Morgunblaðið - 08.03.1979, Síða 14

Morgunblaðið - 08.03.1979, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1979 Þórarinn Þórarinsson fyrrv. skólastjóri: Tvennir tímar Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum, sem um þjóðmál hugsar, að mikil vá stendur fyrir dyrum íslensks landbúnaðar í dag og verður ekki séð af skrifum um vanda þennan og þeim úrræðum, sem bent hefur verið á, að hann sé auðleystur, hvorki í bráð né lengd. Það má nú með sanni segja, að tvenna megum við Islendingar muna tímana í þeim efnum. Fyrr á öldum, já allt fram á ofanverða síðustu öld, var vandi íslensks landbúnaðar bundin harðindum af völdum hafíss, náttúruhamfara og grasleysis. Tíðasta dánarorsökin þá var „ófeiti" en svo nefndu menn hungurdauðann. Sem betur fer er Ný búgrein — nytiaskógrækt sú dánarorsök úr sögunni, nú er það fremur „offeitin" sem talin er valda ótímabærum dauða margra manna. Otti við þessa „offeiti" sem „alið hertir verið á með áróðri lífhræddra kyrrsetumanna" svo notuð séu orð sunnlensks bónda í blaðagrein nú fyrir skömmu, eykur á vandann, sem af offram- leiðslu landbúnaðarvara hlýst með því að draga úr neyslu manna á iandbúnaðarafurðum, einkum þó feitu kjöti og mjólk. Eins og kunnugt er leiðir þessi mikla offramleiðsla til útgjalda fyrir ríkissjóð í niðurgreiðslum, er nema á fjárhagsárinu 1978—‘79 sem svarar 1,1 milljón króna að meðaltali á hvern bónda í landinu, og þó vantar jafnháa upphæð eða jafnvel hærri, svo bændur fái umsamdar tekjur, miðað við svokallaðar viðmiðunarstéttir. Landbúnaðarráðherra kom inn á þennan vanda í ræðu við setningu Búnaðarþings. Taldi hann, ef ekki fegnist úr bætt, að tekjuskerðing hvers meðalbús í landinu næmi um 1,2—1,3 millj. k.vAna. Úrræöi efst á baugi Svo virðist sem úrræði þau, sem efst eru á baugi, beinist fyrst 'og fremst að því að draga úr fram- leiðslu hinna venjulegu land- búnaðarafurða, dilkakjöts og mjólkur, og létta þannig á ríkis- sjóði, án þess þó að draga verulega úr tekjum bænda, nema þá helst stórbændanna, eða að byggðin dragist saman að ráði. Um þetta þrennt virðast flestir sammála hvar sem þeir í flokki standa. Fulltrúar framleiðenda, bændurnir hafa þingað mörgum sinnum um þennan vanda og þau úrræði, sem meirihluti þeirra kemur helst auga á til úrbóta, eru 1 ‘ -t í frumvarpi því er land- búnaðarráðherra lagði fyrir Al- þingi það er nú situr. Frumvarp þetta hefur verið mjög til umræðu í blöðum og sýnst sitt hverjum, eins og gengur. Meðal annarra skrifaði Halldór Pálsson búnaða- málastjóri um það í grein er hann birti í Tímanum þ. 12. jan. s.l. og nefndi „Mikill vandi blasir við landbúnaðinum". Þar segir hann frá aðdraganda þessa frumvarps og metur síðan kosti þess og galla og verður vart séð hvorir vegi meira. Ein grein þessa frumvars telur þó búnaðarmálastjóri að muni tryggja samdrátt framleiðslunnar og leyfi ég mér að birta þann kafla Fyrri hluti greinar hans orðréttan, sem um þetta fjallar, en hann nefnir hann „Þeir eiga ekki einir að bera krossinn“: „Aðeins eitt atriði í frumvarpinu ef að lögum verður tryggir samdrátt framleiðslunnar. Það er í a-lið 2.'gr. og hljóðar svo: „A sama hátt er Framleiðsluráði heimilt að ákveða framleiðendum sérstakar verðbætur ef þeir draga úr framleiðslu sinni um ákveðinn hundraðshluta". En þetta er mergurinn málsins. Hefur íslenska þjóðin efni á því að kaupa íslenska bændur til að draga úr framleiðslu? Ef svo er þá ætti ríkið að taka a.m.k. verulegan þátt í því starfi en ekki leggja það á bændur eina. Þeir eiga ekki einir að bera krossinn á aftökustaðinn." (Tilv. lýkur). Landbúnaðarráðherra, Stein- grímur Hermannsson, virðist svipaðs sinnis. I drögum að þings- ályktunartillögu um stefnu- mörkun í landbúnaði sem hann lagði fram á fundi fulltrúa bænda, neytenda og þingflokka þ. 23. febr. sl. og eru í þremur liðum, kemst hann svo að orði í rökstuðningi við þriðju greinina sem fjallar um byggðamarkmiðið: „Til að forðast frekari röskun í byggð landsins skal stefnt að því að dreifing setinna býla um landið verði sem mest í því horfi sem nú er. í því skyni verði gerðar ráðstafanir til að styrkja búsetu í einstökum byggðum eða landsvæðum. Kostnaður af slikum aðgerðum verði borinn uppi af því fé sem þjóðin ver til að halda jafnvægi í byggð landsins“. (Leturbreyting Þ.Þ.) Ekki verður fjölyrt um önnur þau úrræði sem borið hafa á góma til að draga úr vanda þeim sem við er að fást. í því sambandi hafa verið nefndar ýmsar auka- búgreinar til að bæta bændum upp þann tekjumissi, sem þeir kunna að verða fyrir. Þau úrræði eru flest staðbundin og ekki líkleg til að viðhalda „jafnvægi í byggð landsins", svo notuð séu orð ráð- herrans. Ef draga á úr framleiðslu kjöts og mjólkur verður jafnvæginu ekki viðhaldið nema með alþjóðarátaki eins og landbúnaðarráðherra leggur til í drögum sínum og nefndin gerði, sem undirbjó land- búnaðarfrv. með a-lið annarrar greinar og áður var minnst á. Eins og áður segir veitir þessi grein frumv. ef að lögum verður Fram- leiðsluráði heimild til að greiða framleiðendum verðbætur fyrir bústofnsskerðinguna. Af tillögu- drögum ráðherra verður ekki séð með hvaða móti bændur verði styrktir til búsetu í einstökum byggðum og landssvæðum nema að það eigi að gerast af almannafé. Æ skal gjöf til gjalda, stendur þar. Illa þekki ég íslenska bændur ef þeir nenna því til lengdar að sitja hálfiðjulausir á búum sínum sem eins konar gustukamenn þjóðarinnar, án þess að nokkurs framtaks sé krafist af þeirra hendi annars en þess að minnka við sig búin. Lerkiskógur á Hallormsstað. Myndin er tekin 1977, þegar trén voru 37 ára gömul. Nokkrum árum fyrr var farið að saga tré úr þessum skógi í borðvið. „Fuilvíst má teija, að ungu lerkiskógarnir í Fljótsdal og á Hafursá, sem síðar verður rætt um, verði svipaðir því sem mynd þessi sýnir í byrjun aldar.“ Mynd þessi er úr aug- lýsingu frá „Norske Skog “. sem birtist ný- lega í íslenskum hlöð- um. „ Hluti þessa skóg- ar er fluttur til íslands sem framleiðsluvörur.“ segir m.a. í myndar- tcxta, „svo sem dag- blaðapappír, pappírs- sekkir og umhúða- og kraftpappír, auk timburs og spóna- platna.“ Giskað er á að þessi skógur sé 80 — 100 ára gamall. Með það í huga hvers eðlis vandi sá er sem við er að fást sem m.a. getur valdið því, finnist ekki heppileg lausn til frambúðar, að obbinn af afskekktari byggðum landsins leggist í auðn, sætir það mikilli furðu að enginn af öllum þeim sem stungið hafa upp á aukabúgreinum til að draga úr vandanum, jafnvel að bændur fari að framleiða svínakjöt framleitt með erlendu fóðri í stað dilkakjöts, skuli ekki hafa dottið í hug sú aukabúgrein sem frændur okkar á Norðurlöndum hafa öldum saman stundað með ágætum árangri — nytjaskógrækt. Þessi staðreynd er þeim mun furðulegri þar sem fyrir liggur örugg vitneskja um að þessi búgrein er meira en möguleg, hún gæti verið mjög arðbær. Það skal að vísu játað að hún skilar ekki beinum arði í vasa þeirra sem við hana vinna fyrstu 10—15 árin og kemst ekki, hvað skjótan gróða snertir, í samjöfnuð við ræktun refa og minka. Það kostar átak einnar kynslóðar, 40—50 ár, að ala upp eitt tré til fullra afurða. Hér á eftir verður þess freistað að færa rök fyrir þeirri stað- hæfingu að nytjaskógrækt er ekki aðeins möguleg á Islandi, hún er sjálfsögð. Rökin í bókinni „Skógarmál" sem kom út 1977 og tileinkuð er Hákoni Bjarnasyni fyrrv. skógræktar- stjóra, má fá vitneskju um flest er snertir gróður og skóga á Islandi, stöðu þeirra í dag og framtíðar- horfur. Meðal annarra skrifar Haukur Ragnarsson, fyrrv. tilraunastjóri, greinina „Skógræktarskilyrði á Islandi." Telur hann þar upp 12 svæði þar sem gerðar hafa verið tilraunir með barrviði. Raðar þeim eftir veður- og vaxtarþáttum á hverjum stað og birtir töflu er sýnir meðal- hæðarvöxt í sm á ári. Gef ég Hauki nú orðið um tvö líklegustu svæðin til nytjaskóg- ræktar: 1. Á eftirfarandi svæðum er sumarhitinn alls staðar meiri en 9° og júlíhiti yfir 11°. Janúarhiti undir +1°. 1.1. Fljótsdalshérað innan Egils- staða. Úrkoma 500—700 mm. Vaxtartími 105—115 dagar. 1.2 Lítið svæði í kringum Akureyri. Úrkoma 400—500 mm. Vaxtartími 110—115 dagar. 1.3 Suðurdalir Borgarfjarðar og innanverður Hvalfjörður. Úrkoma 1400—1700 mm. Vaxtartími 110—120 dagar. 1.4 Uppsveitir Árnessýslu. Úrkoma 1000—1600 mm. Vaxtartími 110—120 d. 1.5 Efri hluti Lands- sveitar og Rangárvalla, Þórsmörk. Um veðurskilyrði sjá 1.4. Hvað hitaskilyrði snertir, ættu þessi svæði að vera með þeim hagstæðustu hér á landi. Sumar- hiti alls staðar nægur og vetrar- hiti lægri en svo, að veruleg hætta sé á sköðum vegna umhleypinga. Þar sem vindskilyrði og jarðvegur leyfa, mætti hér búast við góðum vexti. 2. Á eftirfarandi svæðum er sumarhiti víðast yfir 10°, júlíhiti meiri en 11° en janúar hlýrri en +1°. Úrkoma er 1000 mm—2000 mm. Vaxtartími 120—130 dagar. 2.1 Hlíðar í utanverðum Hvalfirði og við sunnanverðan Faxaflóa. 2.2 Hálendisbrún Ölfuss og hlíðar í niðursveitum Árnes- og Rangárvallna austur að Fljótshlíð. 2.3 Fljótshlíð og hálendisbrúnin allt austur á Síðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.