Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979
37
Upplýsingar um
innkaup á olíuvörum
Að undanförnu hafa farið fram
miklar umræður um hinar stór-
felldu hækkanir, sem orðið hafa á
innkaupsverði á olíu. Af því
tilefni teljum við undirritaðir,
sem höfum átt hlut að samninga-
gerð um innkaup á olíum um
langt árabil, nauðsynlegt að veita
eftirfarandi upplýsingar um
þessi mál:
, 1.
Lang mestur hluti af olíuvið-
skiptum heimsins fer fram á veg-
um hinna stóru alþjóðlegu olíufé-
laga. Þau ýmist vinna jarðolíuna
sjálf úr eigin olíulindum eða kaupa
hana á föstum samningum frá
oftast rikisreknum olíufélögum
OPEC landanna. Jarðolían er að
mestum hluta flutt óhreinsuð til
markaðslandanna þar sem hún er
unnin í olíuhreinsunarstöðvum og
seld neytendum. Dótturfélög
hinna alþjóðlegu olíufélaga eiga
flestar olíuhreinsunarstöðvarnar
og dreifingarfyrirtækin, sem selja
hinar unnu olíuvörur, eru þá einn-
ig dótturfélög hinna sömu olíufé-
laga. Þegar bæði seljandi og kaup-
andi (olíuhreinsunarstöð og dreif-
ingarfélag) eru sami aðilinn, er
ljóst að ýmis önnur sjónarmið en
markaðsverðið eitt geta ráðið
verðum, a.m.k. um takmarkaðan
tíma.
Þegar framanritað er haft í
huga verður skiljanlegt að aðeins
lítill hluti af unnum olíuvörum í
heiminum er í raun á frjálsum
markaði.
2.
Á íslandi er engin olíuhreinsun- -
arstöð og ekkert dótturfélag fjöl-
þjóða olíufélags eins og í flestum
löndum Vestur Evrópu. ísland
hefur því ekki getað stuðzt við
langtíma samninga um jarðolíu-
kaup frá OPEC löndum, en verð-
ákvæði slíkra samninga virðast nú
sem óðast einhliða felld úr gildi.
3.
Frá því á árinu 1953 hefur
meginhluti af olíuþörfum íslands,
öðru en flugvélaeldsneyti, smurn-
ingsolíum og ýmsum sérhæfðum
olíuvörum, verið keyptur frá Rúss-
landi. Innkaupsverð var á árunum
1953—1961 miðað við skráningar
frá suðurströnd Bandaríkjanna
(U.S. Gulf). Við lok fyrrnefnds
tímabils voru þessar skráningar
orðnar óraunhæfar og hærri en
viðast annars staðar. Samningum
við Rússa fékkst þá breytt þannig,
að miðað var við skráningar í
Aruba og Curacao, en það eru
eyjar út af strönd Venezuela.
Að undanskildum árunum 1973
og 1974 varð verðþróun þannig, að
þessar viðmiðanir, sem voru not-
aðar 1961 til 1975, urðu smam
saman óhagstæðari fyrir Island
miðað við skráningar í Rotterdam.
I febrúar 1975 var svo komið, að
verð á gasolíu var 18% hærra
samkvæmt skráningu í Curacao en
Rotterdam. Var þá ákveðið að óska
eftir endurskoðun á verðákvæðum
samningsins við Rússa fyrir árið
1975, en fyrirvari um slíka endur-
skoðun hafði verið settur í olíu-
kaupasamning fyrir þaö ár. Við-
ræður fóru fram í Moskva dagana
4.-7. apríl 1975. Niðurstaða af
þessum viðræðum varð sú, að verð
var frá þeim tíma miðað við
meðaltal af skráðu verði í Curacao
og Rotterdam. Þetta gilti frá apríl
1975 til 31. des. 1977.
I samningum fyrir árin 1978 og
1979 var hins vegar aðeins miðað
við Rotterdamskráningu. Fjórar
meginástæður lágu til þess að
breyting þessi var samþykkt af
okkar hálfu.
a. Verðmyndunin á Rotterdam-
markaðnum fyrir unnar olíuvörur
var almennt að verða viðurkennd
eðlilegasti grundvöllur fyrir við-
miðun á hinum frjálsa markaði í
Evrópu, enda þótt afskipanir á
olíuvörum og eigendaskiptin færu
ekki fram í Rotterdam.
Verðlag á Rotterdammarkaði á
árinu 1977 og fram á haust 1978
hafði almennt verið stöðugt.
b. Staðfest var að verð á unnum
olíuvörum, sem seldar eru frá
Rússlandi til V-Evrópu, þ.á m. til
Norðurlanda, er yfirleitt miðað við
skráningar - á markaðsverði í
Rotterdam.
c. Skráningar í Aruba og Cura-
cao voru árið 1977 og fram yfir
mitt ár 1978 að staðaldri hærri en
í Rotterdam. Er hér átt við meðal-
talsverð á þeim olíutegundum, sem
íslendingar keyptu frá Rússlandi.
d. Eftir að olíuiðnaðurinn í
Venezuela var þjóðnýttur voru
skráningar í Aruba og Curacao
aðeins að takmörkuðu leyti grund-
völlur fyrir raunverulegar sölur,
heldur fyrst og fremst grundvöllur
skattlagningar.
Það er því að okkar dómi ljóst,
að miðað við þekktar aðstæður
þegar samningar voru gerðir um
olítakaup frá Rússlandi fyrir árin
1978 og 1979, þ.e. haustið 1977 og
haustið 1978, var það eðlilegra
báðum sammngsaðilum og íslend-
ingum hagkvæmara að miða kaup-
verðið eingöngu við skráningar á
Rotterdammarkaði.
4.
Það ætti ekki að þurfa að skýra
sérstaklega frá því, að mestur
tíminn við undirbúning olíusamn-
inga og í samningaviðræðum fer í
að ræða um verð og viðmiðanir.
Auðvitað hefur alla tíð í samning-
um við Rússa komið til álita að fá
föst verð. Það hefur aldrei fengizt
á grundvelli, sem að okkar dómi
væri viðunandi fyrir ísland.
Þessi mál voru einnig itarlega
rædd við framkvæmdastjóra
Petrogal í Portúgal í janúarmán-
uði s.l. Samningamenn Petrogal
lýstu því yfir, að föst verð fyrir
gasolíu og bensín, er tækju breyt-
ingum miðað við jarðolíuverð
OPEC ríkjanna, kæmi ekki til
greina. Þeir vildu ekki fallast á
neitt nema viðmiðun við Rotter-
damskráningar, enda væru þær nú
almennt notaðar í slíkum viðskipt-
um, enda þótt aðeins takmarkaður
hluti slíkra viðskipta fari fram í
höfninni í Rotterdam. I þessum
viðræðum reyndi íslenzka samn-
inganefndin einnig að fá samninga
um hámarksverð (og lágmarks-
verð). Því var einnig hafnað. Is-
lenzka samninganefndin var sam-
mála um að ganga frekar að
samningum um verð miðað við
Rotterdammarkaðinn en láta
slitna upp úr samningum og koma
samningslaus heim.
Hugmyndin um að semja um
fast verð í olíukaupum til Islands
er því ekki ný, heldur hefir hún
komið til athugunar í flestum
þeim samningum, sem við höfum
átt hlut að.
5.
Að síðustu er rétt að undir-
strika, að verð á olíuvörum á
frjálsum markaði lýtur sömu lög-
málum og verð á öðrum vörum. Ef
eftirspurnin er meiri en framboðið
hækkar verðið en lækkar ef að-
staðan er öfug. Er í því efni
nærtækast að vísa til þeirra verð-
sveiflna, sem orðið hafa á undan-
förnum árum á útflutningsafurð-
um okkar Islendinga.
Ástæða er til þess að ítreka að
hin mikla verðhækkun á olíuvör-
um á síðustu vikum og mánuðum
er síður en svo eingöngu vandamál
okkar hér á íslandi. T.d. hefir verð
á gasolíu og marineolíu til far-
skipa í flestum höfnum í Evrópu
nálega tvöfaldast frá 2. janúar til
27. febrúar og er til mikilla muna
hærri nú en verð til skipa á
Islandi.
6.
Líklegt má telja, að verðhækkun
sú á olíuvörum, sem orðið hefir að
undanförnu, verði ekki varanleg,
nema að hluta. Engu skal þó spáð
um það hér hvenær verðið á hinum
frjálsa markaði mun lækka og að
hvaða marki.
Vilhjálmur Jónsson
Indriði Pájsson
Önundur Ásgeirsson
AKARN H.F.,
Strandgötu 45, Hafnarfirði,
sími 54444, heimasími 52784.
NORSK
GÆÐAVARA
argus
Miðakaup og
endumýjun
3. flokkur
Eftir að hafa eignast miða íHappdrætti Háskól-
ans er endurnýjun mánaðarlega nauðsynleg.
Þannig haldast möguleikarnir á að hljóta
vinning.
Muniö að endurnýja tímanlega og forðast
þannig þröng síðasta daginn.
VIÐ DRÖGUM 13. MARZ
18 @ 1.000.000,- 18.000.000,-
36 — 500.000- 18.000.000,-
207 — 100.000,- 20.700.000,-
378 — 50.000,- 18.900.000-
7.947 — 25.000- 198.675.000,-
8.586 274.275.000-
36 - 75.000,- 2.700.000,-
8.622 276.975.000-
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Menntun f þágu atvinnuveganna
Kvenstúdentar
Hádegisveröarfundur veröur haldinn í Lækjar-
hvammi Hótel Sögu, laugardaginn 10. marz og
hefst meö borðhaldi kl. 12.30.
Silja Aöalsteinsdóttir flytur erindiö: Þróun
íslenskra barnabóka frá 1970.
Stjórnin.
Albert
Sveinn
VIÐTALSTIMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins verða til viðtals i Sjálf-
stæðishúsinu Háaleitisbr. 1 á laugardög-
um frá klukkan 1 4:00 til 1 6 00 Er þar
tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og
ábendingum og er öllum borgarbúum
boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa.
Laugardaginn 10. marz veröa til viðtals:
Albert Guðmundsson, alþm. og borgar-
fulltrúi
Sveinn Björnsson, verkfræöingur.