Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 1
 Könnuöur I tók Þessa mynd af Júpiter pann 24. janúar. Þá var geimfariö í 40 milljón kílómetra fjarlægö frá reikistjörnunni og nálgaðist hana um eina milljón kílómetra á degi hverjum. Og sem nær dró komu æ fleiri atriði í Ijós í ólgandi skýjamyndunum. Rauöi bletturinn sést greinilega rétt fyrir neöan stjörnuna miöja og inni í honum langt gult ský sem fer umhverfis innri mörk blettsins andsælis á tæplega sex dögum. Þar meö er staðfest paö hringrásarlögmál sem stjarnfræöíngar höfðu haft grun um. Stærsta tungl Júpiters Ganymede sést neðst til vinstri. Ganymede er ívið stærri en Merkúr. Frá örófi alda hefur himingeimurinn heillað og ögraö hugsandi mönnum. Goösagnir sem áttu að skýra uppruna og gerö sólkerfisins sem stórvirki voldugra guða má rekja allt til 3000 f. Kr. Seinna voru hnettir himinsins sól, tungl, stjörnur og reikistjörnur settir í líki manna og dýra sem voru gædd dularfullum eiginleikum. En síðan viku goðsagnir smám saman fyrir rannsóknum og útreikningum gjörhugulla manna, er fýsti að leita sannleikans um himinhvolfiö. Þessir menn reyndu oft með hugvitsamlegum kenning- um að fylla í skörð pekkingarinnar. Þegar Kopernikus gerði sólina að miðju sólkerfisins árið 1512 losnaði stjörnufræöín viö vondan fjötur jarðmiöjukenningarinnar sem fól í sér að allir himinhnettir snerust um jörðina sem stæði kyrr. Á næstu öldum voru brautir stjarna markaðar. En prátt fyrir petta er uppruni sólkerfis okkar enn um margt ráögáta, en miklar framfarir hafa orðið í tækni og sífellt bætist viö vitneskju okkar. Júpiter er risinn í sólkerfi okkar, um Þrettán hundruð sinnum stærri en jörðin aö Þvermáli. Hann hefur fleiri tungl en aðrar reikistjörnur eða Þrettán talsins. Þau fyrstu fjögur fann Galileo árið 1610, en síðan hefur komið upp úr dúrnum að pau væru langtum fleiri. Júpiter er ekki aöeins stór, heldur eínnig fullur ofsa og leyndardóma. Sjóöandi gas og fljótandi vökvar marka steindan kjarna og gufuhvolf hans er Þúsundir kílómetra að dýpt. Miklir hvirfilvindar og fellibyljir æða um ólgandi himinn sem er alsettur skínandi rauöum og appelsínugulum skýjum, sem taka stöðugum og endalausum breytingum. Vísindamenn biðu með öndina í hálsinum Þegar bandaríska geimfarið Könnuður I tók aö nálgast Júpiter og sumir óttuöust að geimfarið myndi ekki hafa af pennan hættufund viö risann. En pað fór mjög á aðra lund. Könnuður I aflaði mynda frá Júpiter og fylgitunglum hans, mynda sem eru dramatiskari en áður hafa náözt, Þar á meöal eru margar einkar athyglisverðar myndir af einu furðulegasta fyrirbrigðinu í öllu sólkerfinu, Því, sem kallað hefur verið Rauði bletturinn (The Great Red Spot). Á honum hafa verið gerðar reglulegar athuganir frá Því á 19. öld og margar skýringar komið fram á Þessu fyrirbrigði. Sjá „í FURÐUVERÖLD JÚPÍTERS11 á bls. 44.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.