Morgunblaðið - 08.03.1979, Page 25

Morgunblaðið - 08.03.1979, Page 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 25 Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstraeti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. é mánuói innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakió. „Hér verður að brjóta blað” Þingrofstillaga sjálfstæðis:nanna var rökrétt og raunar óhjákvæmileg, eins og þjóðmálin hafa þróast síðan um kosningar. Hafi menn verið í vafa áður um það, hvort ríkisstjórnin hefði eitthvað f.am að færa, geta þeir ekki verið það eftir útvarpsumræðurnar í fyrrakvöld. Þótt þar töluðu fimm ráðherrar, örlaði ekki á því í máli þeirra, hvernig þeir vilja bregðast við efnahagsvandanum, sem þeir hafa átt svo mikinn þátt í að magna. Enn á ný á að telja þjóðinni trú um, að stefnan verði mörkuð í næstu viku. Þá ætlar forsætisráð- herra að leggja fram frumvarp, sem hann lýsti hátíðlega yfir í desember, að yrði að vera búið að fá afgreiðslu og orðið að lögum fyrir 1. marz. Óþarfi er að eltast frekar við dagsetningar og tímamörk ríkisstjórnarinnar. Þar er allt á reiki nema þetta eitt, að aldrei er við þau staðið. Það er því vel skiljanlegf, að Bragi Sigurjónsson, sá mikli reglumaður, skuli vilja fá því slegið föstu í eitt skipti fyrir öll með ályktun Alþingis, hvenær botn skuli sleginn í þykjustuleikinn og forsætisráðherra snúa sér til forseta íslands með lausnar- beiðni sína. Þingmaðurinn vill gefa 13 daga frest til þess arna. En ekki var að heyra í útvarpsumræðunum, að forsætisráð- herra kynni þingmanninum neinar þakkir fyrir, heldur var með rembing. Ríkisstjórnin var mynduð um ráðherrastólana. Og þeim, sem þar sitja, þykir löngum vænt um þá stóla. Þess vegna er ekki hægt að útiloka, að ríkisstjórninni takist að klambra saman frumvarpsómynd um efnahagsmál í óþökk flokks- bræðra sinna. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma yrði slík samsuða sama marki brennd og bráðabirgðaúrræði ríkis- stjórnarinnar hingað til, þar sem vandanum hefur verið ýtt á undan sér og lausn hans þar með gerð erfiðari. í orði kveðnu yrði talað um uppbyggingu atvinnulífsins, en í raun yrði meira frá því tekið með aukinni skattheimtu og nýjum kvöðum. Bréf yrði skrifað frá Verkamannasambandi íslands til forsætisráðherra pers.'-’ulegp. um leið og hann lyfti upp hönd sinni til þess að s. . ’menn kjör launafólks í landinu. Ríkissjóður er orðLm að botnlausri hít, en lagasetning ríkisstjórnarinnar ýmist dæmd ómerk eða fyrir dómstólum. Þvílíkur samdráttur verður á þjóðartekjum á þessu ári eins og nú horfir, að lífskjör fara versnandi, þó svo að tillit sé tekið til olíukreppunnar. Það var því ekki að ófyrirsynju sem Geir Hallgrímsson sagði í útvarpsumræðunum: „Hér verður að brjóta blað og hverfa að öðrum ráðum.“ Hann skírskotaði til stefnuyfirlýs- ingar Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, þar sem vakin er athygli á því, að þríflokkarnir sjá fátt annað til úrbóta en aukin ríkisafskipti og meiri skattheimtu. — „Sjálfstæðis- menn hafna þessum vinnubrögðum, sem leiða til áframhald- andi verðbólgu og versnandi lífskjara. Þess í stað vilja sjálfstæðismenn auka frelsi einstaklingsins til að ráðstafa eigin aflafé og hvetja hann til dáða. Þeir telja almennar reglur heppilegri en boð og bönn og vilja draga úr miðstýringu með því að flytja verkefni frá ríki til sveitar- félaga, fyrirtækja og einstaklinga. Þeir vilja nýta kosti frjálsra viðskipta og markaðskerfis og tryggja að ákvarðanir séu teknar af ábyrgð og þekkingu." Eins og Geir Hallgrímsson lagði áherzlu á, er í efnahags- yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins greint frá því, hvernig auka skuli verðmætasköpunina í þjóðfélaginu, bæta hag almenn- ings og takast á við verðbólguvandann. Þar er lýst hinu jákvæða viðhorfi, þeirri lífstrú, sem byggir á manngildinu og smitar þannig út frá sér, að hún kallar á athafnir, en veldur ekki doða og deyfð eins og núverandi ríkisstjórn. Enginn finnur þetta betur en þjóðin sjálf. Þess vegna hverfa ríkisstjórninni stuðningsmenn á hverjum degi. En hinir verða æ fleiri, sem segja: „Hér verður að brjóta blað og hverfa að öðrum ráðum.“ Þingræða Gunnars Thoroddsens í fyrradag Hæstvirtur forsætisráðherra var í nokkrum vafa um, hvernig skilja bæri þessa tillögu, taldi, að hún væri einkenni- leg og fátíð. Sams konar tillaga eins og þessi var flutt áður, þegar hér var önnur vinstri stjórn, Hermanns Jónassonar, og var þá flutt af þeim Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni. En til þess að hæstvirti forsætisráðherra velkist ekki í vafa um, hvað þessi tillaga feli í sér, þá vil ég taka það skýrt fram, að auðvitað felur þessi tillaga um þingrof og nýjar kosningar í sér fullkomið vantraust á núverandi ríkisstjórn. Enda fór það ekki milli mála í lok ræðu hæstvirts ráðherra, að hann skildi tillöguna þannig, ef samþykkt yrði, þar sem hann mundi þá tafarlaust biðjast lausnar. Ég vil taka fram út af ummælum hæstvirts ráðherra, að hér er ekki um að ræða sérstakt vantraust á hendur honum eða persónu- legt vantraust, heldur er það vantraust á ríkisstjórninni í heild og stjórnarsam- starfinu, sem hér er á ferðinni. Hæstvirtur ráðherra minntist á skatta- lögin frá síðasta þingi. Um ýmis ákvæði þeirra laga voru skiptar skoðanir innan stjórnarflokkanna. En hitt vil ég taka fram um leið, að Framsóknarflokkurinn stóð ekki síður að þessum lögum, heldur en Sjálfstæðisflokkurinn. Hæstvirtur iðnaðarráðherra sagði, að núverandi ríkisstjórn hefði komið að tómum sjóðum. Dálítið stangast þetta nú á við frumvarp, sem ríkisstjórnin flutti fyrir nokkrum dögum og er orðið að lögum. Það er um breytingu á út- flutningsgjaldi af sjávarafurðum. Þar var ákveðið að lækka útflutningsgjald úr 6% í 5%. I greinargerð ríkisstjórnarinnar með þessu frumvarpi er það rökstutt með því, að þrír meginsjóðir, sem um er að ræða, þoli nokkra lækkun útflutnings- gjaldsins, án þess að það þurfi að koma niður á starfsemi þeirra. Ekki bendir þetta til þess, að sjóðirnir hafi verið galtómir, þegar hæstvirt ríkisstjórn tók við. Samtímis í stjórn og stjórnarandstöðu Hæstv. iðnaðarráðherra taldi, að lítið hefði farið fyrir stjórnarandstöðunni á þessu þingi. Þetta þing hefur verið með alveg sérstökum og óvenjulegum hætti, m.a. vegna þess að einn stjórnarflokk- anna hefur leikið það hlutverk að vera samtímis í stjórn og stjórnarandstöðu. Þetta hefur leitt af sér háværar deilur í þingsölum. Stundum hefur ekki annað komist að heilu dagana í Alþingi heldur en rifrildi milli Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Vitanlegá hafa þessar hörku- deilur stjórnarflokkanna innbyrðis vakið mikla athygii, vegna þess, að þetta er svo nýstárlegt. Slíkt og annað eins hefur aldrei gerst fyrr á Islandi. __________Fuglabjargið___________ í fuglabjargi stjórnarflokkanna er erfitt að greina nokkurn samhljóm. Þar syngur hver með sínu nefi. Hæstvirtur forsætisráðherra hefur reynt að samstilla kórinn. En söngstjórinn er píptur niður, einn daginn af öðrum samstarfsflokknum og annan daginn af hinúm. Mishljómarn- ir magnast dag frá degi. Einn af háværustu bjargfuglunum hafa setið í festum og verið heitbundinn hæstvirtum forsætisráðherra í hálfan mánuð. En nú hafi ráðherrann heykst á öllu trúlofunar- standinu, og virðist festarmaðurinn nú helst vilja snúa prófastinn úr hálsliðnum. Kannske má því á næstunni ekki síður búast við begrafelsi en brúðkaupsveislu. Öll þessi ósköp, sem yfir ganga, — og sem hæstvirtur iðnaðarráðherra kallar samningslotu, en réttara væri að líkja við hnefaleikalotu, — öll þessi ósköp eru með þeim ólíkindum, að engin rikisstjórn á Islandi hefur áður upplifað eða fram- kallað slíkt. Allt sýnist þetta fyrst og fremst stafa af illindum og ósamkomu- lagi um efnahagsmálin. Ágreiningurinn stendur milli Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, en þeir flokkar tveir töldu sig í fyrrasumar hafa næg úrræði í þeim málum og gáfu fögur fyrirheit. I þessum furðulega og fjörmikla stríðs- dansi stjórnarflokkanna og í þessu ógn- vekjandi úrræðaleysi er það ekki að ófyrirsynju að sjálfstæðismenn hafi flutt tillögu um þingrof og nýjar kosningar. ________Leikið á vfsitöluna_________ Áður en lengra er haldið vil ég minnast á ummæli hæstvirts iðnaðarráðherra um vísitöluna, hún hefði hækkað minna nú en ári áður. Sannleikurinn er sá, eins og hann kom lítillega inn á, að hér er að verulegu leyti leikur með tölur. Sumpart eru þarna að verki niðurgreiðslur, sem fengnar eru með stórfelldrl hækkun beinna skatta, sem ekki kemur inn í Gunnar Thoroddsen vísitöluna. í öðru lagi má nefna, að hækkun á gjaldskrá fyrir ýmsar opinber- ar stofnanir hefur verið frestað og er þess vegna ekki komin enn inn í vísitöluna. En með þessum aðgerðum er verið að stofna til hallareksturs. Meira að segja er svo komið, að jafnvelstætt fyrirtæki eins og Landsvirkjun hefur opinberlega tilkynnt mikinn greiðsluhalla hjá sér. Það er verið að halda vísitölunni niðri á óeðlilegan hátt með því að fresta slíkum gjaldskrár- hækkunum. Allt þetta hlýtur að koma fram fyrr eða síðar. En stórfelldur hallarekstur opinberra stofnana er verðbólguaukandi. Þetta er sami leikur- inn og leikinn var hjá vinstri stjórninni árið 1973—1974, þar sem frestað var nauðsynlegum gjaldskrárhækkunum til þess að halda vísitölunni niðri, en allt þetta varð að leiðrétta og laga síðar, og varð það eitt af erfiðum viðfangsefnum á fyrsta ári fyrrverandi ríkisstjórnar. Fjárfesting undir- __________staöa framfara___________ Einn þáttur efnahagsmálanna liggur þó ekki fyrir Alþingi nú, þótt efnahags- frumvarp forsætisráðherra hafi ekki litið dagsins ljós á Alþingi. Það er stjórnar- frumvarp um lántökur, fjárfestingu o.fl. og tel ég nauðsynlegt að gera það að umtalsefni hér. Að því er varðar fjárfestingu og verk- legar framkvæmdir í landinu, þá verður að vara við þeirri allt of útbreiddu kenningu, að mikil fjárfesting sé bölvald- ur og meginorsök verðbólgunnar. Þvert á móti verða menn að gera sér grein fyrir, að fjárfesting í atvinnutækjum, sam- göngu- og orkumálum og ýmsum öðrum opinberum framkvæmdum, er undirstaða framfara í landinu og grundvöllur vax- andi velmegunar. Endurnýjun atvinnu- tækja, bættur vélakostur, næg orka, greiðar samgöngur, — alls þessa má þjóðin ekki án vera, ef hún vill sækja fram. Þess vegna á ekki að stefna að því, að fjárfesting í þjóðarbúskapnum fari minnkandi í hlutfalli við rekstrarútgjöld, heldur fremur að setja það mark að draga úr rekstrarútgjöldum hins opinbera. Það er líka varhugavert að búa sér til þá reglu fram í tímann, að fjárfesting í landinu megi til dæmis ekki vera nema 24'/2% af þjóðarframleiðslunni. Hér verður að greina glöggt í sundur, hvers eðlis framkvæmdirnar eru. Þótt stefnt sé að því að draga úr erlendum lántökum, getur verið hyggilegt að taka erlent lán, ef sú framkvæmd sparar meira í erlendum gjaldeyri en vöxtum og afborgunum lánsins nemur, Þá væri það glapræði að neita um slíkt erlent lán vegna þess að einhverri fyrirfram tilbú- inni hámarkstölu væri náð. í fjárfestingaráætlun og lántökufrum- varpi ríkisstjórnar ber of mikið á slíkum almennum reglum og þar er ekki alltaf tekið mið af heilbrigðri skynsemi. Hér skulu nefnd dæmi. Atvinnuleysi framundan í byggingariðnaði Samdráttaraðgerðir stjórnarflokkanna eru þegar farnar að hafa alvarleg áhrif. I byggingariðnaðinum hafa verkefni minnkað og þó að þau séu víða talin viðunandi sem stendur, þá eru svo ískyggilegar horfur í haust og næsta vetur, að búast verður við verulegu atvinnuleysi meðal byggingarmanna. Það hefði því verið fullkomin ástæða til að auka fjármagnsmöguleika í þeirri grein. En stjórnarflokkarnir fara þveröfugt að. I ofurkappi sínu að skera niður fjárfest- ingu sjást þeir ekki fyrir. Þeir leggja til í 11. gr. stjórnarfrumvarpsins að Bygg- ingarsjóður sé sviptur í ár 2000 milljón- um kr. af starfsfé sínu og því ráðstafað til annarra verkefna. Hitaveitu og __________olíusparnaður í hitaveitumálum varð gerbreyting við stjórnarskiptin haustið 1974. I stað hins vanhugsaða áróðurs iðnaðarráðherra Al- þýðubandalagsins áður fyrir aukinni rafhitun með þilofnum, sem hefur orðið þjóðinni þungur baggi, þá var nú lagt kapp á að finna og nýta heitt vatn og gera nýjar hitaveitur. Árangurinn er skýr. Olíunotkun til húshitunar hefur stór- minnkað á þessum árum, til hagsbóta fyrir fólkið og gjaldeyrissparnaður fyrir þjóðina. Árið 1973 var olíunotkun til húshitunar hér á landi 160 þús. tonn, en á síðasta ári var notkunin komin niður í 95 þús. tonn. Á þessum tíma hefur útsölu- verð á olíu til notenda tólffaldast. Þessi minnkun í olíunotkun til húshitunar, sem fyrst og fremst stafar af hinum nýju og auknu hitaveitum, sparar þjóðinni hvorki meira né minna en 3V4 milljarð ísl. króna á ári, en gjaldeyrissparnaðurinn nemur tæpum 3 milljörðum. Dregið úr hita- veituframkvæmdum I lánsfjáráætlun ríkisstjórnar nú hefur verið dregið úr og frestað ýmsum hita- veituframkvæmdum í stað þess að greiða sem mest fyrir þeim. Hér er vissulega rangt að farið. Hæstv. iðnaðarráðherra sagði áðan, að hann þyrfti ekki að kvarta um verk- efnaleysi í iðnaðarráðuneytinu, þótt þar hefði verið vaskur maður áður. Ég vil segja, að svo mikil og stórbrotin verkefni eru í orku- og iðnaðarmálum, að það mætti furðu sæta, ef nokkur iðnaðarráð- herra yrði nokkurn tíma verkefnalaus. Hins vegar eru mér það vonbrigði, að hæstv. núverandi iðnaðarráðherra skuli ekki hafa fylgt fastar eftir undirbúningi og framkvæmdum um nýtingu innlendra orkugjafa. _______Landkynning lömuð___________ Landkynning og ötul ferðamálastarf- semi hafa stóraukið gjaldeyristekjur iandsmanna, og nam sú aukning á s.l. ári rúmum 10 milljörðum kr. Hér hafa Ferðamálaráð, ferðaskrifstofur, Náttúru- verndarráð og fleiri aðilar starfað saman með góðum árangri. Þessi atvinnugrein, móttaka erlendra ferðamanna, skilar nær jafnmiklum gjaldeyri og útfluttar iðnaðarvörur. En með þessu stjórnar- frumvarpi á að svipta ferðamálaráð að mestu þeim tekjum, sem það hefur haft til starfsemi sinnar og lama þar með þessa mikilvægu atvinnugrein. Hér hafa verið nefnd þrjú dæmi um það, hvernig ekki á að standa að því að stjórna landinu. í einu þessara dæma eru gerðar ráðstafanir, sem munu leiða til atvinnuleysis í byggingariðnaði og vax- andi húsnæðisvandræða. I hinum dæm- unum er komið í veg fyrir gjaldeyris- sparnað og gjaldeyrisöflun og hefur þó gjaldeyrisskorturinn löngum hrjáð þess.t þjóð. Aðferð hins frjálsa aðhalds um fjárfestingu Þótt framkvæmdir og fjárfesting hafi á sumum sviðum verið um of á undanförn- um árum, þá réttlætir það ekki slíkar aðgerðir, sem leiða til atvinnuleysis og gjaldeyrissóunar. Það er jafnvægið, sem verður að finna og alltaf er hollt að hafa heilbrigða skynsemi með í ferðum. Það þarf að sporna við óeðlilegri eftirspurn eftir vinnuafli i hverri grein, því að slík spenna eykur verðþenslu. Til þess að koma í veg fyrir ofþenslu í framkvæmd- um, má ekki grípa til skömmtunar og hins illræmda fjárfestingarleyfakerfis. Hins vegar væri ráðlegt að beita aðferð hins frjálsa aðhalds. Ríkisvaldið þarf að fela einhverjum aðila sem fyrir er í ■ ríkiskerfinu, að fylgjast að staðaldri með ástandi og horfum i hverri atvinnugrein. Ef útlit er fyrir ofþenslu og mikla eftirspurn eftir vinnuafli í einhverri grein, þá þarf sá aðili að gera aðvart í tæka tíð. Þá skal reynt að draga úr hættunni, með því að ríkið og ríkis- stofnanir dragi úr eða fresti eirihverjum framkvæmdum, og leitast verði við, með samráði og fortölum, að fá sveitarfélög, atvinnufyrirtæki og einstaklinga til hins sama. Eins þarf að fylgjast vandlega með því, ef hætta er á atvinnuleysi í einhverri grein og gera allt sem unnt er til þess að auka atvinnu og bægja frá því böli, sem atvinnuleysi er. Frjálsræði í stað _________forsjár rfkisins__________ Ég hef bent hér á hina frjálsu leið í stað fjötra. Og þannig er það viðhorf og stefna sjálfstæðismanna í öllum þjóðmál- um, að frjálsræðið er farsælast. En frjálsræðinu þarf að fylgja eftirlit, til þess að taka í taumana, ef frelsið er misnotað. Hið gamla skipulag verðlags- mála hefur t.d. ekki fært mönnum hag- kvæmni í vöruverði og vörugæðum, held- ur þvert á móti, oft valdið óhagkvæmunt innkaupum. Við sjálfstæðismenn viljurn afnema þetta úrelta fyrirkomulag, sem er styrjaldarrústir og aðrar þjóðir hafa löngu grafið í jörð. Við viljum frelsi um verðmyndun, en með eftirliti, sem grípur inn í, ef hinnar frjálsu samkeppni nýtur ekki nægilega á einhverju sviði. Og eins og við viljum frjálsræði í stað ríkisfor- sjár, viljum við auka ráðstöfunarrétt borgaranna, á tekjum sínum og munum því beita okkur fyrir því að afnerna allar hinar nýju skattaálögur, sem núverandi stjórnarflokkar hafa leitt yfir þjóðina. Frjáls- ræðið er far- sælast Liðlega 200 manns tóku þátt í leitinni að piltunum tveim Piltarnir fundust báðir grafnir í snjóskriðuna. PILTARNIR tveir, sem urðu undir snjóskriðunni úr Þverfellshorni í Esju í fyrradag, voru báðir látnir undir snjónum, þegar leitarmenn fundu þá í fyrrinótt. Piltarnir hétu Stefán Baldursson, Tómas- arhaga 22, og Sveinbjörn Beck, Brávallagötu 18. Pilturinn sem með þeim var í ferðinni og slapp naumlega, þar sem hann hafði dregizt lítið eitt aftur úr á göngunni, heitir Árni Geirsson, Nesvegi 49. Þeir voru allir á 19. aldursári og bekkjarbræður úr Menntaskólanum í Reykja- vík. ■ 1 ■ ••••'•• • ••,•:*• • ••' Piltarnir voru báðir nemendur í MR og þar var fáni í hálfa stöng í gær. Piltarnir voru á niðurleið eftir að hafa gengið á Esju og fóru nokkuð aðra leið en vanalega er farin. Árni Geirsson fór lítið eitt á eftir félögum sínum tveimur og vissi ekki fyrr en hann sá snjóinn fyrir framan sig bresta undan fótum sínum og félaga sína tvo hverfa undir skriðuna. Hann reyndi að kalla til þeirra en fékk engin svör, svo að hann hélt strax niður af fjallinu og lét vita hvað gerzt hefði.á bænum Leirvogstungu. Félagar úr björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellssveit fóru þegar til bjargar eftir að hafa fengið lýsingu á staðnum hjá Árna Geirssyni en strax í kjölfarið voru kallaðar út björgunarsveit- in Ingólfur í Reykjavík, Hjálpar- sveit skáta og Flugbjörgunar- sveitin og þegar flest var við leitina voru liðlega 200 manns, sem tóku þátt í henni, að því er Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélagsins, tjáði Mbl. Að auki var tilbúið um 120 manna varalið björgunarsveitar- manna víðs vegar að af suðvestanverðu horni landsins til að leysa fyrstu björgunar- sveitarmennina af. Skriðan var um 400—500 metrar á lengd, um 10—15 metr- ar á breidd en misdjúp. Var leitað skipulega með snjóflóða- leitarstöngum, en að sögn eins björgunarsveitarmanna gerði það leitarmönnum mjög erfitt fyrir við leitina að snjórinn var svo þéttur, að stengurnar gengu vart í gegnum mjög lagskiptan snjóinn. Erlingur Ólafsson, formaður björgunarsveitarinnar Kyndils, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að skriðan hefði fallið þarna í gili og geysilegur þrýst- ingur hefði verið á snjónum svo að ætla mætti að piltarnir hefðu látist samstundis. Erlingur sagði, að greinilegt hefði verið, að snjó hefði skafið þarna upp í fjallsbrúnina ofan á harðfenni, þannig að hann hefði farið af stað um leið og piltarnir lögðu út á fönnina á þessum stað. Erlingur kvað leitarmenn strax hafa gert sér grein fyrir því, að piltarnir hefðu að öllum líkindum lent neðarlega í skriðunni. Lík Stefáns fannst síðan um eittleytið neðarlega í skriðunni, um 300—400 metra neðan við þann stað, sem hún fór af stað og var hann um hálfan annan metra undir yfirborði skriðunnar. Leitinni var síðan haldið stöðugt áfram fram til kl. 3.45 er lík Sveinbjörns Beck fannst um tíu metrum ofar í skriðunni. Hafði þá verið farið ^kipulega þrisvar sinnum vfir allt svæðið án árangurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.