Morgunblaðið - 25.03.1979, Page 28

Morgunblaðið - 25.03.1979, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 Frímerkjasýning í Reykjavík 7.-10. júní Svo sem lesa mátti í Mbl. síðast- liðinn miðvikudag, hefur verið tilkynnt, að frímerkjasýningin Frímerki 79 verði haldin í Álfta- mýrarskóla dagana 7.—10. júní. Er hún í tengslum við þing Lands- sambands íslenzkra frímerkja- safnara, sem væntanlega verður haldið þar í skólanum laugardag- inn 9. júní. Á síðasta landsþingi L. I. F. var gerð sú samþykkt, að þess yrði freistað að halda frímerkjasýn- ingu árlega í beinu sambandi við þingið. Er einkum gert ráð fyrir, i Frímerkjauppboö Félags frímerkjasafnara á Hótel Loftleiöum 7. apríl nk. Fyrir rúmri viku sendi uppboðs- nefnd F. F. út skrá yfir næsta uppboð félagsins, sem verður haldið í ráðstefnusal Hótels Loft- leiða laugardaginn 7. apríl nk., og á það að hefjast kl. 14. Með skránni eru sendar út niðurstöðu- tölur uppboðsins 18. nóv. sl. Er það mjög þarflegt. Aftur á móti hefur hér tekizt svo klaufalega til, að þær eru prentaðar á bakhlið blaðsins, sem ætlað er undir skrif- að íslenzkir safnarar sýni þar og keppi til þeirra verðlauna, sem í boði eru hverju sinni. Er engum vafa undirorpið, að slíkar sýning- ar geta orðið söfnurum mikill hvati, bæði til að auðga söfn sín af góðu efni og eins til að vanda allan frágang þeirra og uppsetningu. Ekki verður erlendum söfnurum bægt frá þátttöku í þessum inn- lendu sýningum og vitaskuld alls ekki þeim, sem eru félagar í frímerkjafélögum hér á landi. Þannig er hugsanlegt, að Islands- samlarna í Svíþjóð sendi eitthvert efni á sýninguna í sumar, en Iesendur muna örugglega margir eftir fallegu og góðu efni þeirra, sem sýnt var á Frímex 77, þegar Félag frímerkjasafnara varð 20 ára. Pósthús verður starfrækt á þessari frímerkjasýningu, eins og venja hefur verið á fyrri sýning- um, og notaður sérstimpill á allar sendingar þaðan. Þá verður sýningunni skipt í samkeppnisdeild, kynningardeild og væntanlega einnig í boðsdeild. Verðlaun verða veitt með vegg- skjöldum með áletruðu merki sýningarinnar, en það hefur Hálf- dan Helgason teiknað. Verður ekki annað séð af meðfylgjandi mynd en það verði mjög stílhreint. Ekki sakar svo að endurtaka það, sem sýningarnefndin hefur tilkynnt, að tilkynning um þátt- töku þarf að hafa borizt til L. í. F. fyrir 1. apríl nk. Ber að senda hana í pósthólf 5530, 125 REYKJAVIK. Frímerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON leg boð á næsta uppboði. Þetta er alveg fráleit ráðstöfun, því að menn vilja að sjálfsögðu eiga niðurstöðutölur hvers uppboðs í skrá sinni. En vilji menn nú senda skrifleg boð, missa þeir þetta blað út úr höndum sér. Auðvitað er þetta gert í sparnaðarskyni af hálfu uppboðsnefndar — og það ber að virða, en á stundum getur sparnaðurinn gengið of langt. Þessu má auðveldlega kippa í liðinn næst. Að þessu sinni verða boðin upp 323 númer eða boð. Við lauslega athugun á uppboðsskrá virðist uppboð þetta vera með hefðbundn- um hætti. Umslög með frímerkj- um á og margs konar stimplum eru þarna eitthvað um 25 og svo margar tegundir stimpla í jafn- mörgum númerum. Nokkuð er áberandj, að fyrstadagsumslög, stimpluð úti á landi, eru öllu fleiri en oft áður. Er það ofur skiljan- legt, þar sem í ljós hefur komið á undanförnum uppboðum, að ýmsir safnarar eru farnir að sækjast eftir þessum umslögum. Sem dæmi má nefna umslag með 25 kr. Alþingishúsi frá 1952, stimpluðu í Borgarnesi. Er það metið til boðs á 35 þús. krónur, en ekki þætti mér ósennilegt, að sú upphæð hækki eitthvað á uppboðinu. bví M*. ST-jat 4fc©Uf» fMáMAlO lí að tæplega eru mörg þess konar umslög til frá þeim stað. Þá verða boðnar upp þrjár blokkir frá 1937, stimplaðar á Eyrarbakka, við Ölfusárbrú og í Bolungarvik á réttum útgáfudegi, 15. maí. Hæst verð í krónutölu fyrir eitt boð er í fjórblokkir af Heimssýn- ingarmerkjunum frá 1940 — eða 120 þús. krónur. Stundum hefur reynzt erfitt að fá boð í fjórblokk- ir, þegar svo hátt er komið, en því miður er krónan okkar alltaf að minnka. Sést það vel á því, að á frímerkjauppboði í október sl. voru þessi merki í fjórblokkum og með jaðri metin á 80 þús, og slegin fyrir 82 þúsund. Verður nú næsta fróðlegt að fylgjast með, hvernig þessu boði reiðir af. Af einstökum frímerkjum er 2 sk. merki metið hæst eða á 75 þús., enda er það stimplað í Miklaholti, og sá stimpill er næsta sjaldséður og því eftirsóttur. Hætt er líka við, að upphafsboðið hefði orðið snöggtum hærra en þetta, ef merkið væri alveg heilt, en á það vantar tvo horntakka. Og það gerir gæfumuninn. Stimplað ein- tak og heilt af þessu verðgildi er i Facit verðlagt á 3300 sænskar krónur. Ef við gerum ráð fyrir, að ekki minna en 70% af því sé nokkurn veginn sanngjarnt verð með þessum stimpli á, verður það í ísl. krónum um 170 þúsund. Jafn- vel þótt verðið væri eitthvað lækkað frá þessu, sést hér greini- lega, hversu mikið það gerir í augum safnarans, þegar takka vantar á svo gömul merki. Nýleg frímerki með slíkum galla væru alveg verðlaus. Eiga „leikmenn" í frímerkjasöfnun oft erfitt með að átta sig á þessu. En þrátt fyrir tiltölulega lágt mat á þessu 2 sk merki er ég engan veginn viss um, að boð fáist í það. Þá ályktun dreg ég af fyrri uppboðum hér á landi og svo þeim uppboðum, sem ég hef getað fylgzt með erlendis. Safnar- ar virðast oft gera miklar kröfur til þessara gömlu merkja, bæði um takka, lím og almennt útlit. En þá verða þeir vitaskuld að vera undir það búnir að greiða vel fyrir þau, svo að þeir geti fyllt upp í söfn sín. Því miður leyfir rúmið ekki nákvæma upptalningu á því, sem upp verður boðið 7. apríl. Þeir, sem hug hafa á að kynna sér uppboðsefnið, geta fengið upp- boðsskrána keypta í frímerkja- verzlunum eða beint frá F. F. Efnið verður til sýnis á uppboðs- stað laugardaginn 31. marz kl. 14—17 og svo aftur 7. apríl kl. 10—12, en sjálft uppboðið hefst kl. 14, svo sem áður er sagt. Skrifleg boð þurfa að berast fyrir 2. apríl. Ekki verður þetta siðasta frí- merkjauppboð á þessum vetri eða vori, því að Hlekkur sf. ætlar að efna til uppboðs sunnudaginn 13. maí. Svo er ekki alveg óhugsandi, að uppboð verði í júní í tengslum við sýninguna Frímerki 79, en þó mun það ekki enn afráðið. Frá þessu verður reynt að segja nánar hér í þættinum, þegar allt liggur ljóst fyrir. Ný frímerki 30. apríl Póststjórnin mun hafa ráðgert, að fyrstu frímerki þessa árs yrðu þau tvö frímerki í fiokknum Merk- ir Islendingar, sem boðuð voru um áramótin, og kæmu þau út í þessum mánuði. Nú hefur Rafn Júlíusson póstmálafulltrúi tjáð mér, að af því geti ekki orðið og þau verði að bíða enn um sinn. Evrópumerki þessa árs verða þess vegna fyrstu merkin, sem út koma, og hefur útgáfudagurinn verið ákveðinn 30. apríl. Ekki hefur póststjórnin enn sent út tilkynningu eða myndir af þessum merkjum, svo að fyrir bragðið er ekki hægt að lýsa þeim nánar að þessu sinni. Úr því að svona tókst til með Merku Islendingana, ætti póststjórnin að reyna að haga því svo til, að þau merki komi út um sama leyti og frímerkjasýningin stendur í júní. Á ég tæplega von á öðru en það yrði vel þegið af söfnurum, og áreiðanlega tapaði póststjórnin ekki á þeirri ráðstöf- un. Og hvað vilja menn meira, þegar báðir hafa hag af? Msmma v , - . jmmfmmHim. Glimákra vefstólar Viö kynnum nú sérstaklega hina þekktu GLIMÁKRA vefstóla. Á loftinu í Hafnarstræti 3 eru nú uppsettir vefstólar, sem eru hentugir bæöi fyrir skóla og heimili. Veriö velkomin að líta inn og taka í vefinn. ÍSLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR Hafnarstræti 3. NU ERU n a r\ GOÐRAÐ Þér er boðið að hafa samband við verkfræði- og tæknimenntaða ráðgjafa Tæknimiðstöðvar- innar ef þú vilt þiggja góð ráð i sambandi við eftirfarandi: Vökvadœlur VVVIvVIVIVMIMI ogdrif Eitt samtal við ráðgjafa okkar, án skuldbindíngar, getur sparað þér stórfé hvort sem um er að ræða vangaveltur um nýkaup eða vandamál við endurnýjun eða viðgerð á þvi sem fyrir er. in VERSLUN - RÁÐGJÖF - VIÐ G E RÐA RÞJÓNUS TA Smíójuveg 66. 200 Kópavogí S:(91)-7B600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.