Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 Erling Gardar Jónasson: 1. Inngangur Raforkumálin eru án efa sá málaflokkur sem hvað mest sam- staða er um á Austurlandi. Samstaðan mótast af reynslu sem fengin er frá liðnum erfiðleik- um annað hvort tilbúnum eða óviðráðanlegum sem þurft hefur að yfirstíga. Umræðan um þessi mál og erfið- leikana hefur verið löng og ströng, enda ýmsir orðnir þreyttir af. Á tímabilinu 1974—1977 voru haldnar fimm stórar ráðstefnur á vegum sveitarfélaga á Austurlandi um orkumálin — þrjár af þeim' voru einvörðungu um raforkumál og á tveim öðrum voru raforku- málin aðalefni fundanna. Ef reynt er að draga saman niðurstöður þessara ráðstefna, hefur meginatriði í ályktum Aust- firðinga verið: 1. Að auka gæði og öryggi orkuafhendingar. 2. Að vinna markvisst að nýt- ingu innlendrar orku til allrar staðbundinnar orkuþarfar. 3. Að krefjast í víðtækasta skilningi jöfnunar kjara í raforku- viðskiptum á við aðra raforku- notendur í landinu. Orkumálanefnd S.S.A. var stofnuð 1974 en á aðalfundi sam- bandsins þá, hafði einnig verið samþykkt viðamikil ályktun um orkumál á grundvelli erindis Sverris Ólafssonar yfirverkfræð- ings Rarik og umræðna um málin, enda orkumál aðalefni þess aðal- fundar. Þáverandi iðnaðarráðherra Gunnar Thoroddsen og þingmenn Austurlands tóku þátt í störfum þessa aðalfundar og var orkumála- ályktunin samþykkt samhljóða eins og nú greinir: 1. Aðalfundurinn skorar á iðnaðarráðuneytið og Alþingi, að sett verði lög um virkjun Bessa- staðaár í Fljótsdal, á komandi þingi. Undirbúningur og fram- kvæmd, sé miðaður við að hún taki til starfa á árinu 1978. 2. Aðalfundurinn skorar á iðnaðarráðuneytið að nú þegar verði gerð 10 ára áætlun, sem endurskoðist árlega, um orku- vinnslu- og orkudreifingarmál á Austurlandi. Sem grundvallar- atriði við gerð áætlunar sé 100% rafhitun húsnæðis á Austurlandi. Fundurinn bendir sérstaklega á nokkur atriði: 3. Orkuöflun. Lokið verði sem fyrst við undirbúning og lagasmíð vegna virkjunar Bessastaðaár í Fljótsdal og verði sú virkjun al- gjört forgangsverk í raforkumál- um fjórðungsins. Jafnframt verði áætlun gerð um miðlunarvirkjun í Fjarðará í Seyðisfirði, Hvammsá í Vopnafirði og Fossá í Berufirði. Samhliðá slíkum framkvæmdum ætti landshlutatenging að koma, fyrst og fremst til að auka öryggið í báðum landshlutum. Það skal tekið fram að tengin við Norður- land kemur þá fyrst til greina að virkjað verði á jarðgufusvæðinu við Námaskarð eða Kröflu, tiltölu- lega stór virkjun, ef ofangreind tenging er ákvörðuð sem liður í „rafhitunarvæðingu" Austurlands. Fundurinn skorar á fjárveitingar- valdið að veita á hverjum tíma nægilegt fjármagn til rannsókna á hverra kosta sé völ í orkuöflun og sérstaklega til rannsókna á stór- virkjun á Austurlandi. 4. Orkudreifing. Fundurinn skorar á yfirvöld orkumála að tengingu Austur-Skaftafellssýslu við samveitusvæði Austurlands verði lokið ekki síðar en árið 1976. Einnig verði hraðað tengingu Vopnafjarðar og Skeggjastaða- hrepps við samveitusvæðið. Auk þess verði flutningsgeta aðalflutn- ingskerfisins aukin þannig að hún geti mætt þörfum aukinnar rafhit- unar, og öryggið bætt með hring- tengingum. Fundurinn átelur harðlega þann seinagang sem hef- ur orðið á að ljúka sveitarrafvæð- ingu á Austurlandi og skorar á orkuyfirvöld að hraða þeim fram- kvæmdum sem mest. 5. Lokaorð. Þar sem fundinum er ljóst að við óbreytt ástand muni verða mikla/-. tfpflpnjr ár rOjTku- vinnslu á Asturlandi á komandi vetri vegna vöntunar á nægilegu grunnafli í orkuverum, skorar hann á yfirvöld orkumála að nú þegar verði gerðar raunhæfar aðgerðir til að koma í veg fyrir algera stöðvun atvinnulífs og rösk- unar á högum fólks, eins og öllum er í fersku minni frá síðastliðnum vetri. Álit allsherjarnefndar 1. var samþykkt samhljóða. „Aðalfundur S.S.A. haldinn á Eiðum 14. og 15. sept. 1974, samþykkir að kjósa fjögurra manna nefnd, orkumála- nefnd, auk þess sitji í nefndinni Ég mun hér á eftir leitast við að greina nánar frá þeim þrem meginatriðum sem áður var getið, út frá þeim umræðum sem fram hafa farið á Austurlandi um orku- mál síðan 1974. Ef súlurit um orkuvinnslu sam- veitusvæðis Austurlands frá árinu 1962 er skoðað, kemur í ljós, að það má raunverulega nota sem línurit um sögu atvinnuveganna yfir sama tímabil. Eins og sjá má eru miklar stökkbreytingar einkenn- andi fyrstu árin, en frá 1970 er stígandin jöfn, því þá tók að virka samverkandi aukin raforkunotkun iðnaðar, sjávarútvegs og rafhiti. Upp úr 1960 tók Rarik að sér að sinna síldariðnaði, og við sjáum á Helstu vandamálin hafa verið, yfirkeyrt orkuöflunarkerfi, með miðlunarlitlar virkjanir sem grunnafl, ásamt í sífellu vöntun á nægilegu diselafli, gamlar veik- byggðar háfjallalínur, ásamt veik- byggðri og spennulágri aðalflutn- ingslínu frá Fáskrúðsfirði til Djúpavogs. Með þetta í huga varð Orku- málanefnd ljóst að eina leiðin til að fá nálgun við þau markmið sem sett höfðu verið af S.S.A., var að gerð væri bæði tæknileg og fjár- hagsleg áætlun um hvernig skyldi ná þessum markmiðum, til minnst tíu ára í senn, svo sem segir' í ályktun S.S.A. frá 1974. Með bréfi til iðnaðarráðuneytis- Orkumál af sjónarhóli Austfirdinga rafveitustjóri Austurlands, sem verði stjórn sambandsins til ráðu- neytis um orkumál Austurlands, og til að vinna að auknum tengsl- um sveitarfélaga og rafmagns- veitu ríkisins, hvað varðar lausn hinna ýmsu vandamála orkuiðnað- ar Austurlands og skipulag hans“. Tillöguna flutti Þórhallur Dan Kristjánsson, og var hún sam- þykkt samhljóða. 2. Orkumála- umræðan Á árunum 1966—1968 starfaði raforkunefnd Norður- og Austur- lands. Fyrir Austfirðinga, störf- uðu Reynir Zöega, Jón Helgason, Garðar Guðnason og Erling G. Jónsson í nefndinni. Nefndin hafði það meginhlutverk að skilgreina hagkvæmasta orkuöflunarkost fyrir Norður- og Austurland, sér- staklega var unnið að mati á Lagarfljótsvirkjun og Gljúfurvers- virkjun í Laxá (Laxá 3) í ofan- greindum tilgangi. Vinnubrögð nefndarinnar og niðurstöður voru á allan hátt sýnishorn um vinnubrögð almennt þegar rætt hefur verið um orku- öflunarkosti á Austurlandi af jöfr- um íslenskra orkumála. Deilt var um, hvor kosturinn Laxá eða Lagarfossvirkjun væri hagstæðari fyrir Austurland. Þá var hlaupið til undir forystu Orkustofnunar og Laxá gerð að Gljúfurversvirkjun eftir fjölda breytinga, með Suður- árveitu og 50 metra stíflu, fyrst og fremst til að ná einingarverði niður fyrir verðið, sem raforkan frá Lagarfossvirkjun Austfirðinga myndi hafa kostað. Lagarfossvirkjun á hinn bóginn var skorin niður í þrjá áfanga og aðeins fyrsti áfangi gekk til mats- ins. Þegar upp var staðið, varð einingarverð ívið lægra frá Lagar- fossi fyrir Austfirðinga. En hver var afleiðingin? Hana þarf vart að kynna. Laxá var nú orðin það stór, að enginn Aðaldæl- ingur eða sómakærir Mývetningar þoldu hana, og Lagarfossvirkjun að öllu leyti gjörsamlega óhæf til síns brúks án miðlunarmann- virkja. Menn reyndu svo á sig í Orku- stofnun, að gerðar voru að minnsta kosti átta orkuspár fyrir Austurland út frá mismunandi forsendum. Hvers vegna? Við gerðum eina og afneituðum hinum. Hvers vegna? Einfaldlega fyrir það, að enginn hinna gerði ráð fyrir því, að hér ætlaði fólk að búa, sækja sjó og yrkja jörð, þrátt fyrir, að síldin hefði kvatt að sinni, og kannski einnig fyrir það, að þær fólu í sér endurtekningu á hinni frægu Grímsáryfirlýsingu, sem fram kom, þegar Grímsárvirkjun var í byggingu og sagði, að sú virkjun mundi duga Austfirðing- um um ókomna framtíð. Við gerðum á hinn bóginn ráð fyrir, að ýmsum grundvallaratrið- um yrði sinnt í atvinnumálum, og nýting innlendrar orku til upphit- unar húsnæðis héldi innreið sína í ríkum mæli. Orkuspá okkar stenzt enn, þótt grundvöllur hennar hafi af bjartsýni okkar verið óskhyggja um sömu framfarir í þessum landshluta sem öðrum. Baráttan um virkjun Lagarfoss var löng og ströng. Virkjunin kom tíu árum of seint. Hana hefði átt að taka í notkun á árinu 1962, en árið 1970 hefði átt að hefjast handa við Fjarðará, eða þá að hafa Fljótsdalsvirkjun tilbúna til fram- kvæmda. Með öðrum orðum. Við erum næsta tíu árum á eftir þörfinni í orkuöflun og aðalorkuflutningi. Hefði 20—30 Mw virkjun verið tilbúin árið 1974, hefðu vaxta og afskriftargreiðslur fyrir hana orð- ið lítill baggi í dag, og í stað daglegrar baráttu við lausn orku- vinnsluvandans hefði meginvið- fangsefnið nú verið að tengja suður- og norðurhluta kjördæmis- ins við vatnsorkusvæðið. Nú þegar bygging tengilínu milli Austur- og Norðurlands er lokið, er rétt að geta þess að árið 1968 var í fullri alvöru talað um 20 Mw hámarks- flutningsgetu fyrir „hundinn" svo- kallaða, en 100—150 Mw nú tíu árum síöar. Að ofangreindum ástæðum ásamt ótryggri orkuöflun á Austurlandi og þeirri orkukreppu sem hófst 1973 við gífurlega verð- hækkun á olíuvörum, var nauðsyn- legt fyrir S.S.A. að taka virkan þátt í orkumálaumræðunni. Orkumálanefnd undir forystu Reynis Zöega frá upphafi, hefur því reynt að ræða og skilgreina þau úrlausnar atriði sem hún eða aðrir hafa gert tillögu um varð- andi raforkumáiin, jafnframt haft viðræður við þingmenn og komið á framfæri við Rarik og iðnaðar- ráðuneytið tillögum sínum. Að öðru leyti hefur það verið verkefni stjórnar S.S.A. að hafa forystu um framkvæmdir álykt- ana aöalfunda og ráðstefna sam- bandsins varðandi orkumál. súluritinu jafna stígandi í orku- notkun allt til ársins 1966, en síðan lækkun fram til ársins 1969, en síldveiðar voru í hámarki árið 1966, en árið 1967 tók svo að segja fyrir alla veiði, er líða tók á sumarið. Eftir sat Rarik með gífurlega fjárfestingu í dísilvélum, sem skyndilega urðu óþarfar. En sem betur fer fór í hönd endurskipu- lagning iðnaðar í sjávarútvegi og þá þegar árið 1969 er aftur byrjuð stígandin, sem síðan hefur varað. Skyndilega hófust loðnuveiðar, og síldarbræðslurnar, sem ýmsir höfðu álitið ónýtt drasl, urðu arðgefandi aftur, og sjálfsagt aldrei betur en nú. Þess skal getið, að tvær uppbyggðar verksmiðjur árið 1967 voru hálf gefnar úr landi vegna þess hugarfars og svartsýni, sem greip um sig á erfiðleika- tímanum árin 1967—1969. Nú vantaði fleiri dísilvélar og túrbínur til að sinna orkuþörf því ekki datt nokkrum ráðamanna í hug að virkja skyldi á Austur- landi, meðan landshlutinn brauð- fæddi þjóðina með útflutningsaf- urðum síldaráranna. Það er ekki fyrr en í mars 1975 sem fyrstu rafeindir frá Lagar- fljóti gáfu birtu og yl á austfirsk- um heimilum. í fundargerð Orkumálanefndar frá 17. maí 1975 kemur fram eftirfarandi niðurstaða umræðna: „sem grunntón í umræðu nefndar- innar, var að tími fullkominnar umbyltingar sé þörf á skipulag raforkukerfisins á Austurlandi. Tímabil ljósvæðingarinnar er búið framundan full rafvæðing til upphitunar húsnæðis, sem af orkumagni er þrisvar sinnum stærri en núverandi orkuneysla, stóriðja í sjálfu sér. Jafnframt er ljóst, að Austur- land verður að iðnvæðast til að mæta aukinni atvinnuþörf á fjöl- breyttari sviðum, en hingað til. Þar kemur orkan frá fallvötnum sem grundvallaratriði". Jafnframt þessu hafði nefndin mjög í huga þær aðstæður sem raforkunotendur í Austurlands- kjördæmi höfðu búið við á árunum 1962—1967 og síðan 1970, þar á meðal ástandið á Hornafirði 1973. Mjög erfitt er að gera grein fyrir ástandi og stöðu raforkumála á samveitusvæði Austurlands frá 1970 fram á daginn í dag í fáum orðum, en ljóst er öllum sem til þeirra aðstæðna þekkja að gæði og öryggi orkuafhendingar væru fyrir neðan öll lágmörk. , ins 1975 gerði nefndin grein fyrir þessu og óskaði eftir gerð slíkrar áætlunar. Staðan í kerfismálum Rarik á Austurlandi 1970 þegar rafhitun varð almennt heimiluð var sú að samtengisvæðið náði um Fljóts- dalshérað til Borgarfj. eystri — Seyðisfj. — Eskifj. — Neskaup- staðar — Reyðarfj. — Fáskrúðsfj. — Stöðvarfj. — Breiðdalsv. Syðst voru tvö einangruð svæði Djúpavogur — Austur Skaftafells- sýsla og tvö einangruð svæði nyrst Bakkafjörður og Vopnafjörður. Grímsárvirkjun var aðal orku- framleiðandi á samveitusvæðinu, megin flutningskerfið var byggt upp á árabilinu frá 1956—1959, en syðsti hlutinn frá Fáskrúðsf. — Breiðdals 1965 þá sem 11 kv Tsj. Að öðru leyti var megin flutn- ingskerfið með 33 kV spennu — fjarlægðir á milli aðalspennistöðv- ar á samtengisvæðinu eru frekar stuttar eða um 25 km. Við þetta kerfi voru þá tengdir 10 þéttbýlis- kjarnar með íbúatölu frá 1500 — niður í 150 manns. Sveitarafvæðing var þá að hefj- ast fyrir alvöru á Austurlandi en sáralítið af bæjum hafði þá verið tengdir samveitu. Framkvæmdarmagn og fjár- magn til að mæta þeirri orkusölu- aukningu sem átt hefur sér stað síðan 1969 í heild hjá Rarik hefur á allan hátt verið of lítið. Rarik seldi í heild 90 Gwh 1969 en 1977 varð salan um 297 Gwh 3.3 földun, 230% aukning. Á Austurlandi varð aukningin frá 18.0 Gwh í 72.0 Gwh, 4 föld á sama tímabili eða um 300% aukn- ing — iðnaðarorka héfur aukist um 175% á þessu tímabili — og næsta öll sveitarafvæðing hefur átt sér stað síðan 1970 — sem skýrir að hluta meiri aukningu á Austurlandi en á heildina. Fram að þessu ári áætla ég að heildarfjárfesting frá 1969 — 1978 í raforkukerfum landshlutans (á nafnvirði) séu sem hér segir: Virkjanir 980 millj. kr. Diselstöðvar 450 millj. kr. Aðal flutnk. 200 millj. kr. Bæjarkerfi 360 millj. kr. Sveitaveitur aukn. 100 millj. kr. Stærri viðhaldsverk 80 millj. kr. Aðveitustöðvar 300 millj. kr. 2.470 millj. kr. Svo væri hægt að dunda við að endurmeta þetta — en það geri ég ekki nú. En salan í krónutölu (söluskatt- ur innifalinn) varð 1969 fyrir 44.3 millj. kr. en 1977 fyrir >{715.^3^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.