Morgunblaðið - 08.03.1979, Side 36

Morgunblaðið - 08.03.1979, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 Steinþór Ingvarsson: í tilefni af umræðum í borg- arstjórn, um leiktækjasali Borgarfulltrúinn Adda Bára Sigfúsdóttir fullyrti, samkvæmt blaöafréttum, aö í leiktækjasölum væri leikin sefjandi hljómlist og að þar væri andrúmsloft spilavíta og að vera þar gæti jafnvel leitt til hnupls og bar þar fyrir sig ónefnda skóla- og lögreglumenn. Davíð Oddsson tók undir orð A.B.S. og kvaðst telja þessa staði þannig að ákveða þyrfti hvort ekki væri rétt að takmarka aðgang að þeim. Markús Örn Antonsson sagði áferðina á þessum stöðum ófagra og óskemmtilega og engan veginn holla börnum. Ólafur B. Thors sagði að aðgangur að slíkum sölum væri bannaður börnum í London. Öll gerðu þau greinarmun á einu og einu tæki í „sjoppum" og töldu það greinilega snöggtum skárra. Við skulum nú athuga hvaða tæki þetta eru sem hægt er að leika sér í, í leiktækjasölum borgarinnar. Þarna getur fólk t.d. spilað fótboltaspil, farið í kúluspil, skotið í mark, leikið billiard, hlustað á hljómlist, reynt aksturs- hæfni sína, leikið keiluspil o.m.fl. t.d. bara hitt kunningjana. Allt eru þetta sjálfsöluleiktæki og kostar 1 eða fleiri 50 kr. peninga í þau, en ekki fjárhættu- spil þar sem spilað er upp á vinning í peningum. Um aðgang að leiktækjasýlum er farið eftir reglum um útivist barna og unglinga þ.e. yngri en 12 ára heim kl. 20.00 og yngri en 15 ára heim kl. 22.00. Þessum reglum er fram- fylgt í öllum leiktækjasölum í borginni. Þar sem borgarfulltrúarnir gerðu skýran greinarmun á einu og einu tæki í „sjoppu" og töldu það réttlætanlegt er rétt að benda á að þar mun átt við söfnunar- kassa Rauða krossins, en í þeim er spilað upp á peningavinninga. (þ.e. fjárhættuspil) Notkun slíkra kassa mun nú alfarið bönnuð í Svíþjóð og aðgangur barna bannaður í slíka fjárhættuspilasali í London. En hvergi í heiminum er mér kunnugt um að aðgangur barna eða unglinga sé takmarkaður að leik- tækjasölum í þeirri mynd sem þeir eru reknir í Reykjavík. Á árunum ‘68—‘71, þegar Tóna- bær naut enn sæmilegra vinsælda hjá unglingum í borginni, var starfrækt þar svo kallað „opið hús“, þ.e. leigð voru út leiktæki t.d. kúluspil, fótboltaspil, billiard, bowling o.fl. Þar var einnig leikin sú hljómlist sem þá var vinsæl hjá ungu fólki og meira að segja var selt sælgæti á staðnum. Ekki er mér kunnugt um að þessir unglingar sem nú eru hátt virtir kjósendur á aldrinum 23—27 ára hafi beðið „sálutjón" af veru sinni þarna. Þvert á móti tel ég að fjöldi ungs fólks eigi ánægjulegar minningar frá „opnu húsi“ Tónabæjar þeirra daga. Á nokkrum síðustu árum hefur orðið sú þróun í U.S.A., þaðan sem flest þessi leiktæki eru upprunnin, að leiktækjasalir eru nú taldir sjálfsagðir í verzlunarmiðstöðvum og hafa hundruð slíkra verið opnaðir s.l. ár og ekkert þykir sjálfsagðara en að öll fjölskyldan leiki sér þar saman. A.B.S. taldi hnupl barna og skróp úr skóla vera sök leiktækja- salanna. Ef borgarfulltrúinn getur sannað að slíkt athæfi hafi hafist með rekstri leiktækjasalanna samþykkti ég hiklaust aldurstak- mark. En ekki man ég betur en að smápeningahnupl til sælgætis- kaupa eða bíóferða hafi verið alþekkt og skrópasýki einnig, þegar undirritaður var í barna- skóla í Reykjavík fyrir u.þ.b. 35 árum. Þekkt er árátta ýmissa til að kenna nýjum rekstri eða aðilum um öll vandræði þjóðfélagsins og er mér í því sambandi í fersku minni að fyrir 8—9 árum var opnaður leiktækjasalur í húsi við þá nefnt Hótel-Islandsplan. Ekki starfaði hann þó lengi því ýmsir sjálfskipaðir siðapostular og „önnur yfirvöld" töldu að þarna væri að finna orsökina fyrir svokölluðu hangsi ungs fólks í miðbænum. Lokaði því þessi leik- tækjasalur fljótlega, en „vanda- málið" sem í dag er kennt við Hallærisplan hélt auðvitað áfram að stækka, enda alls ekkert við- komandi þessum atvinnurekstri. A.B.S. segir að leiktækjasalirnir hafi undanfarið sprottið upp eins og gorkúlur, sérstaklega þó í nágrenni skóla. Þetta er ekki rétt. Staðsetning leiktækjasala í Reykjavík er eftirfarandi: Grensásvegur 7, Einholt 2, Lauga- vegur 92, Bankastræti 11 og Aðal- stræti 8. Eins og kunnugir sjá strax er enginn þessara staða í næsta nágrenni skóla. Vonandi eiga eftir að koma salir í fjölmenn- ustu úthverfin og í nágranna- bæina, því það gæti hugsanlega orðið til þess að fleiri unglingar væru í sínu heimahverfi á kvöldin, við þó ekki verri iðju en að leika fótboltaspil, kúluspil, billiard eða keiluspil í staðinn fyrir að hanga á hallærisplani. Undirritaður á bágt með að trúa því að borgarfulltrúinn Markús Örn Antonsson, ritstjóri Frjálsrar verzlunar, sem reyndar virðist lýsa leiktækjasölum eftir annarra lýsingum, og Davíð Oddsson, fyrrv. formaður Listahátíðar, sem á s.l. ári gerði heiðarlega tilraun til að við fengjum að sjá verð- launakvikmyndina Veldi tilfinn- inganna (en aðrir töldu hana vera klám), ætli nú að standa fyrir því að börnum og unglingum í Reykja- vík verði bannað að spila fótbolta- spil og rúlla kúlum í keiluspili. Eg trúi því reyndar ekki að nokkur borgarfulltrúi vilji stuðla að slíkri samþykkt. Umsókn frá ágætu fyrirtæki um að byggja keiluspilahöll mun nú liggja fyrir borgarstjórn og tals- vert hefur s.l. ár verið rætt um stofnun Tívolís hér í borg og vitað er að a.m.k. sumir borgarfulltrúar hafa lýst áhuga á málinu, en engum hefur sennilega dottið í hug að takmarka aðgang barna og unglinga að slíkum stöðum, en á þeim yrðu sams konar leiktæki og nú eru í leiktækjasölunum nema aðeins stórvirkari. Þessu merkilega máli hefur nú verið vísað til borgarráðs til með- ferðar. Eg vil nú biðja borgarráð að flýta sér hægt í þessu máli og fyrir alla muni ekki gleyma að kanna afstöðu unga fólksins og ekki sakaði að ræða við eigendur leiktækjasalanna og jafnvel líta þar við og spila eina kvöldstund og kynna sér málin af eigin raun. Reykjavík, 4. marz 1979. Guðmundur Þorsteinsson: Fleira er hest- ur en ferfættur Gera má fyrir að á tímum orkukreppu verði hin gamla samgönguaðferð „ að hjóla “ notað í auknum mæli. Hérlendis hefur reiðhjólið, að mestu, verið notað af börnum og unglingum. Árlega eru flutt til landsins 4 — 5 þúsund reiðhjól og þá má ætla að nothæf hjól séu 30 — 40 þúsund. Samkvæmt umferðalögum er heimilt að barn sjö ára gamalt hjóli í umferðinni. En því fer víðs fjarri að hægt sé að mæla með sliku. Aldursmörk í þessu efni eru nokkuð misjöfn eftir löndum, t.d. í Austurríki er börnum yngri en 12 ára bannað að hjóla í umferðinni, en for- eldrar geta, að vissum skilyrð- um uppfylltum, sótt um undan- þágu fyrir börn sem eru orðin 10 ára. Það vandmál, hve gömul börn verði að vera þegar þau fá leyfi til að hjóla í umferðinni er erfitt að dæma, en í flestum tilfellum ættu ekki yngri börn en 9 ára að vera á reiðhjóli í umferð. Það er fyrst og fremst á valdi foreldra, þótt kennarar og fleiri geti haft þarna töluverð áhrif. Þegar hjólreiðar eiga í hlut, er tvennt sem skiptir mestu máli: A. Barnið verður að vera svo þroskað að það geti haldið jafnvægi á hjólinu, stigið og bremsað með fótunum. Ein- staka börn kunna þetta vel fimm eða sex ára gömul. B. En að kunna að hjóla á hjóli er ekki sama og vera ábyrgur hjólreiðarmaður. Til þess þarf þroskaðan hæfileika til að tengja ytri áhrif fyrri reynslu svo að unnt sé að ráða fram úr flóknum um- ferðavanda á fáum sekúndum. Algengt er að foreldrar haldi að sex ára gömul börn þeirra séu fullfær um að hjóla, og er ástæðan sennilega sú að þeir hugsa ekki út í fjölmörg vanda- mál umferðarinnar og því síður hvað á skortir að bórnin ráði við þau vandamál, og af þessu leiðir að foreldrar gera ekki mun á því að „ vera duglegur á reiðhjóli" og „ vera duglegur í umferðinni U Enda þótt kennarar geti ekki bannað börnum að hjóla, ættu þeir að reyna að hafa áhrif á foreldrana. í sumum skólum Guðmundur Þorsteinsson hafa verið settar reglur um aldur og vegalengd hvort börn fái að hjóla í skólann. Skóla- stjórar telja sig hafa rétt til þess, af því að þeir hafa vald til að ákveða hvaða nemendur fái að geyma reiðhjól sín á skóla- svæðinu. En slíkar ráðstafanir hafa ekki nema takmörkuð áhrif. Ekki er unnt að banna börnum að geyma reiðhjól sín utan skólasvæðisins, og skóla- stjóri og kennarar geta engin afskipti haft af hjólreiðum barna eftir skólatíma, í sumar- leyfum o.s. frv. En góð samvinna kennara og foreldra gæti e.t.v. dregið úr hjólreiðum ungra barna á þjóðvegum og götum. Ætti að kenna hjólreiðar í skólum? Því hefur verið andmælt að börnum séu kenndar hjólreiða- reglur í skólum áður en þau hafi öðlast nægan umferðarþroska. Því hefur verið haldið fram að með þessu veiti skólakennarar hjólreiðum einskonar samþykki og hvetji þannig foreldra til að kaupa reiðhjól handa þeim börnum sem engin eiga. Skólar- nir eiga að vera hlutlausir í því máli. Það eru foreldrarnir sem hafa ákvörðunarréttinn, og sér- hver kennslusynjun kemur nið- ur á barninu. Þau hjóla á ábyrgð foreldranna en ekki kennar- anna. Það hlýtur að vera betra að kenna barni sem á hjól og notar þaö daglega, nokkrar regl- ur, heldur en að láta það algjör- lega sjálft um að finna lausn á þeim mörgu vandamálum sem fyrir verða. Við vitum að það sem börnin taka til bragðs í fyrsta sinn, getur orðið vani. Þvi er mjög mikilvægt að lausnin sé rétt í fyrsta skipti. Hafi slæmur vani fengið að festa rætur, er örðugt að breyta honum síðar. I hvert skipti sem barnið bregður á það ráð sem síður skyldi, verður því það þeim mun tam- ara, og því erfiðara verður fyrir kennarana síðar meir að breyta þessum vana. Það hlýtur að vera þ.e.a.s. fyrstu árin sem þau eru í umferðinni í nýjum hlutverkum ( gangandi, hjól- andi, á vélhjóli o.s.frv. ) d) að þetta á sennilega rót sína að rekja til þroska— og æfingarskorts. e) að hingað til hafi umferðar- kennsla barna ekki verið full- nægjandi. Aðstæður til hjólreiða hér- lendis eru víða mjög slæmzr, engir sérstakir reiðhjólastígar eða afmarkaður hluti akbrautar fyrir hjólreiðarfólk. Úr þessu þyrfti að bæta, einkum stofn- brautir og tengibrautir. I dag er meðalverð reiðhjóls nálægt 100 þús. kr. Hér er um að ræða verðmæti sem því miður fara oft fljótt í súginn. Þjónustu til viðgerða og viðhalds á reið- hjólum er víða mjög ábótavant. Til greina kæmi að handavinnu- kennarar gætu veitt nokkra aðstoð í einföldustu viðgerðum, en til þess þyrftu verkfæri og önnur aðstaða að vera fyrir hendi. ' * Lmferðarvika JC Reykjavík jafnmikilvægur þáttur í upp- eldisstarfi kennara að aftra því að börn temji sér slæman vana í umferðinni og að stuðla að því að þau venjist góðum reglum. Það hlýtur að vera raunverulegt hlutverk barna í umferðinni sem ákveður kennsluna. Oll börn eiga rétt á vernd, og hún er m.a. fólgin í kennslu. En lang- best væri að foreldrar leyfðu börnum ekki hjólreiðar fyrr en þau eru orðin níu ára gömul. Það er ævinlega örðugt að komast að öruggum niðurstöð- um um efni af þessu tagi. En við munum mega gera ráð fyrir: a) að börnum sé hættara í um- ferðinni en fullorðnum. b) að drengjum sé' hættara en stúlkum. c) að börnum á „ byrjendastig- inu “ sé sérstaklega hætt, Á vorin hefur lögregla, víða um landið, haft með skoðun á reiðhjólum að gera í samráði við Umferðarráð. Þá fá eigendur sérstakan miða ( viðurkenningu ) límdan á hjólin, sé það í lagi. Um leið og slík skoðun fer fram væri æskilegt að skólanemendur fengju æfingar ( hjólreiðaþraut- ir ) að glíma við. Þar sem hjólreiðar geta orðið vaxandi þáttur í samgöngum þarf vissulega að mörgu að hyggja, en þessar hugleiðingar gætu e.t.v. orðið til þess að fólk ígrundaði þessi mál meir en verið hefur. Þá er vonandi að þetta innlegg, vegna umferðar- viku J.C.R., geti orðið til um- hugsunar. Guömundur Þorsteinsson námsstjóri í umlcrðarlræðslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.