Morgunblaðið - 16.03.1979, Page 6

Morgunblaðið - 16.03.1979, Page 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 Anna Bjarnadóttir skrifar frá Svíþjóð: ísbrjóturmn Frej held- ur Botnsvikinm opinni Það er ekki á hverjum degi sem skip eru stöðvuð úti á miðju hafi tii að gefa farþegum kost á að ganga á „vatninu“ og skipverji sem kemur land- göngubrúnni fyrir segir: „Fy fan, vi ár í mitten av vatten!“ En ísbrjótar þeir sem halda siglingaleiðum f Botnshafinu opnum köldustu mánuði ársins eru heldur engin venjuleg skip. Fyrir nokkru fengu erlendir fréttaritarar í Svíþjóð tækifæri til að vera um borð f sænska isbrjótnum Frej í einn sólar- hring og kynnast starfsemi hans. „Vinnum þjóðinni gagn“ Svíar byggja velferð sína að miklu leyti á útflutningi málma og skógarafurða frá Norður-Sví- þjóð. Flutningar á sjó eru eini flutningsmáMnn sem borgar sig þegar um langar vegalengdir er að ræða og því þýðir ekki að leggja upp árar þó að úti frjósi. „Við vinnum saman, Svíar og Finnar, og höldum Botnshafinu opnu svo að útflutningur land- anna stöðvist ekki,“ sagði Yngv- ar Nilsson, skipstjóri á Frej, sem hefur verið um borð síðan 6. desember s.l. „Það er skemmti- legt að aðstoða önr.ur skip við að komast leiðar sinnar en það gefur starfinu aukið gildi að við á ísbrjótunum vinnum þjóðinni gagn því að velferðin í Svíþjóð krefst stöðugs útflutnings." Samgönguráðuneytið sér um rekstur sænsku ísbrjótanna sem eru 7 talsins en mannskapurinn um borð er úr sænska sjóhern- um. Rekstrarkostnaður ísbrjót- anna er í meðalári um 100 milljónir s.kr. en á köldum vetri eins og í ár má búast við 50% kostnaðaraukningu. Flesta vet- ur sigla þrír stærstu ísbrjótarn- ir, Frej, Atle og Ymer, allir um Botnsvíkina en í ár hefur frostið verið svo mikið að Botnshafið lagði allt svo að ísbrjóta var þörf suður með allri strönd Svíþjóðar. Þegar verst lét voru 50 flutningaskip föst í ísnum við suðurströndina og biðu leiðsögu og aðstoðar við ferðina norður- eftir. Yfir 20 metra Þykkur ís Meðalþykkt íssins í Botnsvík- inni er 60—70 cm en hún getur farið upp fyrir 20 metra þar sem ísbreiður mætast eða vindar hafa hlaðið klakanum upp. Til Farþegar ganga út á ísinn. bryggu í 4 heila sólarhringa síðan hann lagði út 6. desember. Skipstjórinn, Yngvar Nilsson, hefur verið um borð síðan en aðrir í skipshöfninni sem telur 54 fá landvistarleyfi fjórðu hverja viku. Nilsson sagðist verða um borð þangað til isinn hverfur um miðjan maí. Hann fær konuna og krakkana í stutt- ar heimsóknir af og til og segir að hjónabandið gangi alveg prýðilega. Á sumrin er hann í vélarrúmi ísbrjótsins að brjóta sér leið gegnum ísinn er Frej útbúinn 4 skrúfum, tveimur að aftan og tveimur að framan.Skrúfurnar að framan koma hreyfingu á vatnið sem losar um ísinn og smyr hliðar skipsins og auðvelda þannig ferð þess. Einnig geta þær tætt ísinn í sundur þegar hann gerist sem þykkastur. Helzta vopn Frejs eru þó 600 tonn af vatni sem er komið fyrir í 6 tönkum, þremur í hvorri hlið, neðarlega í skipinu. Stjórnandi skipsins getur ráðið hvort 200, 400 eða 600 tonn af vatni flæða frá annarri hlið skipsins til hinnar og getur þannig hallað skipinu allt upp í 14° til hvorrar hliðar.Frej kjagar því gegnum ísinn og ruggar mjög reglubund- ið en það tekur vatnið 40 sekúndur að streyma úr annarri hliðinni í hina. Auðvelt er að venjast rugginu en erfiðara er að sætta sig við hristinginn sem hlýzt af sífelldum árekstrum við ísinn og skarkalanum sem þeim fylgir. En það væsir ekki um neinn um borð. Kokkarnir eru að sjálfsögðu vinsælastir enda hafa þeir líklega betra hráefni og nýtízkulegri tæki en margur Svíinn í heimahúsum. Tilheyr- andi stéttaskipting ríkir með aðskildum matsölum fyrir yfir- menn og undirmenn. Þó sögðu sjóliðarnir að aginn og stétta- skiptingin á Frej væri ekki meiri en hjá óbreyttum skips- höfnum „enda er maður talinn heppinn ef maður kemst á ís- brjót þegar herskyldan kallar" sagði sá sem ýtir á hnappinn sem setur vélar Frejs í gang. Yfir 3000 skipum veitt aðstoö á köldustu vetrum Frej hefur aðeins legið við Yngvar Nilsson skipstjóri heima hjá þeim í Norrköping „og þá stundum við siglingar á fjölskyldubátnum okkur til skemmtunar." Yngvar Nilsson fær þó tæki- færi til að stíga á þurrt land þegar olíu og vistir þrýtur. Frej eyðir um 100 tonnum af olíu á sólarhring en getur tekið alls 2 200 tonn. Reynt er að samræma olíu- og vistatöku ferðum flutn- ingaskipa og aldrei er dvalið lengur í höfn en brýn þörf er á því nóg er að gera. Búast má við að veturinn í ár verði svipaður vetrinum 1969—70. Þá velttu ísbrjótarnir alls 3 626 skipum aðstoð í Botnshafinu. ísbrjótarnir mynda keðju fyr- ir strönd Svíþjóðar þannig að sex þeirra vinna saman og taka við skipum hvor af öðrum en halda sjálfir til á takmörkuðu svæði. Sjöundi ísbrjóturinn, Ale, sem er minnstur hefur nóg að gera við aðstoð skipa á vatninu Vánern. Á venjulegum sólar- hring fylgdi Frej fyrst málm- flutningaskipinu Delphic Wasa úr Luleáhöfn út á miðja Botns- víkina og skildi þar við það. Þar mátti það dúsa, fullkomlega bjargarlaust í endalausri ís- breiðunni, þangað til finnskan ísbrjót bæri að til að brjóta því leið til Oulu í Finnlandi. Frej þurfti að halda til Skellefteá þar sem tvö skip biðu fyrir utan, annað á leið til Helsingjaborgar en hitt til Suður-Evrópu. Þessi skip fengu fylgd Frejs til Umeá en þar átti ísbrjóturinn Ymer að taka við þeim en í staðinn átti Frej von á þremur skipum á leið norður eftir. Með hækkandi sól hægist um Samvinna ísbrjótanna krefst mikillar skipulagningar og Nils- son skipstjóri sagði að pappírs- flóðið um borð væri ekki minna en gerist og gengur í skrifstofu- bákni í landi. Fylgzt er með ferðum skipa um Botnshafið í öllum ísbrjótunum og reynt er að haga ferðum þeirra þannig að bið skipanna verði sem skemmst. Þegar biðin verður of löng er hætta á að skipin festist í ísnum. Isbrjótarnir sigla þá í kringum þau til að losa um ísinn en ef það dugir ekki til er gripið til kaðals og kippt í þau. I roki fýkur og frýs svo fljótt í kjölfar ísbrjótanna að skipin verða að koma fast á hæla þeim. Mikil hætta er á árekstrum við þessar aðstæður því þykkt íssins hefur mikil áhrif á hraða ísbrjótanna. Það er því mikilvægt að vita nákvæmlega hvernig ísinn ligg- ur. Fjórum sinnum á dag flýgur þyrla Frejs út yfir ísinn og kort eru dregin upp. í ratsjá er einnig fylgzt með þykktarbreyt- ingum en vélstjórinn sagðist þó treysta augum skipstjórans bezt því að hann gæti séð á litnum á ísnum hversu þykkur hann væri. Þyrlan er einnig notuð til að ferja hluta skipverja í og úr landi svo að þeir fái sín vikufrí á réttum tíma. Um borð hafa þeir ávallt meira en nóg að gera. Ef ekki við störf þá við borðtennis, ljósmyndaframköllun eða af- slöppun í fyrsta flokks gufubaði. Þeir sögðu að í byrjun marz þegar ísinn væri sem þykkastur og mestur virtust verkefni fyrir ísbrjótinn vera endalaus. Þá væri huggun í að minnast þess að með hækkandi sól bráðnar ísinn þangað til að hann hverfur alveg um miðjan maí en þá verður verki Frejs lokið á þess- um vetri. ab. f ísbrjóturinn Frej Lengd: 104,6 m I Breidd: 23,8 m I Dýpt: 7,3 m I Vélbúnaður: Dísel-rafmagnsvél 1 Díselafl: 25000 hestöfl 1 Öxulafl: 16,2 mw I Aflmissir: 7000 tonn 1 Hraði í opnum sjó: 18 hnútar 1 Hraði í meðal fs: 10 hnútar ] Skrúfufjöldi: 4 1 Smíðaður í Wártsilá skipasmíðastöðinni í Heisingfors, 1 Finnlandi. Afhentur sænsku siglingamálastjórninni árið 1 1975. _ J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.