Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 V or dýrð og heiðríkja Hólmfríður Jónasdóttir: UNDIR BERUM HIMNI. Ljóð 109 bls. Bókaforl. Odds Björnssonar, Akureyri, 1978. HÓLMFRÍÐUR Jónasdóttir hefur gengið í skóla hjá Jóhanni Sigur- jónssyni, Stephani G. Stephans- syni og Þorsteini Erlingssyni. Guðmund Böðvarsson og Jóhannes úr Kötlum kýs hún að skáldbræðr- um. Um öll þessi skáld yrkir hún. Hún yrkir líka um hi-imahagana — Skagafjörðinn Náttúrunaí vor- blóma eða sumarskrúða nillir víða uppi í ljóðum hennar. Hún yrkir ljóð sem heita Vorið, Vornótt og Vorkoma. Lóan kveður að hausti heitir líka ljóð. Orðið »vetur« getur hins vegar hvergi að líta í fyrirsögnum hennar. Þó er þarna kvæði sem skáldkonan nefnir Þorrakomu. En jafnvel þá klykkir hún út með að nefna »vor og söng«. Hólmfríður er skáld lífs og gró- anda; lofsyngur hvort tveggja meðan það varir en saknar þess horfins. Heyvinnuna dásamar hún í ljóðinu Undir berum himni. Ljóðið er þrjú erindi og endar svona: Ég breiði úr múgum og bylti þeim við nú bregst mér þurrkurinn ei, en þornar við aðl og sunnanvind hið safarfka hey. Ég teyga loftið f sæili sátt við sumarsins bænagjörð, Iffsins eilffa andardrátt ok angan frá sleginni jörð. Vel má skoða þetta kvæði sem kjarnann í lífsskoðun skáldkon- unnar því hún lætur bókina heita eftir því — Undir berum himni. Undir beru lofti, er líka hægt að segja. Merkingin er í grófum dráttum hin sama en blæbrigðin önnur. Orðið »himinn« er ekki aðeins hlutlægt hugtak heldur líka trúarlegt. Bók Hólmfríðar ber ekki guðrækilegan yfirsvip, að vísu. Lífstrúar gætir þarna meir en guðstrúar. En sá sem yrkir um hringrásina í náttúrunni og fram- vindu lífsins hlýtur einnig að vita af himninum yfir höfði sér, enda biður Hólmfríður að »Drottinn blessi býli hvert« í heimabyggð sinni. Jómfrú Maríu ákallar hún bæði í gamni og alvöru í ljóðinu Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Maríubæn: Jómfrú Marfa Ijá mér lið láttu nú koma sól og vind, ég á þvott en þú átt ull þarna f himins blárrí lind. Að liðnu sumri heitir ljóð þar sem skáldkonan horfir í svipsýn yfir liðna ævi. Hún horfir til æskuáranna sem eru vafin í »dýrð- arljóma« endurminninganna. Svo gerist hvort tveggja að með henni vakna skáldskapartilhneigingar og hún tekur að hugleiða að lífið sé ekki eintómur leikur: Mig vakti hin skarpa skáldsins raust, ég skynjaði aö tíminn var naumur og fann, aö lífiÖ var ekki allt eintómur sólskinsdraumur. Lífsreynslan kennir skáldkon- unni að skammt sé »milli hláturs og tára«. Annað er skáldkonunni þó ofar í huga þegar á ævisumarið líður, sem sé spurningin um til- gang lífsins: Sú spurninK sér þrengir f þankann inn og þrotlaust væntir sér svara: Til hvers er ég borín? Hvað hef ég gert? Hvert skal að lokum fara? Ekki er Hólmfríður fyrst til að varpa fram spurningum af þessu tagi. Þessu hafa kynslóðirnar verið að velta fyrir sér í aldanna rás. Kynslóð Hólmfríðar, ungmenna- félagskynslóðin, horfði í æsku björtum augum fram á veginn og vildi láta gott af sér leiða. I rökréttu framhaldi af því spyr hún þegar horft er yfir farinn veg: Hvað hef ég gert? Og síðan: hvað tekur við, hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Þannig reyndi þessi kynslóð að finna striti sínu æðri tilgang. Og sá er raunar bakgrunnur þeirra ljóða sem Hólmfríður lætur hér með frá sér fara. í því er styrkur þeirra fólg- inn. Sá er hins vegar veikleiki þeirra að formið sjálft hefur dagað uppi, höfðar ekki til nútímans með sama hætti og það höfðaði til Ferðafélagið með gönguferðir á skíðum Á síðstliðnum vetri tók Ferða- félag íslands að nýju upp göngu- ferðir á skíðum í nágrenni Reykja- vikur, en ferðir með slfkum hætti sem voru á dagskrá hjá félaginu fyrr á árum, höfðu c»ki verið farnar hin síðari ár. Þá voru farnar alls fjórar stuttar dagsferðir. Var þegar sýnt, að áhugi almennings var fyrir skíðagöngum. Nú í vetur var þráðurinn tekinn upp að nýju og hafa þegar verið farnar 4 ferðir og fjöldi þátttakenda farið vaxandi. Síðastliðinn sunnudag efndi félagið til einnar slíkrar ferðar. Var ekið austur fyrir Seljabrekku og gengið þaðan í Kjósarskarð og síðan niður í Kjós. 14 þátttakendur voru í þessari ferð. Næstkomandi sunnudag efnir félagið til tveggja skíðagönguferða. Fyrri ferðin verður á Kjöl, sem er milli Hvalfjarðar og Þingvalla. Hefst gangan fyrir austan Fossá í Hvalfirði og verður gengið niður hjá Stíflisdal í Þingvallasveit. Þessi leið er all erfið og ekki á færi nema þeirra, sem eru nokkuð vanir skíða- göngu. Lagt verður af stað kl. 09. Síðdegisferðin hefst kl. 13.00 og verður ekið að Kolviðarhóli. Þaðan verður farið í tvær áttir. Göngumenn ganga inn Innstadal, þaðan norður á Húsmúlann og til baka að sama stað. Skíðagöngumenn ganga vestur fyrir Húsmúlann um Bolavelli í Engidal og síðan til baka að Sandskeiði. Þetta er mishæðalítil og þægileg gönguleið, og geta allir, sem áhuga hafa komist þetta, þótt þeir hafi ekki stigið á skíði fyrr. Það virðist vera skoðun margra, að ferðir Ferðafélags Islands séu ein- göngu fyrir félagsmenn. Það er mikill misskilningur. Allir, sem vilja geta verið með og skiptir engu, hvort þeir eru í félaginu eða ekki. Jón Eiríksson: Vitar, skip og siglingar Hólmfríður Jónasdóttir. æskunnar fyrir fimmtíu til sextíu árum. Svo hratt rennur tímans blóð nú að skáldskapur þarf helst að birtast um leið og hann verður til eigi hann ekki að úreldast. Eitt hefur þó ekki fyrnst, enn sem komið er, þrátt fyrir allt — ferskeytlan! Þó Hólmfríður komist víða vel frá hinum lengri kvæðum sínum jafnast ekkert þeirra sem heild á við ferskeytlur hennar. Ferskeytluformið ýtir undir til- fyndni eða hugkvæmni en heldur í skefjum tilhneigingunni til að gerast fjölorður og hátíðlegur. Stundum reynir Hólmfríður að kveða dýrt og tekst það allvel. Betur tekst henni þó upp þegar hún yrkir um hversdagsviðburði eða ferðalög samanber þessa vísu: Fáein kyrkings kuldastrá komu voreins lofa. Holtavörðuheiði á helst ég vildi sofa. Það er segin saga að svona einfaldur kveðskapur lifir lengur á vörum þjóðarinnar en hitt sem dýrar er kveðið. Eg minni á snöggtum eldri ferðavísu — vísu Barna-Þórðar sem át þurran ost áður hann lagði á Ódáðahraun til að fylgja Skálholtsbiskupi sem ekki kom. Að lokum þetta: Bókin býður af sér fremur góðan þokka. Hólm- fríður mun vera aldurhnigin skáldkona og munu ljóðin því ort á löngum tíma. Hólmfríður hefur valið sér erfiðar fyrirmyndir og í samræmi við það hefur hún haft metnað til að færast þónokkuð mikið í fang. En geti ég mér rétt til í hvað skáldkonan hafi lagt drýgstan metnað met ég árangur- inn gagnstætt því. Mér finnst Hólmfríði takast síst þegar hún reynir að vera sem skáldlegust en best þegar hún yrkir sem einfald- ast og — alþýðlegast! Hinn 1. desember 1978, þegar ljósvitar á íslandi höfðu lýst og leiðbeint sjófarendum í 100 ár, gaf póststjórnin út frímerki í tilefni þess, og er ekki að efa að það hefur verið að tilhlutan vitamálastjóra. Ekki gat það minna verið, jafn merk tímamót og hér var um að ræða. Á annan hátt var ekki á afmælið minnst að undanskilinni fremur ómerkilegri grein í Sjó- mannablaðinu Víkingi eftir ungan stúdent, og að dagblöðin gátu þess með fáum orðum, sem litla athygli hefur vakið. Það var von mín, að á 100 ára afmæli vitanna væri rituð saga þeirra síðustu 50 árin á svipaðan hátt og í framhaldi af 50 ára afmælisriti þeirra eftir Thorvald Krabbe. Af þessu varð ekki, og þegar ég fór að hugsa málið betur sá ég, að sagan þyrfti helzt að vera stærri í sniðum og að annað hugðarefni mitt, sem ég hef haft í mörg undanfarin ár, kæmi þá einnig til greina. Þegar saga vitanna (og sjó- merkja) er rituð tel ég réttast að saga radíóvita og annarra hjálpar- og öryggistækja við siglingar sé í sérstökum kafla. Koma þar til greina miðunarstöðvar, bergmáls- dýptarmælar, radar, áttavitar, sjóúr, vegmælar, björgunarbátar, björgunarflekar, og svo öll þessi nýmóðins rafeindatæki svokölluð, sem ég kann ekki að nefna. Áhugamál mitt, sem ég minntist á hér að framan, er, rituð sé Skipa- og Siglingasaga íslands. Það er skylt sögu vitanna, en verður þó að vera sjálfstætt rit. Það hefur verið sagt áður, bæði af mér og öðrum, að það er ekki vansalaust fyrir siglingaþjóð, sem byggir eyland á takmörkum hins byggilega heims, og á tilveru sína og lífsmöguleika undir því komna að eiga nóg skip til umráða. Flestar ef ekki allar siglingaþjóðir eiga sína siglinga- sögu, að vísu ófullkomnar margar hverjar vegna þess, að mest er rætt um herskip, en minna um kaupför og alls ekkert um fiski- skip. íslenska skipasagan, sem ég hef í huga, á að ná yfir öll íslensk Gefa út skrá umárangurs- laus fjámám SVONEFND ÞB útgáfa hefur sent út bréf til ýmissa aðila þar sem kynnt er útgáfa á skrá yfir árangurs- iaus fjárnám eða yfir- lýsingar viðkomandi aðila fyrir fógetarétti að vegna eignaleysis verði ekki staðið við f járskuldbindingar. í bréfi sem ÞB útgáfan kynnir fyrirhugaða útgáfu undirrituðu af Skúla Sigurz og Sigurði Albertssyni segir að aðilar sem stundi lánsvið- skipti svo og þeir sem annist innheimtur eða fjárreiður fyrir aðra þurfi að hafa handbærar aðgengilegar upplýsingar um fyrirtæki og einstaklinga sem ekki geti staðið við fjárskuldbindingar sínar. Upplýsingar um gjald- þrot birtist yfirleitt ekki í Lögbirtingablaðinu þegar úr- skurður hefur verið kveðinn upp, heldur þegar þrotabúi hefur verið skipt. Segjast forráðamenn ÞB útgáfunnar hafa safnað saman gjald- þrotaúrskurðum sem upp hafa verið kveðnir sl. 5 ár við öll fógetaembætti landsins og skrá yfir nöfn einstaklinga og fyrirtækja sem árangurslaus fjárnám hafa verið gerð hjá frá 1. janúar 1979 við borgar- fóetaembættið í Reykjavík. Er bent á í bréfi útgefend- anna að með nýjum gjald- þrotaskiptalögum skuli sá sem biður um gjaldþrot leggja fram allt að 200.000 kr. tryggingu vegna skipta- kostnaðar og að með því megi ætla að gjaldþrotum fækki til múna og verði því skrá um árangurslaus fjárnám mikil- væg heimild um greiðslugetu. Skrá þessi verður seld í áskrift, kr. 24 þúsund fyrir árið 1979 ásamt stofnskrá, en kostar á næsta ári 10 þúsund krónur. skip allt frá knörrum landnáms- manna til hinna minnstu fiski- báta. Mér er ljóst, að þetta yrði erfitt verk og vandasamt, en það verður að gerast, annað er okkur ekki sæmandi. Allir hlutir og sérhvert mál á sér forsögu. Þó að fyrst og fremst sé skrifað um ákveðið tímabil, þá er það ekki fullkomið, ef ekki er sögð forsaga þess (í stórum drátt- um); það gefur betri skilning á aðalmálinu. „Skip“ er „fljótandi farkostur“ og mun það hugtak eiga rót sína til fyrstu tíðar. Nútíma hugtak um orðið siglingar er „sjóferðir", — ferð skipa yfir hafið á milli landa og jafnvel líka með ströndum fram, og utanlandsferðir manna með skipum. Ég held að áður fyrr hafi orðið siglingar þýtt allar ferðir fljótandi farkosta á sjó og vötnum, án tillits til þess hvort notuð voru segl eða önnur tæki til framdráttar. Upphaf „fljótandi farkosta" og upphaf siglinga er hulin gáta, sem aldrei verður leyst. Hugmyndir, sem menn gera sér þar um, eru þó flestar svipaðar, og beinast í þá átt að einhvern tíma í grárri forn- eskju hafi frummaðurinn veitt því athygli að stórt trjáblað eða trjá- bútur flaut á vatni eða fljóti og að hann hafi svo af fikti eða beinlínis af forvjtni farið að reyna að sökkva þessu (á grunnu vatni) og komist þá að því að það flaut þótt þungi hans bættist við. Eða kannski að krakkar hafi stokkið út á trjábútinn í óvitaskap eins og þeir gera nú á dögum út á ísjaka. Þetta eru sem sagt ágizkanir og hugmyndir sem menn gera sér, og engin von um né möguleiki til að úr því verði nokkurn tíma skorið. Það er eins með vitana og skipin, — þeir hafa einnig sína forsögu. Hvenær fyrst var farið að kynda bál í landi til að leiðbeina sjófar- endum er ekki vitað með vissu. Hvort það voru Miðjarðarhafs- þjóðirnar Egyptar, Fönikíumenn og Grikkir, sem fyrstir gerðu það, er heldur engin vissa fyrir, en þeir eru þeir fyrstu, sem skráðar sagnir segja frá. Vitað er, áð Arabar kyntu einnig bál á austurströnd Afríku, en hvort það hefur verið áður eða eftir að Miðjarðarhafs- þjóðirnar gerðu það veit ég ekki. Þegar rituð er forsaga vitanna, þarf að fylgja þróun þeirra í stórum dráttum fram til þess dags er kveikt var á fyrsta vitanum á íslandi. Ég hefi nú dvalist lengur en ég ætlaði mér aftur í fornöldinni, en það er af því að málefnið er mér hugstætt; það hefur lengi brotizt í huga mínum og varð að fá útrás. En ég læt nú hér við sitja og sný mér að nútímanum. Nú er verið að skrifa Sögu Islands og er hún samin í tilefni af að 1100 ár eru liðin frá norrænu landnámi á Islandi, og að tilhlutan þjóðhátíðarnefndar. Komin eru út þrjú bindi og von á fleirum. I þessum þremur bindum má heita að ekki hafi verið minnst á skip, og er það hart, að í sögu þjóðar, sem frá upphafi á tilveru sína skipum að þakka, skuli þeirra ekki vera getið. Bergsveinn Skúlason gat þess nýlega í blaðagrein, að ekki væri minnst á atvinnuvegi landsmanna í Sögu Islands og fannst það lýti á sögunni. Ég er honum innilega sammála. Það sem þjóðin byggir tilveru sína á, skipin og atvinnu- vegirnir, er látið sitja á hakanum, en annað, sem að vísu getur verið gott og gilt en ekki eins mikilvægt, er látið sitja í fyrirrúmi. Mér þykir ólíklegt annað en að fleiri en ég hafi áhuga á þessu máli, og skora ég á þá og aðra góða menn að taka höndum saman og finna ráð til að hrinda því í framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.