Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 Seldu afla er- lendis fyrir 5111 millj. á hálfu ári Á SEX mánaða tímabili, frá nóvember 1978 til apríl 1979, seldu íslenzk skip rúmlega 15 þúsund lestir af fiski í erlendum höfnum fyrir tæpar 5111 milljónir króna. Samkvæmt lauslegri áætlun Fiskifélags íslands um útflutningsverð, fari allur aflinn í frystingu hér heima, er fob. útflutningsverðmæti frystra afurða og verðmæti úrgangs til fiskimjölsverksmiðju 3590 milljón- ir króna og áætlaður vinnslukostnaður er 910 milljónir króna. Þetta kom fram í svari sjávarútvegsráðherra, Kjartans Jóhannssonar, við fyrirspurn frá Geir Gunnars- syni alþ.m. á Alþingi í gær. Landanir á tímabilinu voru 142 þar af 101 í Bretlandi og 40 í Vestur-Þýzkalandi. í Bretlandi var landað um 9.500 lestum að verðmæti 3536 milljónir króna, í Þýzkalandi um 5,300 lestum að verðmæti 1551 milljón króna og í Færeyjum 136 lestum að verðmæti 23 milljónir króna. með rúmlega 1700 lestir og Siglufjörður með tæplega 1600 lestir. Reykjavíkurtogararnir Ögri og Vigri hafa landað lang- mestu í erlendum höfnum á umræddu tímabili, Ögri 1382 lestum og Vigri 1221 lest. Þá kemur fram í svari ráðherra, að erlendur kostn- aður er talinn 20% af söluand- virðinu eða 1022 milljónir og olíukostnaður vegna siglinga 252 milljónir króna. IIVÖT, félag sjálfstæðiskvenna, hélt markað á Lækjartorgi í gær. Þar voru við afgreiðslu ásamt fleirum þær frú Erna Finnsdóttir, eiginkona Geirs Hallgríms- sonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, lengst til hægri, og frú Vala Thoroddsen, eiginkona Gunnars Thoroddsen, varaformanns flokksins, önnur frá vinstri á myndinni. Þarna sjást þær á tali við Ilvatarkonur og má þekkja frú Kristínu Magnúsdóttur lengst til vinstri. Þegar litið er á ísfisktölur á fyrrnefndu tímabili eftir heimahöfnum skipa kemur í ljós, að fiskiskip frá Reykjavík hafa selt langmest í erlendum höfnum eða rúmar 5 þúsund lestir. Næstur í röðinni er Hafnarfjörður með tæplega 2 þúsund lestir, Vestmannaeyjar Akranes: Leikskóli vígdur Akranrsi. 18. maí. Hagnaður ÍSALs 1978 varð 126,6 milljónirkr. Heildarsalan í fyrra rúmir 23 milljarðar króna IIAGNAÐUR af rekstri íslenzka álfélagsins á árinu 1978 varð 126,6 milljónir íslenzkra króna og hafði fyrirtækið þá greitt framleiðslugjald sem nam 416,4 milljónum króna. Hagnaður á árinu 1977 hafði verið 42,5 milljónir króna og jókst hann því milli ára um 198%. Heildarsala fyrirtækisins nam í fyrra rúmum 23 milljörðum króna. og var nýting verksmiðjunnar í Straumsvík 98,5% af afkastagetu. Söluál var 73,5 þúsund tonn, en alls seldust 71,4 þúsund tonn af áli. Afskipað var 75,3 þúsund tonnum, en af því magni fóru 45,7% til markaða innan Efna- hagsbandalagsins, 22,9% á mark- að Fríverzlunarbandalags Evrópu og 31,4% til annarra landa. Starfsmenn ÍSALs á árinu 1978 * voru 657, þar af 113 fastráðnir starfsmenn, 493 verkamenn, 12 nemar og 39 starfsmenn, sem störfuðu um stuttan tíma. FYRSTA gjöfin til barnanna hór á Akranesi í tilefni ársins verður formlega vígð og tekin í notkun siðdegis n.k. sunnudag 20. maí. bað er nýr leikskóli við Skarðs- braut. sem mun hýsa 35 börn. þegar báðar deildir koma að not- um. en það verður í júlí í sumar. Leikskólinn verður almenningi opinn klukkan 3—7 á sunnudag. Borgarfundurinn um málefni barna hefst í Fjölbrautaskólanum í dag klukkan 10 árdegis. — Júlíus. Aðalfundur ISALs var haldinn í gær og voru reikningar félagsins þar lagðir fram. Eftirspurn eftir framleiðslu félagsins á árinu 1978 var fullnægjandi segir í skýrslu stjórnar félagsins, en verðið var þó fremur lágt. A síðari hluta ársins jókst. eftirspurnin og mark- aðsverð á áli hækkaði talsvert. Þó féll þar skuggi á, sem voru áhrif þess, að dollarinn veiktist. Á árinu 1978 voru framleidd 73,8 þúsund tonn af fljótandi áli Icelander lestaði loðnuhrogn á Skaga Akrancsi. 17. maí 1979. falli spurði fréttamaður um FLUTNINGASKIPIÐ þjóðerni skipsins, en fékk engin „Icelander", sem siglir undir önnur svör en að skipshöfnin fána Panama, var hér í Akranes- væri frá Kóreu. höfn í gær. Það tók 260 lestir af Hér virðast allir hafa nóg að loðnuhrognum frá Heimaskaga starfa, sem vettlingi geta valdið, h/f. og H.B. & C. h/f, sem fer á og hafa yfirstandandi verkföll Japansmarkað. engin áhrif haft þar á, enn sem Áf forvitni í farmannaverk- komið er. Júlíus. Frá talningunni í Sjómannafélagi Reykjavfkur. Sjómannafélag Reykjavíkur: VerkfaUs- heimUd samþykkt ATKVÆÐI voru talin í gær í atkvæðagreiðslu farmanna í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur um heimild til stjórnar félagsins til verkíallsboðunar. 123 greiddu atkvæði og sögðu 114 já en 9 nei. Guðmundur Hallvarðsson ‘ for- maður félagsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að stjórn félagsins myndi halda fund í næstu viku og þar yrði tekin ákvörðun um hvort og hvenær verkfall vrði boðað. Meðfyigjandi mynd var tekin við atkvæðagreiðsluna. „Stjóm verdlagsmála hef- ur f arid úr böndunum” — segir þingflokkur Alþýduflokksins „ÞINGFLOKKUR Alþýðuílokks- ins leggur sérstaka áherzlu á. að stjórn verðlagsmála hefur farið úr böndunum." segir í fréttatil- kynningu, sem borizt hefur frá þingflokki Alþýðuflokksins um ástand og horíur í efnahagsmái- um og viðhorf þingflokksins í þeim efnum. í fréttatilkynningu þing- flokksins segir ennfremur um verðlagsmál: „Ný vinnubrögð þarf að viðhafa í þessum efnum m.a. með því að takmarka a.m.k. á meðan samningaviðræður standa yfir möguleika verðlagsyfirvalda til þess að verða við verðhækkunar- beiðnum. Þingflokkur Alþýðu- flokksins leggur til að það verði gert með lagasetningu þar sem m.a. sé óheimilt að breyta kaupendum í óhag þeim afsláttar- reglum og greiðslukjörum, sem nú gilda, og kostnaðarhækk&nir megi aðeins heimila samkvæmt eftir- farandi meginreglum: a. Framleiðslufyrirtæki megi aðeins fá þá hækkun vöruverðs, sem nauðsynleg er til þess að standa undir hækkun á hráefnis- verði og launahækkunum, sem þegar hafa verið ákveðnar. b. Þjónustufyrirtæki megi aðeins fá þá hækkun þjónustu- verðs, sem nauðsynleg er til þess að standa undir hækkun efnis- kostnaðar og hækkun launa, sem þegar hafa orðið. c. Verslunarfyrirtæki megi aðeins fá þá hækkun sem svarar til erlendra verðhækkana og launahækkana, sem þegar hafa orðið. Verslunarálagning verði bundin föst.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.