Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI farið að undirbúa alger orkuskipti hér á landi. I fyrsta lagi verður að flýta núverandi virkjunarfram- kvæmdum eins og frekast er mögulegt. I öðru lagi þarf nú þegar að flýta eins og hægt er undir- búningi næstu stórvirkjunar. Og í þriðja lagi þarf að hanna og byggja tilraunavetnisskip. Nú þegar þarf að flytja inn nokkra rafbíla til reynslu. Það er sannar- lega táknrænt um dauðyflishátt núverandi orkustjórnar að neita um innflutning eins rafbíls. Er mögulegt að þessir menn gangi erinda olíuauðvaldsins frekar en almennings? • Stórvirkjun á Austurlandi Jóhannes Bjarnason verk- fræðingur hefur bent á að við getum reist stórvirka áburðar- verksmiðju með útflutning fyrir augum. En þá verður stórvirkjun að koma til. Fullvíst er að okkur stendur til boða hjá alþjóðagjald- eyrissjóðnum hagkvæmt lán til slíkrar stórvirkjunar. Virkjunin þyrfti að vera að minnsta kosti eins stór og Búrfellsvirkjun. Um helmingur afls stöðvarinnar yrði nýtt til áburðarframleiðslu til sölu á erlendum markaði. Hinn hlutinn færi til innlendra nota. Út- flutningurinn mundi greiða virkjunina að fullu á næstu 25 árum eins og nú er að gerast með álverið og Búrfellsvirkjun. Bæði virkjunin og áburðarverk- smiðjan yrðu að öllu eign ís- lendinga, öll stjórn og framkvæmd í þeirra höndum. Ekkert erlent auðfélag þyrfti að koma þarna nærri því að við höfum gnægð þrautþjálfaðra ágætismanna bæði við byggingar stórra vatnsvirkj- ana og við framleiðslu vetnis. Það þarf nú þegar að fara að undirbúa af fullum krafti beislun stórfljótanna á Austurlandi því hvergi á landinu eru jafngóð og örugg skilyrði til stórvirkjana eins og þar. Er ekki tími til kominn að reisa alvöruvirkjun á Austurlandi? Það er þegar komið nóg þar af hálfónýtum sprænuvirkjunum þó að ein slík bætist ekki við. Ingjaldur Tómasson. • Þora ekki í kosningar Auðséð er að Alþýðubanda- lagið stefnir hiklaust að algerum SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson I fyrstu deildar keppni sovézka meistaramótsins í fyrra, sem var einnig undankeppni fyrir aðalmót- ið, kom þessi staða upp í skák þeirra Razuvajevs, sem hafði hvítt og átti leik, og Sveschnikovs. 41. Rxf5! - gxf5 42. Hxf5 (Hvítur hótar nú 43. Hxh5+ — Kg8, 44. Hg5) Dd7 43. Dd3 og svartur gafst upp. Allir þungu menn hvíts eru í skotfæri við svarta kónginn g þá verður ekki ráðið við neitt. sósíalisma með setu sinni í núver- andi ríkisstjórn og vill því eindreg- ið og ákveðið allt lýðræði feigt en gælir líka við hið svonefnda austræna lýðræði sem allra meina bót. Ef allar tillögur alþýðubanda- lagsmanna í núverandi ríkisstjórn næðu óheflaðar fram að ganga þá flæddi kommúnisminn óhindraður yfir landið eins og engisprettu- faraldur á dögum Gamla testa- mentisins. Jú, fleiri plágur myndu á eftir fara, frjáls hugsun yrði afnumin og allt frelsi til sjálfstæðs atvinnurekstrar yrði að sjálfsögðu afnumið. Væntanlega yrðu þó stjórnarathafnir Idi Amins ekki teknar til fyrirmyndar né heldur ofstækisfullar kreddukenningar trúarleiðtogans Khomeinis í íran. Nei, vonandi á slíkt svartnætti villimennskunnar aldrei eftir að berast hingað norður að dumbshafi. Að því leyti erum við íslendingar vel settir sem ein- búinn í Atlantshafi. Skoðanakönnun Dagblaðsins er nýlega fór fram á kjósendafylgi stjórnmálaflokkanna bendir mjög eindregið til þess að ef kosningar til Alþingis færu nú fram í landinu þá myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá helming sæta, eða 30 þingmenn. Kæmu þá í hlut stjórnarflokkanna þriggja 30 þingmenn eða 10 þing- menn á hvern flokk ef jafnt væri skipt. En það væri 10 þingsæta tap miðað við síðustu kosninar. Þetta vita þeir ofur vel, foringjar vinstri flokkanna, og þora þess vegna ekki í þingkosningar að svo komnu máli. Jæja, gott fólk. Nú skulum við um stund slá öllum erfiðleikum á frest og í kæruleysi. Og okkur rétt til gamans og upplyftingar renna augunum yfir fjórar línur úr kvæði Gröndals „Gaman og alvara": „Slengdu þér duglega sál mín um geiminn. sjóðandi kampavíns lífguð af yl, kærðu þig ekkert um helvítis heiminn, hoppaðu blindfull guðanna til.“ (Benedikt Sv. Gröndal) Þorkell Hjaltason. HÖGNI HREKKVÍSI " HAfi/x/ 'At M£(r£l/M4R.K0fib£>LAÐlO t>m 6Af Hovuti!" # Húsnæðismálaslofnun ríkisins Laugavegi77 Utboó Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluíbúða í Neskaupstað, óskar eftir tilboðum í byggingu 11 íbúða fjölbýlishúss við Nesbakka í Neskaupstað. Húsinu skal skila fullbúnu með grófjafnaðri lóð 15. október 1980. Útboðsgögn verða til afhendingar á Bæjarskrifstofu Neskaupstaðar og hjá Tæknideild Húsnæðismálastofnunar ríkisins frá 16. mars, gegn 30.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til sömu aðila eigi síðar en þriðjudaginn 10. apríl kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluíbúða í Neskaupstað. orlofon Pick-up gera góö hljómtækí — enn betri og eru á veröi sem allir ráöa viö. Gamalt W fólk gengurJ^ SlGeA V/öGA £ \tLVtmi L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.