Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 Eru kjarnorkuvopn á Keflavíkurflugyelli? Nei, segir Benedikt Gröndal Kannski, segir Gunnlaugur Stefánsson Trúi ekki orði af því sem ráðherr- ann segir, segir Stefán Jónsson Á 61. fundi sameinaðs Alþing- is síðastliðinn þriðjudag mælti Svava Jakobsdóttir (Abl.) fyrir tillögu sinni til þingsályktunar um bann við kjarnorkuvopnum á íslensku yfirráðasvæði. All- margir þingmenn úr öllum flokkum tóku til máls í umræð- unni, og varð henni ekki lokið. S.vava hóf mál sitt á því að ræða um hve mikil hætta væri því fylgjandi, að hérlendis væru geymd kjarnorkuvopn. Ætti það ekki einungis við um það að slík vopn fyndust í varnarstöðinni í Keflavík; slík hætta gilti einnig þegar siglt væri á skipum búnum slíkum vopnum inn á íslenskar hafnir, eða flugi flugvéla yfir landinu. Þingmaðurinn minnti á að allir flokkar hér á landi væru því mótfallnir að vopn af umræddu tagi væru geymd hér, og því hefði jafnan verið haldið fram af íslenskum yfirvöldum að þau væri ekki hér að finna. — Hinu gagnstæða hefði þó oft verið haldið fram af ýmsum erlendum sérfræðiaðilum á þessu sviði. Þingmaðtorinn ræddi einnig um samning sem nýlega var gerður á milli Bandaríkjamanna og Spánverja um herstöðvar þar í landi; þar hefði það verið sérstaklega tekið fram að kjarn- orkuvopn skyldu flutt brott frá tilteknum höfnum. Sagði Svava það sína skoðun að eftirlit með þessum málum hér á landi ætti að annast hópur sérfróðra manna, og að þeir ættu að hafa algjöran og óskoraðan aðgang að herstöðinni í Keflavík. Benedikt Gröndal (A) utanríkisráðherra tók næstur til máls. Hann minnti einnig á þau ummæli er Svava hafði viðhaft, að allir íslenskir stjórnmála- flokkar væru því andvígir að hér á landi væru geymd kjarnorku- vopn. Sagði ráðherrann að um- ræður um þessi mál væru eðli- legar, en allir þeir aðilar er málið snerti og þekkingu hefðu fullyrtu að slík vopn væri alls ekki að finna hér á landi. Enda hefði aldrei verið farið fram á neitt slíkt af hálfu Bandaríkja- manna. Utanríkisráðherra sagði, að svo miklar varúðarráðstafan- ir þyrfti að gera við slíkar stöðvar, að ekki væri unnt að koma slíku við í svo opinni herstöð sem varnarstöðin í Keflavík væri. Þá mætti einnig á það minna að ef kjarnorkuvopn væri hér að finna ættu Sovét- menn að hafa haft af því vitn- eskju, en þeir hefðu aldrei ýjað að neinu slíku. Nú á dögum væri þeim hins vegar í lófa lagið að komast að öllu hinu sanna um það mál, til dæmis með Ijós- myndum úr gervihnöttum. Þá vék Benedikt að samningi um bann við útbreiðslu kjarn- orkuvopna, sem íslendingar und- irrituðu fyrir um það bil tíu árum. Sá samningur hefði laga- gildi á Islandi; skýrt væri kveðið á um það að hér mætti ekki geyma kjarnorkuvopn af neinu tagi. Sagði ráðherra að bæði Sovétmenn og Bandaríkjamenn hefðu verið miklir hvatamenn að þessum samningi, og ekki hefði heyrst frá þeim um brot á þessum samningi hvað snerti Island. „En þessi samningur sýnir ótvírætt, að íslendingar hafa haft skýra og ótvíræða stefnu í þessum málum síðastlið- in átta til tíu ár,“ sagði Benedikt. Hins vegar kvað hann eðlilegt að þingsályktunartillagan færi til utanríkismálanefndar, þar sem hún fengi viðeigandi meðferð. Friðjón Þórðarson (S) hóf mál sitt á því að segja, að þar sem málið ætti eftir að fá með- ferð í utanríkismálanefnd, væri ekki þörf á löngum ræðuhöldum um málið að svo stöddu. Hins vegar kvað hann það vel vera til athugunar fyrir nefndina, að hún Srygði sér suður á Völl til að fundi hjá NATO kynntu sér þessi mál betur á þeim vett- vangi. Þá minnti Friðjón einnig á öryggismálanefndina, og sagði að ef til vill myndi tilkoma hennar breyta einhverju um upplýsingar þær er mönnum bærust um þessi mál. Einar Ágústsson (F) kvaðst vilja endurtaka það sem fram hefði komið fyrr við þessa um- ræðu, að allir flokkarnir væru andvígir að hér á landi væru geymd kjarnorkuvopn. Hitt væri spurning, á hvern hátt væri unnt að fara eftir því að þessum vilja væri fylgt, og hvernig mætti tryggja það að umrædd tillaga yrði annað og meira en viljayfir- lýsing ef samþykkt yrði. Allt slíkt kvað þingmaðurinn myndu Sagði hann að nefndin ætlaði að ræða málin af skynsemi, og láta tilfinningaumræður ekki móta alla afstöðu til þessara mála eins og svo oft hefði viljað brenna við; en hvort það tækist yrði tíminn að leiða í ljós. Páll Pétursson (F) kvaðst styðja þingsályktunartillögu Svövu Jakobsdóttur er hér væri til umræðu. Kvað hann það ekki vera víst að þjóðin ætti alltaf utanríkisráðherra er væri jafn- fús á að gefa yfirlýsingar um að Islendingar vildu ekki kjarn- orkuvopn í landi sínu, og þá gætu lög af þessu tagi komið sér vel. Þingmaðurinn vék einnig nokkrum orðum að öryggismála- nefndinni, og kvað hann tilkomu Málin rædd í sameinuðu þingi: Frá vinstri: Friðrik Sophusson (S), ólafur Jóhannesson (F) forsætisráðherra, og Gils Guðmundsson (ABL), forseti sameinaðs þings. skoða varnarstöðina af eigin raun, en þangað kvað hann nefndina aldrei hafa farið sér vitanlega. Varðandi það að Bandaríkja- menn hafi ekki á síðustu árum viljað svara því alveg af eða á, hvort á Keflavíkurflugvelli væru kjarnorkuvopn eða ekki, sagði Friðjón, að það kynni að vera eðlilegt, að sá sem byggist við árás færi ekki að skýra frá því fyrirfram með hverju hann hygðist verja sig. Friðjón kvaðst hins vegar geta tekið undir það, að æskilegt væri að hér á landi væru til sérfróðir menn er gætu sagt fyrir um það hvort hér væri að finna kjarnorkuvopn eða ekki, og eins væri ef til vill æskilegra að íslenskir þingmenn er sæktu taka langan tíma og mikinn undirbúning, og kvaðst hann þeirrar skoðunar að íslendingár væru mjög vanbúnir að taka að sér eftirlit með þessum málum nú. Þá vék Einar að öryggismála- nefndinni, sem þegar væri byrj- uð störf, þó að þau væru að vísu ekki mikil að vöxtum enn sem komið væri. Nefndin ætlaði að afla upplýsinga sem víðast að um öryggis- og varnarmál hér í þessum heimshluta, og hefði í því sambandi meðal annars ver- ið leitað upplýsinga frá stofnun- um í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Englandi og Kanada, og áður en langt um líður munu upplýsing- ar fara að streyma inn sagði Einar. hennar tvímælalaust vera spor í rétta átt. Gunnlaugur Stefánsson (A) sagði það einkennilegt, eftir allar þær umræður sem fram hefðu farið á Alþingi um þessi mál, að ekki skyldi enn hafa verið gengið úr skugga um það hvort hér væru raunverulega kjarnorkuvopn eða ekki, það væri eins og þetta væri eitthvert feimnismál, en á sama tíma yxi getsökunum fylgi. Þingmaðurinn kvaðst vilja beina þeirri spurningu til utan- ríkisráðherra, hvort hann vildi hér og nú gefa um það yfirlýs- ingu, að gengið yrði í það að kanna þessi mál og upplýsa það í eitt skipti fyrir öll. Gunnlaugur sagði, að ef til vill væri þá menn að finna hér á landi, bæði innan þings og utan, i sem væru þeirrar skoðunar að hér á landi ættu að vera geymd varnartæki af fullkomnustu gerð, og víst væri að þeir staðir væru til á Keflavíkurflugvelli sem væru það lokaðir, að þar gætu hæglega leynst vopn af því tagi sem verið væri að ræða um. Þar færu einnig um flugvélar sem væri það vel gætt að hæg- lega gætu þær flutt kjarnorku- vopn eða varning í þau án þess að upp þyrfti að komast. — Rök utanríkisráðherra um að kjarn- orkuvopn finnist ekki á Kefla- víkurflugvelli vegna þess hve hann sé opinn eru því léttvæg, sagði Gunnlaugur. Itrekaði hann þá skoðun sína að ganga þyrfti í að upplýsa þetta mál í eitt skipti fyrir öll, annars héldu getsakirn- ar áfram, og fólk er byggi í nágrenni vallarins væri ótta- slegið. Stefán Jónsson (Abl.) kvaðst ekki geta tekið undir þau orð Gunnlaugs Stefánssonar, að yf- irlýsing utanríkisráðherra nægði til að hann treysti því að eitthvað raunhæft yrði gert í málinu. Gerði hann þá yfirlýs- ingu Benedikts Gröndal, um að Alþýðubandalagið fengi ekki að sjá öll skjöl varðandi Nato eða Varnarliðið, að umtalsefni. Spurði Stefán hvort utanríkis- ráðherra gæti virkilega ætlast til þess að nokkur maður tæki nokkurt mark á orðum hans á Alþingi eftir slíka yfirlýsingu. Beindi Stefán orðum sínum mjög að utanríkisráðherra, og sagðist ekki trúa orði af því sem hann segði um þessi mál. I lok ræðu sinnar vék þing- maðurinn að óhappinu sem varð á Spáni, í skipi Bandaríkja- manna er geymdi kjarnorku- vopn, og sagði hann, að yrði slíkt óhapp hér á landi væri alls óvíst að nokkur utanríkisráðherra yrði eftir til að gefa yfirlýsingar um þessi mál eða önnur, slík væri hættan sem þessum vopn- um fylgdi. Að lokinni ræðu Stefáns var umræðu frestað um málið. Einar Ágústsson: Af hverju eru samningamir vid Fær- eyinga ekki afgreiddir frá Alþingi? EINAR Ágústson alþingis- maður og formaður utanrík- ismálanefndar Alþingis sagði í ræðu á fundi sameín- aðs þings á þriðjudaginn, að furðuiegt væri að samning- arnir við Færeyinga skyldu enn ekki hafa verið greiddir frá Alþingi. af- Sagði Einar að fyrsta mál á dagskrá þessa fundar hefði verið „Fiskveiðiheimildir ís- lendinga og Færeyinga", er forseti hefði tekið það út af dagskrá án skýringa. Kvað Einar það sína skoðun að það væri furðulegt að samningur- inn skyldi ekki borinn upp til staðfestingar, þar sem nú þegar væri farið eftir honum eins og hann væri endanlega afgreiddur. Sagði hann samninginn hafa verið tekinn til afgreiðslu í utanríkis- málanefnd, og hefði hann þar hlotið skjóta afgreiðslu, og allir nefndarmenn hefðu ver- ið sammála um að mæla með samþykkt hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.