Morgunblaðið - 19.05.1979, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAI 1979
Birgir Isl. Gunnarsson:
,4sbjöminn” á
N ordurgardi
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfuiltrúi
Fréttastjóri
Auglýsíngastjóri
Ritstjórn og afgreiósla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Askríftargjald 3000.00 kr. á mánuói innanlands.
Í lausasölu 150 kr. eintakiö.
Höfðingi
framkvæmdanna
Isamtali við Ingvar Vil-
hjálmsson, sem birtist í
Morgunblaðinu hinn 26.
október 1969 lýsti hann lífs-
starfi sínu með svofelldum
orðum: „Ég sé ekki eftir að
hafa haslað mér völl í þeirri
starfsgrein, sem hefur átt
hug minn allan. Ég hef oft
verið heppinn og það hefur
komið sér vel. Starfi út-
gerðarmannsins fylgja
miklar áhyggjur. Hann
verður að vera vel vakandi
til að forðast brotsjói og
slæmar ágjafir. En ég hef
ávallt haft góðu fólki á að
skipa í hverju rúmi.“
Þetta var fyrir einum ára-
tug er Ingvar Vilhjálmsson
var sjötugur. Þá er starfs-
degi flestra venjulegra
manna lokið. Ingvar Vil-
hjálmsson hefur hins vegar
haldið ótrauður áfram með
sonum sínum tveimur. Þeir
feðgar hafa ráðizt í það
þrekvirki að byggja við
Reykjavíkurhöfn fullkomn-
asta frystihús á Islandi og
þótt víðar væri leitað.
Að ganga um frystihús
ísbjarnarins hið nýja er
eins og að ganga inn í nýja
öld. Slík þáttaskil markar
það í fiskvinnslu á íslandi. í
raun er erfitt að trúa því,
þegar fylgst er með fisk-
vinnslu í hinu nýja frysti-
húsi, að þetta fiskvinnslu-
fyrirtæki sé til á íslandi. Og
það er með algerum ólíkind-
um, að það hafi verið byggt
af einstaklingum. En hvort-
tveggja er staðreynd, stór-
fenglegt dæmi um samstöðu
föður og sona, stórkostlegt
dæmi um framtak og
dirfsku einstaklinga.
Ingvar Vilhjálmsson byrj-
aði með tvær hendur tómar.
Með dugnaði, framtakssemi,
útsjónarsemi, dirfsku og
framsýni hefur þessi „höfð-
ingi framkvæmdanna" eins
og hann hefur verið
kallaður, náð • slíkum
árangri með lífsstarfi sínu,
að ævintýri er líkast. Þegar
frystihúsið nýja var sýnt
gestum í fyrradag þakkaði
hinn aldni framkvæmda-
maður Landsbanka íslands
það traust sem sér og fyrir-
tæki sínu hefði verið sýnt.
Jónas Haralz, bankastjóri
landsbankans, minnti þá á,
að það er ekki bankinn, sem
skapar traustið heldur
maðurinn sjálfur, Ingvar
Vilhjálmsson. Bygginga-
meistari frystihússins sagði
frá því, er hann fyrir fjöl-
mörgum árum sá um fram-
kvæmdir fyrir Ingvar Vil-
hjálmsson á Seyðisfirði og
hafði orð á því að verkið
yrði dýrt. Það er ekki aðal-
atriðið, heldur „hvernig
strákurinn stendur sig“,
sagði útgerðarmaðurinn,
sem hafði falið öðrum sona
sinna umsjón framkvæmda.
Það er áreiðanlega einhver
mesta gleði í lífi Ingvars
Vilhjálmssonar að fylgjast
með því hve synir hans hafa
lyft merkinu hátt á loft og
hversu langt þeir hafa náð
með reynslu og kjark föður
síns að bakhjarli.
Til þess að byggja frysti-
hús á borð við það, sem
Isbjörninn hefur nú byggt,
þarf reynslu, framsýni og þó
fyrst og fremst kjark. Unn-
endur einkaframtaks á Is-
landi hljóta að hrífast af því
afreki, sem feðgarnir hafa
unnið með byggingu frysti-
hússins nýja. Það er lýsandi
dæmi um það hverju einka-
framtakið getur fengið
áorkað. Það verður ein-
staklingum í atvinnurekstri
hvatning til að. lát'a ekki
deigan síga, þótt á móti
blási á stundum. Það mun
hleypa nýjum þrótti, kjarki
og dug í alla þá, sem berjast
fyrir einkaframtaki og taka
þátt í uppbyggingu þess í
atvinnulífinu. Um leið vísar
frystihús ísbjarnarins veg-
inn í fiskvinnslu á íslandi.
Það sýnir okkur hvert skal
stefna. Það gefur okkur
hugmynd um hvers konar
iðjuv§r hægt er að byggja
upp á íslandi á grundvelli
auðlinda hafsins. Morgun-
blaðið óskar þeim feðgum og
starfsfólki þeirra til ham-
ingju með það þrekvirki,
sem unnið hefur verið og
öllum einkaframtaksmönn-
um og unne;ndum einka-
framtaks á Islandi sömu-
leiðis til hamingju með
þetta glæsilega tákn
dugnaðar og framtakssemi
einstaklingsins.
Ég verð að viðurkenna að sjald-
an hef ég gengið um fyrirtæki með
meiri ánægju og stolti en s.l.
fimmtudag, þegar gestum var
boðið að skoða hið nýja frystihús
„ísbjarnarins" við Norðurgarð í
Reykjavík. „Ég hef skoðað mörg
frystihús um víða veröld," sagði
einn víðförull áhugamaður um
fiskvinnslu, „en ég fullyrði að
þetta er fullkomnasta frystihús í
veröldinni," bætti hann við.
Glæsilegt
fyrirtæki
Hvað sem slíkum fullyrðingum
líður, þá er víst að hér í Reykjavík
hefur nú tekið til starfa glæsi-
legasta og fullkomnasta frystihús
á landinu. Þar fer saman notkun
nýjustu tækni við vinnsluna,
frábær aðbúnaður starfsfólks og
smekkvísi í hönnun og frágangi
byggingarinnar.
Hvað getur sveitarfélag gert til
að örva og efla atvinnulíf í sínu
byggðarlagi? Sú spurning hlýtur
að vakna, þegar slíkt fyrirtæki er
skoðað, sem verða mun einn af
hornsteinum atvinnulífsins í borg-
inni. Svarið við þeirri spurningu
skiptist eftir stjórnmálaflokkum.
í öllum umræðum um atvinnulíf í
Reykjavík undanfarin misseri
hefur það glöggt komið fram, að
vinstri flokkarnir treysta fyrst og
fremst á forsjá hins opinbera.
Fjármagni sveitarfélagsins á að
verja í sem ríkustum mæli til að
byggja upp opinber fyrirtæki.
Bæjarútgerð á að efla og verja til
þess hundruðum milijóna og
stofna á opinber fyrirtæki í sem
flestum greinum og verja til þeirr-
ar fjárfestingar stórum hluta af
skatttekjum borgarsjóðs.
Tákn einka-
framtaksins
Við sjálfstæðismenn trúum því
hinsvegar, að bezta leiðin til að
efla atvinnulífið og örva fram-
leiðsluna sé að hvetja einstakling-
ana og samtök þeirra til dáða.
Hlutverk sveitarfélagsins á þá að
vera að skapa aðstöðu, — að reyna
með ýmsum óbeinum aðgerðum að
örva framtaksmennina og laða
fram þann kraft og frumkvæði,
sem í einstaklingunum býr.
Hið nýja frystihús ísbjarnarins
er glæsilegt dæmi um þau Grettis-
tök, sem dugmiklir einkafram-
taksmenn geta lyft. Á því hlýtur
að vera vakin athygli nú, að
„ísbjörninn“ hefur byggt upp
þetta glæsilega atvinnufyrirtæki
og um leið greitt fulla skatta og
skyldur til ríkis og borgar á sama
tíma og Bæjarútgerð Reykjavíkur
sækir hundruði milljóna ár hvert í
Borgarsjóð til að standa undir
fjárfestingum og hallarekstri.
Opinber rekstur
— einkarekstur
Ekki vil ég álasa forystumönn-
um Bæjarútgerðar Reykjavíkur,
enda hef ég átt þar hlut að máli
SBJORNINN/Í
Þorsteinn Gylfason:
Athöln og ábi
Jónatan Þórmundsson á miklar
þakkir skildar fyrir athugasemd
sem hann gerir í Morgunblaðinu
16da maí við grein mína um
líknardráp í sunnudagsblaðinu
13da maí. En um leið og ég þakka
honum, hlýt ég að biðja
velvirðingar á ógætilegum orðum
mínum um skrif starfsbróður
okkar í Háskólanum, Björns
Björnssonar. Ég hafði getið
þriggja höfunda um líknardráp í
Úlfljóti 1976 — hinn þriðji var
Örn Bjarnason skólayfirlæknir —
og sagði að Björn væri einn þeirra
þremenninga um að víkja að
sjúkradrápum í Þýzkalandi á
styrjaldarárunum síðari. Þar
hefði átt að standa að Björn væri
einn um að taka fullt tillit til
þessara sjúkradrápa eða eitthvað í
þá veru. En ég geri þá meginkröfu
til skilgreiningar á líknardráps-
hugtakinu — og virðist hún
raunar sjálfgerð — að slík sjúkra-
dráp verði ekki með ncinu móti
talin til líknardrápa.
Kjarni þessa máls er sá að við
höfum þrennt fyrir okkur. í fyrsta
lagi skýr og ótvíræð dæmi líknar-
drápa; eitt slíkt er dæmi Harts af
hermanninum í brennandi bílnum.
í öðru lagi skýr og ótvíræð dæmi
þess að fólk sé tekið af lífi, eða því
ieyft að deyja; undir yfirskini
líknardrápa, hin frægustu úr
Þýzkalandi. í þriðja lagi höfum
við svo ótalmörg dæmi þess að
ekki liggi í augum uppi hvort um
líknardráp er að ræða eða ekki.
Eitt slíkt er kannski sorgarsaga
piltsins sem svipti gamalmenni
lífi á sænsku sjúkrahúsi í vetur
leið; annað er dæmið sem ég tók í
grein minni af lífláti barna sem
Downseinkenni ásköpuð.
eru
Þegar svona stendur á hlýtur
aðferð okkar að verða sú að miða
skilgreiningu hugtaksins sem um
er að tefla við ótvíræðu dæmin, og
spyrja síðan hvort vafatilfellin
falli undir þessa skilgreiningu eða
ekki. Um það sem nú er sagt
virðumst við Jónatan reyndar
vera á einu máli, því hann telur
okkur báða líta svo á að umræddir
atburðir (í ' Þýzkalandi séu
„nokkurs konar viðmiðun um skil-
greiningu líknardráps".
Nú fæ ég ekki séð að
skilgreining Jónatans á líknar-
drápi hlíti þeim skilmálum sem
hér eru raktir. Það er að vísu rétt
að skilgreiningin, eins og ég tek
hana upp í grein minni, er ekki
allt sem hann segir um líknar-
drápshugtakið, heldur tekur hann
fram í skýringargrein við hana að
hún skuli ekki ná yfir „vansköpun
og andlega annmarka". En þetta
dugar ekki til: tilskipun Hitlers
frá lsta september 1939 náði til
miklu margvíslegri vanheilinda en
vansköpunar og geðveiki, eins og
ég raunar nefndi í grein minni: til
dæmis Parkinsonsveiki, heila- og
mænusiggs, niðurfallssýki,
lömunarveiki, æxlavaxtar í heila
og allra alvarlegra hrörnunar-
sjúkdóma. Við þetta bætist að við
getum aldrei treyst því að
ski'greining sé tæmandi ef henni
þarf að fylgja upptalning undan-
tekninga, því ætíð er hætt við að
sitthvað vanti í slíka upptalningu
sem þar ætti heima að réttu lagi.
Jónatan nefnir líka í athuga-
semdinni að hann leggi þunga
áherzlu á raunverulega
líknarhvöt í útlistunum á skil-
greiningu sinni. Þetta er vitaskuld
rétt, en breytir engu um kjarna
málsins að ég bezt fæ séð. Fyrst
má ef til vill geta þess að Jónatan
virðist auðvelda sér að gera ein-
lægni hvata svo hátt undir höfði
með því að taka tiltölulega augljós
dæmi af „ímynduðum hvöturn"
sem hann kallar svo; þar á meðal
dæmið af hinu danska dómsmáli
frá 1961 sem hann víkur að í lok
athugasemdarinnar. En ég hafði í
grein minni nefnt að það sé okkur
einatt óljóst jafnvel hvort okkur
gangi yfirhöfuð meðaumkun til í
einhverjum gerðum okkar, fremur
en að þær ráðist til dæmis af
þrekleysi gagnvart þjáningum
annarra. Og má þá nærri geta að
manni er hálfu torveldara að ráða
jafnvel við sjálfan sig hvort hon-
um er fyllsta einlægni eða ekki, að
ekki sé á það minnzt er um hvatir
annarra er að ræða. En þetta er þó