Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 19
19 MO^GUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 vegna þetta fólk þráaðist ekki við að þrauka þar, þótt pólitískar aðstæður breyttust. Ef þessi hugsun er hugsuð áfram, kollvarpar hún sjálfri sér og verður að leita svara í hinum nýju aðstæðum. í nýja landinu virtust landkostir og lífsgæði mikil og ákjósanleg til að byrja með. Landið var ónotað og í upphafi dvalar þekktu aðkomumenn ekki þol þeirra gæða, sem við blöstu. Verkkunnátta fólksins var orðin til í aðstæðum heimalandsins, sem voru í ýmsu frábrugðnar og á nýjum slóð- um varð að aðlaga vinnuaðferðir og verkáætlanir. Búpeningur gat ekki gengið sjálfala og höfuðviðfangsefn- ið varð fóðuröflun. Þeir sem ekki ræktu þann þátt áttu á hættu að bíða lægri hlut. Skilyrðin til gróður- öflunar voru háð veðurfarslegum og náttúrulegum aðstæðum. Ofnýting lands, ioftslagsbreyting og náttúru- hamfarir torvelduðu þennan undir- stöðuþátt mannlífs í landinu. Það sem gilti var úthald, þrautseigja, útsjónarsemi, íhaldsemi, nægjusemi, þrái, þrjóska og þetta varð vörn fólksins og svörun við síbreytilegum ytri aðstæðum. Kyrrstaða varð tryggari en hreyfing og í hnotskurn gilti þetta að drepast eða duga. Atvinnuhættir lutu lögmálum veiði- mennsku. Heyfengur að hausti gilti sama og gæftir og afli á vertíð, hvort tveggja var bráð, veiðifengur. Milli þess sem bráðin brást, hlé gátu orðið af hallærum, varð að þrauka. Happ- drættisgleði nútíma Islendinga er e.t.v. yfirfærð hvalrekavon fyrri tíðar fólks. En sá sem ætlar að byggja afkomu sína á vinningunum eingöngu verður að komast upp á lagið með að þreyja á milli þeirra. Þessi órólegu og ótryggu ytri skilyrði ógnuðu mannlífi, en í þeirri ógnun fólst ögrun um að takast á við vandann. Undankoma var engin utan uppgjafar, niðurlægingar og dauða. Miskunnsemi velferðarríkisins var óþekktur munaður. Og Björg lauk máli sínu: Ytri lífs- skilyrði hafa gjörbreytzt og dæmið snúist við, í stað kyrrstöðu til að höndla þau litlu gæði sem fáanleg voru getum við ekki farið nógu hratt til að ná í hin mestu gæði. Vísitala, verðtrygging, verðbólga og önnur álíka hugtök keyra fólk nú áfram svo úr verður harðahlaup. Ef ennþá er staðið á því föstum fótum að nauð- vörn fólks í 10 aldir og svörun við ytra áreiti hafi verið að þráast við gegn um tíðina, spyrjum við hvað sé til bragðs að taka við gerólíkar aðstæður. Getum við með könnunum og rannsóknum fundið út hvaða eiginleiki hæfi best nýjum tíma og reynt að þróa hann? Eða getum við mótað umhverfi okkar þannig að líf fólks í landi nái því jafnvægi að hvorugt gangi á hluta hins? B)örg Einarsdóttir • ísland í fremstu víglínu á Norður- vígstöðvunum Björn Þorsteinsson sagnfræðingur fjallaði um helstu áhrifavalda ís- lenskrar sögu og kom að hafinu og fiskimiðunum undan ströndum landsins. Þar sagði hann m.a.: „íslendingar öðluðust snemma þann réttarskilning, að útlendingar yrðu að greiða fyrir heimild til fiskiveiða með vöruflutningum til landsins. Þessir vöruflutningar urðu þyrnir í augum danskra kaupmanna, sem breyttu þeim í duggutoll, og íslenzka landhelgin varð til. Grunn- inn að landhelginni lögðu danskir einökunarkaupmenn. Danir áttu sér Eyrarsund, sem hefur löngum verið einhver mikilvægasti staður hernað- arlega í allri Norður-Evrópu. Þegar Englendingar gerðust aðsópsmiklir hér norður frá, lokuðu Danir Eyrar- sundi fyrir þeim og gerðu nokkur skip þeirra upptæk á leið um sundið. Englendingar gátu nokkrum sinnum valið um, hvort þeir vildu heldur Island eða frjálsar siglingar um Eyrarsund inn á Eystrasalt, og þar með aðgang að austur-evrópskri verzlun. Þeir tóku ávallt síðari kostinn, af því að þá munaði í markaðina við Eystrasalt, en töldu að þeir gætu nytjað Islandsmið með útgerð að heiman og þeim tókst það allt til ársins 1976. Eyrarsund var örlagastaður Islendinga ásamt borg- inni við sundið, en allt er breytingum háð. Árið 1809 sóttu Bretar Trampe greifa og stimtamtmann, þar sem hann sat stríðsfangi í ensku skipi hér á höfninni, og settu hann aftur til valda á íslandi, enda þótt þeir stæðu í stríði við Dani um þær mundir og væru að brjóta niður danska veldið. Eftir að Bretar höfðu eytt fransk-spænska flotanum við Trafalgar 1805, var ekkert flotaveldi eftir í Evrópu nema Danmörk. Þeir afgreiddu danska flotann 1807 og voru þar með orðnir einvaldir drottnendur heimshafanna, en að mörgu þurfti að hyggja. Danmörk var eftir sem áður hernaðarlega mikilvæg og Rússar ört vaxandi stórveldi. Alexander keisari reið í broddi sigurvegaranna inn í París 1814 til þess að borga fyrir heimsókn Napóleons til Moskvu 1812. Aldrei hefur verið haft eins hátt um heim- sókn Alexanders til Parísar og Napó- leons til Moskvu, hvernig sem á því stendur. Breta skipti í sjálfu sér ekki mjög miklu þótt Rússar spókuðu sig í París, ef þeim tókst að tryggja pólitísk ítök sín í Kaupmannahöfn. Á 19. öld lágu hjálendur Dana, Færeyjar, ísland og Grænland á yfirráðasvæði brezka flotans sem veð fyrir danskri fylgispekt við brezka utanríkisstefnu, og hún hefur aldrei brugðizt. í lok 19. aldar var rússneska hættan ekki lengur yfirvofandi í Evrópu, því Japanir bjuggu sig þá undir að vinna lönd af Rússum austur í Asíu, stofnuðu til stórstyrj- aldar, stökktu rússneska flotanum og eyddu kjarna rússneska hersins. Við upphaf þessara átaka sendu Bretar tvisvar flotadeild hingað inn á Faxaflóa, 1896 og 1897, rufu landhelgina, sem hafði tekið 4 mílur út frá yztu nesjum og skömmtuðu okkur 3 mílur, sem hlykkjuðust eftir flóum og fjörðum sem voru víðari en 10 mílur milli nesja. Árangurinn af þeim heimsóknum var landhelgis- samningurinn frá 1901, en hann gilti til 1951 eins og kunnugt er. Um 1900 Bjtirn Þorsteinsson gátu Bretar fremur hugsað sér breytingar á pólitísku landabréfi Norður-Atlantshafs en í byrjun 19. aldar. íslenzk heimastjórn virðist hafa átt sér talsmenn í Grimsby og Hull, ef betur er að gáð. Örlagavaldur íslenzkrar sögu á 20. öld hafa einkum verið lega landsins eða hernaðarlegt mikilvægi þess, fiskimiðin við strendurnar og orkan í fallvötnum og jarðhita. Ég hef þegar drepið á hvílíkur aflvaki mikilla atburða fólst í fiskimiðunum. Afl- gjafi engu minni atburða gæti leynst í orkunni, og um þá hluti verður spilað næstu árin. Á okkar mæli- kvarða er mikið í borði, en mestrar áhættu krefst lega landsins mið- svæðis í hafinu milli Noregs og Bretlandseyja annars vegar og Grænlands hins vegar, eða mitt í hinu svonefnda Giuk- eða Gib-hliði. Island liggur sem pólitísk ögrun á mjög mikilvægri herbraut. Leiðir rússneska flotans frá stöðvum á Kólaskaga suður á Atlantshaf liggja um þetta hlið. Norðmenn munu líta á herstöðvar á Islandi sem tryggingu þess að þeir lendi ekki í fyrstu hrinu stórveldaátaka um drottinvald á hafinu. Lega landsins veldur því að við erum í fremstu víglínu á norður- vígstöðvunum eins og sakir standa. Islenzk utanríkisstefna hlýtur að mínu viti að beinast mjög að því að fá svæðið milli Skandinavíu og Grænlands friðað gegn því að Rússar drægju úr vígbúnaði sínum á Kola- skaga. Úrslit þess máls hljóta að ráða miklu um framtíð okkar íslend- inga í dag.“ • Myndlisthefur á þessari öld f jallað um landiÖ sjálft Aðalsteinn Ingólfsson fjallaði í sínu erindi um islenzka myndlist. Hann sagði m.a.: „Það er nær óhrekjanleg staðreynd að á þessari öld hefur megnið af íslenzkri mynd- list á einn eða annan veg fjallað um landið sjálft. Og þar sem íslenzkt landslag og þjóðlíf er um margt afar sérstætt fer ekki hjá því að sú list, sem Islendingar gera, hafi á sér sérstakan blæ, sem þó er ekki hæg- lega hægt að flokka undir „eld og ísa“ einkennin. Hins vegar get ég ekki séð að íslenzkir listamenn hafi ríkari skilning á einkennum þessa lands en þeir listamenn erlendir, sem hingað hafa slæðst eða hafa setzt hér að. Ég verð að játa að hin siðari ár hefur mér fundizt sem margir þessara aðkomumanna túlki land og þjóð á ferskari og áhrifa- meiri hátt en margir okkar inn- fæddu listamanna — kannski vegna þess að þeir fyrrnefndu eru ekki þvingaðir af kynnum við okkar helztu landslagstúlkendur, Kjarval og Ásgrím Jónsson. Og er list þess- ara gesta þá ekki íslenzk? Ég fæ ekki annað séð. AAalsteinn Ingólfsson Þeir sem býsnast hafa yfir mörgu af því sem nefnt hefur verið „nýlist" hafa beint eða óbeint haldið því fram að hún hafi misst öll tengsl, ekki aðeins við almenning, heldur einnig við landið og þjóðlífið og má ekki á milli sjá hvort er alvarlegra mál. Menn segja að nýlistin sé sköpuð í eins konar tómarúmi og sé einvörð- ungu í tengslum við álíka tómarúms- list annars staðar í heiminum — og ekkert annað. Sé myndlist þessara ungu oflátunga úr öllum tengslum við þann almenning, sem lætur sig þessi mál varða, þá get ég ekki séð að þeir eigi alla sökina. Öll myndlist veltur á samskiptum myndverks og áhorfanda eða þátttakanda ! Það þarf tvo í tangó. Reyni annar hvor ekki að hreyfa sig eftir takti, verður ekkert úr dansinum. Nú á tímum þegar tilveran öll er orðin flóknari en hún var fyrir hálfri öld, hlýtur myndlist einnig að brúka fleiri og flóknari hugmyndir til úrvinnslu en fyrr. En myndlistarmaðurinn verður að geta ætlast til þess að áhorfand- inn leggi álíka mikið á sig við að skilja verk og hann leggur á sig í gerð verka sinna. En hvað varðar hitt atriðið, t'engslin við land og þjóð, þá get ég ekki séð að þau hafi rofnað í verkum nýlistamanna. Við finnum þar kannski ekki lengur hinar há- stemdu lofgjörðir — en af þeim ættum við að eiga nóg fyrir lífstíð. í staðinn erú land og þjóð meðhöndluð af meira raunsæi en fyrr, kannski af meiri heiðarleika og inn í dæmið eru komin ný viðhorf, ný heimspeki og nýjar vinnuaðferðir. • Misstu stjórn á umhverfismótun Hörður Ágústsson fjallaði um íslenzka húsagerð frá upphafi og sýndi mikið af myndum til skýring- ar. I lokakaflanum fjallaði hann um steinsteypuöld. I upphafi 20. aldar var þegar mikill framfarahugur í Islendingum, að því er Hörður sagði. En þá beið mikið verkefni og vanda- samt þeirra, sem móta áttu umbóta- hug Islendinga í sýnilega mynd, arkitekta, verkfræðinga og húsa- smiða. I byggingariðnaðinum voru það tækni- og efnisnýjungar sem marka áfangaskil. Aðalnýjungin var sú, sagði Hörður, að timbrinu var hafnað sem byggingarefni, en stein- steypan tók við. Fyrsta tilraun með þetta nýja efni var gerð í sveit árið 1895, en strax upp úr aldamótum foru menn að byggja hús úr stein- steypu í Reykjavík. Eftir það fjölgaði þeim húsum hröðum skrefum. Bygg- ingarsamþykkt Reykjavíkur hafnaði síðan timburhúsum að mestu 1915. Á fyrstu þrem tugum aldarinnar voru steinsteypuhúsin felld að fyrir- mynd erlendra steinhleðsluhúsa og bera glöggt vitni hinum nýklassíska anda. Upp úr 1930 tók hins vegar að gæta áhrifa hins alþjóðlega funksjónalisma, með tilkomu nýrrar kynslóðar arkitekta, sem komu heim frá námi um það leyti. Hörður Axústsxon Tímabilið frá 1930 og fram að þeim tíma er Island var hernumið árið 1940, einkenndist af hægri en markvissri þróun, úrvinnslu fyrri reynslu og aðlögun nýrra alþjóðlegra sjónarmiða í húsagerð að íslenzkum aðstæðum. Frá þeim tíma eru ein- hver heillegustu og látlausustu byggðahverfi, sem til eru á íslandi. En u.þ.b. sem íslenzkir arkitektar, íslenzkir húsagerðarmenn voru að ná tökum á þeim vanda að reisa þjóð sinni hæfileg húsakynni, ráða við efni, tækni og svipmót, reið hernám íslands yfir eins og stormur. Það raskaði efnahagslegum forsendum, allir urðu skyndilega ríkir, allir vildu byggja, fljótt og stórt og allir þóttust geta teiknað hús. Arkitektar misstu stjórn á um- hverfismótun, eða réttara væri að segja að hún hafi verið tekin af þeim. Hin bestu verk þeirra urðu að þola erfiða sambúð húsa, sem mótuð voru án alls tillits til stærða, hlutfalla eða skynsamlegrar notkunar rýmis og efnis. Segja má að þessi þenslutími sé enn ekki liðinn og í rauninni mesti vandi húsagerðarlistar á Islandi enn þann dag í dag. Þó er eki að leyna að margt ágætra verka hefur séð dags- ins ljós og að sjálfsögðu skipta þau mestu máli. • Frá kotilion og fandango í greasedans nútímans Síðastur af mælendum í þeim kafla, sem fjallaði um fortíð og aðdraganda, var Lýður Björnsson sagnfræðingur og talaði um Reykja- vík sem höfuðstað. M.a. sagði Lýður frá nokkrum skemmtilegum atriðum úr menningu Reykvíkinga á fyrstu þremur tugum 19. aldar sem gaman er að á þessum tímum grease-dansa. „Á 18. öld barst ný tækni til landsins um Reykjavík. Menn lærðu meðferð rokks og nýrrar gerðar af vefstól í Innréttingunum og kenndu síðan öðrum þessi vinnubrögð. Reyk- víkingar kynntust notagildi hjólsins fyrstir íslendinga, enda hafa kerrur og hjólbörur verið í notkun í bænum síðan 1752. Um aldamótin 1800 var stofnaður klúbbur í bænum. Vera má, að sumir telji fremur lítinn menningarbrag einkenna þá starf- semi, enda var það aðalþátturinn í starfsemi klúbbsins að gefa meðlim- um kost á að hittast 2—3 kvöld í viku, spila l’hombre, reykja vindla og dreypa á púnsi. Hinu má ekki gleyma, að klúbburinn mun hafa fært upp leikrit og kynni að hafa átt mestan þátt í því ásamt Rasmusi Rask, að leikstarfsemi var endurvak- in í bænum 1813 eftir að hafa legið niðri frá 1798. Reyndar er ekki síður líklegt að þeir, sem stóðu að þessum sýningum hafi sótt hugmyndina að þeim til annarra landa heldur en til Hólavallaskóla. Dans var og mikið iðkaður á sumum samkomum klúbbsins og jafnvel ráðinn sérstak- ur dansstjóri um skeið. Líklega kannast fáir Islendingar nú við þá dansa, sem þarna voru dansaðir, ecocaise, galopade, reel, molinasky, fandango og kotilion, en sumt hefur þó komist inn í gömlu dansana, t.d. leikirnir á marsinum, sem áður fylgdu kotilion. Hljómlistin þætti og ekki upp á marga fiska nú. Fyrst var leikið á tvær fiðlur, bumbu bæjar- stjórnarinnar og þríhyrning, síðar á flautu og loks á lírukassa. Vitað er, að dansleikir voru teknir að tíðkast á öðrum þéttbýlisstöðum um miðja 19. öld, t.d. á Patreksfirði og ísafirði. Tvö önnur atriði frá öndverðri 19. öld skulu enn nefnd til. Á uppboðum Lýður Björnsson var boðið upp mikið magn af leirtaui, postulíni, borðsáhöldum og silfur- borðbúnaði. Greinilegt er að þetta var líka komið í eigu almennings. Askurinn og spónninn hafa því verið víkjandi matarílát og borðsáhöld í Reykjavík á þessum árum og svo fór um allt land. Uppboðsgögn sýna og, að í Reykjavík lásu menn heimsbók- menntir á fyrstu tugum 19. aldar, verk Beaumarchais, Diderots, Hol- bergs, Rousseaus og Voltaires auk guðsorðs og mikils magns af ferða- bókum. Má ætla að ekki hafi aðrir Islendingar lesið fjölbreyttari bóka- kost og sjálfsagt hefur eitthvað af hugmyndum úr verkum þessum náð til hluta annarra landa. Ymislegt fleira sagði Lýður um Reykjavík. En með erindi hans lauk erindaflokknum um fortíð og að- draganda. En eftir matarhlé sneru fundarmenn sér að því að kryfja nútímann, sem er efni í aðra grein. (Tekið saman af E.Pá.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.