Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 39 | Bamið—Fjölskyldan—Vlnnan | Dagvistar- heimilin — uppeldisad- stoð viðheimilin — eftir Mörtu Sigurdardóttur Á fundi hjá Hvöt mánudaginn 5. mars s.l. var fjallað um „fjölskylduna og vinnumark- aðinn“. Marta Sigurðardóttir, formaður Fóstrufélags íslands, var ein þeirra sem hafði fram- sögu á fundinum. Ræða hennar fer hér á eftir. Mig langar í upphafi að geta um nokkur markmið dagvistar- heimila (dagheimila — leikskóla — skóladagheimila). Þau eru: 1. Að örva alhliða þroska barnsins. 2. Að efla skilning barnsins á sjálfu sér. Marta Sigurðardóttir. 3. Að efla þekkingu barnsins á umhverfinu og kenna því að umgangast það. 4. Að efla samkennd barnsins. 5. Að auka frumkvæði barnsins og sjálfstraust. Dagvistarheimilin eiga að vera uppeldisaðstoð við heimilin. Dagvistarheimilin eiga að starfa þannig, að for- eldrar viti hvaða starfsemi fer fram þar og taki virkan þátt í að móta hana, en ekki eingöngu starfsfólkið. Nauðsynlegt er að fpreldrar geri sér grein fyrir því, hversu mikilvægt er, að þeir gefi sér tíma til að dveljast með börnum sínum á dagvistar- heimilum. Æskilegast væri að foreldrar dveldust dag í mánuði á heimilinu og kynntust starf- seminni og starfsfólkinu og þeim börnum sem þeirra barn er með á deild. Foreldrar eiga að vita hvaða starfsaðferðir eru hafðar á heimiilinu og nauðsyn- legt er að samræma kröfur til barna sem gerðar eru á dagvist- arheimiinu og heima fyrir. Það er hlutverk foreldra að ala upp börn sín og því er mjög mikil- vægt að gott samstarf sé á milli dagvistarheimilisins og fjöl- skyldunnar. Það getur verið býsna erfitt fyrir barn að dveljast allan daginn eða hluta úr degi á dagvistarheimili og oft eru þau mjög þreytt þegar heim er komið. Mjög er mikilvægt hvernig þessi tími er notaður. Fer tíminn í grát eða er unnt að setjast niður og tala saman og segja hvort öðru frá reynslu dagsins og styrkja þar með fjölskyldutengslin. Það skiptir ekki mestu máli hversu langan tíma foreldrar og börn eiga saman daglega, heldur hvernig er þessum tíma varið. Standa foreldrar saman um að skapa sameiginlegar stundir fjölskyld- unnar eða fara þau að vinna sitt hvort verkefnið, og veita börnunum ekki þá athygli sem þau þurfa. Misjafnt er, af hvaða ástæðum konur með heimili fara út á vinnumarkaðinn. Sumar hafa aflað sér menntun- ar og vilja nú nota hana og hafa mikla ánægju af sínu starfi og eru ánægðar þegar þær koma heim. Aðrar fara út á .vinnu- markaðinn af illri nauðsyn, hafa ef til vill engan áhuga, vinna bara þá vinnu sem býðst, eru jafnvel illa launaðar og óánægðar. Þessar konur koma eflaust heim með ólík viðhorf og hlýtur það að setja sinn svip á fjölskyldulífið. Mjög er misjafnt, hvernig heimilisstörfum er skipt niður, þar sem báðir foreldrar vinna úti. Nauðsynlegt er að báði foreldrar taki þátt í þeim, en það verði ekki hlutverk móður að sinna ein börnum og heimilisstörfum þegar vinnu lýkur. Það er æskilegt að foreldrar ungra barna eigi kost á að vinna styttri vinnudag t.d. 6 tíma og að þeir skipti skilyrðislaust með sér störfum í uppeldinu. Útivinnandi foreldrum er nauðsynlegt að dagvistun barna þeirra sé traust og örugg. Það að vita af barni sínu ánægðu gef- urforeldrum mikið öryggi. Hér í Reykjavík eru einungis for- gangshópar á dagheimilum þ.e.a.s. einst. foreldrar og náms- menn. Gift hjón eiga enga möguleika á að koma sínum börnum þar inn, en geta fengið leikskólapláss hálfan daginn. í alltof mörgum tilfellum er það ekki nóg, og verður því að gera aðrar ráðstafanir með börnin. Æskilegast væri að það mikið rými væri á dagheimilum og leiksólum að útivinnandi for- eldrar geti haft börn sín þar, ef þeir óska. Vel væri séð fyrir þörfum barnanna, foreldrar væru öruggir í sinni vinnu og síðan sameinaðist öll fjölskyld- an að loknum vinnudegi og ætti þá sínar stundir. Dagvistarheimilin eru til aðstoðar í uppeldinu, en þau taka ekki uppeldishlutverkið að sér. Marta Sigurðardóttir fóstra. Aka Kínverjar um á slíkum „luxuskerrum“ innan tíða. Þetta er nýjasti Camaroinn frá GM. Setja GM og Bedford upp verksmiðjur í Kína? Nokkrir stærstu bílaframleiðendur heimsins hafa nú haíið viðræður við Kínverja um hugsanlega framleiðslu í Kína. Sérstaklega hafa Bretar gengið hart fram í að fá að byggja og selja Kínverjum vöru- og flutningabfla. Þá má nefna bandarísku risana Genaral Motors og Ford sem báðir hafa sent fulltrúa sína til Kína. Báðir hafa áhuga á að starfrækja verksmiðjur sem smíða fólksbíla fyrir Kínamarkað. Að mati sérfræðinga er talið líklegt á Kínverjar muni veita nokkrum framleiðendanna starfsleyfi og eru þar helzt nefndir General Motors frá Bandaríkjunum og breska vöru- og flutninga- bílafyrirtækið Bedford. Bdar umsjón Jóhannes Tómasson og Sighvatur Blöndahl Sá dýrasti f ór á 137milljónir SÁ ótrúlegi atburður gerðist á bílauppboði í Los Angeles fyrir skömmu að tveggja sæta Mercedes Benz Roadstar, árgerð 1936, var seldur á „litlar" 137 milljónir íslenzkra króna, sem er langhæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir venju- legan fólksbíl fyrr og síðar. Bíllinn var í eigu safnarans mikla, M.L. Cohn, sem á eitt mesta safn fornbíla í heiminum. — Kaupandinn var ónefndur einkaaðili frá Monte Carlo. Það voru fleiri sem drógu fram veskið þennan sunnudags- eftirmiðdag. Annar Roadstar, árgerð 1929, fór á litlar 70 milljónir króna og Cabriolet „B“, árgerð 1938 fór á 45 millj- ónir króna. Uppáhalds bíll Cohns sem var Benz 1893, 1 Vz hestafls, tveggja sæta, var seldur fyrir 35 millj- ónir króna. Átta gata Landro ver Árleg bílasýning hefur að undanförnu staðið yfir í Genf og þar eru sýndir 112 bílar frá 27 framleiðslulöndum. Ekki fara sögur af neinum sérstökum nýjungum nema hvað sýndur er átta strokka Landrover jeppi, lengri gerð, en vélin í þeim bíl hefur lengi verið notuð í ýmsum Saab Turbo vann Stig Blomquist og Björn Cederberg unnu sænska rall- ið á dögunum, en ekin var 1.500 km. leið snjó- og ísi- lögðum vegum í frosti. Hófu keppnina 162, en aðeins 39 runnu skeiðið á enda. Stig keppti á Saab Turbo, en þetta er í fimmta sinn sem hann sigrar í þessari keppni. Stig Blomquist sagði eftir keppnina að hann hefði aldrei haft auðveldari bíl og hefði helzta vandamálið verið hversu hljóður bíllinn var, þeir hefðu jafnan þurft að þeyta hornið til að vekja á sér athygli svo þeir keyrðu ekki áhorfendur niður. Rover-gerðum. Þessum nýja Landrover mun ætlað að mæta sam- keppni frá Benz-verk- smiðjunum. Peugeot kynnir turbo-diesel vél af 604-gerðinni og ætla verk- smiðjurnar að halda þess- ari gerð fram á tímum orkukreppu, sem og reynd- ar flestir bílaframleiðend- ur leggja áherzlu á um þessar mundir. Flestir framleiðendur eru sagðir hafa gert „andlitslyftingu" á bílum sínum, en öllu fleira sé ekki á boðstólum af nýjungum nema hvað t.d. Toyota, Datsun séu með nýjar gerðir og nokkr- ar gerðir Opel-bíla hafi nýjar vélar. Þá er þess getið í frétt- um af sýningunni að svissneskur rafbíll, Sbarro, sé kynntur og eigi að hefja fjöldaframleiðslu hans innan tíðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.