Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 49 Umsjóni Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson Sigurbjörn Magnússon Tryggvi Gunnarsson Frjálshyggjualda í MR í Morgunblaðinu þann 30. janúar sl. eru birtar niðurstöður könnunar sem gerð var á stjórnmálaskoðunum nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík. Þessa könnun framkvæmdi Vísindafélag Framtíðarinnar þann 29. sept. 1978 en af óviðráðanlegum orsökum voru niðurstöður ekki birtar fyrr. Þessi skoðanakönnun gefur ákveðnar vísbendingar um pólitískar skoðanir nemenda en hún vekur e.t.v. íleiri spurningar en hún svarar. Fyrir u.þ.b. 5 árum var ástandið þannig í M.R. að upplag síðasta tölublaðs Skólablaðsins það ár var brennt. Var þar um svo svæsinn komúnistaáróður að ræða að blaðið þótti ekki birtingarhæft. En á þessum 5 árum hefur margt breyst og skoðanakönnun Vísindafélagsins sýnir ótvírætt að nemendur hafa gefið kommúnisma upp á bátinn og tekið ákveðna afstöðu með frjálsu markaðskerfi. Það má því segja að á þessum 5 árum hafi frjálshyggjan sífellt sigið á og nú sé hún enn að herða róðurinn því samkvæmt skoðanakönnuninni telur meiri hluti nemenda í 3. bekk sig hægrisinnaðan og kýs helst að sætta sig við frjálst markaðskerfi sem æskilegt hugmyndakerfi. En ef við lítum nánar á niðurstöðurnar kemur í ljós að eldri bekkingar, 5. og 6. bekkingar, telja sig frekar vinstrisinnaða og sósíalismi og jafnaðar- stefna njóta meira fylgis meðal þeirra en hinna yngri. Þá vaknar sú spurning hvort hér sé um að ræða síðustu leifarnar af þeirri vinstribylgju sem ætlaði að tröllríða íslenskum menntaskólum í kjölfar stúdentaóeirðanna í Frakklandi 1968 eða er ný kröftug hægribylgja í uppsiglingu eða verða nemendur vinstrisinnaðri er líður á seinni hluta menntaskólanáms? Eflaust má finna mörg svör við þessum spurningum en reynslan verður samt að skera úr um hvort hér sé um raunverulega frjálshyggjuöldu að ræða. Skoðanakönnunin bendir ótvírætt til þess að slík alda sé í uppsiglingu, þess vegna þarf frjálshyggjufólk að semeinast um að láta þessa öldu ekki brotna heldur hlúa að henni og skila henni heilli til Háskólans svo hægt verði að hnekkja meirihluta vinstrimanna þar. Það er tími til kominn. Ýmislegt fleira merkilegt er að finna í skoðanakönnuninni. Greinilegur meirihluti M.R.-inga er andvígur lækkun kosningaaldurs í 18 ár. Þá vaknar sú spurning hvort ákveðnir menn niðri á Alþingi séu að reyna að afla sér vinsælda með því að segjast vilja veita ungu fólki réttindi sem það vill í raun ekkert með hafa. En þess verður að gæta að þessi könnun var gerð síðast í sept. 1978 og þá voru umræður um þetta mál frekar skammt á veg komnar en nú hefur því sjónarmiði vaxið mjög fylgi að lækka bæði lögaldur, áfengisaldur og kosningaaldur í 18 ár og hætta öllum hringlandahætti með þessi aldursmörk. Þetta samræmingarsjónarmið virðist njóta mikilla vinsælda ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar L.M.F., Landssambands mennta- og fjölbrautaskóla, um lækkun kosningaaldurs sem virtist í febrúarblaði Barnings. En þar var mikill meiri hluti nemenda í öllum framhaldsskólunum fylgjandi lækkun nema í K.R., en þar var stuðst við skoðanakönnun Vísindafélagsins frá því í haust en skoðanakönnun L.M.F. var framkvæmd nú nýverið. í skoðanakönnun Vísindafélagsins er spurt hvaða flokk nemendur hefðu kosið við síðustu alþingiskosningar hefðu þeir haft kosningarétt og einnig var spurt hvort nemendur væru skráðir í einhver stjórnmálasamtök. í niðurstöðunum er það áberandi hversu margir hefðu ekki kosið neinn þeirra landsmálaflokka sem til eru og hversu sárafáir (7.7%) eru skráðir í stjórnmálasamtök. Sú skoðun er eflaust ríkjandi að þessir flokkar séu allir eins, leiðinlegir kerfisflokkar sem lítið spennandi sé að kjósa hvað þá að ganga í. Menntaskólarnir ætti því að vera tiltölulega óplægður akur fyrir ungliðahreyfingar íslenskra stjórnmálaflokka. Fylgi við póliti'skar stefnur í framtíðinni getur því ráðist af því hversu ungliðahreyfingunum tekst að ná til menntlinga. Og hver þeirra verður hlutskörpust í þeirri baráttu? Oft er því haldið fram að menntlingar séu uppistaðan í þrammi varnarliðsandstæðinga frá Keflavík til Reykjavíkur með viðkomu í Álverinu. En svo er ekki raunun með M.R.-inga. Öruggur meiri hluti nemenda er fylgjandi aðild íslands að Nato, þannig að kjörorðin „Samvinna Vesturlanda — sókn til frelsis" hefur fallið í góðan jarðveg í M.R. Endalaust væri hægt að halda áfram við að finna merkilegar vísbendingar f skoðanakönnun Vísindafélagsins en alltaf verður að fara varlega í að taka skoðanakannanir mjög bókstaflega, þær eru fyrst og fremst ábending. Til þess að forvitnast örlítið meira um þessa skoðanakönnun hefur Ut",'orf lagt nokkrar spurningar fyrir tvo nemendur úr M.R.. SM- Staða hægri manna ótrúlega sterk Taka nemendur slíkar skoð- anakannanir alvarlega eða gera þeir bara gys að þeim? Allir þeir sem ég hefi talað við hafa tekið niðurstöður könnunarinnar alvarlega og enginn hefur mér vitanlega gert gys að þeim. Könnunin er vel marktæk þar sem tæplega 83% nemenda svöruðu henni þannig að ástæðulaust er að rengja niðurstöðurnar. Telur þú niðurstöðu könnun- arinnar um áberandi mikið Rætt við Jón Atla Benediktsson, nemanda í 5. bekk MR fylgi við frjálst markaðskerfi marktæka? í fyrsta lagi tek ég fram að ég tel könnunina í heild mark- tæka. Fylgi við frjálst mark- aðskerfi virðist nokkuð stöð- ugt í öllum aldurshópum, að jafnaði um 37%, svo það ætti að benda til þess að þetta sé marktækt. Er um allsherjar „hægri" sveiflu að ræða í skólanum? Eina dæmið þar sem hægt er að tala um sveiflu er spurning- in um kosningar á kjördegi og ímyndaðar kosningar daginn sem könnunin var gerð. Þar kom fram greinileg hægri - sveifla. Varðandi aðrar spurn- ingar vantar okkur tilfinnan- lega samanburð. Þó er því ekki að neita að okkur sem unnum við úrvinnslu könnunarinnar kom mjög á óvart hversu sterkir hægri menn virðast vera þar sem því hefur yfir- leitt verið haldið fram að menntlingar væru að jafnaði heldur vinstrisinnaðir. Hvað veldur því að M.R.-ing- ar eru svo eindregið á móti lækkun kosningaaldurs í 18 ár? Helsta ástæðan er sennilega sú að nemendur telja sig of unga til að taka beinan þátt í stjórnmálum. Þessu til stuðn- ings mætti benda á hversu fáir nemendur eru skráðir í stjórn- málasamtök en nemendur sem skráðir eru í slík samtök eru greinilega hlynntari lækkun kosningaaldurs. Einnig vilja margir lækkun lögaldurs sam- fara lækkun kosningaaldurs. Þeir telja lækkun kosningaald- urs samfara lækkun kosninga- aldurs. Þeir telja lækkun kosn- ingaaldurs eina sér hálfkák. Hver er helsta tískustefnan í stjórnmálum meðal M.R.-inga? Samkvæmt skoðanakönn- uninni og meðal kunningja virðist frjálshyggjan njóta áberandi mestra vinsælda. Sannfærðir kommúnistar eru sjaldgjæf sjón nú orðið. V akning með al frjálshyggjufólks Stefanía Óskarsdóttir Jón Atli Benediktsson Taka nemendur slíkar skoðanakannanir alvarlega eða gera þeir bara gys að þeim? Það er mín reynsla að þeir taki athuganir sem þessar alvarlega og álíti það skyldu sína að svara þeim spurning- um sem fram eru settar af fyllstu einlægni. Eftir hverju fara menntling- ar helst þegar þeir velja á milli hugmyndakerfa? Á þessum árum sveiflast afstaðan til pólitískra stefna mjög á milli rótgróinna áhrifa sem uppeldi, umhverfi og upp- fræðsla hafa og svo róman-• tískrar og oft draumóra- kenndrar afstöðu til lífsins þar sem hinir efnahagslegu þættir, s.s. skattamál og húsnæðismál, skipta litlu sem engu máli. Ég tel það aftur á móti almenna skoðun meðal skólafólks að það hugmyndakerfi sé best sem býður upp á sem full- komnast frelsi, lýðræði og mannréttindi. Hafi nemendur þetta í huga við val á milli hugmyndakerfa er hið mikla fylgi í skoðanakönnuninni við frjálst markaðskerfi vel skiljanlegt. Er um allsherjar „hægri" sveiflu að ræða í skólanum? Þar sem ég er nýliði í MR, á 1. námsári, get ég ekki borið ástandið nú saman við það sem var áður en ef framhaldið verður það að inn koma svo hægrisinnaðar bekkjardeildir sem nú, má telja að höfuðaflið í stjórnmálum innan skólans á komandi árum verði til hægri. En ég get sagt að mér finnst vera sterk vakning hjá frjáls- hyggjufólki innan skólans nú í þá átt að láta til sín taka þannig að líklega má tala um hægri sveiflu í skólanum. Hvað velur því að M.R.-ing- ar eru svo deindregið á móti lækkun kosningaaldurs í 18 ár? Hver er þín afstaða? Ætli það sé ekki sú tilfinn- Rætt við Stefaníu Oskarsdóttur, nemanda í 3. bekk MR ing að þeir telja sig ekki tilbúna til að axla þá ábyrgð sem kosningarétti fylgir. Ég fyrir mitt leyti hefði áhuga á að öðlast rétt til ákvarðana- töku í þjóðfélaginu sem fyrst þó ég sé ekki ákveðin í afstöðu minni til lækkunar kosninga- aldurs. Hver er helsta tískustefnan í stjórnmálum meðal M.R.-inga? Ég tel að ekki sé um neina ákveðna tískustefnu að ræða meðal M.R.-inga en ég tel öruggt að sú stefna að standa vörð um réttindi einstaklings- ins til persónulegra og félags- legra athafna sé sú stefna sem í raun njóti mests fylgis. Skoðanakönnun Vísindafélags Framtíðarinnar: Skoðanakönnun Vísindafélags Framtíðarinnar. 1. Ilefur þú myndað þér einhverjar stjórnmálaskoðanir? Já 82.4% Nei 17.6%. 2. Ef svo er, telur þú þig: a) „Vinstrisinnaða(n)“ 36.8 25.5%. b) „Hægrisinnaða(n)“ 37.7%. c) Bil beggja 3. Hvert eftirfarandi hugmyndakerfa sættir þú þig helst við? a) Frjálst markaðskerfi 37.1% b) Jafnaðarstefnu 21.5% c) Kommúnisma 6.3% d) Sósialisma 19.2% e) Stjórnleysi 4.2% f) Þjóðernisstefnu 5.6% g) Annað: 4. Ert þú fylgjandi lækkuðum kosningaaldri? Já 32.1% Nei 55.2% Óákveðin(n) 12.7%. 5. Hefðir þú haft kosningarétt við síðustu alþingiskosningar hvaða stjórn . málasamtök hefðir þú þá kosið? “l'ff'i "•.'l.Sl’ 1 M'I G 10 j a) Alþýðubandalagið 23.3% c) Engin 21.0% e) Fylkinguna 1.6% g) Samtök frjálslyndra og vinstrimanna 0.7% h) Sjálfstæðisflokkinn 27.3% 6. Ef kosningar færu fram nú hvaða stjórnmálasamtök kysir þú? b) Alþýöuflokkinn 22.0% d) Framsóknarflokkinn 2.7% f) Kommúnistaflokkinn 0.4% i) Stjórnmálaflokkinn 0.9% a) Alþýðubandalagið 21.6% c) Engin 23.9% e) Fylkinguna 2.5% g) Samtök frjálslyndra og vinstrimanna 0.8% h) Sjálfstæðisflokkinn 33.6% 7. Ertu skráður í einhver stjórnmálasamtök? Já 7.7% Nei 92.3% 8. Ert þú ánægð(ur) með nýju ríkisstjórnina? Já 13.9% Nei 44.7% Óákveðin(n) 41.4% 9. Ert þú fylgjandi aðild íslands að NATÓ? Já 50.0% Nei 34.2% Óákyeðinn 15.8% 10. Ertu fylgjandi erlendri herstöð á íslandi? Já 38.8% Nei 43.6% Óákveðinn 17.6% • ,*t» tSi t.r.: <..1 > b) Alþýðuflokkinn 11.7% d) Framsóknarflokkinn 3.9% f) Kommúnistaflokkinn 1.0% i) Stjórnmálaflokkinn 1.0%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.