Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979
45
menningarsúpu, því þar stendur
ekki steinn yfir steini. Það má
bjarga Alþýðuleikhúsinu með því
að fenginn verði leikrit þau sem
valdhafarnir í Rússlandi sýna og
þá skal ég vera viss um að almenn-
ingur fer að sjá hvernig sósíalism-
inn er búinn að fara með leikritun-
ina sem var heimsfræg fyrir bylt-
inguna. Þegar Furtsjeva mennta-
málaráðherra setti listaþ’ngið í
Moskvu 1961 sagði að af 1140
leikritum sem sýnd höfðu verið
það árið hefðu 75% verið áróður
fyrir flokkinn. Þá stóð upp
Sjaolokov og spurði hvað ráðherr-
ann héldi að mörg af þessum
leikritum myndu lifa því aldrei
hefði nokkurri þjóð verið boðið
annað eins bull og þvættingur.
Rússar hljóta að verða glaðir
þegar menningarþjóð biður um
þetta og vilja ábyggilega senda
leikritin þýdd okkur að kostnaðar-
lausu. Leikhúsið verður bara að
skipta um nafn því svona má ekki
sýna í leikhúsi sem kennir sig við
frjálsa alþýðu. Það ætti að heita
Furtsjevu-leikhúsið.
Það er að skella á okkur önnur
sósíalístísk menningarholskefla.
Hún er nú frá Skandinavíu og eru
það kvæði og nefnast baráttu-
söngvar. Mér skilst að verkalýðs-
félögin á Norðurlöndum styrki
þetta fyrirbæri. Eitt kvæði í þess-
um dúr var flutt 1. maí s.l. og lýsti
verkafólki í íshúsum eins og að
þarna væru komnir félagar ívans
Denisovich. Rússar kúguðu Finna
til að banna sýningar á myndinni
og þó eru Finnar í engu hernaðar-
bandalagi við Rússa.
Ekki alls fyrir löngu heyrði ég í
útvarpinu sungið langt kvæði þar
sem lýst var kvölum þeirra sem
vinna í álverinu. Þeir fengju ekk-
ert kaup og yrðu að bryðja ál og
mengunin væri þá lifandi að
drepa. Þessi söngvari, sem líklega
tekur við af Hauki Morthens,
athugaði ekki það að þessi þræl-
dómur í álverksmiðjunni var
auðvitað af því að verkalýðsforyst-
an brást verkamönnunum og verk-
fallsréttur þeirra varð þeim að
engum notum.
Ætlar verkafólkið að kosta
svona menningarfyrirtæki og ætla
þeir menn sem eru á launum hjá
verkalýðnum að láta lýsa sér
svona. Þeir taka laun hjá verka-
lýðsfélögunum en svíkjast undan
því að ná rétti almennings.
Húsmóðir.
SKAK
Umsjón:
Margeir Pótursson
Svæðamót eru alltaf mjög for-
vitnileg, m.a. vegna þess að þá
leiða oft saman hesta sína stór-
meistarar og lítt reyndir skák-
menn. Þessi staða kom upp á
svæðarnótinu í Amsterdam í
desember í skák þeirra Fellers,
Lúxemburg, og hollenska
stórmeistarans Sosonko, sem
hafði svart og átti leik.
• Eru sjálf-
stæðismenn
tilbúnir?
Við sem fædd erum eftir
síðari fórnfæringuna og höfum
fengið það besta sem land vort
gefur, bæði af veraldlegum og
andlegum gæðum, verðum vör við
nokkurn ólgusjó, í það minnsta á
forsíðum blaðanna og jafnvel
víðar.
I sögutímum í „gaggó“ var sagt
frá þjóðum sem áttu sína gullöld
en hnigu síðar í rás sögunnar.
Eftir standa síðan spurningar og
svör eftir atvikum.
I einu af fátækustu ríkjum
vestan hafs, sem varð útundan í
iðnbyltingunni, er tilraun í gangi
með að byggja upp betra efna-
hagslíf með aðferðum Salomons
konungs.
Arangurinn er góður en erfitt að
einangra niðurstöður því margir
hjálpast að, allt frá alríkisstjórn-
inni til hinna ýmsu hjálparstofn-
ana sem styðja uppbygginguna.
Á fundi með sjálfstæðismönnum
fyrir nokkrum árum féllu
spakmæli af vörum ágæts kennara
í umræðum um kirkju og þjóð-
félagið:
„Lífið prjónar sér ávallt nýjan
farveg". Það er sjálfsagt, það gerir
málið vandasamt og spennandi.
Erum við tilbúin að styðja
jákvæða menn til dáða sem hafa
viljann en vantar eins og okkur
flest það sem ungur nemi við
biblíuskóla benti á í ræðu í Skál-
holti og Vestmannaeyjum:
„Sjá hversu fagurt og yndislegt
það er þegar bræður búa saman í
einingu"
En orðið eining hafði týnst í
íslensku þýðingunni í 133. sálmi
Davíðs.
Með þökk.
„Áheyrandi í austurbænum.“
Til si nli 1
1 II Ol Jll árg. M ekinn
929 4ra dyra sjálfsk. 78 14.000-
929 station 78 20.000-
818 2d hartop 78 11.000-
929 4 d. sjálfsk. 77 34.000-
929 station 77 106.000-
616 4ra dyra 77 37.000-
929 station 76 51.000-
1212 d. hartop 76 26.000.-
929 4ra dyra 76 20.000-
929 2 dyra hartop 75 56.000-
Athugiö:
6 mánaða ábyrgð ofangreindum bílum. fylgir öllum
BÍLABORG HF.
SMIDSHÖFDA 23 simar: 812 64 og 81299
HÖGNI HREKKVÍSI
vr <& 1979
McNaught Synd., In
GLLK <*AUGiU "lf
"AUT'i MQ...AjúJ5CKöM/ö vo(r!"
WIPP EXPRESS
í allan
handþvott
Enn eitt úrvalsefniö frá Henkel. ®
_Freyðandi þvottaefni í allan handþvott.
Þægilegt, handhægt, fer vel með hendurnar.
MANNI OG KONNA
HAGTRYGGING HF
ÞER LIGGUR MIKIÐ Á
MANNI, ÞAÐ MUNAÐI
MINNSTU AÐ ÞÚ VÆRIR
BUINN AÐ /KEYRA MIG
NIÐUR.
FARIÐ GÆTILEGA I HALKU OG ÞUNGRI FÆRÐ.
31.... Bxa3!, 32. Rd3 - RM, 33.
RxM — BxM og með peð yfir
vann Sosonko auðveldlega.