Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 23 Yfirmaður fíkniefnadeUdar Kaupmannahaíharlögreglimnar: Kúlur fjögurra skota voru sorfnar í oddinn Þáttaskil í rannsókn málsins á föstudag? Svend Thorsted, deildarstjóri fíkniefnadeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Ljósm: SS „VIÐ teljum okkur hafa fundið út að þeir peningar, sem funduzt í fórum íslendinganna, séu hagnað- ur af sölu fíkniefna óg þá aðallega kókaíns,“ sagði Svend Thorsted, deildar- stjóri í fíkniefnadeild lög- reglunnar í Kaupmanna- höfn, þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann í höfuðstöðvum deild- arinnar í lögreglustöðinni í Kaupmannahöfn í dag. Svend Thorsted upplýsti ennfremur, að í fórum íslendinganna hefði fundizt jafnvirði 270 þúsund danskra króna eða um 17,2 milljónir íslenzkra króna í dönskum, norskum og sænskum seðlum. Mestur hluti peninganna, eða um 215 þúsund danskra króna, fannst í tösku í herbergi íslenzkra hjóna, en þau neita að eiga þá og kveðjast hafa geymt töskuna fyrir ókunnan mann. Þá upplýsti Thorsted, að í fórum Islend- inganna hefði fundizt tölu- vert magn fíkniefna, þar af um 250 g af kókaíni, en 216 g fundust hjá landlausa Ungverjanum, sem getið hefur verið í fréttum. Einn- ig fannst í fórum íslending- anna nokkuð af hassi og amphetamíni, dýrmætir gullskartgripir, minnka- pelsar og loks hlaðin skammbyssa og 7 hnífar. Svend Thorsted sagði að byssan, sem um ræðir væri 7,65 caliber að stærð, af amerískri gerð. I byssunni og í herberginu fundust alls 6 skot, þar af 4 svokölluð sorfin skot, sem fletjast út, þegar þau fá mótstöðu og mynda lófastór sár. Þá fundust 2 laus skot. „Þessi byssa fannst í herbergi íslenzkra hjóna, en þau neita alveg að kannast við byssuna eða hnífana," sagði Thorsted lögregluforingi. „Það hafa engar yfir- heyrslur farið fram síðan á laugardag,“ sagði Thorsted, „og er lítið nýtt að frétta af málinu, en auðvitað höfum við unnið kappsamlega að rannsókn þess. íslending- arnir hafa alveg neitað að þekkja til fíkniefnanna eða þeirra hluta, sem fundust í herbergjum þeirra og á þeim sjálfum, nema hvað einn karlmannanna viður- kenndi að hann væri kókaínneitandi og hann ætti þau 18 g af kókaíni, sem á honum fundust, og ein af íslenzku konunum hefur sagt, að hún vissi að eitthvað ólöglegt færi fram hjá Islendingunum, þótt hún hafi hvergi komið þar nærri.“ Thorsted bætti því við, að gæzluvarðhaldstími þriggja hinna fangelsuðu myndi renna út á föstudag- inn og væri þá að vænta þáttaskila í málinu. Hann sagði ennfremur að lögregl- an hefði notað tímann að undanförnu til þess að rannsaka alla þætti máls- ins. Lögreglustöðin í Kaupmannahöfn. þar sem rannsókn fíkniefnamálsins fer fram. Stöðin stendur við Polititorvet. Ljósm: SS Amin í kröggum EFNAHAGSLEGT hrun vofir yfir í Uganda á sama tíma og Amin forseti treystir varnir höfuðborgarinnar Kampala með víg- girðingum. Engir varahlutir eru til í mikilvægustu vélar og viðhald hefur nánast lagzt niður í verksmiðjum vegna skorts á tækni- fræðingum. Hermenn Amins og uppreisnarmenn leggja hald á það litla sem eftir er af eldsneyti. en sumt af því er selt á svörtum markaði. eina vettvangi viðskipta sem enn dafnar í landinu. Eðlilegt ástand virðist aðeins ríkja í raforkuiðnaði. en jafnvel hann er í hættu vegna þrálátra eldflauga- og sprengjuárása hreyfingarinnar ..Björgum Uganda" á tengistöðvar. Innanlandsátökin í Uganda munu líklega valda meiriháttar efnahags- legum skakkaföllum í nokkrum landluktum löndum sem eru háö flutningum um Uganda og Kenya til strandar Austur-Afríku. Rwanda, Zaire og Burundi eru háð flutningum um hafnarborgina Mombasa í Kenya og rúmlega 200 benzínbílar og stórir vöruflutninga- bílar hafa stöðvazt á leið til þessara landa við landamæri Uganda. Vinnuveitendur sumra bílstjóranna hafa bannað þeim að fara inn í Uganda fyrr en einhverri reglu hefur verið komið á þar. Aðrir bílstjórar neita að taka nokkra áhættu. Vörubílar með birgðir handa Amin forseta hafa fengið loforð um fylgd til Kampala, en það hefur ekki alltaf nægt til að sannfæra bílstjórana. Uppreisnarmenn hafa skotið á nokkra vörubíla eða kveikt í þeim og misþyrmt bílstjórunum. Hundruð flóttamanna hafa streymt frá bardagasvæðunum til Kampala þar sem liðssveitir hliðhollar Amin hafa grafið nýja varnarlínu vestan við höfuðborgina. Ætlunin er að víggirða stórt svæði til að verjast uppreisnarhermönnum og útlögum sem njóta stuðnings Tanzaníuhers. Eðlilegt líf er úr sögunni í höfuðborginni. Skriðdrekar og brynvarðir bílar eru á verði á hernaðarlega mikilvægum stöðum og hundruð manna mæta ekki til vinnu. Margir flóttamannanna hafa tjaldað á Amin ásamt Mustafa Adrisi fv. varaíorseta. knattspyrnuleikvangi borgarinnar. Flóttamennirnir segja að þeir hafi sætt góðri meðferð uppreisnarmanna, sem hafi hvatt þá til að halda kyrru fyrir heima hjá sér. Amin á lítið eftir af erlendum gjaldeyri til að kaupa tryggð hermanna sinna og efnahagsmistök hans eiga að miklu leyti rætur að rekja til brottvísunar 80.000 Asíumanna 1972, einu ári eftir herbyltinguna sem kom honum til valda. Síðan hafa tvær stærstu sykurverksmiðjur landsins, í Jinja og Lugazi, í bezta falli skilað hálfum afköstum og oft alls engum. Fyrir daga Amins framleiddu þær 60 af hundraði alls sykurs sem er mikilvæg útflutningsafurð. Verksmiðjurnar hafa lamazt vegna vélarbilana og sykurreyr hefur staðið óskorinn á ökrunum í rúm fjögur ár með þeim afleiðingum að 70 af hundraði sykurinnihalds hans hafa farið forgörðum. Eitt sinn var Uganda auðugt land á afrískan mælikvarða vegna framleiðslu á te og kaffi, en nú hefur hún líka stöðvazt, líka vegna skorts á varahlutum og tæknikunnáttu. Stórri kaffiverksmiðju í Mbale hefur verið lokað og einnig mörgum teverksmiðjum, sem áður stjórnuðu Bretar, Asíumenn og aðrir erlendir sérfræðingar sem hafa verið reknir eða hafa flúið land af ótta við Amin. Mörg fyrirtæki sem Asíumenn áttu og Amin þjóðnýtti eru aftur komin í hendur útlendinga, aðallega Araba og Palestinumanna. En eðlileg verzlun er óhugsandi og eigendurnir hafa snúið sér að smygli og götusölu á svörtum markaði. Ef kaupmenn reyna að verzla í búðum sínum verða þeir stöðugt fyrir ránum og gripdeildum hermanna Amins. Nú síðast hafa Bretar stöðvað ferðir sem Boeing 707 flugvélar hafa farið tvisvar í viku með alls konar vörur eins og spítalarúm, hjúkrunargögn og varahluti og munaðarvörur handa Amin og gæðingum hans frá Bretlandi til Uganda. Þótt Bretar slitu stjórnmála- sambandi við Amin 1976 og hafi harðlega gagnrýnt mannréttindabrot hans hefur þessum ferðum Uganda-flugfélagsins verið leyft að halda áfram þrátt fyrir mótmæli einstakra Breta. En Uganda-flugfélagið segir vörurnar verði nú sendar til Evrópu og fluttar þaðan flugleiðis til Uganda. ——aea—iemmwbfwiww—immmmmmmmw«B»gKVMpmi—jHaasaa—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.