Morgunblaðið - 25.03.1979, Side 17

Morgunblaðið - 25.03.1979, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 rr-jr- atít THE OBSEKVER 2T*\ _______*** • Frá tímum Watergate og kollsteypu Nixons íorseta hef- ur bandarískur blaðaheimur — státinn að gömlum sið af stjórnarskrártryggðum rétt- indum sínum — sniðgengið allar hömlur. Rannsóknar- blaðamennskan blómstrar og burgeisaveiðar — hversu þoku- kennd fórnarlömbin annars kunna að vera — er íþrótta vinsælust. Guð einn getur forð- að þeim, sem reyna að komast upp á milli blaða og lesenda, sem gera skýlausa kröfu til að fá að vita allan sannleikann og ekkert nema sannleikann. Andspænis þessum taum- lausa bægslagangi blaðamanna hefur ríkisstjórnin og starfs- menn hennar farið með veggj- um. Hér kann þó að verða breyting á eftir að mánaðarrit nokkurt í smáborg norður af Chicago freistaði þess að fá að birta grein um vetnissprengj- una. Kaldhæðnislegt er að það hafa einkum verið bandarfsku risablöðin, eins og New York Times og Washington Post, sem amast hafa við því að dvergurinn færi sínu fram og birti greinina án tillits til endurskoðunarkröfu stjórn- valda. Þetta óvenjulega frávik á eflaust rætur að rekja til var- færni. Þrátt fyrir að þau hafi enn ekki litið greinina augum eru stórblöðin sannfærð um að ríkisstjórnin kunni e.t.v. að hafa á réttu að standa. Gæti þá farið svo að leitt yrði í lög að í ákveðnum ritsmíðum yrðu blaðamenn að fylgja vísbending- um yfirvalda. Mánaðarritið, sem um er að ræða, ber heitið „The Progressive" eða „Framfara- sinninn" og var stofnað fyrir sjötíu árum. Einn ritstjóra blaðsins, Erwin Knoll, hefur lýst því sem „alþýðulegu, frjáls- lyndu og róttæku vinstritíma- riti“. Greinin, sem Knoll ætlar að birta, myndi, samkvæmt heimildum bandaríska dóms- málaráðuneytisins, heita: „Hvernig vetnissprengjan virk- ar.“ I skjóli vissra ákvæða kjarn- orkulaga og með umboði. orku- málaráðuneytis fullyrða lög- fræðingar dómsmálayfirvalda að greinin innihaldi leynilegar upplýsingar um gerð kjarnorku- vopna. „Erfitt er að ímynda sér nokkuð, sem skaðað gæti Banda- ríkin líkt og útbreiðsla slíkra upplýsinga," segir aðstoðarmað- ur ríkissaksóknara. I undirbúningsréttarhöldum þar sem kveðið var upp úr um bráðabirgðabann við greininni gerði dómarinn m.a. eftirfar- andi athugasemd: „Ég myndi hugsa mig um vel og lengi áður en ég legði vetnissprengju í KJARNORKUSPRENGING - Almenningsfræðsla eða þjóðar- öryggi? Þegar benda engu síður á þamí regin- mun, sem er á sagnfræði af því tagi, sem telja verður Pen- tagon-skjölin, og uppskrift af kjarnorkusprengju, sem, jafnvel þótt hún yrði ekki hryðjuverka- mönnum fundinn fjársjóður, gæti stuðlað að háskalegri út- breiðslu kjarnorkutækni. Ráðsmenn Washington Post eru til dæmis sannfærðir um, hvað svo sem fyrstu viðbótar- lögin við stjórnarskrána segja um tjáningarfrelsi blaða, að enginn viti borinn maður og allra sízt dómstóll gæti haldið til streitu rétti dagblaðs til að koma fram á jafn gróflega ábyrgðárlausan hátt. Núverandi forseti Hæstarétt- ar, Warren Burger, kemst svo að orði: „Hin sérstaka vernd, sem fyrstu viðbótarlögin veita, ber einnig í sér áminningu um þá skyldu að nota þessi sömu rétt- indi á ábyrgan hátt. Þrátt fyrir að þessi skylda eigi víðan hljóm- grunn, taka ritstjórar og útgef- endur ekki alltaf tillit til henn- ar.“ Að auki vekja lögfræðingar athygli á sérstökum lögum, er Til að byrja með, segir Knoll, hefur stjórnin misskilið fyrir- sögn greinarinnar og bætir því við að því fari fjarri að hún uppljóstri leyndarmálum, þar sem hverjum, sem er áfram um að afla sömu upplýsinga, sé það hægðarleikur. Höfundurinn, Howard Morland, hafði engan aðgang að hernaðarleyndarmál- um. Markmið hans var einvörð- ungu að lyfta þeim huliðshjálmi, er hvílt hefur yfir smíði sprengjunnar, og plægja akur- inn fyrir frjóa umræðu um meinsemdir kjarnorkuút- breiðslu. Knoll farast svo orð: „Til- gangur okkar er ekki aðeins að sýna að engin skynsamleg rök liggja til grundvallar allri þess- ari dulúð heldur að skýra frá upplýsingum, sem að okkar dómi eru forsenda þess að Bandaríkjamenn geti tekið rök- studdar ákvarðanir varðandi málefni svo sem hugsanleg um- hverfisspjöll, heilsufar i starfi, öryggislega áhættu, vopnaeftir- lit, afvopnunarsamninga og for- gangsröð í ríkisútgjöldum. Eng- menntun verður hættuleg hendur Idi Amins. Það er ein- mitt það, sem mér virðist vera um að ræða hér.“ Þetta er almenn skoðun, sem tilgangslaust væri að vísa á bug, enda hefur hún sett sterkan svip á deilur manna i þessum efnum. Ekki er loku fyrir skotið að á endanum komi til kasta Hæsta- réttar að skera úr, en Hæstirétt- ur er æðsta áhrifavald í túlkun bandarísku stjórnarskrárinnar. Síðast þegar bandaríska stjórnin reyndi að grípa fram fyrir hendur fréttablaða sótti hún eftir að bönnuð yrði birting Pentagon-skjalanna, en mál þetta komst í hámæli er nokkur blöð komust yfir upplýsingar varðandi upptök Víetnamstríðs- ins og framferði stjórnvalda í því. í réttarhöldunum, er áttu sér stað á stjórnartímabili Nixons forseta, var úrskurður dómara sá að ekkert gæti stöðvað birt- ingu skjalanna, þrátt fyrir að Nixon hefði komið mörgum sinna eigin fulltrúa fyrir í dóm- inum. Er það einkum vegna þessa úrskurðar frá 1972 að ríkisstjórnin hefur farið varlega að undanförnu. Bæði lögfræðingar og dagblöð stjórnin geti beitt en það eru kjarnorkulögin frá 1946. í kæru hennar vegur þó önnur röksemd þyngra; að forsetinn hafi „em- bættislegt stjórnarskrárvald ... til að verja þjóðina gegn því að birtar séu upplýsingar, er gætu ógnað öryggi Bandaríkjanna." Allir þessir „fordómar" hafa gert Knoll einstaklega gramt í geði. Þar sem enginn þeirra, er skoðun sinni flíka, hefur lesið umrædda grein, sakar hann fylgismenn stjórnarinnar um að gína við staðhæfingum dóms- málaráðuneytisins áður en rök- semdir hafa verið lagðar fram. ar tæknilegar upplýsingar koma fram í grein þeirri, er okkur hefur verið meinað að birta, sem ekki snerta slík mál beinlínis." Þannig horfir þrætan við í augnablikinu. Knoll vill láta prenta greinina þann 26. mars og er ólíklegt að takist að skýrgreina til fullnustu alla krókana á fyrstu viðbótarlögun- um fyrir þann tíma. Það er þó lán í óláni, eins og einn lagaþjarkurinn komst að orði, að fresturinn þangað til hrekkur naumast til að bjarga Idi Amin. ROBERT CHESSHYRE. Skítt með nokkur prósent strákar — Fljótir að næsta pylsuvagni!! þessari ályktun „að stjórnarslit nú væri gróf svik við íslenzka verkalýðshreyfingu". Sami graut- urinn í sömu skálinni(I) Þá er þess enn getið, að fundurinn lýsi „sig fúsan til þess að taka á sig nokkra kaupmáttarskerðingu" og sjá nú allir, að misnotkun launþega- samtakanna er e.k. samræmdar aðgerðir, „hannaðar" og „staðlaðar" í skrifstofu þeirra tölvumenna, sem lagt hafa launþegasamtökin í landinu undir kommúnista,*kóka-kó!a-drengi og pólitíska geldinga, svo að notuð séu lýsingarorð eins af „stöðluðu" og „hönnuðu" verkalýðsleiðtog- um Alþýðuflokksins um viðskipta- ráðherra Alþýðubandalagsins í útvarpsumræðunum nú fyrir skömmu. Þá skorar formannaráðstefna Alþýðusambands Austurlands einnig á framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins „að beita áhrifum sínum til lausnar deilu þessari", og enn er hverju barni ljóst, hvert reka má þessa pólitísku klisju. En þó tekur út yfir alla þjófabálka, þegar það er sagt fullum fetum í ályktuninni „að ekki skuli skerða laun undir 210 þús. kr. á mánuði nema um helming þess, sem laun yrðu almennt skert“H Mikil eru geð guma, má segja um þessa „forystumenn" íslenzkra launþega. Þeir eru í raun og veru e.k. tölvur, sem fóðraðar eru af útspekúleruðum valdabröskurum en ekki sjálfstæðir forystumenn með frumkvæði, áræði og nýjar hugmyndir, enda þótt fólkið í landinu krefjist slíkra eiginleika af launþegaforystunni. En það verður ekki meðan kosið er til verkalýðsfélaga á þann hátt, sem raun ber vitni og kerfisklíkur ríkja í skjóli þess, hve fáir láta sig málefni verkalýðsfélaganna skipta og hve örfá prósent félaga taka þátt í kosningum til stjórna þeirra og trúnaðarmannaráða. Á þessu þarf að ráða bót, ef launþega- samtökin í landinu eiga að ná þeirri reisn, sem fólk krefst og nauðsynlegt er í lýðræðislandi. Forystu þeirra skortir það traust, sem slíkum samtökum er lífsnauð- synlegt. Hvernig sem fer um efnahags- málafrumvarp Ólafs Jóhannesson- ar þá er eitt víst og það er, að forystumenn krata og komma í launþegasamtökunum hafa gert allt til þess að misnota þau í því skyni að gefa ráðherrum Alþýðu- bandalagsins færi á að komast út úr klípunni miklu — og það að sjálfsögðu á kostnað launþega í landinu. Öllu hefur í raun og veru verið snúið við. Það, sem voru kosningavígorð fyrir einu ári, eru nú kosningasvik, sem reynt er að grafa og gleyma. Það, sem var „hugsjónaeldur" fyrir einu ári, er nú aska og rjúkandi gjall. Þeir, sem þóttust hafa hugsjónir fyrir hönd launþega fyrir einu ári, eru nú afhjúpaðir pólitískir aftaníossar. Þessi pólitíski farsi hefur leikið svonefnda forystumenn launþegasamtaka grátt á þessum síðustu og verstu tímum. Andlitið, hið rétta pólitíska andlit á Dorian Gray svonefndra forystumanna íslenzkra launþega, blasir nú við öllum landslýð — og er ófrýnilegt á að líta. En nú má enginn undan líta, eins og Eyjólfur Konráð sagði í lok ræðu sinnar í útvarps- umræðunum. Menn skulu horfa á þetta andlit og gera sér grein fyrir því, að pylsubrosið og nefntóbaks- hlýan eru horfin; jafnvel framkvæmdastjóri BSRB er að verða „stilltur vel.“ Árið 1937 lýsti einn af þing- mönnum Bændaflokksins fram- sóknarmönnum og krötum á þennan hátt: „Hér er aðeins leikinn pólitískur skollaleikur frammi fyrir þjóðinni til að sýnast. Ekkert um það hugsað hvað það kostar, hvort rétt er farið með eða rangt, aðeins ef eitthvað er hægt að hafa upp úr því pólitískt." Þessi orð eiga við enn í dag. Einu sinni var sagt að Fram- sóknarflokkurinn væri orðinn eins og nagli, sem oft hefur bognað. Það er næstum sama, hvað oft hann er réttur upp, hann bognar samt alltaf á ný, þegar slegið er á hann með pólitíska hamrinum. Alþýðuflokkurinn er einnig slíkur nagli. Það vita allir. Og nú er Alþýðubandalagið svo kengbog- inn pólitískur nagli, að engum á eftir að takast að rétta hann við. Boginn og ryðgaður nagli. Það er við hæfi á 30 ára afmæli Atlants- hafsbandalagsins, sem á m.a. að tryggja öryggi alþýðubandalags- ráðherranna. Og nú er Berlinguer genginn í bandalagið — eins og þeir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.