Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 Engin verkföll flugmanna í dag A SATTAFUNDI flug- manna og fulltrúa Flug- leiða með sáttanefnd í gær var lögð fram sáttatillaga til lausnar deilunni og þeg- ar Mbl. hafði tal af Birni Guðmundssyni. formanni Félags ísl. atvinnuflug- manna. skömmu fyrir fundinn kvað hann búið vera að aflýsa aðgerðum í dag. — Við eigum von á sáttatillögu, sagði Björn, og okkur finnst ástæðulaust að standa í aðgerðum meðan við ræðum hana á fundi okkar sem ég geri ráð fyrir að verði á fimmtudag og komi þá e.t.v. til atkvæðagreiðslu um hana. Fundur sáttanefndar hófst kl. 22 í gærkvöldi og tókst ekki að afla nánari frétta af fundinum áður en Mbl. fór í prentun. 31skipmeð 12.590tonn S.EMILEGA gaf til loðnuveiða Arnarnes 220, Albert 570, Huginn aðfararnótt miðvikudags og til- 540, Jón Finnsson 520, Magnús 510, Ljósm. Mbl. RAX. Flugvél þessi varð að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli á þriðjudag er annar hreyfill hennar missti afl. Ekki urðu slys á þeim tveimur sem með henni voru og vélin er ekki mjög mikið skemmd. kynnti 31 skip afla frá miðnætti til kl. tæplega 23 í gærkvöldi. Hafði aflinn fengist á miðunum út af Faxaflóa og var samtals 12.590 lestir. Veiðibanninu úti fyrir Suðurlandi verður ekki aflétt. Hrafn 620, Guðmundur 450, Keflvíkingur 450, Fífill 210, Sigurður 1200 Hilmir 510, Sæbjörg 450, Pétur Jónsson 450, Bjarni Ólafsson 700, Örn 500 Seley 300, Skírnir 420, Bergur II 250, Stapa- vík 450, Víkurberg 150, Hafrún 460, Börkur 570, Oli Óskars 500, ísleifur 300, Arney 30, Súlan 300, Vonin 600, Gjafar 290, Freyja 50, Víkingur 500, Helga II 160. Beðið eftir Ólafi Plötusnúð- ur keppir við Mickie PLÖTUSNÚÐURINN John Lewis hóf í síðustu viku tilraun til þess að setja heimsmet í plötusnún- ingi. John starfar nú á diskóteki rétt við Frankfurt í Þýskalandi en hann hefur tvívegis starfað sem plötusnúður á Óðali í Reykja- vík. Síðast liðið sumar er John starfaði hér gekk hann m.a. til Keflavíkur til þess að safna fé fyrir sundlaug við Kópavogshæl- ið. John hefur sagt, að hann ætli að sigra Miekie hversu Iengi sem hann þarf að spila plötur til þess. Hann hefur í byrjun sett sér það markmið að spila plötur í 1600 klukkustundir en segist verða lengur ef nauðsyn krefst. Mickie sagðist í gær vera hálft í hvoru vonsvikinn vegna þessa uppátækis ÞESS ER nú vænzt undir helgina, að Ólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra, leggi fram endur- skoðað frumvarp sitt um efnahagsmál og bíða stjórnarsinnar nú spenntir eftir því að sjá, hvað í því John Lewis, hann ætlar sér að sigra Mickie. Johns en það hefði orðið til þess að hann hefur ákveðið að hætta ekki að spila plötur eftir 1200 klukku- tíma eins og hann ætlaði sér í upphafi. Mickie mun nú hafa ákveðið að vera að alla vega fram að næstu mánaðamótum en n.k. mánudag kl. 3 slær Mickie núver- andi heimsmet í plötusnúningi. r Utseld vinna hækkar um 6,9% AFGREIDD hefur verið frá embætti verðlagsstjóra hækkun á útseldri vinnu iðnaðarmanna og verkstæða. Nemur hækkunin er vcrðlags- nefnd samþykkti 6,9%, en hún á eftir að fara fyrir fund ríkisstjórnarinnar til staðfest- ingar. Nokkur mál liggja fyrir verðlagsnefnd til umfjöllunar og verður í næstu viku önnur umræða um hækkaða verzlunarálagningu. felst. Munu alþýðuflokks- menn hafa látið að því liggja að þeir drægju sig úr stjórninni um helgina, ef frumvarpið yrði ekki komið fram þá. Sagði Bene- dikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, þetta m.a. í útvarpsumræðu í fyrrakvöld, kvað tímann þrotinn, en annað hvort yrði samkomulag eða sam- starfsslit. Lítið var að gerast í gær, utan það að þingmenn ræddu á Alþingi þings- ályktunartillögu Sjálf- stæðisflokksins um þingrof og nýjar kosningar. Hins vegar biðu menn eftir því, hvað fram kæmi frá Ólafi, en talið er að hann leggi ekki fram frumvarp sitt fyrr en lyktir þingsályktunartil- lögunnar liggja fyrir. „Menn eru bara sona að voma yfir þessu og vita í raun ekki hvað þeir eiga að gera,“ sagði einn þingmanna Alþýðuflokksins í gær, og hann bætti við: „Það er beðið eftir leiðtoganum mikla, en enginn veit hvað hann ger- ír. Ólafur Jóhannesson sást ekki mikið í þingsölum í gær. Hann sótti þingfund við upphaf hans, en hvarf síðan á braut. Þá var og Benedikt Gröndal heldur ekki í þing- inu síðari hluta dags í gær. Matthías Á. Mathiesen: „Lögregluríki” Olafs á rætur að rekja til ráðherratiðar Eysteins Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi fjármála- ráðherra, gerði sérstaklega að umtalsefni í þingrofs- umræðum í gær ummæli ólafs Jóhannessonar um skattalögin, sem sett voru í tíð fyrrverandi ríkis- stjórnar. Forsætisráðherra hefur nú tvívegis gagn- rýnt þessi lög. I sjónvarpsþætti fyrir skömmu sanöi hann að um 44. o« 45. gr. laganna geröi það að verkum, að ísland nálgaðist það að vera löjíreiíluríki og í út- varpsumræðum í fyrrakvöld endurtók ráðherrann þetta og vísaði nú til 94. greinar gildandi skattalaga. Matthías Á. Mathiesen benti á, að grein þessi væri efnislega samhljóða greinum í skattalögunum frá 1971 og ætti rætur að rekja til skattalaga, sem sett voru í fjármálaráðherratíð Eysteins Jónssonar 1954. Lárus Jónsson gerði þessi ummæli forsætisráðherra einnig að umtalsefni í gær og kvaðst líta á það sem alvarlegan hlut, að Ólafur Jóhannesson hefði sl. vor sem dómsmála- ráðherra lyft hendi til þess að greiða atkvæði með lögum, sem hann teldi gera ísland að lög- regluríki. Einkennilegt er að heyra for- sætisráðherra tala um nýju skattalögin og lögregluríki í sömu andrá, sagði Matthías Á. Mathicsen. Minnti hann á að lögin voru samþykkt samhljóða á Alþingi í fyrra, og að þau væru í þeim greinupn er Ólafur Jóhannesson nefndi, nær sam- hljóða lögum frá 1971, auk þess sem þau væru í meginatriðum byggö á lögum allt frá þeim tíma er Eysteinn Jónsson var fj ármálaráðherra. Matthías sagði sem fyrr segir, að lögin í fyrra hafi verið sam- þykkt samhljóða frá efri deild Alþingis sem lög. Áður hafi þau fengið óvenjulega vandaða meðferð hjá þingmönnum sem hafi grandskoðað þau og rætt fram og aftur þar til samstaða náðist. Varðandi 94. grein lag- anna, sem forsætisráðherra gagnrýndi, þá sagðist þing- maðurinn vilja upplýsa það, að sú grein væri nær alveg sam- hljóða greinum í skattalögunum frá 1971. Þau lög hafi fram- sóknarmenn að vísu ekki sett, en þeir hafi heldur ekki haft uppi neina tilburði í þá átt að breyta þeim er þeir komust til valda þá skömmu síðar. Afhenti Matthías forsætisráðherra bæði þessi lög er hann lauk ræðu sinni, til þess eins og hann sagði, að ráðherrann gæti sjálfur rannsakað þau og komist að því af eigin raun hve lík þau væru í þeim atriðum ,er Ólafur gagn- rýndi einkum í ræðu sinni dag- inn áður. Matthías sagði einnig, að þeim, sem ræddu um lögreglu- ríki í sambandi við skatta, væri hollt að lesa þann hluta núver- andi stjórnarsáttmála, er fjall- aði um hert skattaeftirlit og strangari viðurlög, eignakönnun og fleira í þeim dúr, og nú væri veitt á fjárlögum 75 milljónum króna til þess eins að fara ofan í skattaframtöl fólks. Sjá ennfremur 1978 - 1971 - 1954 á bls. 20. Átti að fá við- urkenningu fyrir öruggan akstur en lenti í árekstri ÖKUMAÐUR í Reykjavík sem var á leið til að taka við viðurkenningu Samvinnu- trygginga í gærkvöldi fyrir 10 ára öruggan akstur, varð fyrir því óhappi. að ekið var aftan á bfl hans. Var það á Hring- braut á gatnamótum hennar og Njarðargötu. en hann hafði staðnæmst á rauðu Ijósi cr bfll rann aftan á hann. Ökumaður- inn sagði að glerhált hefði verið á þessum stað, en skemmdir hefðu ekki orðið miklar á bfl hans. — Þessi töf varð þó til þess, að ég náði ekki í athöfnina þar sem afhenda átti nokkrum öku- mönnum viðurkenningu fyrir 10 ára akstur, sagði ökumaður- inn í samtali við Mbl. í gær- kvöldi, og er ég nokkuð súr yfir því, en fæ hana vonandi bara senda i pósti eins og þegar ég fékk 5 ára viðurkenningu. Ökumaðurinn kvaðst vona, að áreksturinn rændi hann ekki viðurkenningunni þar eð hann teldi sig í 100% rétti. Tap hjá Frið- rik og Spassky NÍUNDA umferð skákmótsins í Miinchen var tefld í ga*r og tapaði Spassky þá fyrir Vestur-Þjóðverj- anum Harald Lieb. Friðrik tapaði fyrir Pfeger sem er einnig Vest- ur-Þjóðverji og Guðmundur tap- aði fyrir Austurríkismanninum Robatsch. Eftir 9 umferðir er Spassky með 6 vinninga, Anderson með 5Vfe, Húbner með 5 og Friðrik og Pachman með 4V2. Guðmundur er með 2 V2. Tíunda umferð er tefld í dag og á morgun verður frí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.