Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.03.1979, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 Fræðslufundur um námsmat í skólum Hvemig á að meta nám og starf nemenda? Félög kennara og skólastjóra við grunnskóla Reykja- víkur halda fræðslufundi Fyrir nokkru var haldinn fund- ur féiaga krnnara og skólastjóra við grunnskóla Reykjavíkur í Víkingasal Ilótels Loftlciða. og sóttu hann um 90 manns. Þetta var fyrsti fundurinn í röð fræðslu og kynningarfunda. sem félögin hyggjast halda, og er næsti fundur ráðgerður þann 7. mars n.k. Erindi og hópvinna I upphafi fundarins voru flutt tvö erindi um námsmat í skólum, og voru það Guðný Helgadóttir hjá Skólarannsóknadeild mennta- máiaráðuneytisins og Sigurður Símonarson yfirkennari, sem voru frummælendur. Að loknum erindum þessum voru bornar fram fyrirspurnir og almennar spurningar varðandi lög og drög að reglugerð um námsmat í skólum, sem sent hefur verið m.a. í skólana til umsagnar. Að fyrirspurnum loknum, var skipt niður í umræðuhópa. I lok fundarins gerði síðan hver hópur stuttlega grein fyrir helsta um- ræðuefni sinna þátttakenda. Voru þátttakendur almennt ánægðir með fundinn og fundar- formið. Ilvað er námsmat og hvernig á að mcta starf og getu nemcnda? Segja má, að hér sé á ferðinni mjög veigamikill þáttur í starfi hvers skóla, þegar að því kemur að meta vinnubrögð, vinnugæði árangur og getu hvers nemanda. En fram til þessa hafa flestir skólar einskorðað sig mest við einkunnir einu sinni til tvisvar á vetri, og þá oft eingöngu farið eftir úrlausnum prófa, en lítið tekið tillit til annarra þátta í starfi og námsferli nemandans. Forvitnilegt er því fyrir alla að fylgjast með því, sem er efst á baugi í þessum málum, sem nú eru víða í deiglunni. En ákvarðanir í slíkum málum skipta miklu máli bæði fyrir nemendur, foreldra þeirra og forráðamenn og kenn- arana sjálfa. Fer hér á eftir stuttur útdráttur úr erindi Guðnýjar Helgadóttur, en í stuttu samtali við Mbl. tók Guðný fram, að hér væri ekki um yfirlýsta stefnu ráðuneytisins að ræða, heldur talaði hún hér út frá eigin mati og í anda grunnskóla- laganna sem þegar eru komin fram. Námsmat skólans „Samkvæmt markmiðsgrein grunnskólalaganna, skal skólinn „leitast" við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir hvers nemanda. Námsmatið ætti einnig fyrst og fremst að beinast að því að hjálpa hverjum einstökum nemanda að gera sér betur grein fyrir framför sinni og ástundun og til að hvetja hann til að takast á við viðfangs- efni, sem hæfa getu hans og áhuga, og stuðla að auknum þroska og menntun. Námsmatið ætti að stuðla að því, að nemendur skilji sjálfa sig betur og auka sjálfstraust þeirra. Með auknum þroska ætti nemandanum að verða ljósara hvers hann væntir bæði af sjálfum sér og af náminu og í ljósi þess að setja sér sjálfur markmið. Með tímanum tæki nemandinn svo meiri þátt í að meta árangur sinn í samræmi við sín eigin markmið.“ Guðný taldi það einnig ljóst, að skv. lögum, reglugerðum og náms- krá hefði hver skóli nægilegt svigrúm til þess að móta starfs- hætti sína meira í samræmi við aðstæður. Hún sagði: „Námsmat hefur víða um lönd verið í deiglunni samfara breyt- ingum í skólastarfi, sem stefna í þá átt að taka meira tillit til eðlis og þarfa hvers einstaklings. Náms- ferlinum sjálfum er meiri gaumur gefinn þar sem í því liggur frekar tileinkun menntunar í lokaútkom- unni — árangri verksins. Mikil- vægt er, að nemendur fái þau viðfangsefni að glíma við, sem vekja áhuga þeirra, efla þroskann, auka vellíðan og stuðla að því, að markmiðum skólastarfsins verði náð. Vinnugæðin skipta því meira máli en afköst og þekkingarforði. Vinnugæðin er erfitt að meta í tölum, en hins vegar er frekar hægt að leggja einhvern mæli- kvarða á afköstin og þekkingar- forðann. Það er a.m.k. sá þáttur, sem flest okkar þekkja best og hefur tíðkast lengst í skólakerfi okkar, þ.e. skrifleg próf. Þessi fjögur atriði: — að námsmatið örvi og hjálpi nemendum í námi — að nemandinn sé metinn út frá hans eigin forsendum — að matið sé jákvætt og uppbyggjandi — og að námsmatið sé fastur liður í skólastarfinu mynda mínum dómi, rauða þráðinn í drögum að reglugerð um námsmat í grunn- skóla, sem send hafa verið skólun- um til umsagnar." Guðný taldi ólíklegt, að vitnis- burðir, sem væru gefnir einu sinni til tvisvar á ári, væri heppilegt form og varpaði fram þeirri hug- mynd, hvort ekki væri ráðlegt að dreifa þessu og nota t.d. vikulega viðtalstíma kennara, sem eru orðnir algengir, til þess að ræða vitnisburðinn við foreldra og jafn- vel einnig við nemendur. Matið miðast við einstaklinginn og því taldi hún ekki nauðsynlegt, að gefa öllum vitnisburð á sama tíma „Við erum ekki að bera saman einstaklinga. Kennarinn þarf fyrst og fremst að gera sér grein fyrir gengi hvers einstaka nemanda miðað við hans eigin forsendur." Þóróur Jónsson skrifar: Krabbameinsvaldar Krabbamein er að líkindum sá sjúkdómur, sem mönnum stendur hvað mest ógn af. A undanförn- um árum hafa orsakir krabba- meins verið geysimikið rannsak- aðar og má nú heita, að sú skoðun sé viðtekin meðal fræðimanna, að ýmis efni í umhverfinu séu ein höfuðorsök krahbameins. í þess- ari grein mun ég fara nokkrúm orðum um þær aðferðir, sem beitt er til að ákvarða, hvaða efni kunni að geta valdið krabbameini og deilur, sem orðið hafa um túlkun á þeim niðurstöðum, er vísindamenn hafa komizt að. Krabbamein lýsir sér í ofvexti ákveðinna fruma í líkamanum. Talið er, að ástæða þessa ofvaxt- ar sé, að erfðaefni einnar eða fleiri fruma breytist, þannig að líkam- inn missi stjórn á viðgangi þeirra. Slíkar frumur eru sagðar illkynj- aðar. Erfðaefni fruma getur breytzt af a.m.k. þremur ástæðum. Geislavirkni getur breytt DNA-sameindunum í frumukjarn- anum og sama geta vírusar gert, þótt ekki hafi verið sýnt fram á, svo að óyggjandi sé, að vírusar vaW' krabbameini í mönnum. Að lokum geta efnasambönd borizt inn í frumukjarnann og tekið þátt í efnabreytingum með DNA-sam- eindum. Verulegum vandkvæðum er bundið að ákvarða, hvaða efni valda krabbameini í mönnum, því að þar verður tilraunum ekki við komið. Þó hefur verið sýnt fram á með vissu, að u.þ.b. 25 efni geti áreiðanlega orsakað illkynja æxli í mönnum. Þar eru alræmdust as- bestefni og tóbaksreykur. Talið er, að krabbameinsvaldar þurfi að vera fyrir hendi í umhverfinu í mjög langan tíma áður en áhrifa þeirra fer að gæta, svo að yfirleitt er ókleift að fylgjast nákvæmlega með, hversu stóran skammt menn fá af hinum meintu krabbameins- völdum. Til að meta krabbameins- virkni efna í mönnum hafa því verið notaðar tilraunir á dýrum. Vitað er, að öll þau efni, sem valda krabbameini í mönnum, valda einnig krabbameini í dýrum. Eðlilegt er því að álykta sem svo, að valdi efni krabbameini í dýrum, geti það hugsanlega verið skaðlegt mönnum. Algengustu tilraunadýr- in eru rottur eða önnur nagdýr. Þetta eru miklu skammlífari kvik- indi en menn og ná því ekki að vera í snertingu við meinta krabbameinsvalda nema tiltölu- lega stuttan tíma áður en þau verða ellidauð. Þeim er því gefinn hlutfallslega stærri skammtur og algengt er, að þeim sé gefið eins mikið af því efni, sem verið er að rannsaka og unnt er, án þess að annarra skaðlegra áhrifa en krabbameinsvirkni gæti. Þetta er gert í þeim tilgangi, að einhver tilraunadýr fái illkynjuð æxli, þött efnið sé veikur krabbameinsvald- ur. Samkvæmt skýrslum Krabba- meinsstofnunar Bandaríkjanna hafa u.þ.b. 3500 efni verið prófuð á þennan hátt, svo að viðunandi vísindalegra vinnubragða hafi ver- ið gætt. Sem næst 750 þessara efna hafa reynzt krabbameinsvaldandi. Af þessu mætti kannski álykta, að fimmta hvert efni sé krabba- meinsvaldur, en það er ekki rétt. Lífefnafræðingar eru býsna dug- legir að gizka á, hvaða efni séu krabbameinsvaldar og slík efni eru einmitt prófuð. Oft heyrist því fleygt, að næstum hvaða efni sem er geti valdið krabba, sé það tekið í nógu stórum skömmtum. Þessi skoðun er alröng. Fullnægjandi prófun á krabba- meinsvirkni efna er bæði dýr og tímafrek. Athugun á einu efni kostar sem svarar 100 milljónum króna og tekur 3—4 ár. í Banda- ríkjunum einum eru um 1000 ný efnasambönd sett á markað á ári hverju. Það er því fjarri, að unnt sé að prófa nema lítinn hluta þessara efna. Áhugi á fljótvirkari og ódýrari aðferðum til að meta krabbameinsvirkni efna er því mikill. Nýlega hafa fundizt ýmsar aðferðir, sem meta getu efna til að hafa áhrif á DNA í einfrumungum eða dýrafrumur í tilraunaglösum. Þessum aðferðum fylgir þó sá ljóður, að mörg krabbameinsvald- andi efni breytast eftir að þau koma inn í líkamann og öðlast þá fyrst hæfni til að ganga í efna- breytingar með DNA, en eru al- saklaus í sinni upprunalegu mynd. Þó er talið líklegt, að flest þau efni, sem breyta erfðaefni ein- stakra fruma, geti valdið krabba- meini í dýrum. Tilraunir styðja þessa skoðun. Skiptar skoðanir eru meðal sér- fræðinga um, hvernig beri að meta áhrif mjög lítilla skammta af krabbameinsvöldum. (Sjá mynd). Til að meta virkni lítilla skammta beint þyrfti svo stóran hóp til- raunadýra, að það er óframkvæm- anlegt. Sumir vísindamenn halda því fram, að þröskuldur geti verið á krabbameinsverkunum efna, þ.e. að þau séu óskaðleg í nógu smáum skömmtum, en fari skammturinn yfir ákveðið lágmark, fari krabba- meinsáhrifa að gæta. Ókleift hefur reynzt að afsanna þessa tilgátu með tilraunum, en hana má hins vegar styðja með eftirfarandi rök- um. Vitað er, að líkaminn hefur varnarkerfi gegn illkynjuðum frumum. Undir eðlilegum kring- umstæðum eru slíkar frumur aflíf- aðar fljótlega eftir að þær mynd- ast. Sumir telja jafnvel, að mynd- un illkynja fruma sé algengur viðburður í heilbrigðum manni. Krabbameinsæxli myndist hins vegar ekki nema ónæmiskerfinu verði á í messunni. Víst er, að ónæmiskerfið á einhvern þátt í að sporna við krabbameini, því að fólki með skaddað ónæmiskerfi eru miklu hættara við krabba- meini en öðrum. Nú má segja sem svo, að varnarkerfi líkamans geti ráðið við ákveðinn hámarksfjölda illkynjaðra fruma, en missi stjórn- ina, verði þær of margar. Ljóst er, að lítill skammtur af krabba- meinsvaldi orsakar færri illkynj- aðar frumur en stór. Verkun ónæmiskerfisins kynni því að vera skýring þröskuldsáhrifa. I hópi sérfræðinga munu þeir þó vera fleiri, sem telja þessa kenningu langsótta og öruggast sé að gera ráð fyrir, að litlir skammtar af krabbameinsvöldum séu hættuleg- ir, þar til annað kemur í ljós. Þeim stofnunum og aðilum, sem hafa eiga eftirlit með hollustu á vinnustöðum, mengun, matvælum, lyfjum o.þ.h. er talsverður vandi á höndum, er meta skal hvort efni séu krabbameinsvaldandi eða ekki og hvenær megi telja fullreynt, að efni séu skaðlaus. Bandaríska heilbrigðiseftirlitið hefur nýlega gefið út reglur um efni í iðnaði. Hefur talsmönnum iðnfyrirtækja þótt þær strangar. Þar er efni skilgreint krabbameinsvaldandi, ef tvær óháðar athuganir sýna krabbameinsvirkni, sama hve lítil hún er. Strangar takmarkanir eru settar á notkun slíkra efna. Tals- menn iðnfyrirtækja beita fyrir sig þröskuldskenningunni og segja, að fráleitt sé að banna notkun efna, sem ekki hafi verið sannað að séu skaðleg. Þeir halda því einnig fram, að galla efna verði að meta í ljósi kosta þeirra. Þessi málflutn- ingur virðist ekki njóta skilnings stjórnvalda. Flestir gera sér ljóst, að líklega er mikið samband milli ýmissa iðnaðarefna í umhverfinu og krabbameins. Tæpast er tilvilj- un, að í því ríki Bandaríkjanna þar sem efnaiðnaður er mestur, New Jersey, eru hlutfallslega flest dauðsföll af völdum krabbameins. Niðurstöður af athugunum á krabbameinsverkunum efna á dýr eru fengnar með stórum skömmt- um eins og sýnt er með þríhyrn- ingnum á myndinni. Til að meta áhrif efna á menn er nauðsynlegt að vita um verkun mjög smárra skammta. Myndin sýnir, að unnt er að framlengja línuritið í neðra horninu á ýmsa vegu. Sé bezta beina línan dregin í gegn um tilraunapunktana koma fram þröskuldsáhrif, þ.e. engin krabba- meinsverkun af litlum skömmtum. Flestir sérfræðingar eru þó þeirr- ar skoðunar, að brotna línan, sem liggur í gegn um núllpunktinn, sé hin rétta framlenging.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.