Morgunblaðið - 08.03.1979, Síða 26

Morgunblaðið - 08.03.1979, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 Heimiliserjur hjá F.U.F. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Félajji ungra framsóknarmanna í Reykjavík, undirrituð af fram- kvæmdastjóra félagsins: „Samþykkt stjórnar F.U.F. í Reykjavík. I tilefni bókunar nokkurra vara- manna í stjórn F.U.F. í Reykjavík, og skrifa í Þjóöviljann, þar sem veitzt er að Jósteini Kristjánssyni formanni F.U.F., fyrir þátttöku ístjórn Varðbergs, lýsir stjórn F.U.F. því yfir fyllsta trausti á formanni sínum og harmar jafn- framt það ofstæki, sem fram kemur í fyrrnefndri bókun. Varðberg er félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu og hafa ungir framsóknarmenn jafn- an tekið þátt í starfi félagsins, eins og lýðræðissinnar úr öðrum flokkum. Stjórn F.U.F. vill minna á að Framsóknarflokkurinn studdi aðild Islands að Atlantshafs- bandalaginu fyrir 30 árum og það er yfirlýst stefna flokksins að þeirri aðild verði haldið áfram að óbreyttum aðstæðum. Það er skoðun stjórnar F.U.F. að öryggi íslands sé best borgið með þátt- töku í Atlantshafsbandalaginu, þótt aldrei megi missa sjónar af því markmiði að hér sé ekki her á friðartímum. F.h. stjórnar Katrín Marísdóttir framkvæmdastjóri F.U.F.“ Úr sýningu Skagaleikflokksins á Góða dátanum Svejk. Skagaleikflokkurinn frum- sýnir Góða dátann Svejk Skagaleikflokkurinn frum- sýnir á föstudagskvöldið gam- anleikinn Góða dátann Svejk og er það nfunda verkefni leikflokksins. Æfingar hafa staðið yfir sl. átta vikur, en verkið er gamanleikur eftir Jareslav Hasek í tveimur þátt- um og 23 atriðum. Hlutverk eru 37 og koma alls 20 lcikarar fram í sýningunni. Karl ísfeld íslenzkaði söguna og samdi leikgerð með hliðsjón af leikriti eftir Evan MacCall. Leikstjóri er Jón Júlíusson, en hann annaðist einnig leikstjórn 1974 með Skagaleikflokknum er hann sýndi Ertu nú ánægð kerling? Með helztu hlutverk fara Guð- jón Kristjánsson, Halldór Karlsson, Friðrik Alfonsson, Þorvaldur Þorvaldsson og Þórey Jónsdóttir. Áður en æfingar hófust stýrði Jón Júlíusson námskeiði í leikrænni tjáningu og tækni er hófst sl. áramót. Frumsýningin verður kl. 21 n.k. föstudag, en önnur sýning á laugardag kl. 21 og sunnudag kl. 17. í TILEFNI alþjóðaárs barnsins 1979 efndi Hvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. til fundar sl. mánudagskvöld. Fundarefnið var Barnið—fjölskyldan—vinnan og tók mið af einblöðungi sem Landssamband sjálfstæðiskvenna og Hvöt hafa nýlega gefið út og nú er verið að dreifa á vinnustaði og víðar. Á fundinum voru framsöguræður. hópumræður og að lokum almennar umræður. Á myndinni má sjá Þorvald Karl Helgason æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar í ræðustóli, Klöru Ililmarsdóttur íundarstjóra, Mörtu Sigurðardóttur formann Fóstrufélags íslands og Helgu Ilannesdóttur lækm en Þorvaldur, Marta og Helga fluttu öll framsöguræður á fundinum. Ljósm. Emilfa. Fölsuð Picasso málverk lldine, ítaifu, 7. marz. AP FIMMTÍU og fimm fölsuð mál- verk flest merkt listamannin- um fræga Picasso voru gerð upptæk af lögreglunni á Norð- ur-ítah'u í gærdag. Það var fyrir algera tilviljun að lögreglan leitaði í flútninga- bíl á leið úr borginni og í honum fannst um helmingur málverkanna. Það sem á vant- aði fannst heima hjá bílstjór- anum. Ef tekizt hefði að selja verkin hefðu þau farið á tugi milljóna að því er haft er eftir sérfræð- ingum. „Sjálfstæðisflokkur fengi nú helming þingsætanna,, — samkvæmt skoðanakönnun í SKOÐANAKÖNNUN, sem Dag- blaðið hefur gert. kemur fram, að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi aukizt verulega og væri það nú samkvæmt könnuninni 49,2%. í síðustu kosningum fékk flokkur- inn 32,7% atkvæða, í skoðana- könnun sömu aðila frá í desember 42,2% og í skoðanakönnun innan Menntaskólans í Reykjavík, sem Mbl. birti í janúar s.l., reyndist fylgi Sjálfstæðisflokksins þar vera 44,2%. Samkvæmt nýjustu könnun Dagblaðsins fengi Sjálf- stæðisflokkurinn helming þing- sæta á Alþingi. ef nú væri kosið. Samkvæmt þessari könnun myndi Alþýðubandalagið nokk- urn veginn halda fylgi sínu, ef kosið yrði nú, fá 22,2% atkvæða, en Alþýðubandalagið fékk í síð- ustu kosningum 22,9% atkvæða. Samkvæmt desember-könnuninni var fylgi flokksins 21,1%, en samkvæmt skoðanakönnuninni innan MR var það 28,4%. Alþýðu- bandalagið myndi samkvæmt nýj- ustu skoðanakönnun tapa einu þingsæti. Alþýðuflokkurinn myndi nú fá 15,1% atkvæða og tapa sem næst þriðjungi fylgis síns frá síðustu kosningum, er flokkurinn fékk 22,0% atkvæða. Samkvæmt desemberkönnuninni var fylgi Alþýðuflokksins 21,1%, en sam- kvæmt fyrrnefndri könnun menntaskólanema var fylgi flokksins 15,3%. Samkvæmt hinni nýju könnun Dagblaðsins fengi Framsóknar- flokkurinn nú 13,5% atkvæða, en í kosningunum hlaut hann 16,9%. Samkvæmt desemberkönnuninni fékk flokkurinn 15,6% atkvæða, en innan Menntaskóíans í Reykjavík fékk Framsókn aðeins 5,1% atkvæða. Samkvæmt þessari nýj- ustu könnun myndi framsóknar- þingmönnum fækka um fjóra, yrðu ekki nema 8 að tölu. Niðurstöður könnunar Dag- blaðsins eru: Sjálfstæðisflokkur 30 þingmenn, Alþýðubandalagið 13 þingmenn, Alþýðuflokkurinn 9 þingmenn og Framsóknarflokkur 8 þingmenn. Sáttafundur í VR-deiIu eftir helgi Vinnuveitendur hafa að undan- förnu setið á fundum til að skoða þessi mál og ræða í sinn hóp", sagði Magnús L. Sveinsson frarn- kvæmdastjóri Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur aðspurður um stöðu samningamála. Magnús kvaðst gera ráð fyrir að vinnuveitendur yrðu tilbúnir til viðræðna eftir helgi og að fundur yrði boðaður hjá sáttasemjara fljótlega eftir næstu helgi. Nýtt félag stofnað um Wichmann- verksmiðjurnar MORGUNBLAÐINU hefur borizt frá norska sendiráðinu fréttatilkynning norska iðnaðarráðuneytisins varðandi rekstur Wichmann Motorfabrikk a/s, en eins og kunnugt er hefur verksmiðjan átt í erfiðleikum undan- farið. Fréttatilkynning norska iðnaðarráðuneytisins er svohljóðafidi: „Eins og kunnugt er hefur Wich- mann Motorfabrikk a/s, Rubbe- stadnes átt í fjármagnserfiðleik- um undanfarið. Norska ríkis- stjórnin hefur unnið markvisst að lausn þessa máis og liggur hún nú endanlega fyrir. Norska ríkisstjórnin hefur lýst yfir fullum stuðningi við áfram- haldandi rekstur Wichmann Mot- orfabrikk a/s. En áður hafði ríkis- stjórnin gert samþykkt þar um að veita skiptarétti búsins fjárhags- legan styrk til að rekstur gæti, haldið snuðrulaust áfram, meðan á endurskipulagningu stæði. smiðjurnar eru. Og að lokum fjölmargir útgerðarmenn og eig- endur skipa með Wichmann vélar. A/S Horten Verft verður stærsti eignaraðilinn með 60% hlutafjár. Iðnaðarráðuneytið er mjög ánægt með þessa lausn mála að þessir aðilar sameinist um framtíðarrekstur Wichmann. Ákveðið hefur verið að stefna að því að hinir nýju eigendur taki formlega við rekstri Wichmann þann 1.5. 1979. Hins vegar er jafnframt gert ráð fyrir að þessir nýju eigendur starfi fram til þess tíma í samvinnu við skiptaréttinn. Nú er ákveðið að nýtt félag verður stofnað til að annast áframhaldandi rekstur. Að þessu nýja félagi standa eftirtaldir aðil- ar: A/S Horten Verft, Horten, sem er ríkisrekið fyrirtæki er annast viðhald norska flotans. Kongsberg Vopenfabrikk a/s, sem er ríkisrek- ið fyrirtæki í fjölþættri fram- leiðslu, tölvubúnaði og fl. a/s Kværner Bruk, sem er eitt stærsta einkafyrirtæki í Noregi framleiðir mikið af landbúnaðartækjum. Bömlo Komune, sem er sveitarfé- lagið þar sem Wichmann verk- Á þessu ári er gert ráð fyrir umsetningu er nemur um það bil 140 milljónum norskra króna. 75% af umsetningunni er vegna sölu nýrra véla. Verulegur hluti vélar- framleiðslu ársins 1979 fer til strandgæzluskipanna nýju. Tillögur þær sem norska ríkis- stjórnin hefur aðhyllst vegna Wichmann eiga að fela í sér fullnægjandi tryggingu fyrir við- skiptavini Wichmann."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.