði við lítil
efni og L. M. Alcott byrjaði
snemma að vinna fyrir sér með
kennslu, auk þess sem hún skrifaði
greinar í vikublöð. í Þrælastríðinu
1862 starfaði hún sem hjúkrunar-
kona við sjúkraskýli. Um þá lífs-
Bókmenntlr
eftir JENNU
JENSDÓTTUR
reynslu sína skrifaði hún bók er
hún nefndi Hospital Sketches. Bók
þessi vakti mikla athygli og gerði
nafn hennar þekkt.
Árið 1867 hvatti útgefandi nokk-
ur hana til að skrifa stúlknabók.
Og árið 1868 kom út bók sú er
nefnist í íslenskri þýðingu, Yngis-
meyjar.
Að efni til er hún raunsæ og
hjartahlý lýsing á fjölskyldulífi,
þar sem fyrirmyndin var hennar
eigin fjölskylda og næstelsta syst-
ir í sögunni, Jo var raunverulega
hún sjálf.
Bókin fékk feikna góða viðtökur
hjá ungum sem eldri. L.M. Alcott
ritaði þrjár bækur til viðbótar um
March-fjölskylduna. Sú síðasta,
um Jo og drengi hennar kom út
1871. Hún skrifaði margar bækur
en engar þeirra urðu frægar nema
þessar fjórar sögur um fjölskyld-
una March, þær hafa komið út á
mörgum tungumálum víðsvegar
um heim.
Steinunn Bjarman gerði þýð-
ingu sína eftir endursögn Jane
Carruth á sögunni.
Yngismeyjar — Systurnar fjór-
ar heita Margrét sem er 16 ára:
þó hún væri dálítið feit var hún
mjög falleg, stóreyg og með mjúkt,
brúnt hár —“ Jóa er ári yngri:
Hún var mjög há eftir aldri,
grannvaxin og drengjaleg —“
Elísabet: var rjóð, mjúk-
hærð, bjartleit stúlka, þrettán ára
—“ Amy var þeirra yngst: Hún
var föl og grannvaxin og gult hárið
liðaðist niður á axlirnar —“
Faðir stúlknanna er herprestur
og móðirin „— besta kona í
heimi— “
Jólin eru að koma og systurnar
finna sárt til fátæktar fjölskyld-
unnar. Jólagjöfin frá föðurnum,
sem er fjarverandi, er sendibréf
sem gleður þær allar mikið.
Að morgni jóladags er þær
systur koma niður, kemur móðir
þeirra frá fátækri konu sem á sjö
börn og ekkert handa þeim til
matar á jólunum.
Stúlkurnar eru ekki lengi að
verða við ósk móður sinnar og
senda fátæku konunni morgun-
verðinn þeirra. Um kvöldið er
hrokað jólaborð, þeim til mikillar
undrunar. Nágranni þeirra, herra
Laurence gamli hafði heyrt um
gjafmildi þeirra og sent þeim
kvöldverð.
Gamli maðurinn á heima í stóra,
þögla húsinu við hliðina á þeim,
sem þær vita svo lítið um. Brátt
kynnast þær þó manninum, Lárusi
sonarsyni hans og kennara Lár-
usar, herra John Brooke.
Nú skiptast á skin og skúrir í lífi
systranna. Lárus og kennarinn
verða miðpunktar á lífi eldri systr-
anna. Misjafnlega er því tekið
innan fjölskyldunnar að kennara-
blók sé að draga sig eftir Margréti.
— Allt endar þó vel.
Ef saga þessi er lesin með það í
huga á hvaða tímum hún gerist, er
hún hugljúf og áhugaverð.
Skemmtilegar, lifandi myndir og
ágæt þýðing Steinunnar Bjarman
gera hana líka eigulega.
WIPP EXPRESS
í allan
handþvott
Enn eitt úrvalsefniö frá Henkel.
þvottaefni í allan handþvott.
Þægilegt, handhægt, ler vel meö hendurnar.
Fæst í næstu búd.
IVIYfMOAtVláT