Morgunblaðið - 19.05.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.05.1979, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAI 1979 Aðgerðir flugumferðarstjóra: Fella niður þjónustu í and- stöðu við gildandi reglur Frá innanlandsdeild flugstjórnarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Tveir menn af fjórum við vinnu, en tveir stólar auðir. LJósm. Kristján segja yfirmenn þeirra Nokkrar seinkanir hafa orðið í innanlandsfluKÍ í Kær og fyrra- da« ok er ástæðan sú, að fluKum- ferðarstjóra í innanlandsdeild vantar þar á vaktir. Þannig voru t.d. í Kær 2 menn af fjórum á vakt. ok var annar þeirra veikur en hinn í orlofi. Flujfmála.stjórn boðaði í «ær fréttamenn á sinn fund þar sem fulltrúar hennar, yfirmenn fluKumferðarstjóra. ííerðu >?rein fyrir atvinnumálum fiujíumferðarstjóra, en þeir voru Guðmundur Matthfasson, Valdi- mar Ólafsson oj< Ernst Gíslaso. Guðmundur Matthíasson deild- arstjóri flujjumferðarþjónustunn- ar sagði að ástæður fyrir aðgerð- um flugumferðarstjóra mætti rekja til kjarasamninga frá sl. vori, en eftir þá kjarasamninga hefði komið fram óánæjya flug- umferðarstjóra með röðun í launaflokka. Eru þeir nú í 19. launaflokki, þ.e. þeir sem hafa full starfsréttindi, en höfðu viljað fara í 20. launaflokk, hinn sama og varðstjórar eru í. Höfðu þeir m.a. byggt þá kröfu sína á skipunar- bréfi er flugumferðarstjórar fengu árið 1956 þar sem segir, að eftir 10 ára starf og að fengnum öllum réttindum skyldu þeir vera í sama launaflokki og varðstjórar. Þetta skipunarbréf hafa nú 9 af þeim 16 flugumferðarstjórum, sem starfa í innanlandsdeild. I samantekt Guðmundar Matthías- sonar deildarstjóra segir m.a. um aðgerðir flugumferðarstjóranna: Þessi hópur flugumferðarstjóra hóf aðgerðir fyrri hluta vetrar til að knýja stjórnvöld til undanláts. Fyrst með því að neita að taka nauðsynlegar aukavaktir vegna veikinda og orlofstöku starfs- manna, en síðar með því að neita að annast verklega þjálfun nem- enda í deildinni og með því, þegar starfsmenn vantaði vegna synjun- ar aukavinnu, að skerða þjónustu og jafnvel fella niður alla þjónustu við innanlandsflugið að verulegu leyti í andstöðu við gildandi starfsreglur um takmörkun þjón- ustu við slíkar aðstæður (aðrir flugumferðarstjórar, er ekki starfa í innanlandsdeildinni, hafa ekki tilskilin starfsréttindi til að starfa í innanlandsdeildinni). Þegar þessar aðgerðir leiddu til stöðvunar flugs í febrúarmánuði s.l., var gripið til þess ráðs, til að draga úr óæskilegum áhrifum aðgerðanna á flug, að breyta vaktaskrá þessara flugumferðar- stjóra með tilskildum mánaðar- fyrirvara og skipa fleiri flugum- ferðarstjóra á dagvaktir en næt- urvaktir. Fram að þeim tíma höfðu þessir flugumferðarstjórar verið nokkuð jafnt á dag og næturvöktum. Þessari breytingu á vaktaskrá mótmælti FÍF og hafa flugumferðarstjórar í innanlands- deild ekki mætt samkvæmt vakt- skrá nema að hluta, þ.e. jafnt á dag- og næturvaktir. Samkvæmt starfsreglum er áætlað að á tímabilinu nóv,—apr. starfi 3 flugumferðarstjórar á dagvakt og 2 á næturvakt í innan- landsdeildinni, en tímabilið maí—okt. 4 á dagvakt og 2 á næturvakt. Það er því augljóst að nauðsynlegt er að geta hagrætt Pétur Pétursson þulur: Halelújakonsert útvarpsráðsmanna Formanni útvarpsráðs, Olafi Einarssyni, fer sem fyrr. Morgun- blaðið og íhaldsmeirihluti Reykja- víkurbæjar 1932 hefir siðferðis- vinning yfir hann. Bæjarstjórnin veitti „sendinefnd áheyrenda fyrir utan“ viðtal og tók mark á henni. Ólafur neitar Andófi '79 um aug- ljósan rétt. Velvakandi Morgun- blaðsins gagnrýndi mig fyrir störf í morgunútvarpi. En hann lét lesend- um blaðsins eftir að kveða upp sinn dóm. Birti ummæli mín nær öll, orði til orðs. Með því móti gátu lesendur blaðsins myndað sér skoðun um það hver sök mín væri, ef hún var þá nokkur, önnur en sú að ræða um heilnæmt fjallaloft og hollustu gönguferða Ferðafélagsins og annarra samtaka göngugarpa. Sagnfræðingurinn sem grúfir sig yfir prentaðar og skráðar heimildir neitar mér um þau sjálfsögðu réttindi að láta staðfest endurrit af ummælum mínum fyljjja fundar- gerð útvarpsráðs. Hann fjölfaidar sleggjudóma Eiðs Guðnasonar og dreifir þeim sem vísdómi útvarps- ráðs undir skjaldarmerki Ríkisút- varpsins. Hvaða dómstóll á byggðu bóli færi þannig að ráði sínu? Svo heimta þessir kallar heil Salómons- musteri á jörðu niðri og glóandi vígahnetti á himinhvolfi svo þeir geti þaðan stjórnað og drepið í dróma, þagað um sannleikann, en breitt út ósannindin. Það á ekki að innsigla tæki útvarpshlustenda og hóta þeim hörðu. Þá á að innsigla ósannindi stjórnendanna sjálfra eða setja á þá sannleiksmæli og birta línuritið. Var það ekki lágmarkskrafa að útvarpsráð birti ummæli mín, þau er það taldi „hnútukast" og „mis- notkun"? Hver sæmilega siðaður maður sér, að svo er. En útvarps- ráðsmenn þurfa ekki siðfentes, þám nægir valdið. Þeir segja eins og maðurinn í sjávarháska er sneri sér til Drottins og sagði: „Þú veist, Drottinn, að ég hefi ekki talað við þig í 20 ár, en ef þú skilar mér lifandi á land, skal ég gefa kirkjunni, ég skal gefa henni...“. Þá gall félaginn við: „Svona, þegiðu maður, lofaðu engu. Við erum sloppnir.“ En þeir sleppa ekki svo glatt. Fólk með fullri dóm- greind lætur ekki bjóða sér svona trakteringar af mönnum í ábyrgðarstöðum. Þegar lesnar eru í heyrenda hljóði starfsreglur útvarpsstjóra heitir það „hnútukast" á máli Eiðs Guðnasonar og félaga hans í út- varpsráði. Þegar þær hinar sömu regíur eru brotnar þá er það ekki „misnotkun á aðstöðu" heldur er það að leita til „höfuðaðila í málinu, í samræmi við reglur um frétta- flutning“. Hvað sem þeir útvarps- ráðsmenn senda mörg ljósrit af ál.vktunum sínum, þá heldur lygi áfram að vera lygi, og það þótt hún sé ljósrituð. „Höfuðaðilar" í málinu voru ekki Kristján Thorlacius og Tómas Árnason. Þeir voru annar aðilinn er lagði sameiginlegan samning fram og biðu ósigur. Við þann aðila er sigraði í atkvæða- greiðslhnni var ekkert rætt. Ég skil vel að útvarpsráð og frétta- stofurnar tala ekki við seglskip eins og mig. En hvers vegna töluðu þeir ekki við einhvern annan Andófs- mann úr hópi félagsráðgjafa, kennara, hjúkrunarfræðinga, skrif- stofumanna, strætisvagnabílstjóra, lögreglumanna, símastúlkna, lyfja- gerðarfólks, póstmanna. Eða út- varpsstjóra. Hann keypti sjálfur merki. Já, einhvern hinna fjölmörgu er tóku þátt í starfi okkar og unnu frægan sigur. Mín vegna gátu þeir gjarnan talað við Ágúst Geirsson símamann. Raunar V M • Q Ít* u lfSpr J É J . M flugumferðarstjórum á dag- og næturvaktir eftir þörfum. Fram kom á blaðamannafund- inum, að innanlandsdeildin er tvískipt og á dagvakt á sumrin sinna að jafnaði tveir flugumferð- arstjórar innanlandsflugi, og tveir samskiptum við flugvélar á ís- lenzka flugstjórnarsvæðinu vestur af landinu og á flugi yfir landinu í meira en 20 þúsund feta hæð. Sögðu fulltrúar flugmálastjórnar, að væru t.d. tveir menn á vakt, gæti annar þeirra sinnt innan- landsfluginu að nokkru leyti, en hinn samskiptum við flugvélar í var hann einnig einn Andófsmanna, því merki okkar bar hann í barmi, sem og fjöldi annarra símamanna. Hers vegna bauð kjörstjórn BSRB fulltrúum okkar Andófs- manna að vera viðstaddir talningu atkvæðanna? Leit hún á okkur sem „sjálfskipaðan hóp“? Hvers vegna keypti sjálfur Kristján Thorlacius Ándófsmerki af mér við atkvæðatalninguna? Sökum þess, að hann er drengur góður og kunni á þeirri stundu að taka ósigri stjórnarforystunnar. Hvers vegna hafði Ómar Ragnarsson viðtal við mig áður en atkvæðagreiðslan fór fram? Flokkaðist það undir 10. grein reglugerðar útvarpsstjóra um að greint skuli frá upphlaupum og óeirðum? Útvarpsráðsmönnum og sjón- varpsmönnum fer sem í grísku goðsögninni um unglinginn Narcissus. Hann lá dögum saman og starði á mynd sína í vatnsfleti fullur aðdáunar á eigin fegurð. Eða kannski væri nærtækara að nefna Gvend „dúllara". Hann sagði er hann hafði haldið einn af mörgum konsertum sínum: „Mikil unun var nú að heyra til mín í Ziemsensbúð um daginn." í stað þess, að hér á betur við, þá er rætt er framferði ráðamanna, lýsing músikvinar á konsert margra einsöngvara er hann sótti hér í borg. „Sá fyrsti var þannig, að það var auðheyrt að hann hafði lært í hálfan annan tíma hjá þriðja flokks kennara. Hinn næsti hafði að vísu kúltíveraða framkomu, en var búinn að tapa röddinni. Þriðji virtist ekki eiga annað erindi, en „simply to make noise“. Það besta við konsertinn er það, að ekki er hægt að endurtaka hann.“ Ég vona, vegna útvarpshlustenda, að Hallelújakonsert þeirra útvarps- ráðsmanna verði aldrei endurtek- inn. Færi svo, óska ég þess að söngvarinn með „kúltiveruðu framkomuna" verði búinn að fá „röddina". Ég læt bíða betri tíma að ræða um „Óháða fréttamanna- söfnuðinn“. Pétur Pétursson, þulur. millilandaflugi, en ljóst væri að skerða þyrfti þá að einhverju leyti þjónustu við báða þessa hluta flugsins. Hins vegar höguðu flug- umferðarstjórarnir því svo til, að báðir sinntu millilandafluginu, en hvorugur innanlandsfluginu og því kæmu aðgerðir þeirra niður á því þegar ekki væri hægt að fljúga sjónflug. Þá sögðu fulltrúar flugmála- stjórnar að hraða þyrfti þjálfun flugumferðarstjóra og að ekki skorti vilja stjórnvalda til að hraða henni. Myndu á næstu 1—2 árum ljúka þjálfun þeirra manna er nú stunduðu nám og yrði þá flugumferðarstjórar nógu margir til að leysa af vegna orlofs og ætti þá aukavinna vegna orlofstöku að hverfa að mestu að óbreyttum aðstæðum. Þeir sögðu að til að koma algjörlega í veg fyrir auka- vinnu vegna orlofs og hugsanlegra Framkvæmda- sjóður Ríkis- útvarps efldur Mcðal laga, sem samþykkt voru á Alþingi sl. fimmtudag, voru lög um aðstoð við þroskahefta, breyt- ing á útvarpslögum og breyting á jarðræktarlögum. Aðstoð við þroskaheíta Samkvæmt nýj^um lögum um aðstoð við þroskahefta skal stofna sjóð, er nefnist Framkvæmdasjóður öryrkja og þroskaheftra og verður í vörzlu félagsmálaráðuneytis. Hlut- verk sjóðsins er að fjármagna þær framkvæmdir, sem taldar eru í 1. mgr. 17. gr. laga um þetta efni. Skv. hinum nýju lögum skal ríkissjóður leggja sjóðnum til a.m.k. 1000 m. kr. árlega, verðtryggðar, miðað við verðlagsvísitölu 1979. Hér er í fyrsta sinn verðtryggður bundinn útgjaldaliður hjá ríkissjóði og var nokkur ágreiningur um það atriði en ekki fjárframlagið sem slíkt. Nafnakall fór fram um breytingar- tillögu, sem fól í sér niðurfellingu verðtryggingar. Já sögðu flutnings- menn: Sverrir Hermannsson og Páll Pétursson — og Matthías Bjarnason og Matthías Mathiesen. veikindatilfella yrði fjöldi flugum- ferðarstjóra 6—8 mánuði ársins langt umfram það sem nú væri nauðsynlegt flugumferðarinnar vegna og kæmi þar til hinn mikli munur á sumar- og vetrarumferð. Nokkur undanfarin ár hafa sam- gönguráðuneytið og Félag ísl. flugumferðarstjóra gert með sér samkomulag fyrir eða í upphafi orlofstímans um lausn orlofsmála, en ekki væri enn séð fyrir endann á því vandamáli að þessu sinni. „Meðan flugumferðarstjórar í inn- anlandsdeild halda uppteknum hætti, þ.e. að synja aukavöktum, mæta ekki samkvæmt gildandi vaktskrá og takmarka flugumferð ekki samkvæmt gildandi starfs- reglum, þegar þess er þörf, má búast við skertri þjónustu þegar forföll verða vegna veikinda eða starfsmenn taka sér orlof," segir í lokaorðum greinargerðar flug- málastjórnar. Sverrir Hermannsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og minnti á ákvæði nýlegra efnahagslaga ríkis- stjórnar um endurskoðun bundinna útjíjaldaliða, sem verðtryggt ríkis- sjóðsframlag stangaðist á við; stefndu því þessi tvenn lög sín í hvora áttina. Hann sagðist ekki andstæðingur þroskaheftra, þó að hann væri andstæðingur núv. ríkis- stjórnar, og þyrfti ekki endilega að blanda þessu tvennu saman. Minnti á afstöðu sína til fjáröflunar í þágu þessa þjóðfélagshóps í fyrri þing- málum. Hér væri hins vegar farið út í sjálfvirkni hækkunar í bundn- um ríkisútjíjöldum, sem gengi þvert á markaða stjórnarstefnu í ríkis- fjármálum og gæti verið varhuga- vert fordæmi. Útvarpslög Breytingin á útvarpslögum felur það í sér að Ríkisútvarpið skuli ár hvert leggja 10% af brúttótekjum sínum í sérstakan Framkvæmda- sjóð. Hér er um tvöföldun þessa framlags að ræða, var áður 5%. í greinargerð flutningsmanns (Vilhj. Hjálmarssonar fv. menntamálaráð- herra) kom fram, að þessi breyting er fyrst og fremst gerð til að stofnunin geti staðið betur að fjár- mögnun byggingar nýs útvarps- húss, sem sé fjárfrek og kostnaðar- söm framkvæmd. Bundið ríkisfram- lag til þroska- heftra verðtryggt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.