Morgunblaðið - 08.03.1979, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.03.1979, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 Ráðstefna Lífs og lands um umhverfi mannsins fortíð skal hyggja Samtökin Líf og land, sem í raun ýttu úr vör með stórri og yfirgripsmikilli ráðstefnu á Kjarvalsstöðum, vilja líta á umhverfismál frá nýju og víðara sjónarhorni en áður. Orðið umhverfi nota þau um alla þá þætti sem hafa áhrif á líf okkar, þ.á m. náttúruna, byggt umhverfi og þjóðfclagið, eins og Jón óttar Ragnarsson, formaður samtakanna orðaði það í setningarávarpi sínu. Enda er það þróunin í heiminum í umhverfismálum, sem byrjuðu með hreinni náttúruvernd, og færðist yfir á umhvcrfi mannsins. og er nú enn að þróast á enn víðtækara svið. Ráðstefnunni var m.a. ætlað það hlutverk að mynda umgjörð um starfið. Hún var mjög víðtæk, en erindin sem flutt voru, á að leggja til grundvallar síðari ráðstefnum félagsins um afmarkaðra efni, að þvf er Jón Ragnar sagði. Var ráðstefnunni skipt í þrjá hluta, fortíð, nútíð og framtíð. Fjallað um upphafið eða aðdraganda, manninn í nútimanum og síðast um framti'ðarstefnuna: Hvert skal haldið? Erindin voru 33 talsins, stutt og hnitmiðuð. og vakti athygli hve þar var mikil fjölbreytni og hvc mörg atriði komu þar fram, sem vekja til umhugsunar. En erindin lágu fyrir f bók á ráðstefnunni og eru til sölu enn. Ilér verður í þremur greinum aðeins gripið í örstuttu máli niður í athyglisverða þætti, sem ræðumenn drógu fram, og að sjálfsögðu byrjað á erindunum frá laugardagsmorgni, forti'ðinni eða undirstöð- unni, og hugað að rótum vandans. Verða hér dregnir fram örstuttir punktar úr ræðum þeirra 9 manna, sem þá fiuttu mál sitt. Svo sem eðlilegt má teljast á íslandi, var byrjað á veðrinu. • Búvöru- framleiðslu má tempra fyrirfram Páll Bergþórsson veðurfræðingur flutti erindi um veðurfar á íslandi allt frá landnimstið og kom síðar að athugun á áhrifum hitafars á land- búnað okkar tíma og vandamál þessara mánaða, 5,7 milljarða summunni, sem vantar til að bæta bændum útfluttar og óseljanlegar búvörur, nema þeir beri sjálfir þessi gjöld, milljón króna skatt á hvert bú. Hann sagði m.a.: „Það er tiitölulega ákveðið sam- hengi milli árlegs töðufengs og árshitans, og meira að segja má með talsverðri vissu segja fyrir um sprettu hvers sumars út frá vetrar- hitanum einum, frá október til aprílloka. Og sé litið á landi í heild er líka allnáið samhengi milli töðufalls og áburðarnotkunar, þannig að fyrstu áburðarskammtarnir gefa af sér ákveðna sprettuaukningu í töl- um, en þeir síðari heldur minni svörun. Og til dæmis má lesa út úr þessu eftirfarandi reglu: Til þess að halda á hlýju árunum 1931—1960 sömu sprettu á túnum eins og á kalárunum sjö, 1965—71, hefði ekki þurft nema helming af þeim tilbúna áburði, sem var notaður á kalárun- um á hvern hektara. Ég bið ykkur að veita sérstaka athygli þessari síðustu reglu. Hún sýnir í tölum það, sem menn vissu fyrir, að með áburðinum er nútíma- bóndinn búinn að fá í hendurnar þýðingarmikið tæki til þess að stjórna framleiðslu sinni, tæki sem forfeður okkar höfðu ekki. Sem sagt, ef við notum ekki nema um 50 kg af köfnunarefni á hektara í góðæri og samsvarandi af öðrum áburðarefn- um, þá getum við bætt okkur upp um 15% sprettuskerðingu kalára eins og 1965 —71 með því að auka tilbúna áburðinn upp í 100 kg köfnunarefnis á hektara, svo að ekki sé gleymt öðrum áburðarefnum. En annað er líka athyglisvert. Meðalhitann í októuer til aprílloka vitum við um áður en tilbúni áburðurinn er borinn á á vorin. Og enda þótt þetta árlega samhengi hita og sprettu sé engan veginn fullkomið, er það nógu gott til þess að með þessari árlegu spá og samsvarandi ákvörðun um áburð, hefði einmitt verið hægt að vinna upp til jafnaðar allar sprettuskerð- ingu kaláranna. Þó er það þýðingar- mikið skilyrði, að áburðurinn í góð- ærinu á undan hefði ekki farið fram úr óhóflegu magni, því að svo mikið má bera á, að viðbót gefi lítinn og jafnvel engan uppskeruauka. Og ég er hræddur um að við séum einmitt að brenna dálítið á því þessi árin. En nútímabóndi er að öðru leyti líka betur settur en fyrri bændur. í fyrsta lagi er hann ekki eins háður vetrarbeit, innistaða á mestum hluta búsmala er fremur regla en undan- tekning. Og þá er ótalið annað merkilegt tæki til að jafna árferðis- mun. Það er kjarnfóðrið, sem má vera talsvert breytilegur hluti fóðr- unar án þess að til skaða verði. Þær skekkjur sem voru gerðar að vori, þegar borið var á til þess að ná vissum töðufeng, má í langflestum tilfellum leiðréttáá haustmánuðum með því að kaupa meira eða minna af kjarnfóðri. Og jafnvel þótt vetrar- fóðrið verði dálítið breytilegt, eink- um vegna vorveðráttu, má þá enn bæta um með viðbótarskammti af kjarnfóðrinu, ef það hefur ekki verið notað í óhófi fyrir. Það eru því flest skilyrði fyrir hendi til þess að framfylgja fyrirfram ákveðinni skipulagningu og temprun á búvöru- framleiðslu, aðeins ef menn einbeita sér að grundvallarframleiðslunni í landbúnaðinum, fóðuröfluninni. Þá gerði Páll grein fyrir kerfi, sem hann telur vænlegt til árangurs, án þes að það herði um of að persónu- frelsi manna. Jón öttar Ragnartwon Þegar uppsprettuspá liggur fyrir í apríllok, er reiknað út, hvað þurfi að bera á hvern hektara á landinu til þess að ná tilætluðum töðufeng um haustið. Hver maður, sem á tún- skika, á þá rétt á að fá á lágmarks- verði tilbúinn áburð, sem nemur þessu tiltekna magni á hvern hekt- ara á túninu. Vilji hann kaupa meira, fær hann það, en þá á svo háu verði, að fáum þykir fýsilegt, en ágóði þeirrar sölu rennur í sérstakan sjóð bændasamtakanna. Nú líður sumarið með kuldum eða hitum, þurrkum og votviðrum, og þó nokkuö hafi áunnist í að tempra töðufeng með áburði, koma til nýjar skekkjur. Þá er það fínstilling framleiðslunn- ar, sem fer fram með ásetningi að haustinu. Nú er fundið út hvað kaupa þurfi mikið kjarnfóður miðað við hvern túnhektara á landinu til að setja á fyrirfram ákveðinn búsmala. Hver maður fær nú að kaupa á lágmarksverði kjarnfóður sem þessu nemur, en vilji hann meira, kemur til miklu hærra verð og óárennilegt flestum. Ágóði af þeirri sölu rennur sem fyrr til hins sérstaka sjóðs eða þá í almannaþágu. Þá líður veturinn og þá kann að fara eins og segir í kvæðinu, vorið langt verður oft dónunum. Þá þarf að bæta við kjarnfóðri. Hvað á það að kosta? Kannski er rétt að hafa verðið fremur hátt, annað gæti hvatt til ógætilegs ásetnings að haustinu, en þetta er þó framkvæmdaratriði. Ef með þessu næst ekki æskilegt jafn- vægi milli búgreina, er tiltölulega auðvelt að jafna metin með verð- lagningu búvöru, em grundvöllur þeirrar ítölu, sem hér er lögð til, er hins vegar túnstærðin á hverju býli, tiltölulega einföld, stöðug og vel- þekkt stærð. • Líkur á stór- gosum mun meiri en ætlað var Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur talaði um eldfjalla- landið Island, kosti af slíku og ókosti undir nafninu „Að búa á Eldfjalli". Um það síðarnefnda sagði hann m.a.: Varðandi þekkingu á eldfjallasögu erum við Islendingar tiltölulega vel settir, þar eð skráðar frásagnir af eldgosum eru hér ítarlegri og ná lengra aftur í tímann en með flestum öðrum eldfjallaþjóðum. Við höfum einnig getað bætt töluvert þá sögu- þekkingu og höfum möguleika á að bæta hana verulega enn, með jarð- fræðirannsóknum og þá aðallega með könnun á gjóskulögum, þ.e. með beitingu þeirrar aðferðar, sem nefnd er tefrókrónológía eða gjóskutíma- tal. Ég nefni sem dæmi, að rannsókn, sem Guðrún Þ. Larsen á Norrænu eldfjallastöðinni vinnur nú að, hefur leitt í ljós, að líkur fyrir stórgosum á öræfunum suðvestur af Vatnajökli, ekki ýkja fjarri stærstu virkjunum landsins, eru mun meiri en ætlað var. Við þekkjum allvel orðið sögu sumra eldstöðva okkar, einkum Páll Bergþórsson þeirra virkustu, Heklu, Kötlu og Grímsvatna, vitum talsvert um það, hverju við má búast af þeim, en minna um það hvenær það verður, en erum þó ekki alveg á gati með það varðandi sumar þeirra. Við vitum t.d. að Grímsvötn hlaupa innan þriggja ára, að Katla mun næstum örugglega gjósa áður en tuttugasta öldin er á enda og að Hekla muni ekki gjósa stórgosi næstu áratugina. Síðar í erindinu sagði Sigurður: En þótt þekkingu okkar á eldvirkni á Islandi sé enn ábótavant í mörgu, þá er hún þó þegar nógu mikil til þess að við getum ekki afsakað með fáfræði ýmsa þá vanrækslu í varnar- aðgerðum, sem enn viðgengst. Þetta á ekki síður við um jarðskjálfta, sem eru einn af háskalegustu skaðvöld- unum í flestum eldfjallalöndum, þótt stærstu skjálftarnir séu ekki í bein- um tengslum við eldvirkni. Setjum t.d. svo, að Katla gjósi innan örfárra ára, að gosið verði í sláttarbyrjun og að gjóskan leggist yfir sveitir Suður- landsundirlendis svo að lítið sem ekkert verði þar úr heyskap það sumarið. Ekki getum við afsakað með þekkingarieysi þá vanrækslu, að eiga ekki fyrirfram gerða áætlun um það, hvað helst skuli taka til bragðs ef slíkan háska ber að höndum. Við vitum nefnilega ósköp vel, að þetta getur gerst. Og við eigum svo sann- arlega enga afsökun fyrir því að reisa á suðurlandsundirlendinu íveruhús úr holsteini, sem dæmd eru til að hrynja í sterkum jarðskjálft- um, því við vitum þegar fullvel, og höfum raunar lengi vitað, að slíkur jarðskjálfti muni koma og að líklega verður það áður en 20. öldin er öll. I stuttu máli eigum við enga afsökun fyrir því að leggja ekki meira af mörkum til almannavarna en gert er. • Úthagi á Græn- landi hefur 3—4 sinnum meira beitargildi Landgæði fyrr og nú nefndist erindi Yngva Þorsteinssonar, þar sem hann gerði grein fyrir gróðri almennt í heiminum og síðan sér- staklega á íslandi. Sagði hann að gróður væri meira og minna of- nýttur í öllum heimsálfum og besta ræktunarlandið væri að verða upp- urið. Landbúnaður ætti sífellt erfið- ara með að sinna hinu upprunalega hlutverki sínu, að sjá mannkyninu fyrir hráefni til fæðis og klæða og sá hluti mannkynsins, sem býr við næringarskort aukist stöðugt. Ástæðan sé sú, að aukning ræktunar haldist ekki í hendur við fjölgun mannkynsins og hin náttúrulegu beitilönd heimsins gefi sífellt minna af sér, bæði vegna minnkandi víðáttu og rýrnandi gæða af völdum ofbeit- ar. Fram undir miðja þessa öld hafi tiltölulega gott samhengi verið milli ræktunar og íbúafjölda heimsins. Síðar hafi ræktað land á hvern íbúa Slgurður Þórarinsson minnkað úr 0,24 í 0,18 ha. Sú aukning, sem orðið hefur í matvæla- framleiðslu heimsins byggist þess vegna að verulegu leyti á uppskeru- auka á flatareiningu Iands. Þegar Yngvi gerði svo grein fyrir niðurstöðum rannsókna á íslandi sagði hann m.a.: a) Gróður landsins er ekki lengur í jafnvægi við ríkjandi gróðurskilyrði, nema á mjög tak- mörkuðum svæðum, þar sem hann hefur verið hóflega nýttur eða jafn- vel friðaður um langt skeið. b) Á miklum hluta landsins er gróðurfar (tegundasamsetning) úthagans nú með þeim hætti, að bestu og verð- mætustu beitarplönturnar eru horfnar, en lélegri tegundir orðnar ríkjandi. c) Uppskera úthagans er að jafnaði miklu minni en hún ætti að vera miðað við þau veðurfarsskil- yrði, sem ísland býr við, bæði á hálendi og láglendi. d) Af ofan- greindum atriðum leiðir, að beitar- gildi úthagans er langtum minna en efni standa til. Þannig hefur botn- gróður í friðuðum skóglendum hér- lendis víða fjórum til fimm sinnum meira beitargildi en úthaginn, og meðalúthagi á Suður-Grænlandi, sem hefur svipað gróðurfar og hér ætti að vera, ef allt væri með felldu, hefur þrisvar til fjórum sinnum meira beitargildi. e) Víða á landinu er gróður orðinn of rýr til þess að standast eyðingaröflin eða þola áföll, t.d. vegna versnandi veðráttu. Ingvi sagði, að enn skorti talsvert á að tekist hefði að snúa vörn í sókn, að sínu persónulega mati. Og um úthagana sagði hann m.a.: Rann- sóknir á beitarþoli hafa leitt í Ijós, að úthagagróður, einkum á hálendi landsins, en einnig á láglendi, er víða ofnýttur. Það er meginorsök þeirrar rýrnunar á gæðum gróðurlendanna, sem á sér stað, og að gróðurlendi landsins í heild gefa miklu minni uppskeru og hafa lægra beitargildi en vera ætti samkvæmt legu lands- ins og gróðurskilyrðum. Hin nátt- úrulegu gróðurlendi — úthagarnir — hafa frá upphafi byggðar í landinu verið undirstaða íslenzks landbúnað- ar, eru það enn og ættu að geta verið það í langtum ríkari mæli í framtíð- inni. Þýðing slíkra beitilanda vex með hveíju ári um heim allan með vaxandi orkuverði, og það fer að verða kappsmál hverrar þjóðar, sem er svo heppin að hafa yfir slíkum löndum að ráða, að auka afkastagetu þeirra sem mest. Og það ætti ekki síður að vera kappsmál íslendinga, sem byggja afkomu sína nær alfarið á framleiðslu moldar og sjávar. Markmiðið er að auka gæði gróður- lendanna að því marki, að þau nái jafnvægi við ríkjandi gróðurskilyrði, gróðurfar og uppskeru, eins og þau voru við upphaf landnáms, og haga síðan nýtingu gróðurs þannig að þetta jafnvægi raskist ekki. Það gróðurfar, sem yrði ríkjandi, yrði sjálfsagt ekki nákvæmlega eins og fyrir 1100 árum, en eins og áður er sagt myndi gróska gróðurlendanna og beitargildi verða margfalt meiri en nú er. Ingvi Þorstelnsson • Hæfir þrákelknin nýjum aðstæðum Björg Einarsdóttir ræddi áhrif umhverfis á íslendinga. í erindi sínu vitnaði hún m.a. til þess að ef útlendingar séu spurðir hvað þeim finnist helst einkenna Islendinga, þá sé svarið oftast á eina lund og kristallast í hugtakinu „þrákelkni", og að það hljóti að eiga sér skýringu í einhverju sameiginlegu atriði, sama áreitið hjá öllum, sem fram- kallar sömu svörun. Svörun sem virðist svo sterk að hún hlýtur að snerta við einhverri undirstöðuhvöt manneskjunnar. Björg sagði: Við verðum að kanna skilyrðin, sem fólkið bjó við og e.t.v. er skýringuna að finna þar. Að vísu er hugsanlegt að einungis allt þráasta fólkið af Norðurlöndum hafi flutzt hingað og þess vegna liggi sauðþrái svona ofan á. En það kallar á þá hugsun, hvers

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.