Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 15 þess að gefa ríkisstjórn landsins tækifæri og ráðrúm til þess að leysa þetta mikla vandamál, enda hefðu ráðherrar hvað eftir annað sagt opinberlega, að þeir vildu ráðast gegn vandanum með stjórnvaldsaðgerðum. Því hefði VSI ekki viljað spilla. Nú væri hins vegar ljóst, vegna mjög mis- munandi tillagna innan ríkis- stjórnarinnar, að hún myndi ekki grípa til neinna aðgerða á næstu dögum — og því kallaði ástandi ð á viðbrögð af hálfu vinnuveitenda. Páll Sigurjónsson og Þorsteinn Pálsson vildu á blaðamannafund- inum í gær ekki skilgreina nánar, hverjar yrðu hinar „víðtæku varnaraðgerðir" vinnuveitenda, félagsfundur VSÍ myndi taka ákvörðun um það. Hins vegar sagði Páll, að helzt vildu vinnu- veitendur komast hjá því að þurfa að grípa til nokkurra aðgerða, en eins og ástandið væri, sæju þeir ekki hvernig unnt yrði að komast hjá því. Fékk aðsvif í ræðustól neðri deildar HALLDÓR E. Sigurðsson, for- maður þingflokks Framsókn- arflokksins, fékk aðsvif í ræðu- stól í neðri deild Alþingis í gær, um klukkan 15.15, og hné að gólfi. Bragi Níelsson læknir, sem á þessari stundu var í ræðustól efri deildar, var þegar kvaddur til og hlúði hann að þingbróður sínum og fylgdi honum eftir, er hann var borinn út í sjúkrabíl. Þingmaðurinn var kominn til meðvitundar, er hann var bor- inn út, og brosti til viðstaddra. Hlé varð á þingfundum um stund, en deildafundum var haldið áfram að stuttri stundu liðinni. Handavinnu- sýning í Bú- staðasókn AÐ VENJU verður messað í Bú- staðakirkju á sunnudaginn kemur, þann 20. maí kl. 2 síðdegis. En eftir messu verður kirkjugestum boðið að ganga í safnaðarsalina til þess að skoða þar handavinnusýn- ingu, sem opin verður sunnudag- inn allan. Gefur þar að líta muni, sem aldraðir hafa unnið á mið- vikudagssamverustundunum, sem verið hafa í allan vetur undir handleiðslu frú Magdalenu Sigur- þórsdóttur, handavinnukennara. Þarna verða einnig munir, sem unnir hafa verið á námskeiðum Kvenfélags Bústaðasafnaðar í vet- ur. Auk handavinnusýningarinnar er boðið upp á veitingar eftir messuna. Gamlar mynd- ir frá Norðfirði í TILEFNI 50 ára bæjarafmælis Neskaupstaðar er í undirbúningi myndasýning sem ætlað er að sýna þróun byggðar o'g mannlífs í bænum þessi 50 ár og reyndar lengur. Afmælisnefnd Neskaup- staðar hefur því beint því til brottfluttra Norðfirðinga og ann- arra sem kunna að eiga gamlar og sögulegar myndir að þeir láni þær til eftirtöku vegna sýningarinnar. Afhenti trúnaðarbréf Hinn 15. þessa mánaðar afhenti Páll Ásgeir Tryggvason, sendi- herra, Olafi V. Noregskonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Noregi. Er Afghanistan Vietnam Rússa? Washington, 18. maí. AP. UPPREISNIR andstæð- inga kommúnista í Aíghanistan haía breiðzt út til allra 20 fylkja landsins nema tveggja þrátt fyrir umtalsverða tilraun Rússa til að halda átökunum í skefjum sam- kvæmt fréttum sem hafa borizt til Washington. Sumir embættismenn telja að Afghanistan geti orðið Víetnam Rússa þar sem umrótið heldur áfram þrátt fyrir aukna hernaðar- aðstoð Rússa við ríkisstjórn Nur Mohammes Taraki. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði í síðustu viku, að Rússar hefðu sent 1,000 borgaralega ráðu- nauta og 2,000 hermenn til Afghanistan auk ótiltekins fjölda Skora á von Weizsácker Bonn. 18. maí, AP. LEIÐTOGAR vestur-þýzku sam- steypustjórnarinnar hvöttu í dag heimspekinginn og vísindamann- inn Carl Friedrich von Weizs- a—cker til að gerast frambjóðandi þeirra í væntanlegum forseta- kosningum Sambandslýðveldisins í næstu viku. Von Weizsácker mun ekki hafa gert það upp við sig hvort hann tekur áskoruninni. Formaður frjálslyndra, Hans-Dietrich Genscher, og jafn- aðarmaðurinn Willy Brandt, fyrr- verandi kanzlari, sögðust mundu leggja hart að honum að gefa kost á sér í næstu viku. orrustuflugvéla, skriðdreka og þyrlna. Talsmaður ráðuneytisins sagði, að engar órækar sannanir væru fyrir þvi að orrustuflugvélarnar væru mannaðar sovézkum flug- mönnum en vildi ekki útiloka þann möguleika. Ýmsir bandarískir sérfræðingar telja, að mikið sé í húfi fyrir Rússa í Afghanistan ef til vill meira en fyrir Bandaríkjamenn í Víetnam. Ef Rússar geta ekki bælt niður uppreisnina muni múhameðstrúarmenn í Sovétríkj- unum draga af því sínar ályktanir. Castro vingast vid Mexíkana Cozumel. Mexíkó. 18. maí. AP. FIDEL Castro er í heimsókn í Mexikó til þes að efla tengsli Kúbu við landið og veittist í dag að Bandaríkjamönnum fyrir meðferð þeirra á Mexíkönum sem fiytjast ólöglega til Bandaríkj- anna en hrósaði Jose Lopez Portillo Mexíkóforseta íyrir að neita að laga stefnu sfna í olíu- málum að stefnu bandarfsku stjórnarinnar. Castro sagði að atvinnuleysi ylli því að Mexikanar færu yfir banda- rísku landamærin og kvað undir- rót vandamála Mexíkós illa með- ferð Mexíkana af hendi Banda- ríkjamanna. Hann kvaðst styðja kröfur Mexíkana um réttláta og mannúðlega meðferð af hendi Bandaríkjamanna. Þetta er fyrsta heimsókn Castros til Mexíkó síðan hann fór þaðan til þess að hefja bylt.ingu sína á Kúbu fyrir 23 árum. Lopez Portillo forseti sagði, að olíumál hefðu verið eitt af um- ræðuefnum hans og Castros. Get- um ér að því leitt að Kúbumenn vilji fá olíu frá Mexíkó í stað þeirrar sem þeir flytja inn frá Sovétríkjunum, en Lopez Portillo gaf í skyn að þeir hefðu rætt olíumál almennt. Veður Akureyri -3 skýjaó Amsterdam 14 heiöskírt Apena 26 skýjaó Barcelona 21 pokumóóa Berlín 23 skýjaó Bruatel 19 skýjaó Chicago 28 skýjað Frankfurt 18 rigning Genf 18 skýjaó Helsinki 17 skýjaó Jerúsalem 20 heióskírt Jóhannesarb. 20 léttskýjað Kaupmannah. 23 skýjaó Lissabon 20 heiðsktrt London 15 skýjaó Los Angeles 22 heióskírt Madríd 25 heiðskírt Malaga 23 skýjaó Mallorca vantar Miami 27 skýjaó Moskva 28 heióskírt New York 25 heióskírt Ósló 11 rigning París 17 skýjaó Reykjavík i léttskýjaó Rio Oe Janeiro 29 skýjaó Rómaborg 24 heiöskírt Stokkhólmur 19 skýjað Tel Aviv 24 heióskírt Tókýó 20 skýjaó Vancouver 14 skýjaó Vínarborg 26 heiöskírt Þetta gerdist 19. maí Sprenging á Sardiníu SanKari, Sardinfu. 18. mai. AP. TVEIR biðu bana og um 60 slösuðust þegar hluti gamallar byggingar hrundi í sprcngingu í borginni Sassari á Sardiníu. Lög- reglan telur að gasleki hafi vald- ið sprengingunni, en útilokar ekki að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 1977 — Villidýraveiðar bannaðar í Kenya vegna ofveiði. 1974 — Giscard d’Estaing kosinn forseti Frakklands. 1973 — Vestur-þjóðverjar og Rússar undirrita 10 ára samstarfs- samning. 1968 — Allsherjarverkfallið í Frakklandi. 1967 — Rússar staðfesta samning um bann við kjarnavopnum í geimnum. 1915 — Rúm 400 „fljúgandi virki" ráðast á Tokyo. 1906 — Stimplon-göngin opin- berlega opnuð. 1897 — Vopnahlé undirritað í stríði Grikkja og Tyrkja. 1802— Franska Heiðursfylkingin stofnuð. 1798 — Leiðangursher Frakka siglir frá Toulon til Egyptalands — Wellesley skipaður landstjóri Indlands. 1792 — Rússar gera innrás í Pólland. 1692 — Bretar eyða frönskum flota við Cap de la Hogue. 1643 — Orrustan um Rocroi: Frakkar sigra Spánverja. 1635 — Frakkar segja Spánverjum stríð á hendur. 1588 — „Flotinn ósigrandi" siglir frá Lissabon til Englands, 1585 — Hald lagt á ensk skip í spænskum höfnum og stríði þar með lýst yfir. 1554 — Hinrik II af Frakklandi ræðst inn í Niðurlönd. 1536 — Anna Boleyn, önnur drottning Hinriks VIII, hálshöggv- in. Afmæli. J. G. Fichte, þýzkur heim- spekingur (1762—1814) — Nellie Melba, árströlsk óperusöngkona (1861-1931). Andlát. James Boswell, rithöf- undur, 1795 — Nathaniel Hawthorne, rithöfundur, 1864 — W. E. Gladstone, stjórnmála- leiðtogi, 1898 — T. E. Lawrence, landkönnuður, 1935. Innlent. Brezkar freigátur sigla inn fyrir 50 mílna mörkin 1973 — Danska þingið samþykkir hand- ritalögin 1965 — f. Steingrímur Thorsteinsson 1831 — Heklugos hefst 1341 — „Lagarfoss" kemur 1917 — Æstur mannfjöldi sækir fanga í hegningarhús í Vest- mannaeyjum 1933 — „Gullfoss" kemur 1950 — Lífeyrissjóður fyrir verkafólk 1969 — Bernhöftstorfan máluð 1973 — f. Snæbjörn Jónsson 1887 — Birgir Finnsson alþm. 1917. Orð dagsins. Það skaðar engan að borða lítið og tala lítið — Sir John Lubbock, enskur stjörnufræðingur (1803-1865).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.