Morgunblaðið - 25.03.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.03.1979, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 Joyce Egginton Fjöldi barna látinn En hann komst að raun um, að í 17 sveitarfélögum í Utah- og Nevadafylki, sem eru áveðurs við sprengjusvæðið í Nevadaeyði- mörkinni, var tíðni hvítblæðis hjá börnum óeðlilega há. Hvítblæði reyndist langalgengast hjá börn- um, sem orðið höfðu fyrir áhrifum geislavirkra efna fyrir sex til sjö árum. 32 hinna sýktu barna hafa látizt, og kveður dr. Lyon það vera um 20 fleiri' dauðsföll af völdum hvítblæðis, heldur en hann hefði búizt við við venjulegar kringum- stæður. Þessi aukning hvítblæð- is-tilfella vekur þeim mun meiri athygli að þarna er um mjög dreifða byggð að ræða, þar sem loftið er tært og drykkjarvatnið er hreint og ómengað enda langt frá öllum iðnaðarhéruðum. Flestir íbúarnir á þessu svæði eru mormónar, sem lifa óvenjulega heilbrigðu lífi við nægjusemi og góða hollustuhætti. Dr. Joseph Lyon komst einnig að raun um við sjúkdómarannsóknir sínar á ofangreindu svæði, að aðrar tegundir krabbameins, sem ekki eiga rætur sínar að rekja til áhrifa geislavirkni, voru að mikl- um mun fátíðari hjá börnum þar um slóðir en annars staðar í Utah-fylki. Fjöldi hvítblæðis-til- fella einmitt á þessu rannsóknar- svæði dr. Lyons varð því að teljast þeim mun óvenjulegri. Verst var ástandið í Washing- Þau tólf ár sem Bandaríkjamenn sprengdu kjarnorkusprengjur ofanjarðar í tilraunaskyni á sérstöku tilraunasvæði í Nevadaeyðimörkinni, fullvissuðu bandarísk stjórnvöld fólkið, sem býr á næstu slóðum margoft um þaö, að heilsu pess væri alls engin hætta búin af þeím geislavirku efnum, sem féllu til jarðar eftir sprengitilraunirn- ar. En nú nýlega, næstum því 19 árum eftir að samningurinn um bann við tilraunum með kjarn- orkusprengingar ofanjarðar gekk í gildi, hefur veriö birt skýrsla í Bandaríkjunum um niðurstöður læknisfræðilegra rannsókna, sem gerðar voru á einmitt þessum eínangraða og löngu gleymda hópi Bandaríkjamanna, sem býr ekki alllangt frá Nevadaeyðimörkinni. Skýrslan sýnir, að barna- dauðinn meðal þessa fólks af völdum hvítblæðis hefur næstum því þrefaldast eingöngu á þeim landsvæðum, sem liggja beinlínis áveðurs miðað við víndáttir frá Nevadaeyðimörkinni. Þessar nöturlegu niðurstöður, sem birtar hafa verið í „Læknisfræðiriti Nýja Englands“ (New England Journal of Medicine) eru unnar af dr. Joseph L. Lyon, en hann er sérfræðingur í farsóttum við læknadeild Utah Háskóla í Banda- ríkjunum. Kveöst hann hafa hafið þessar rann- sóknir af einskærri forvitni, en á þeim tíma hafi hann trúaö algjörlega fullyrðingum stjórnvalda, og því ekki búizt við neinum sérstökum frávikum í heilsufari barna á þessu svæði miðað við börn annars staðar í Bandaríkjunum. völdum af hálfu 235 manna, sem sýkst hafa af krabbameini; sumt af þessu fólki er enn á lífi en sumt er dáið. Udall er í þann veginn að leggja fram kröfur frá 200 öðrum mönnum til viðbótar. „I hverri viku heyrum við um ný krabbameins-tilfelli meðal þessa fólks," segir Udall. „Þeim mun fleiri sönnunargögnum, sem mér tekst að safna, því sannfærðari verð ég um, að þessu fólki hafi einfaldlega verið fórnað. Mér hef- ur ekki tekizt að finna neina hliðstæðu við þetta mál í gjörvallri mannkynssögunni. Þetta er ákveð- inn hópur fólks, einangraður hóp- ur, sem í 12 ár var stanzlaust látinn verða fyrir áhrifum geisla- virkrar úrkomu. Menn hafa rétt nýlega komizt á snoðir um það heilsufarstjón, sem íbúar Utah-fylkis hafa orðið fyrir. Upptökin að þeirri vitneskju voru skaðabótakröfur, sem nokkrir menn lögðu fram gegn stjórnvöld- um í Bandaríkjunum á síðustu mánuðum, en kröfuhafar voru menn, sem unnið höfðu sem her- menn við sprengjutilraunirnar í Nevada-eyðimörkinni á sínum tíma, og veiktust seinna af krabba- meini. Konur í sveitahreppunum syðst í Utah-fylki hafa á undanförnum árum haft á orði sín á milli, að það væri skyndilega orðið einkennilega mikið um krabbameins-tilfelli alls staðar í kringum þær. Þegar þær svo lásu um kröfur hermannanna um skaðabætur vegna heilsutjóns, varð þeim ljóst, að fjölskyldur þeirra hlytu að vera í enn meiri hættu en þessir hermenn, þar sem fólkið á þessum landsvæðum hefði orðið fyrir áhrifum geislavirkrar úrkomu í mun lengri tíma. Mikil leynd Þar sem öllum upplýsingum um tilraunir Bandaríkjamanna með kjarnorkusprengjur í Nevadaeyði- mörkinni hefur verið haldið stranglega leyndum, hefur það tekið menn þetta langan tíma að komast að raun um hið sanna í máli þessu. Þegar dr. Lyon reyndi t.d. 20 árum eftir að tilrauna- sprengingarnar í Nevada-eyði- mörkinni náðu hámarki, að semja greinargóða yfirlitsgrein um niðurstöður rannsókna sinna, reyndist honum allsendis ókleift að komast að því, hve mikil geisla- virknin hafði verið, sem fólkið hafði orðið fyrir í nærliggjandi sveitahéruðum. Honum tókst að finna skekkjur í opinberum tölum um styrkleika þeirrar geislavirkni, sem stafaði frá sprengjutilraununum í Nevadaeyðimörkinni, þar sem Kjarnorkuráð Bandaríkjanna gaf upp styrkleikatölur geislavirka ryksins frá sprengingunum sem voru þrisvar til fjórum sinnum lægri heldur en þær styrkleikatöl- ur, sem Heilbrigðisþjónusta Bandaríkjanna gaf upp um geisla- virknina á þessum slóðum. Þessum tveim opinberu stofnunum bar svona mikið á milli í þeim tölum, Hin bandarísku fórnar- lömb atómsprengjunnar ton-sýslu og Iron-sýslu suð-vestast í Utah-fylki. Landslagið á þessu svæði er að mestu eyðimörk með litauðugum sandsteinsfjöllum, þar sem vindarnir hafa sorfið hina undarlegustu dranga og alls kyns kynjamyndir í fjallseggjarnar. Á þessu svæði er stunduð sauðfjár- rækt og nautgriparækt í stórum stíl. Bændurnir á þessum slóðum eru flestir afkomendur um 300 fjölskyldna frá héraðinu Miðlönd- um í Englandi, sem námu land þarna í Utah fyrir meira en einni öld, eftir að þeim hafði verið snúið til mormónatrúar heima í Eng- landi. Herinn og „fólkið“ Þegar tilraunirnar með kjarn- orkusprengingar hófust árið 1951, var þessu landsvæði lýst sem „tiltölulega óbyggðu" landi í skýrslu bandarískra hernaðaryfir- valda; sagði þar, að þarna byggju aðeins um 10 þúsund manns á þrjúþúsund ferkílómetra svæði í Washington-sýslu og í Iron-sýslu væri byggðin jafnvel enn fámenn- ari og dreifðari. „En þetta var samt fólk, og það var alls ekki virt viðlits," segir fyrrverandi innanríkisráðherra Bandaríkjanna.^-Stewart Udall, en hann er nú starfandi sem sjálf- stæður lögfræðingur í Utah. Það er skoðun Udalls, að niðurstöður þær, sem dr. Lyon komst að við rannsóknir sínar á heilsufari íbú- anna á þessum svæðum, sé aðeins efsti hluti ísjakans, að því er varðar útbreiðslu krabbameins af völdum geislavirkrar úrkomu með- afþessa íólks. Enn hefur engin læknisfræðileg rannsókn farið fram á fullorðnum á þessum svæðum, en sterkar líkur benda til þess, að um mikla aukn- ingu á krabbameini sé að ræða meðal fólks á öllum aldri. Udall hefur nýlega lagt fram skaðabóta- kröfur gegn bandarískum stjórn- Óboðinn gestur í Nevada- eyðimörkinni. — Orkumála ráðuneytið handariska leyfði birtingu þessarar myndar í október síð- astliðnum, en hún var raunar tekin í desember 1970 þegar svo illa tókst tii við kjarn- orkutilraun í Nevadaeyði- Nevadaeyð að þessi geisla- virki sprengju mökkur „varð laus“í höndum vís- vís-inda- vís-i og reis í 10.000 feta hæð áður en hann dreifð- ist til aust- urs. Um 300 manneskjur urðu fyrir geisla virkni. en hún fór ekki „umfram hættumörkin" að sögn emb- ættismanna. sem birtar voru opinberlega, enda þótt mælingar þær, sem lágu til grundvallar útreikningi styrk- leikatalnanna væru hinar sömu í báðum tilvikum. Sá einn var munurinn, að styrkleikatölur Kjarnorkuráðs Bandaríkjanna voru lagðar fyrir bandaríska þing- ið árið 1959, og hafa æ síðan verið viðurkenndar sem hinar einu réttu tölur um styrkleika geislavirkn- innar frá sprengjutilraununum í Nevada-eyðimörkinni. Árið 1965 kom tölfræðingur hjá Heilbrigðisstofnuninni bandarísku fram með tölur, sem sýndu feikna- lega aukningu dauðsfalla af völd- um hvítblæðis í Iron- og Washington-sýslum í Utah. Kalla átti saman blaðamannafund út af þessu máli, en á síðustu stundu var komið í veg fyrir það af hálfu æðstu stjórnvalda, að þessar upp- lýsingar yrðu birtar opinberlega. Samtímis því, að þessum upplýs- ingum var stungið undir stól, komu síendurteknar yfirlýsingar frá bandarísku ríkisstjórninni um að fólk, sem byggi á þessum svæðum í Utah væri í engri hættu af völdum geislavirkni frá kjarn- orkusprengingunum. Af þessu leiddi, að ekki voru gerðar jafnvel hinar minnstu varúðarráðstafanir gegn áhrifum geislavirkni á íbúa þessara landsvæða öll þau ár, sem kjarnorkutilraunirnar í Nevada- eyðimörkinni áttu sér stað. Stund- um var útvarpað tilkynningum til íbúanna á nálægum slóðum við Nevada-eyðimörkina, og fólk beðið um að halda sig innan dyra, en enginn virtist hafa hinar minnstu áhyggjur af því fólki, sem ekki hafði útvarpstæki sín opin á þeim tíma, er tilkynningarnar voru lesnar. Gagngerð læknisfræðileg rann- sókn á öllum íbúum hinna „tiltölu- lega óbyggðu" landsvæða í suður- hluta Utah-fylkis hefur enn ekki verið gerð. Joyce Egginton.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.