Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 MORtfdlv- KAVFINÚ Ilann er sauðmeinlaus, nema honum sé neitað um íyrir einum Portugaia!... bá ...? Afsakið. fröken. Er þetta ekki yðar hanski? Við verðum að gera þetta verk- færalausir. Ég kemst ekki í verkfæratöskuna! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I sveitakeppni voru bæði austur og vestur nokkuð vissir um að hafa náð góðu spili þegar þeir dobluðu andstæðinga sína á lágu sagnstigi. Vestur gaf, norður suður á hættu. Norður S. 84 H. 75 T. 732 L. ÁK8432 Austur S. Á5 H. K1083 T. KD L. D10765 Vestur S. KD72 H. DG943 T. Á94 L. G Suður S. G10963 H. Á6 T. G10865 L. 9 Nei, ég vil ekki hringtrúlofa mig, ég fæ slæma samvisku ef ég kyssi einhvern annan. Orkuskipti og stórvirkjun ORKUKREPPA er nú skollin á hér í annað sinn með stuttu millibili. Þegar fyrri kreppan var hér, var það samþykkt af öllum að orkuöflun, bæði vatnsafls og jarð- 1 gufu til rafmagnsframleiðslu og hitaveitna til húshitunar, skyldi hafa algeran forgang á fjárlögum. Afturhaldsöfl austan- og norðan- lands komu beinlínis í veg fyrir að virkja mætti nokkurn hluta þeirr- ar miklu vatnsorku sem þessir landshlutar ráða yfir. Eingöngu þess vegna var samþykkt af öllum flokkum á Alþingi að ráðast i Kröfluvirkjun. Undir þessum að- stæðum voru þetta hárrétt við- brögð. Trúlega hefðu þeir menn sem unnu að þessari virkjun að 1 ágætum ekki verið hundeltir sem hálfgerðir glæpamenn ef engar náttúruhamfarir hefðu átt sér stað og virkjunin skilaði nú þeirri orku sem áætlað var og eflaust hefði það komið sér vel í olíu- kreppunni nú. Einnig var hraðað byggingu Sigölduvirkjunar og miklar hita- veituframkvæmdir upphófust sem nú spara þjóðinni miklar fjár- hæðir. • Öfuguggar í orkumálum Núverandi stjórn orkumála tekur þveröfuga stefnu. Hún hefur reynt að stöðva og seinka orku- öflunarframkvæmdum eins og hún hefur frekast getað vitandi vits um hina miklu hættu sem okkur stafar af striðsástandi olíuþjóð- anna. Það er talað um að spara orku. Auðvitað getum við það og verðum eflaust neydd til þess fljótlega. Bensín mætti spara mikið með því að nota strætis- vagna meira eða bara taka heilsu- bótargöngu til og frá vinnustað á skemmri leiðum. • Orkuskipti En þótt við getum eitthvað sparað orku þá er það engin frambúðarlausn. Það er höfuðnauðsyn að nú þegar verði Vestur valdi að opna á einum spaða og norður skellti sér beint í girv ljónsins þegar hann sagði tvö lauf. Dobl frá austri og suður tók út í tvo tígla, sem vestur doblaði og allir pass. Laufgosinn var eðlilegt útspil, tekið í borði og í hinn laufslaginn lét suður hjarta en vestur tromp- aði, skipti í spaðakóng og spilaði spaða á ásinn. Austur spilaði þá laufi og suður reyndi að trompa með áttu en vestur átti níuna, trompaði betur og lét félaga sinn trompa spaða með drottningunni. Og með því að spila laufi og spaða á víxl fengu varnarspilararnir fimm slagi á tromp og tvo á spaða, sem jafngilti 500 fyrir spilið. En við samanburðinn eftir leik- inn kom í ljós, að sveitarfélagarnir í norður og suður á hinu borðinu höfðu tapað 800 í sama samningi. Hvernig gat vörnin fengið 8 slagi? Þar hafði vestur spilað út hjartadrottningu, sem suður tók og spilaði laufunum. Lét hjarta af hendinni eins og gert var á hinu borðinu en í þetta sinn trompaði vestur ekki, lét heldur spaða. Sagnhafi spilaði þá spaða frá borðinu, sem austur tók með ás og tók á bæði tígulhjónin. Síðan spilaði hann hjarta, sem suður trompaði og spilaði spaða. Vestur fékk á drottninguna, tók á tígulás, spilaði enn hjarta og þá fór síðasta tromp suðurs. Og þá átti vestur afganginn eftir vel heppnaða vörn. „Fjólur — mín ljúfa“ Framhaldssaga eftír Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir Þýddi 85 leiða Bernild á villigötur eina ferðina enn. Tilhugsunin um Martin veitti henni skyndilega kraft sem hún hafði ekki vitað að hún byggi yfir. Þegar hann teygði hendurnar fram til hennar neytti hún þeirra og sparkaði kröftuglega til hans. Hann rak upp sársaukavein og sleppti henni. Þá stökk hún á hann og beitti öllum þeim brögðum sem hún hafði lært í bernsku sinni. Hún reif í hár hans, svo að hún stóð með blæðandi hártoppa í höndunum, beit og sló. Hún vissi hún var að berjast fyrir lífi sínu, en þó vissi hún að fyrst og íremst var hún að berjast fyrir Martin. Hv<irt það var Gitta, Martin eða Berniid sem barg henni var erfitt að skera úr um. Þau komu öll inn í sömu andránni og þau komu á þeirri stundu að Ijóst var að hún var að bíða ósigur. Susanne var að gefast upp og Jasper hafði aftur náð taki á hálsinum á henni. En skyndilega var allt um garð gengið. Jasper var fjar- lægður með ópum og sjúkleg- um óhljóðum. Martin hafði slegið hann í höfuðið og Gitta hafði sparkað í magann á hon- um. Bióðið rann niður andlit hans úr rifum sem Susanne hafði veitt honum og hann hágrét og veinaði yfir því að aðdáendur hans myndu verða vonsviknir. Hryglukenndar stunurnar vöktu viðstöddum óhug f meira lagi. Susanne var borin yfir á sófann og Martin sat við hlið hennar og strauk hönd hennar og sagði henni hvað hann elsk- aði hana innilega. Rödd hans var rám og torkennileg og Susanne rétti fram höndina og strauk honum um kinnina hug- hreystandi þótt hún vissi ekki almennilega af hverju hún þyrfti að stappa stálinu f hann. — Ég barðist nú vel, sagði hún með nokkru stolti f rödd- inni. — Hvort þú gerðir. Martin kyngdi rösklega og tók þakk- samlega við viskiglasinu sem Gitta rétti honum. — Þetta glas var nú ætlað Susanne, sagði Gitta og brosti afsakandi og Susanne brosti á móti og fannst allt i cinu að fjölskylda Martins væri sú ynd- islegasta í öllum heiminum. — Og má ég þá fá að vita um hvað málið snýst, sagði Gitta og settist á gólfið fyrir framan sófann. — Málið er að þú ert svo ómúsfkölsk að þú þekkir ekki nótur, sagði Martin og ýfði striðnislega á henni hárið. Susanne leit brosandi á þau. — Nei, láttu ekki svona, segðu mér hvað málið snýst um. sagði Gitta biðjandi. — Það er í raun og veru nokkuð til í þessu, svaraði Susanne. — Þeir sem kunna að lesa nótur og hafa örlftið vit á tónlist hefðu fyrir löngu séð að nóturnar á fórnarkrukkunni voru stefið við „fjólur — mín ljúfa“. — Já, en hvaða máli skiptir það? Gitta horfði spyrjandi á þau til skiptis. — Einar gerði þetta fyrir þremur árum. Jasper kom fram á sjónarsviðið með fjól- urnar fyrir tveimur árum ... byrjaði Martin. — Svo að þetta hefur þá verið lag Einars... en hvers vegna lét hann það gott heita. — Vegna þess hann var spenntur að vita hvernig laginu yrði ágengt í Alþjóða- keppninni og það hefði ekki verið tekið þangað ef hneykslið .) ia.L 1 * ^ U OVÖV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.