Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 37 Englendingar sameinuðu í sigl- ingum sínum verslun og fiskveiðar við Island. Þeir uppgötvuðu auð- legð Islandsmiða, stunduðu þar fiskveiðar og sköpuðu sér aðstöðu í landi á Islandsströndum á nokkr- um stöðum með samþykki og góðu samkomulagi landsmanna. Aðal- lega varð þetta á Snæfellsnesi, á Suðurnesjum og í Vestmannaeyj- um. Auðsæld Islandsmiða varð því fyrsta skipti til mikillar auðlegðar í landinu sjálfu, og varð þar af leiðandi góður markaður fyrir enskar vörur í landinu. Islensk skreið varð til mikils arðs á Englandi og fiskverslun Englend- inga stórjókst á 15. öld. Stofnun Kalmarssambandsins varð til þess, að ísland losnaði ekki fyrir fullt og allt úr tengslum við Norðurlönd. Um 1420 hófu Ham- borgarar, Danzigmenn, Hollend- ingar og Lýbikumenn að sigla til Islands og gerðu það um það bil um tuttugu ár, en þessar siglingar þeirra urðu að verulegu leyti um England. En um miðja 15. öld sátu Englendingar einir um fiskimið og verslun við Islendinga. Mörg vandamál steðjuðu að í Englandi á 15. öld, og átti stjórnin þar við margt að glíma og hafði því ekki tækifæri til neinnar út- þenslustefnu. Sökum þess fengu Islendingar eða réttara íslenskir höfðingjar að mata krókinn eftir vild af skiptum við Englendinga allt fram yfir 450. A þessum tíma safnaðist meiri auður á hendur einstaklinga en nokkurn tíma hafði orðið í íslenskri sögu, bæði fyrr og síðar. Arið 1425 var íslenska umboðs- stjórnin hernumin til Englands, og eftir það var landið mjög laustengt 1 konungsstjórninni í Kaupmanna- höfn næsta aldarfjórðunginn, alþingi tilnefndi embættismenn, sem jafnvel neituðu að hylla kon- ung, samanber Teit í Bjarnarnesi. A þessum árum hrundi Björgvinjarvaldið á íslandi og skreiðarverslun þess færðist alger- lega til Norður-Noregs. Skreiðar- verð á Islandi hæjckaði um það bil um 70% miðað við verðlag á 14. öld, og innflutningur til landsins varð langtum meiri og fjölbreytt- ari en nokkru sinni áður. Arið 1447 lét Danakonungur hertaka nokkur skip ensk á Eyrar- sundi, og neyddi ensku stjórnina til samninga. Vopnahlé var samið í tvö ár, en meðan það stóð máttu enskir kaupmenn ekki sigla til Islands, Hálogalands né Finn- merkur nema með sérstöku leyfi konungs eða umboðsmanna hans. Með þessu urðu alger tímamót í verslunarsögu Islands. 10 Eftir átökin á Eyrarsundi um miðbik 15. aldar hóf Danakonung- ur að styrkja umboðsstjórn sína og skattheimtu á Islandi. Hansa- kaupmenn skákuðu Englendingum við strendur íslands, en norsk skreið fullnægði að mestu þörfum þeirra. Eftir 1449 gátu enskir ' sæfarar keypt sér leyfi til íslands- siglinga, en fáir hirtu um það. Islandssiglingar urðu því deiluefni milli ríkja enn um skeið, og var sest að samningaborði árið 1465. Samningar tókust þá á milli Dana og Englendinga og máttu þeir síðarnefndu sigla til Islands og á íslandsmið með keyptu leyfi hjá Danakonungi. En þeir máttu ekki sigla til Hálogalands né Finnmerkur, nema í hafvillum. Þetta ákvæði er ábyggilega komið í samningana vegna kröfu frá Hansakaupmönnum, en hún fól í sér mikilsvert atriði fyrir ísland, því með því var viðurkennd sér- staða þess innan norskdanska ríkisins, og var laust undan ainokunaraðstöðu Björgvinar- kaupmanna. En svo fóru leikar, að Englands- konungur staðfesti ekki samning- inn 1465, og greip þá Kristján konungur 1. til þess ráðs að afnema öll siglingarleyfi, er hann hafði veitt enskum skipum. En Engl^ijdingar s.igldu samt sepj,_ áður til íslands og drápu hér hirðstjórann, Björn Þorleifsson ríka, í Rifi árið 1467 og unnu hér hervirki, og þar með hófst þriðja þorskastríðið. Kristján konungur 1. lét taka sjö bresk skip á Eyrar- sundi árið 1468 og lokaði suridinu fyrir enskum skipum. Hansakaup- menn drógust inn í átökin og urðu Hamborgarar brátt afhafnasamir við Islandssiglingar. Afleiðingarnar af þessu stríði urðu þær, að Islendingar fengu aðgang að rýmri markaði en áður. Hansakaupmenn fóru í auknum mæli að sækja til íslands, og Englendingar urðu að lúta því ákvæði að kaupa leyfi af Danakon- ungi til siglinga og verslunar við Island. Jafnhliða þessu misstu Englendingar eignir sínar á Norðurlöndum og urðu ekki lengur einráðir yfir íslenska skreiðar- markaðinum. Að loknu þriðja þorskastríðinu urðu Englendingar ekki lengur einráðir á Norður-Atlantshafinu. Hansakaupmenn sóttu þangað líka til fiskveiða og verslunar. En næsti leikur til yfirráða á hafinu varð af hendi Englendinga. I febrúar 1484 lét Ríkharður III. Englandskonungur vígbúa skip til varnar enska Islandsflotanum, er sendur var á vorvertíð á Islands- mið. Með því hófst fjórða þorska- stríðið. En danska stjórnin sendi hingað til lands Diðrik Píning, sigursælan sjóliðsforingja, er háð hafði marga hildi við Englendinga á Norðursjó, og auk þess stjórnað landkönn- unarleiðangri um Norður-Atlants- haf. Hann vann að því, að Hansa- kaupmenn fengu nokkrar bestu hafnir landsins og Englendingar urðu að láta í minni pokann. Átök urðu nokkur við Island. Vorið 1486 gerðu Bristolmenn skyndiárás á Hafnarfjörð. Þar hertóku þeir Hamborgarfar og 11 kaupmenn, sém þeir seldu í Galway á Irlandi fyrir síld. En samningar um íslandssiglingar tókust árið 1490 og eru merkilegir fyrir það, að þá er Englendingum í fyrsta sinn svo vitað sé heimilað lögformlega að fiska við ísland, en með ákveðnum skilyrðum. En íslendingum geðjaðist miður vel að fiskveiðiheimildinni og felldu hana niður, þegar þeir staðfestu samning konungs á alþingi um sumarið með svonefnd- um Píningsdómi, því þar er hvergi minnst á, að Englendingum sé frjálst að fiska við Ísland. Jafn- framt er mótmælt vetursetu út- lendinga og að þeir taki í sína þjónustu íslenska menn, og geri hvorki skip né menn til sjós. Hér var skýr og ákveðin stefna mörk- uð, sem var enn ákveðnari í dugg- aradómi frá árinu 1500, en þar segir: „duggarar þeir sem með lóðir fara og engan kaupskap annan, sé ófriðhelgir og rétt teknir af hverjum manni hvar sem þeir verða teknir". Dr. Björn Þorsteinsson kveður 15. öldina með þessum orðum: „Síðasti fjórðungur aldarinnar einkenndist af auknu ríkisvaldi, hirðstjórum á herskipum og náttúruhamförum, eldgosum og plágum, og fyrsti fjórðungur 16. aldar af manneklu og þar með harðnandi keppni um vinnuafl og andstöðu gegn umsvifum útlend- inga við landið af því þeir stund- uðu fiskveiðar og keyptu vinnuafl. Á 15. öld (1431, 1480, 1490) kvarta bændur undan vetursetu útlendinga, sem sitji útvegsjarðir og dragi til sín verkalýð frá bændum. Árið 1490 áréttuðu ís- lendingar ákvæði Jónsbókar um búðsetumenn sem áttu hvorki kýr né kindur og minna fé en þrjú hundruð, og voru þessi ákvæði áréttuð í Vestmannaeyjum 1528. Bann við útlendri útgerð var ítrek- að bæði í Píningsdómi, alþingis- samningi 1527 og alþingisdómi 1531, en í kjölfar þessara sam- þykkta var háð fimmta þorska- stríðið og enskum bækistöðvum eytt á íslenska meginlandinu. Eft- ir það minnkaði enski íslandsflot- jijn um helming." Frá Chicago tilBlönduóss - Halldóruhátíð á sunnudag EFNT verður til skemmtunar og sýningar á Blönudósi. Tón- leikar verða klukkan tvö þar sem syngja Kór Öldutúnskóla og Barnakór Akraness og kl. 3 verður opnuð sýning á íslenzkum heimilisiðnaði, þar sem m.a. kemur tízkusýning sú á íslenzkum módelkjólum, sem nýlega var send til Chicago á vegum Heimilisiðnaðarfélags- ins og vakti þar mikla athygli. Sýningin er haldin í tilefni af 105 ára afmæli Halldóru Bjarnadóttur og er á vegum Sambands austur-húnvetnskra kvenna og Heimilisiðnaðar- félags Islands með þátttöku Pólarprjóns og Vistu. En Búnaðarféleg ísiands styrkir sýninguna. Halldóra var sem kunnugt er fysti heimilisiðnað- arráðunauturinn á Islandi, ferð- aðist um landið, hélt sýningar og var óþreytandi að veita ráðgjöf og hvatningu. Sýningin verður í danssalnum í Félagsheimilinu. Gerður Hjörleifsdóttir, framkvæmda- stjóri Isl. heimilisiðnaðar kemur með litla heimilisiðnaðar- sýningu. Einnig módelkjóla þá, sem Aðalheiður Jónsdóttir hef- ur gert og sýndir hafa verið í Reykjavík og í Chicago. En Aðalheiður er fyrrverandi nemandi í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sýningarstúlkur koma úr Reykjavík og sýna kjólana. íslenzka tískusýningin vakti mikla ánægju í Chicago og Prjónaður hrúðarkjóll úr íslenzkri ull eftir Aðalheiði Jónsdóttur. Einn af kjólunum, sem sýndir voru í Chicago og nú fara til Blönduóss. hótelstjóri Hilton hótelsins, þar sem hún var, lét hafa það eftir sér, að margar tískusýningar hefði hann séð í Grand Ballroom í hótelinu, 'en þessi væri sú besta. Sú sýning verður nú á Blönduósi til heiðurs Halldóru Bjarnadóttur. Heimilisiðnaðar- safn og Halldórustofa verða opin kl. 5—9. Kaffiveitingar verða á sýningunni. Fyrr um daginn eða kl. 2 hefjast tónleikarnir í bíósal. Þar syngur Barnakór Akraness undir stjórn Jóns Karls Einars- sonar og Kór Öldutúnsskóla undir stjórn Egils Friðleifsson- ar. Eru tónleikarnir ókeypis fyrir félaga Tónlistarfélags Húnavatnssýslu. Prjónaður íslenzkur samkvæmiskjóll eftir Aðalheiði Jónsdóttur Sambandið auglýsir: Politex Plastmálning Rex olfumálninQ Uritan gólflakk E-21 gólfhúö Gólftex Flögutex Met hálfmatt lakk Met Vélalakk Texolin viöarolíur Rex 9 trélfm Rex 33 trélfm Rex 44 dúkalfm Rex 55 vatnshelt dúkalfm Rex 66 flfsalím Penslar allar stæröir Málningarrúllur Málningarbakkar Munið oskalitina SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUDdRLANDSBRAUT 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.