Morgunblaðið - 16.03.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979
35
r
Peter Kovac hefur sloppið úr gæslunni í leik Ungverja og
Islendinga og er kominn í uppstökk og býr sig undir að
skjóta.
Hraustlega tekið á Páli Björgvinssyni er hann sendir
knöttinn á Stefán Gunnarsson nr. 14 á línunni.
Steindór Gunnarsson, línumaðurinn snjalli úr Val, sýnir
mikil tilþrif þar sem hann er orðinnfrir á línunni og lætur
sigfljúga inn í teiginn.
Davið Olafsson endurkjörinn
forseti Ferðafélags íslands
Á NÝLEGUM aðalfundi Ferðafélags íslands kom fram að
stærsta átakið í byggingamálum félagsins sl. ár hefði verið
bygging brúar yfir Syðri-Emstruá og með tilkomu hennar
hefði verið rutt úr vegi síðustu verulegu hindruninni á
gönguleiðinni milli Landmannalauga og bórsmerkur.
Þá kom fram í skýrslu forseta félagsins. Davíðs ólafssonar,
að næsta sumar á að reisa tvö sæluhús á Syðri-Fjallabaksleið og
verða þá hæfilega langar dagleiðir milli húsa á þessari leið. Á
sl. sumri var stikuð leiðin milli Hrafntinnuskers og Land-
mannalauga og á næsta sumri verður lokið við að stika alla
leiðina í Þórsmörk. Alls voru farnar 236 ferðir á árinu 1978 og
tóku stytztu ferðirnar nokkrar klukkustundir en þær lengstu
12 daga og samtals komu 6.803 í ferðirnar, sem er nokkru
færra en sl. ár. Vífilsfellið var fjall ársins og gekk 321 á það í
13 ferðum. Esja verður fja.ll ársins 1979 og hefjast Esjugöngur
með vorinu.
í skýrslu forseta árið 1978 kom
fram að tvær nýjungar verða í
starfi félagsins á þessu ári,
„göngudagar F.í.“ 10. júlí og úti-
lega í Marardal. Á göngudaginn er
ætlað að efna til hópgöngu og
verður gengið að mestu á jafnlendi
í 3—4 tíma. Útilegan í Marardal er
hugsuð sem undirbúningur undir
gönguferðir með allan útbúnað og
geta þátttakendur prófað þar
búnað sinn.
í lok skýrslunnar ræddi forseti
F.í. um þýðingu útiveru og þann
aukna frítíma sem fólk fær til
umráða við styttingu vinnutíma og
benti á það hlutverk Ferðafélags-
ins að það auðveldaði fólki að
njóta útiveru og stunda göngu-
ferðir.
Framkvæmdastjóri Ferða-
félagsins, Þórunn Lárusdóttir, las
upp endurskoðaða reikninga
félagsins og kom þar fram, að
afkoman er allsæmileg. Þá fór
fram stjórnarkjör. Úr stjórninni
áttu að ganga Davíð Ólafsson,
forseti Ferðafélagsins, Böðvar
Pétursson, Grétar Eiríksson og
Lárus Ottesen. Lárus gaf ekki kost
á sér til endurkjörs og einnig hafði
Eyþór Einarsson, varaforseti
félagsins, óskað eftir að fá sig
lausan úr stjórninni vegna anna
við önnur störf, en eins og kunnugt
er, hefur hann verið skipaður
Davíð Ólaísson
formaður Náttúruverndarráðs.
Þeir, Davíð, Böðvar og Grétar voru
allir endurkjörnir til þriggja ára. I
stað Eyþórs var kjörinn vara-
forseti Sveinn Jakobsson, jarð-
fræðingur, til eins árs, og í stað
Lárusar var kjörinn Baldur
Sveinsson, verkfræðingur, til
þriggja ára. Lárus Ottesen hættir
nú í stjórn F.í. eftir 40 ár, var
fyrst kosinn 1939 og ætíð síðan.
Hann hefur á þessum 40 árum
unnið mikið og gott starf í þágu
Ferðafélagsins, var framkvæmda-
stjóri frá 1951—1963 og gjaldkeri
stjórnar síðan 1975. Þá hefur hann
verið formaður skemmtinefndar
um áraraðir og séð um kvöldvökur
félagsins. Eyþór hefur setið í
stjórn félagsins síðan 1968 og
síðustu tvö árin sem varaforseti,
og átti sæti í ritnefnd frá byrjun.
Forseti Ferðafélagsins, Davíð
Ólafsson, þakkaði þeim vel unnin
störf í þágu félagsins og óskaði
þeim heilla í framtíðinni.
Endurskoðendur voru endur-
kjörnir, en þeir eru Gunnar Zoéga
og Jón Snæbjörnsson, löggiltir
endurskoðendur, og til vara Öskar
Bjartmarz.
Á fundinum kom fram mikill
áhugi á gönguleiðum um landið,.
t.d. frá Reykjavík til Akureyrar,
og Landmannalaugar — Þórs-
mörk, og fleiri leiðum, og tóku
nokkrir til máls og ræddu um
nauðsyn þess að merkja göngu-
leiðir og gera þær þar með
aðgengilegar fyrir allan al-
menning.
Fundarsókn var góð, eða um 100
manns. I fundarlok var svo
myndasýning frá Grímsey og
Emstrusvæðinu.
Brautryðjendur í rafeindataekni
er fullt af tækninýjungum.
Þetta er tæki, sem gengur, gengur og gengur.
— Kaupiö gæöavöru af traustum framleiöanda —
EF
EINAR FARESTVEIT & CO. HF. k áhur«A
BERGSTAÐASTRÆTI I0A ”rS ðDyigO.
sími 21565. Góðir greiðsluskilmálar
Útsölustaðir:
Akranes: Bjarg hf.
Borgarnes: Kaupf. Borgf.
ísafj.* Versl. Straumur.
Bolungarv.: Versl. EG.
Hvammstangi: Versl. V.S.P.
Blönduós: Kaupfél. A.-Hún.
Sauöárkrókur: Kaupf. Skagf.
Akureyri: Vöruhús KEA
Hljómver hf.
Húsavík: Kaupfél. Þing.
Egilsstaóir: Kaupfél. Héraösb.
Ólafsfjöróur: Versl. Valberg.
Siglufjöróur: Gestur Fanndal.
Hornafjörður: KASK
Hvölsvöllur: Kaupfél. Rang.
Vestmannaeyjar: Kjarni sf.
Keflavík: Staðafell hf.