Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 „ Vaxandi skilningur samíélags- ins stuðlar að betri árangri“ Hvernig er umhorfs innan veggja Kleppsspítalans og hvað fer þar fram? Ef til vill eru þeir ekki margir sem velta fyrir sér þeirri spurningu, því oftast hefur ríkt hálfgert tómlæti um hag og örlög þeirra er veikjast af alvarlegum geðsjúkdómum. Þó er hér um að ræða svo algenga sjúkdóma að flestar f jölskyldur þekkja til þeirra af eigin raun. Svör við þessum spurningum varða því hag og heill margra. Blaðamenn Mbl. brugðu sér því í heimsókn til Kleppsspítalans og gengu um byggingarnar ásamt Lárusi Helgasyni yfirlækni. Fyrsta deildin sem við heim- sttum á göngu okkar um gömlu sjúkrahússbyggingarnar er mót- tökudeild fyrir drykkjusjúklinga en hún er á jarðhæðinni. Deild X (tíu), eins og hún er kölluð, þjónar landinu öllu eins og reyndar allar aðrar deildir spítalans. Hljótt var inni er okkur bar að en að sögn lækna og hjúkrunarfræðings er deildin oftast fullskipuð og komast því færri að en beðið er um pláss fyrir. Á deildinni eru rúm fyrir 17 sjúklinga, þar af aðeins 4 í einbýli. Sjúklingarnir eru oftast í mjög slæmu andlegu og líkamlegu ástandi við komu, reyndar bera alls konar lækningatæki og annar útbúnaður í einum hluta deildar- innar þess glöggt vitni. Eftir fyrstu meðferð, sem í sumum tilviKum getur tekið allt að 7—8 daga, fer sjúklingurinn inn á annan hluta deildarinnar þar sem lagður er grundvöllur að fram- haldsmeðferð. Er þangað kom mætti okkur fyrst langur gangur, gluggalaus með þremur stórum, fremur klunnalegum borðum sem standa í röð eftir miðjum gangin- um. „Hér borðum við,“ sagði déildarhjúkrunarfræðingurinn. „Það er ekkert pláss fyrir borð- stofu hér.“ Herbergin fyrir sjúklingana eru fremur stór en þeir eru 4—6 saman í herbergi. Rýmið fyrir hvern sjúkling er því ekki mikið. Auk þessara herbergja og aðstöðu starfsfólksins er á deildinni setustofa þar sem sjúklingarnir voru er okkar bar að. Það vakti athygii okkar að flestir þeirra voru ungir og um helmingur þeirra voru konur. Jafnréttið hefur náð til furðu margra þátta samfélagsins. Yfirlæknirinn sagði okkur, að fyrir nokkrum árum Borðstofan og gangurinn á deiid X, afvötnunardeildinni. Myndir Kristján. hefði það heyrt til undantekninga að kvenfólk gisti áfengisdeildina. Við gengum inn í herbergi sjúklinganna. Við fyrstu sýn virt- ust þau lík sjúkrastofum í þröng- um „venjulegum" sjúkrahúsum en þó tókum við eftir því, að þeir sem komið höfðu og heimsótt sjúkling- ana höfðu a.m.k. ekki komið með blóm með sér, eins og reyndar er venja Islendinga þegar um sjúkra- heimsóknir er að ræða. Við spurð- um því Lárus hvort þessir sjúklingar nytu ekki sömu að- Séð inn í eitt herbergjanna á deild X. Eins og sjá má er rými fyrir hvern sjúkling ekki mikið. hlynningar og líkamlega veikt fólk. „Afstaða fólks til geðsjúkdóma hefur batnað mjög á síðustu árum en þó virðist sem vinir og vanda- menn geðsjúklinga umgangist þá ekki á sama hátt og líkamlega veikt fólk. Það er rétt að sjúklingarnir fá fremur sjaldan blóm á sjúkrabeðin," sagði Lárus. Yfirbókað á aðalmót- tökudeildinni Frá afvötnunardeildinni höldum við upp á deild XI, en hún er ein af fjórum aðalmóttökudeildum spítalans. Það hittum við Ingi- björgu Baldursdóttur, deildar- hjúkrunarfræðing. „Hér eru nú 13 sjúklingar, en við eigum von á tveimur í dag norðan úr landi," sagði Ingibjörg. Deild XI er hins vegar ekki gerð fyrir fleiri en 14 sjúklinga. Ingibjörg sagði að það væri ekkert nýtt að yfirbókað væri á deildinni. „Hér eru oftast 15—16 sjúklingar," sagði hún. Það er eins með þessa deild og áfengisdeildina að borðstofan og gangurinn eru eitt hið sama. Fátt var í setustofunni, nokkrir ráfuðu um á ganginum, borðstofunni, aðrir voru í meðhöndlun utan deildarinnar. „Sumir sjúklinganna hér líða af ofvirkni (maniu) og er því ljóst að þeir þurfa mikið pláss meðan þeir eru að komast yfir verstu einkenn- in,“ sagði Lárus. Aftur kom það okkur á óvart hversu sjúklingarnir voru ungir og enginn þeirra var það sem við köllum „gamall". Deildin er nýuppgerð að hluta. Stórum sjúkrastofum hafði verið Þvottahús deildanna eru svipuð. Hér sést inn í eitt þeirra. breytt í smærri herbergi, svo að nú eru þar aðeins 1, 2ja og 3ja manna herbergi. Jafnframt hefur aðstaða starfsfólks verið bætt. Til dæmis hefur deildarhjúkrunar- fræðingurinn sérskrifstofu. Yfir- læknirinn sagði að ekki hefði verið unnt að ljúka við uppbyggingu deildarinnar vegna fjárskorts. Nýir ungir langdval- arsjúklingar á hverju ári Á deildum II og IV dveljast eingöngu langdvalarsjúklingar og eru 13 vistmenn á hvorri deildinni. Við bjuggumst við að sjá aðeins eldra fólk þarna, reyndar voru flestir komnir yfir besta aldurinn. FfffWWWfWWfTWff !■ r t « i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.