Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 43 Þó blasti við sú óhugnanlega staðreynd að á deildunum var einnig ungt fólk um þrítugsaldur. „Okkur hefur því miður ekki tekist að koma alveg í veg fyrir að sjúklingarnir verði varanlega veikir," sagði Lárus. „Sjúklingar þessir eru að mörgu leyti ólíkir langdvalarsjúklingum frá fyrri tímum. E.t.v. er það enn sárara fyrir þessa sjúklinga að verða vistmenn þar sem þeir skynja betur ástand sitt. Þeir eru í stöðugri meðhöndlun hjá ýmsum starfshópum og við gerum okkur vonir um að þeir muni síðar ná betri heilsu. Okkur reiknast til að um 1—2 ungir sjúklingar verði langdvalarsjúklingar á hverju ári.“ Við tókum eftir því á deildunum að þótt flestir sjúklinganna virtust vera ósjálfbjarga ilmaði allt af hreinindum og allt sýndist nýþvegið og hreint. „Við sem vinnum hér verðum að sjá um að halda öllu hreinu, en það getur stundum verið erfitt," sagði Ragnheiður Ingólfsdóttir deildar- hjúkrunarfræðingur. „Flest fólkið hér er í fötum sem það á sjálft og við verðum að þvo þau hér inni á deildinni." Ekki sást neinn sér- stakur útbúnaður til þess að sinna þessu fólki og aðstaða virtist vera mjög ófullkomin. Það er ljóst að starfsfólkið þarf að leggja hart að sér til þess að sinna störfum sínum. Móttökudeild undir risi Á efstu hæð gamla Klepps- spítalans er móttökudeild. Stað- setning þessarar deildar er nokkuð óvanaleg. Hún er öll undir risi og lágt er undir loft. Herbergin eru fyrir 2—3 sjúklinga og setustofan er stór og skemmtilega innréttuð, einnig er þetta eina deildin sem hefur sérborðstofu fyrir sjúkling- ana. Þegar við bönkuðum upp á til að fá að skoða eitt herbergið var þar fyrir sálfræðingur með sjúkling í viðtali. Nánast engin séraðstaða er fyrir meðhöndlun á deildunum og þarf starfsfólk að vísa herbergisfélögum viðkomandi út meðan viðtal fer fram. Þegar við gengum út af deildinni urðum við þess vör að einhverja langaði út með okkur, þó ekki gerði neinn tilraun til þess. En hurðinni var læst að baki okkar. Á leiðinni niður litum við inn á aðra deild. Það var allt annað andrúmsloft, frjálslegri og frískari andi, enda fólkið þar ekki eins veikt og engri hurð var læst að baki okkar. Breytt viðhorf Að lokinni göngu um spítalann fórum við yfir í skrifstofubygging- una. Þar eru rannsóknarstofur spítalans, göngudeild, ritaramið- stöð, kennslustofa og meðferðar- herbergi, auk starfsaðstöðu fyrir ýmsa starfsmenn spítalans. „Viðbrögðin gagnvart geð- sjúklingum eru nú ólík því, sem þau voru áður fyrr,“ sagði Lárus Helgason yfirlæknir, er við spurðum hann um stöðu geð- sjúklinga hér á landi. Staða þeirra geðsjúklinga er liðu af þyngstu sjúkdómunum var mjög ömurleg og er líklegt, að ævi þeirra hafi verið stutt. Aimennt var litið svo á, að þeir væru haldnir illum öndum sem ætti að hrekja út ýmist með góðu eða illu. Þegar líða tekur á 19. öld vex þeirri skoðun fylgi, að ein- staklingar þessir séu sjúkir og eigi að meðhöndlast samkvæmt því. Geðsjúkdómar voru þá almennt kallaðir móðursýki, og segir J. Jónassen í bók sinni „Lækninga- bók handa alþýðu á íslandi", útgefin 1884, að móðursýki sé þungbær sjúkdómur í taugakerf- inu. Bók þessi dreifðist út um landið og er mjög líklegt, að hún hafi átt sinn þátt í því, að viðhorf- in breyttust. Þess má geta, að í bókinni eru talin helstu ráð við þeim sjúkdómi að þvo líkamann Deild XI býður upp á besta aðstöðu fyrir starfsfólkið. Til hægri sést inn í skrifstofu dcildarhjúkrunarkon-' unnar en hún er sú eina sem slíka aðstöðu hefur á Kleppsspítaianum. Eitt hcrbergjanna á móttökudeild inni á efstu hæð Kieppsspítalans. Herbergin þar eru tveggja til þriggja manna. Eitt herbergja á kvennadeild langlegusjúklinganna. 4 rúm eru þar saman f herbergi. daglega í köldum sjó, að hreyfa sig mikið og að skipta um verustað með vissu millibili. Upphaí geðlækn- inga á íslandi Ég tel að upphaf geðlækninga hérlendis hafi í raun hafist árið 1907 þegar fyrsta sjúkrabyggingin var reist hér við Kleppspítalann. Þá þegar voru lagðir inn helmingi fleiri sjúklingar en ráð var gert fyrir. Flestir þeirra voru illa haldnir, eða nánast ósjálfbjarga. Nokkrir gátu þó stundað ein- faldari störf. Lítið var um út- skriftir. Viðhorf almennings á þessum árum gagnvart spítalan- um og sjúklingum var oft blandið ótta og háði. Orð eins og „Klepps- vinna" og „Klepptækur" festust í hugum fólks. Fljótlega safnaðist að spítalanum góður kjarni starfs- fólks, sem hagnýtti sér eftir föng- um reynslu annarra þjóða, með þeim afleiðingum, að útskriftum fjölgaði nokkuð og ástand sjúklinga fór batnandi. Næsti stórviðburður gerðist í kringum 1960 er nýju geðlyfin komu á markaðinn. Með þeim var unnt að draga úr eða eyða slæmum einkennum, s.s. ranghugmyndum, ofskynjunum, þunglyndi og of- virkni. Þetta leiddi til þess, að sjúklingarnir urðu frískari, og traustari grundvöllur skapaðist fyrir mun víðtækari samskipti en áður. í kjölfar þessa bötnuðu eldri meðferðir og nýjar urðu til. Marg- ir langdvalarsjúklingar út- skrifuðust, sumir þeirra fóru heim til sín, aðrir á stofnanir utan spítalans, t.d. eru nú um 60 vist- menn í Hveragerði. Þetta leiddi til þess, að nýir sjúklingar komust fyrr að og fengu því fyrr bata en ella. Auk þess var unnt að sinna sjúklingum með fleiri tegundir sjúkdóma af geðrænum orsökum en áður fyrr. Hér á við t.d. fólk með ýmiss konar einkenni tauga- veiklunar meðhöndlun á sjúkra- húsi getur flýtt fyrir breytingum til batnaðar. Verulegur hluti þess- ara nýju sjúklinga fær meira eða minna fullan bata. Nú útskrifast um 1200—1300 sjúklingar frá spítalanum árlega. Ennþá skortir okkur samt mikið sjúkrarými til þess að geta sinnt stórum sjúklingahópum innan geðlæknis- fræðinnar, má þar t.d. nefna aldrað fólk með einkenni geðveiki, fólk með líkamleg einkenni af geðrænum orsökum og viss hópur unglinga." „Aðbúnaðurinn hefur ekki fylgt tímanum“ Hvernig er aðbúnaður ykkar hér á Kleppi? „Síðasta sjúkradeildin var byggð árið 1948, eða löngu áður eri geðlyfin breyttu rekstrinum. Nokkrar endurbætur voru gerðar á sumum deildum spítalans fyrir 10—15 árúm síðan. Aðbúnaðurinn hefur því ekki fylgt tímanum og er nú svo komið, að hann dregur mjög úr möguleikum þess, að unnt sé að fá góðan árangur. Erlendir kollegar okkar sem heimsækja okkur verða oft hvumsa er þeir sjá spítalann og spyrjast fyrir um, hvort ekki séu gerðar lágmarks- kröfur til aðbúnaðarins. Aðstaða fyrir iðjuþjálfun og vinnulækningar hefur þó lagast mikið. Með vinnuaðstöðu sem líkist aðbúnaði þeim er almennt gerist á vinnustöðum er unnt að fylgjast með starfsgetu og bæta úr þeim erfiðleikum sem kunna að koma fram við slík skilyrði." Hver er árangur ykkar? „Reynslan hefur sýnt, því miður, að þrátt fyrir allar þær aðgerðir sem við kunnum nú skil á, ráðum við ekki við alla sjúkdómana. Um 1200 nýir einstaklingar leita til geðlækna ár hvert hérlendis. Um 700 þeirra leggjast ekki inn á geðsjúkrahús eða geðdeildir og fá langflestir þeirra fljótlegan góðan bata. Um 300 leggjast strax inn á geðsjúkrahús eða geðdeildir, og um 200 síðar. Af þeim 500 sjúklingum sem þurfa inn- lagningar með eru batahorfur góðar hjá um 300, en hinir 200 þurfa langtímameðhöndlunar með til þess að fá verulegan bata. Vandkvæði þeirra eru margvísleg. Geðlyfin verka á sum einkenni, en önnur minna, t.d. verka þau oft lítið á þrekleysi, viljaskort og vissa þætti tilfinningalífs, einkum þá er varða samskipti við aðra. Önnur form á meðhöndlun en lyf bæta úr þessu í sumum tilvikum, en alltof sjaldan. Sjúklingarnir bera al- mennt ekki einkennin utan á sér, þvert á móti er hér oft um að ræða ungt og hraustlegt fólk. Alltof oft ber á því, að þeir séu ásakaðir um ræfilshátt eða leti. Mér finnst þessi nútímaásökun koma i stað gömlu viðhorfanna, er þeir voru taldir haldnir illum öndum og nú sem áður á að hrekja þetta úr þeim ýmist með góðu eða illu. Slíkar ásakanir bætast oft við þær ásakanir sem þeir gera á sjálfa sig og eykur á örvæntingu þeirra. I öðrum tilvikum bregðast þeir reiðir við gagnvart samfélagi sínu og ýmist flýja það í einangrun, eða lenda í árekstrum." „Ennþá óttast íólk sjúkrahúsið“ Leitar það fólk til ykkar sem þyrfti? „Nei. Rannsóknir hérlendis sýna, að um helmingur þeirra, er líða af þungum geðsjúkdómum, leitar til okkar. Ein af ástæðunum er vafalaust sú, að ennþá óttast fólk sjúkrahúsið eða viðbrögð al- mennings eftir vistun þar. Það er sárt til þess að hugsa, að enn árið 1979 skuli slík hindurvitni ráða hugum margra, einkum ef hugsað er til þess skaða sem slík afstaða hefur í för með sér. Þvi miður er alltof oft ekki unnt að veita sam- svarandi þjónustu utan sjúkra- hússins. Við vitum um allmarga einstaklinga, sem líða af einkenn- um er við teljum að við munum geta bætt úr. Hins vegar hef ég rekist á nokkra mjög veika ein- staklinga, sem njóta þess aðbúnað- ar sem þeir búa við og virðast hamingjusamir, án þess að hafa leitað aðstoðar lækna vegna ein- kenna sinna." „Lélegur aðbúnaður má ekki verða smánarblettur“ Hvað er framundan? „Lélegur aðbúnaður bitnar bæði á sjúklingum og starfsfólki og dregur úr árangri. Við verðum því að fá flýtt endurbyggingu spítalans. Á spítalanum eru alls 15 deildir og ekki tókst að ljúka við endurbyggingu fyrstu deildarinn- ar á s.l. ári vegna fjárskorts. Lélegur aðbúnaður geðsjúklinga má ekki verða smánarblettur á samfélaginu. Flestir sjúklinganna vistast fremur skamman tíma hverju sinni á geðsjúkrahúsinu, sumir koma þó mjög oft. Ein af ástæðunum er árekstrar sem þeir lenda í í samfélaginu. Það er því ljóst, að aukin samvinna og vax- andi skilningur samfélagsins á högum þessara einstaklinga mun stuðla að betri árangri." rmn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.