Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 Frá bladamanni Morgunbladsins, Sigtryggi Sigtryggssyni í Kaupmannahöfn Réttargœzlumaður Islendinganna: Málið ekki eins stórt og lögreglan telur Telur að íslendingarnir fái ekki þunga dóma Kaupmannahöfn 7. marz — „ÞAÐ ER skoðun mín að þetta mál sé ekki eins stórt og lögreglan telur og að Islendingarnir fái því ekki stranga dóma, ef það sannazt að þeir hafi haft fíkniefni undir höndum,," sagði Henrik Kástrup-Larsen, réttargæzlu- maður Islendinganna, þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins hitti hann að máli í skrifstofu hans í Skindegade 23, en í þessu sama húsi eru einnig til húsa skrifstofur hins fræga þingmanns og lögmanns Mogens Glistrup. Kástrup-Larsen er ungur maður og býður af sér góðan þokka og aðspurður um Glistrup kvað hann engin tengsl milli skrifstofanna, þótt í sama húsi væru. málinu. íslendingarnir hefðu allir neitað að hafa staðið að dreifingu á fíkniefnum og það gæti liðið töluverður tími, þar til tækist að upplýsa málið og þá myndi það ganga fyrir dóm. „Þegar og ef málið fer fyrir dóm, lýkur mínum afskiptum af því, a.m.k. að hluta, því að þótt íslendingarnir óskuðu eftir því, að ég yrði verjandi þeirra fyrir réttinum, gæti ég í hæsta lagi tekið að mér tvö mál,“ sagði Kástrup-Larsen. Hámarksrefsing fyrir sölu og dreifingu kókaíns er 6 ár, en Kástrup-Larsen kvaðst gera sér vonir um að íslendingarnir slyppu með vægari refsingu í þessu máli. „Ég ítreka það,“ sagði hann, „að ég tel að þetta mál sé miklu minna í sniðum en lögreglan hefur talið og sumt af því fólki, sem nú situr inni sé alveg sak- laust.“ Samkvæmt dönskum lögum verða Islendingarnir að afplána refsingu sína í Danmörku, verði þeir sakfelldir og dæmir í fangelsi, en gæzluvarðhald dregst frá refs- ingu. Ekki piun mögulegt að fá undanþágu til þess að afplána dóm á Islandi í máli sem þessu, að því er Kástrup-Larsen upplýsti blaða- mann Morgunblaðsins. Kástrup-Larsen réttargæzlu- maður sagði að lokum, að gæzlu- varðhald sumra Islendinganna rynni út á föstudagsmorguninn og þá yrði fyrst að vænta nýrra tíðinda frá lögreglunni. Þá myndi skýrast, hvort fólkinu yrði sleppt eða lögreglan óskaði að eitthvert þeirra yrði áfram í gæzluvarð- haldi. flenrik KÁstrup-Larsen, réttargæzlumaöur íslendinganna, á skrif- stofu sinni í Skindegade 23 í gær. Ljósm: SS „Það er algjör tilviljun, að ég skuli vera verjandi Islending- anna,“ sagði Kástrup-Larsen. „Kerfið hérna í Kaupmannahöfn er þannig að við erum allmargir lögfræðingar, sem dómstólar geta leitað til, þegar upp koma saka- mál. Ég var á vakt á laugardaginn, þegar þetta tiltekna mál íslend- ingánna kom upp og því var ég skipaður verjandi þeirra. Ég var að sjálfsögðu viðstaddur réttar- höldin yfir þeim á laugardaginn og síðan talaði ég við þau öll á mánudaginn. Þá ræddi ég ekkert um þetta meinta fíkniefnamái, heldur aðeins um persónuleg mál, sem leysa þurfti, svo sem hvar ætti að koma fyrir börnunum þremur. Á friðjudag var ég svo viðstaddur yfirheyrslur yfir einni íslenzku konunni, en henni var síðan sleppt þennan sama dag. Mitt hlutverk er fyrst og fremst að gæta þess að farið sé með mál skjólstæðinga minna að réttum lögum og aðstoða þá ef með þarf. Málið sjálft er á rannsóknarstigi og ég skipti mér ekkert af því.“ Aðspurður sagði Henrik Kástrup-Larsen að nokkur tími gæti liðið áður en dómur gengi í Lögreglan hefur stöðv- að sölu á nukhimagni Kaupmannahöfn, 7. marz EINS og frá var skýrt í Morgun- hlaðinu hefur danska fíkniefna- lögreglan nú á skömmum tíma stöðvað sölu á miklu magni fíkni- efna. Stærsta málið varðar fíkni- efnahring, sem smyglað hefur hassi til Danmerkur að undan- förnu, en lögreglan í París hand- tók um síðustu helgi 44ra ára gamlan brezkan arkitekt, sem talinn er vera foringi þessa hrings. Samkvæmt upplýsingum, sem franska lögreglan gefur, hefur þessi hringur að undanförnu smyglað 1,2 tonnum af hassi til Danmerkur. í Álaborg fékk lög- reglan nafnlausa upphringingu í síma, sem leiddi til handtöku 53ja ára útlendings, sem smyglað hafði 65 kg af marihuana til landsins í afrískum styttum, og í Árósum handtók lögreglan sjö menn, þar á meðal fjóra forstjóra og einn lækni, sem smyglað höfðu 40 kg af hassi í sérbyggðri flugvél beint frá Marokkó til Danmerkur. Þetta fikniefnamál, sem íslend- ingarnir eru bendlaðir við, er nú dottið út sem sjálfstætt mál í blöðum hér í Kaupmannahöfn. Hins vegar eru fíkniefnamál mikið til umræðu í blöðunum, þar sem á einni viku hafa upplýsts 4 slík stórmál. Alls hafa 25 manns verið handteknir og er talið að andvirði fíkniefna, sem komið hafi verið í veg fyrir sölu á, sé um 200 milljón- ir danskra króna eða jafnvirði 12,7 milljarða íslenzkra króna. Þrátt fyrir þetta segja lögreglu- menn í viðtölum við dönsku blöðin, að ekki séu líkur á að innflutning- ur fíkniefna stöðvist, þar sem lögreglumenn hafi slæman aðbún- að til starfa og lögreglan sé í fjársvelti. Komkókamið frá Mexíkó? Fangelsið. þar sem íslendingarnir eru í haldi á meðan rannsókn fer fram. Ljósm: Nordfoto Kaupmannahöín. 7. marz. BLAÐAMAÐUR Morgunblaðsins fregnaði í dag að önnur hjón- anna, sem sitja inni vegna þessa máls, hafi skroppið til Mexikó um jólin í frí. Þar mun vera mikið framboð af kókaíni og eru uppi getgátur um að kókainið, sem talið er að íslendingarnir hafi haft undir höndum, hafi þau komið með frá Mexíkó. Morgun- blaðið spurði Svend Thorstcd, deildarstjóra fíkniefnadeildar lögreglunnar hér, um þetta atriði, en hann vildi ekki stað- festa að þetta væri sérstaklega í rannsókn. Þess má geta. að í Ekstrabladet á mánudag er maðurinn nafngreindur og sagt að hann og kona hans hafi búið í Agnar Kl. Jónsson, sendiherra: Mesta og alvarlegasta málið Kaupmannahöfn, 7. marz — „ÞAÐ hefur ekki verið haft samband við sendiráðið, það fylgist með gangi mála hjá lögreglunni,“ sagði Agnar Klemenz Jónsson, sendiherra hér í Danmörku, er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann í morgun. „Við höfum komið þeim skilaboðum til íslending- anna, sem hafa verið fangelsaðir, að við séum tilbúnir til þess að veita alla þá aðstoð, sem þeir þarfnast, en einskis hefur verið óskað af okkur, enda fólkinu skipaður réttar- gæzlumaður." Agnar Klemenz sagði að sendi- ráðið veitti utanríkisráðu- neytinu jafnharðan upplýsingar, sem það miðlaði svo áfram til ættingja fólksins heima á íslandi, sem eðlilega væru áhyggjufullir vegna þessa alvarlega máls. „Ég hef verið sendi- Agnar Kl. Jónsson. herra hér í Kaupmanna- höfn í 3 ár og það hefur komið fyrir í nokkur skipti að lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af nokkrum íslendingum vegna fíkniefnameðhöndl- unar og þá aðallega í Kristjaníu, en þetta mál er það langstærsta og alvarlegasta, sem upp hef- ur komið meðal Islend- inga,“ sagði Agnar Klemenz Jónsson, sendi- herra, að lokum. Danmörku í 1 Vi ár og allan þann tíma hafi þau hvorki unnið úti né þegið ba:tur af hinu opinbera og gefur blaðið í skyn, að fíkniefna- sala hafi verið atvinnugrein þeirra þennan tíma. Ein þeirra tveggja stúlkna, sem enn eru í gæzluvarðhaldi, var yfir- heyrð í tvær klukkustundir í morg- un, en hún var úrskurðuð í 6 daga gæzluvarðhald á laugardaginn og gæti þetta bent til þess, að henni yrði sleppt áður en gæzluvarðhald hennar rennur út á föstudags- morguninn. Samkvæmt heimiidum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er talið líklegt, að þessi stúlka og önnur, sem var látin laus á þriðju- dagsmorguninn, sé ekki viðriðin þetta mál og sömuleiðis ekki einn karlmannanna, sem inni sitja. Hins vegar telur lögreglan að hin fjögur, þrír karlmenn og ein kona, þurfi að yfirheyra nánar. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær á ein konan fimm mánaða stúlkubarn, sem lögreglan lét flytja á Gentofte Amtsjúkrahúsið, barna- deild, þegar móðirin var handtekin. Lögfræðingur Islendinganna gekkst síðan í það að móðirin yrði flutt á sjúkradeild Vesterfangelsisins, svo að hún gæti haft dóttur sína hjá sér. Þessi kona og maður hennar, sem einnig situr inni vegna þessa máls, eiga ennfremur 9 ára gamlan dreng, sem er í umsjá íslenzku konunnar, sem sleppt var úr gæzluvarðhaldi síðastliðinn þriðjudag. I morgun barst íslenzka sendiráðinu hér ósk um það frá ættingjum hjónanna heima á íslandi, að börnin yrðu send til íslands. Séra Jóhann Hlíðar heimsækir móður barnanna í fang- elsið á morgun, fimmtudag, og leitar eftir leyfi hennar til þess að börnin verði flutt til íslands. íslendingarnir eru í algjörri einangrun í Vestre-fangelsinu og þarf danskur lögreglumaður að fylgja Jóhanni, þegar hann gengur á fund konunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.