Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 3 Erfingjar Gunnars Gunnarssonar: Gáfu Stofnun AmaMagnús- sonar hand- rit og bækur Ragnar Arnalds menntamálaráðherra tók við gjafabréfinu fyrir hönd Stofnunar Árna Magnússonar. ERFINGJAR Gunnars Gunnarssonar rithöfund- ar og Franziscu Gunnars- son, konu hans, hafa gef- ið Stofnun Árna Magnús- sonar bækur, bréf, skjöl og ýmsa aðra persónu- lega muni er tilheyrðu lífsstarfi þeirra beggja. Var gjöf þessi afhent við athöfn í Stofnun Árna Magnússonar í gær, 18. maí, en þann dag hefði Gunnar Gunnarsson orð- ið níræður. Franzisca Gunnarsdóttir afhenti gjöfina og tók Ragnar Arnalds menntamálaráð- herra við henni fyrir hönd stofnunarinnar. í ávarpi sínu við afhendinguna sagði Franzisca Gunnarsdóttir að erfingjarnir gæfu þessa muni vegna þess, að þeir væru þeim hjartfólgnir og þeir vildu gera sitt til þess að þeir fengju að standa sem heild og glötuðust ekki. „íslenzka þjóðin átti hug afa og ömmu og hjarta," sagði Franzisca, „því fannst okkur þetta tilheyra þjóðinni en ekki einungis okkur, sem ofur smáum hluta hennar. Við gefum Stofn- un Árna Magnússonar þessa gjöf því okkur finnst hún öðrum stofnunum fremur vera ímynd okkar íslenzku menningar. Þá fyrir þær sakir að hún geymir okkar dýrmætasta menningar- arf, að því janframt ógleymdu að afi var með fyrstu mönnum til þess að berjast fyrir því að fá handritin heim. Og það áratug- um áður en það mál komst í algleyming. Afi var grein af því mæta tré, sem er okkar menningarstofn og rætur þess nærðu hann. Ég vil sérstaklega geta ömmu minnar, Franziscu, því afi hefði aldrei getað unnið sitt lífsverk eins og raun varð á ef hún hefði ekki fórnað sér algjörlega fyrir hann og það lífsverk. Hennar þáttur í hans starfi er miklu meiri en flestir gera sér grein fyrir.“ í lok ávarps síns lét Franzisca Gunnarsdóttir þess getið að þeir sem kynnu að eiga t.d. bréf frá afa hennar og ömmu kæmu því til Stofnunar Árna Magnús- sonar. Ragnar Arnalds menntamála- ráðherra sagði í ávarpi er hann flutti að Gunnar Gunnarsson væri óumdeilanlega einn mikil- hæfasti rihöfundur sem islenzka þjóðin hefði eignast, hann hefði um áratuga skeið lagt fágætan skerf til menningar þjóðarinnar og í ritverkum sínum hefði hann reist íslenzku mannlífi, hugsun og tilfinningum ódauðlegan minnisvarða. Þrátt fyrir langa dvöl erlendis hefði hann fyrst og fremst verið íslendingur enda ættu flestar sögur hans sér íslenzkt sögusvið og mannlíf að inntaki. I lok ávarpsins færði hann erfingjum Gunnars og Franziscu þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf og sagði að ánægja og heiður væri að veita þessari gjöf viðtöku. I gjafabréfinu eru taldir upp þeir munir sem gefnir voru: Eigin verk Gunnars Gunnars- sonar, handrit, safn hans af norrænum bókmenntur., bréfa- og skjalasafn, ljósmyndasafn þeirra hjóna, úrklippusafn er varða hans eigin verk og áhuga- mál, skrifstofuhúsgögn hans, eirlíkan Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara af Gunnari og rauðkrítarmynd af honum. Ólafur Halldórsson sagði að ákveðið hefði verið að koma munum þessum fyrir í sérstakri Gunnarsstofu, en hún yrði þar sem nú er sýningarsalur hand- rita. Ljósm. Emilía Hagsmunafélag hrossabænda gengst á morgun. sunnudag. fyrir degi hestsins og hefst hann kl. 14 á Melavellinum í Reykjavík. Koma þar fram um 70 hestar, en í dag verða kynntir stóðhestar á Víðivöllum, en dómnefnd heíur gefið þeim einkunnir og verður þá tilkynnt um þær. Gísli B. Björnsson sem sæti á í undirbúningsnefnd sagði að á Melavellinum mætti sjá marga af helztu gæðingum landsmanna. verðlaunahesta, og yrðu margs konar atriði sýnd, bæði af unglingum svo og eldri og þekktum hestamönnum. Yrði t.d. sýndur kerruakstur, stökk yfir hindranir o.fl. en gert er ráð fyrir að dagskráin standi yfir í l'/2—2 tíma. Á myndinni eru bræðurnir Gísli og Eyjólfur Gíslasynir á Kóp og Svölu frá Ilofsstöðum. Sjúkrarúmið 50 þús. kr. á dag DAGGJÖLD á sjúkrahúsum verndarstöðinni á Barónsstíg borgarinnar voru lögð fram á er 23.300 kr., á Hvftabandinu fundi sjúkrastofnana Reykja- við Skólavörðustíg 16.700 kr. á vikurborgar. Eru heildardag- Fæðingarheimilinu við Eiríks- gjöldin á Borgarsjúkrahúsinu i götu 30.700 kr., í Arnarholti Fossvogi frá 1. marz 51.500 kr. 19.200, á Grensásdeild 22.900 og Heildardaggjald á Heilsu- í Hafnarbúðum 23.600 kr. Afmælishappdrætti S j álfstæðisflokksins allan daginn frá og með næsta sækja andvirði heimsendra miða, mánudegi. Þeir, sem óska að láta hringi í síma 82900. 1923 AFlVMEUSMARRÖRÆTfTt 1QOO : GIO 3. uúruf 1973 • • Nýtt fiskverð: „Engar fréttir fyrr en i lok næstu viku Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú hrint af stokkun- um landshappdrætti, sem tengt er 50 ára afmæli hans 25. maí n.k. og er verið að leggja síðustu hönd á útsendingu happ- drættismiða til stuðnings- manna flokksins. I bréfi formanns flokksins, varaformanns og framkvæmdar- stjóra, sem látið er fylgja til þeirra, sem fá senda miða, segir: „Sjálfstæðisflokkurinn er nú í þeirri óvenjulegu aðstöðu að vera í stjórnarandstöðu á Alþingi, í borgarstjórn Reykjavíkur og í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins. Sú staða krefst óvenju- mikils starfs hjá flokknum. Öflugt flokksstarf kostar mikið fé, en um fjármagn getur flokkur- inn ekki leitað annað en til stuðningsmanna sinna. Happ- drættið gegnir veigamilku hlut- verki í fjáröflun flokksins. Því heitir Sjálfstæðisflokkurinn á alla, sem vilja ljá honum lið, að þeir veiti þessari fjáröflun góðan stuðning og stuðli þannig að nýrri flokkslegri sókn og um leið að betra þjóðlífi á íslandi." Skrifstofa happdrættisins er í Valhöll, Háaleitisbraut l, og er hún opin í dag kl. 13 til 17 og síðan „ÉG á ekki von á því að neitt verði að frétta af ákvörðun fisk- verðs fyrr en í lok næstu viku,“ sagði Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar í samtali við Mbl. í gær, eri Jón er oddamaður í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins. sem nú fjallar um nýtt fiskverð. „Það er ljóst að tengja verður fiskverðsákvörðunina við annað sem er að gerast í þjóðfélaginu. Við verðum að bíða eftir því hvað kemur út úr verðbótaákvörðun og hvort almenn launabreyting verður önnur að auki.“ Aðspurður um það hvort ríkis- stjórnin yrði ekki að leggja línurn- ar við fiskverðsákvörðunina vegna olíuvandans sagði Jón að þetta væri hiklaust vandi, sem ríkis- stjórnin yrði að taka á. „Mér er ekki kunnugt um það hvort endan- legar ákvarðanir hafa verið teknar í málinu en ríkisstjórnin hefur rætt það mikið og sjávarútvegs- ráðherra hefur lagt þar fram vissar tillögur," sagði Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.