Morgunblaðið - 19.05.1979, Side 18

Morgunblaðið - 19.05.1979, Side 18
/SBJÖRNINN MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 17 Stúlkurnar önnum kafnar við snyrtingu flakanna í hinum stóra og rúmgóða sal, en um 200 manns starfa í frystihúsinu. Vinnslunni er skipt í snyrtilínur og skurðarlínur og verksvið hvers manns er mjög sérhæft. í loftinu eru hátalarar par sem ýmist er leikin létt tónlist eða lesnar áríðandi tilkynningar til starfsfólks. (Ljósm. 01. K. Mag.) Aukin nýting og meiri sérhæfing í hinu nýja glæsilega frystihúsi — ÞAÐ VAR annaðhvort að ráðast í að byggja nýtt fullkomið frystihús eða endurbæta gamla ísbjörninn á Seltjarnarnesi og að athuguðu máli töldum við hyggilegt að byggja nýtt hús, sagði Jón Ingvarsson á fundi með fréttamönnum í gær í hinu nýja og glæsilega frystihúsi ísbjarnarins á Norðurgarði í Örfirisey. Fróðir menn segja að þetta frystihús sé annað tveggja fullkomnustu frystihúsa í Evrópu og jafnvel þó víðar væri leitað. Frystihúsið tók til starfa í byrjun þessa árs og er heildarkostnaður við byggingaframkvæmdir nú 1.800 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist þannig að húsbyggingin kostaði 770 milljónir króna, tækja- og vélabúnaður 520 milljónir króna og vextir- og gengistap á byggingatímanum nam 510 milljónum króna eða um 29% af heildarbyggingarkostnaði. Hið nýja frystihús Isbjarnarins er tölvubúið og helztu nýjungar í sambandi við tölvunýtinguna eru í sambandi við nýtingu, skráningu vinnutíma og bónus, en skráningar eru sjálfvirkar. Þá er það einnig algjör nýjung í hinu nýja frystihúsi að stefnt er að sérhæfingu hvers einstaks starfsmanns í snyrtilínum og skurðarlínu, en einnig við vigtun og pökkun svo eitthvað sé nefnt. ísbjörninn h.f. var stofnaður árið 1944. Félagið hóf þá rekstur hraðfrystihúss á Seltjarnarnesi ásamt saltfisk- og skreiðarverkun. Þar var síðan starfrækt hraðfrystihús þar til í lok síðasta árs, er fyrirtækið flutti starfsemi sína í hið nýja frystihús á Norðurgarði í Örfirisey. Jafnframt rekur félagið báta- og togaraútgerð auk loðnubræðslu á Seyðisfirði. 5.2 milljarða króna velta á síðasta ári Á síðasta ári störfuðu um 300 manns hjá ísbirninum og nam heildarvelta félagsins á árinu 5.2 milljörðum króna. Stjórnarfor- maður og forstjóri Isbjarnarins er Ingvar Vilhjálmsson og með- stjórnendur og framkvæmdar- stjórar eru Jón Ingvarsson og Vilhjálmur Ingvarsson. I byrjun þessa áratugar komu fram hjá bandarískri þingnefnd hugmyndir að nýjum lögum um hreinlæti og hollustuhætti í mat- vælaiðnaði, sem sýnt var að gætu haft afleiðingar fyrir íslenzkan fiskiðnað vegna stóraukinna krafna um endurbætur á hrað- frystihúsum hér á landi. Forráða- menn Isbjarnarins ákváðu þá að hefjast handa um byggingu nýs og fullkomins hraðfrystihúss er upp- fyllti þær kröfur um aukið hrein- læti er fram kynnu að verða settar. í apríl 1972 úthlutaði Hafnar- stjórn Reykjavíkur félaginu lóð undir hraðfrystihús á Norðurgarði í Örfirisey og voru arkitektarnir Garðar Halldórsson og Ingimund- ur Sveinsson ráðnir til þess að gera uppdrætti að húsinu. Áður höfðu þeir Helgi G. Þórðarson vélaverkfræðingur og danska verkfræðifyrirtækið E.Th. Mathiesen gert frumdrög að vinnslutilhögun. Einnig var leitað til Sigmunds Jóhannssonar í Vest- mannaeyjum og tæknideildar S.H. um hugmyndir. Baldri Sveinssyni, vélaverkfræðingi hjá S.H., var falið að hanna frystivélakerfi fyrir húsið. Jafnframt var samið við Vilhjálm Þorláksson, bygg- ingaverkfræðing, um burðarþols- teikningar og byggingastjórn. Hönnun vatns-, hita- og loft- ræstikerfa var falin Verkfræði- Sjá næstu síðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.