Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 2 3 JÓN SKÚLASON —MINNINGARORÐ Lágur þytur fer um loftið, hið næmasta eyra nemur ei hið lága hljóð, sem honum fylgir. Honum er stefnt að vissu marki og skeikar ekki fremur venju. Ör dauðans hefur skorið á lífsstreng 75 ára gamals verkamanns, þar sem hann stóð við vinnuborð sitt að venju, síðastliðin 40 ár. Jón Skúlason er allur. Fjöllin taka ei joðsótt, og það verða engar þjóðfélagslegar breyt- ingar, þótt einn slíkur kvistur sé slitinn úr rót sinni. Þó svo virðist sem ætti að gerast, því það er þessi þögli fjöldi, og það eru þessar síkviku hendur, sem eru undir- staða þjóðfélagsins. Þetta á ekki að verða upptaln- ing, heldur vinarminning, en væru því gerð full skil, yrði margs að minnast, svo oft voru samskiptin náin. Jón var fæddur í Ólafsvík 24. júlí 1903 og dó hinn 12. febrúar 1979 og átti alla tíð heima í Ólafsvík, lengst af á Ólafsbraut 44. Árið 1925, hinn 31. október, kvænt- ist Jón eftirlifandi konu sinni, Sigríði Hansdóttur, og mun hann hafa talið það vera sitt mesta gæfuspor. Um Sigríði ætla ég mér ekki að skrifa, það munu aðrir gera, þegar þar að kemur, svo þekktur persónuleiki er hún á þessum slóðum og víðar, að það verður að bíða, enda málið mér of skylt. Jón og Sigríður einuðust 2 börn, soninn Jens, sem lézt í frumbernsku og dótturina Mettu, sem býr í Geirakoti í Fróðarhreppi ásamt manni sínum Bjarna Ólafs- syni frá sama stað. Hafa þau eignast 4 efnileg börn sem alla tíð hafa verið yndi og eftirlæti afa síns og ömmu, sem nú dvelur á sjúkrahúsi Akraness. Ekki gat Sigríður fylgt manni sínum til grafar, því að hún hafði ferigið mikið áfall rétt fyrir fráfall hans og varð að fara á sjúkrahús. Jón var greindur og félagslynd- ur og hafði, auk góðs skopskyns, listræna hæfileika. Spilaði hann lengi fyrir dansi á samkomum í Ólafsvík og var auk þess sjálfur dansmaður mikill og góður. Var unun að sjá þau hjónin líða í ljúfum léttum dansi um gólfið og sjá hversu vel þau náðu hrynj- andinni svo þau urðu næstum eitt. Auk þessa munu margir minn- ast Jóns úr öllum þeim leikrita- hlutverkum, sem hann tók að sér og nú síðast hjá Leikfélagi Ólafs- víkur, sem gerði hann að heiðurs- félaga sínum, sem hann verðskuld- aði sannarlega. Jón hefur mætt dómara sínum og vil ég þá í lokin gera orð Davíðs Stefánssonar að mínum: Gakk inn. gakk inn og gættu, hvað þú sðrð. og gakk svo út og fagna nýjum degi. Sú helga þrá, sem þú í brjósti berð, mun benda þér að ganga rétta vegi. Sá vej, sem hefir vitnað afbrot sfn. Sá vei. er klffur upp á sjónarhólinn. Leitir þú guðs. þá liggur gata þín til lífs og friðar — gegnum skriftastólinn. Blessuð sé minning góðs vinar. Kr. Jensson. ÞÚ AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \l GLYSING \ SÍMINN KR: 22480 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég hlustaði á yður fyrir nokkru í útvarpi. Þér voruð að tala um samneyti kynjanna. Ræða yðar snerist um textann: „Þú skalt ekki lifa í siðleysi“. í minni Biblíu stendur: „Þú skalt ekki drýgja hór“, en ekki eins og þér orðið það. Hvar stendur texti yðar? Orðin „saurlifnaður“ og „hórdómur“ má bæði þýða með orðinu „siðleysi" í merkingunni óleyfileg kynmök. Að vísu hljóðar sjötta boðorðið þannig: „Þú skalt ekki drýgja hór“, en þetta orð og orðið saurlifnaður eru um óleyfileg kynmök og má því nota öll jafnt. Ég þekki pilt og stúlku, sem reyna að sneyða hjá sannleikanum með því að nota orðið „hórdómur“ aðeins um mök fólks, sem er gift, en ekki ógifts fólks. En Biblían talar alveg jafnljóst um saurlifnað og hórdóm. Páll segir: „Flýið saurlifnaðinn". Hann talar um, að óhrein- leika og ólifnað eigi ekki einu sinni að nefna á nafn meðal kristinna manna. Enn segir hann: „Villizt ekki! Hvorki munu saurlífsmenn né skurðgoðadýrkendur ... né drykkjumenn ... guðsríki erfa“ (1. Kor. 6). Málsvarar „nýja siðferðisins" halda því fram, að kynmök séu leyfileg, ef menn stundi þau af ást. En þessa kenningu hafa menn fundið upp. Hún er hverfi í Biblíunni. Þessir talsmenn frjálsræðis í kynferðismál- um segjast frekar horfa til Jesú en lögmáls Móse. En Kristur slakaði hvergi á, þegar um siðferðið var að ræða. Hann sagði: „Hver, sem lítur á konu með girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu“. Ef þér viljið vera undanlátssamur í kynferðismálum og hafa góða samvizku, þá skulið þér ekki lesa Biblíuna. Við flytjum frá Nýbýlavegi 2 að Skemmuvegi 6 um leiö og ég þakka viöskiptavinum mínum samstarfiö síðastliðinn 15. ár, bíö ég ykkur áframhaldandi viöskipti í nýjum og stórglæsilegum húsakynnum aö Skemmuvegi 6, Kópavogi Viö veitum eftirtalda þjónustu: Dekkjasala Ný og sóluö dekk. Negling í notuö og ný dekk Ballansering. Alhliða dekkjaviögeröir. Rúmgóö inni-aðstaöa BREYTT SÍMANÚMER 75135 Öll Þjónusta fer fram innandyra Hjólbarðaviðgerð Kópavogs, Skemmuvegi 6, sími 75135, Kópavogi, Bryngeir Vattnes (Binni) Develop _____ [ Ljósritar Hagstæöustu kaupin í Ijósritunarvélum Skrifvélin hf. Suöurlandsbraut 12 Sími85277. 1 i AUGLÝSINGASÍMINN ER: ALLT TIL VATNS-, HITA- OG FRÁRENNSLISLAGNA 1. rör 4. fittings 2. röraeinangrun 5. Danfoss 3. vafningar sjálfvirkir hitastillar o.fl. - OKKAR LAUSN ER BETRI LAUSN -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.