Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 Allsherjarfundur vinnuveit- enda mun ræða gagnaðgerðir Fundir VSÍ, ASÍ og FFSÍ bodadir á mánudag LJÓST er, að ríkisstjórnin mun ekki grípa til neinna aðgerða á næstu dögum til bjargar þeim vandamálum, sem steðja að á vinnumarkaðinum og það kallar á ákveðin viðbrögð frá hendi Vinnuveitendasambands Islands. Sú hætta er fyrir hendi, að á meðan ríkisstjórnin leitar leiða til lausnar vandanum, geti einstakir hópar launþega náð fram launahækkunum. Það er á ábyrgð innuveitendasam- bandsins að þetta gerist ekki, því að ein undantekning getur rofið alla stífluna og óraunhæfar launahækkanir flætt yfir. Það er því ljóst að VSÍ á um tvo kosti að velja, að semja og reyna að halda niðri kauphækkunum eins og kostur er eða að halda fast við fyrri stefnu og grípa til víðtækra varnaraðgerða til þess að knýja á um lausn á vandamálum vinnumarkaðarins. Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ, og Páll Sigurjónsson formaður framkvæmdastjórnar VSÍ. á biaðamannafundinum í gær. - Ljósm.: KHstjín. Þetta var inntak þess, sem þeir Páll Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar VSÍ, og Þor- steinn Pálsson, framkvæmdastjóri þess, sögðu á blaðamannafundi, er þeir boðuðu í gær. Þorsteinn Pálsson sagði að báðir þessir kostir væru mjög alvarlegir, en framkvæmdastjórn Vinnuveit- endasambandsins befði í gær- morgun tekið þá ákvörðun að halda fast fram fyrri ákvörðun og stefnu, að ræða ekki kauphækkun- arkröfur við farmenn. Hins vegar væru vinnuveitendur til viðræðu um kerfisbreytingu á launum far- manna og endurnýjun kjarasamn- ings þeirra á þeim grundvelli, án þess þó að kerfisbreytingin hefði í för með sér kostnaðarauka fyrir útgerðir farskipanna. Endanleg ákvörðun um hinar víðtæku varnaraðgerðir verður tekin á allsherjarfundi vinnuveit- enda, sem boðaður hefur verið næstkomandi miðvikudag í Dom- us Medica klukkan 14. Fundurinn tekur ákvörðun um það, hvaða aðgerðum eigi að beita til þess að knýja fram skjóta lausn, en ljóst sé að skipafélögin og mjólkurbúin geta ekki staðið óstudd öllu lengur í yfirstandandi kjaradeilu. Þá ákvað framkvæmdastjórn VSI einnig að óska eftir sameiginleg- um fundi með Alþýðusambandi Islands og Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands á mánu- dag, þar sem VSÍ ætlar að gera þessum aðilum grein fyrir hinni alvarlegu stöðu, sem það stendur frammi fyrir. Markmið VSÍ er að kvika ekki frá stefnu sinni og á fundinum er ætlunin að gera þessum viðsemjendum það ljóst og að vinnuveitendur verði að grípa til víðtækra aðgerða. Þorsteinn Pálsson kvað Vinnumálasamband samvinnufélaganna hafa ákveðið að taka þátt í og eiga aðild að þessum fundahöldum. Alþýðusamband Islands svaraði þessari beiðni VSÍ með því að óska eftir því, að fulltrúar þess hittu fulltrúa VSÍ á fastanefndafundi aðilanna klukkan 11 á mánudags- morgun, áður en fulltrúar Far- manna- og fiskimannasambands- ins kæmu inn í málið. Féllst VSÍ á þá ósk, en ákvað að hafa þá sérstakan fund með FFSÍ klukkan 14 á mánudag og í framhaldi hans sameiginlegan fund með ASÍ og FFSÍ. Þorsteinn Pálsson kvað Vinnu- veitendasamband íslands líta svo á, að ríkisstjórnin ætlaðist til þess að þeir brygðust ekki við lausn þess efnahagsvanda, sem að steðj- aði. Verðlagshækkanir yrðu ekki leyfðar á næstu mánuðum og því væru menn nú að sigla inn í verðtryggt þjóðfélag, þar sem gengisfelling hefði ekki þau áhrif sem hún hefði haft. Af þessum ástæðum væri því ekki unnt að fara sömu leiðir og áður. Ljóst væri hins vegar að þessi launa- stefna leysti ekki efnahagsvand- ann, en hún miðaði að því að stemma stigu við verðbólgunni. Þeir félagar, Þorsteinn og Páll, kynntu ástand mála í dag og kváðu ljóst að grípa þyrfti til ráðstafana. Þorsteinn kvað for- sögu málsins vera þá, að hinn 3. apríl hefði Vinnuveitendasam- band íslands gefið út yfirlýsingu um launastefnu VSÍ. Nokkru áður eða hinn 28. marz höfðu yfirmenn á farskipum lagt fram kröfur um meira en 100% launahaekkun og í kjölfar þess hefði VSÍ tekið af skarið og lýst yfir því, að sam- bandið væri ekki til viðræðu um breytingar á kjarasamningum, sem fælu í sér kostnaðarhækkanir fyrir fyrirtækin og atvinnuvegina. Þorsteinn kvað þessa stefnu vera í samræmi við stefnu ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum. Kröfur farmanna voru flóknar og svo var einnig um þær kröfur vinnuveitenda um kerfisbreytingu á kjörum farmanna. Því var ljóst að deilan var óleysanleg, nema með friðsamlegum hætti. En far- menn boðuðu verkfall, sem kom til framkvæmda 24. apríl, og til þess að kjarasamningar við undirmenn og yfirmenn á farskipunum færu saman tengdu vinnuveitendur þá með verkbanni, sem kom til fram- kvæmda 10. maí. Mjólkurfræð- ingadeilan skall síðan á með enn meiri hraða, sagði Þorsteinn Páls- son. Þeir sendu kröfur sínar 20. apríl og boðuðu síðan verkfall 6 dögum síðar og verkfall skall á 14. maí. VSÍ gerði ríkisstjórn grein fyrir stöðu sinni og sendi ásamt Vinnumálasambandi samvinnufé- laganna ríkisstjórn erindi hinn 18. apríl. í því var gerð grein fyrir kröfum yfirmanna á farskipum og áhuga vinnuveitenda á að koma fram kerfisbreytingu í launamál- um farmanna. Jafnframt var lögð á það áherzla að deilan gæti kallað á mun harkalegri aðgerðir frá hendi VSÍ en áður hefði verið beitt, hér væri ekki um einangr- aða deilu að ræða, þar sem allir kjarasamningar í landinu væru lausir og þær launahækkanir, sem um yrði samið, myndu þá ganga yfir allan vinnumarkaðinn. Þá minntust þeir félagar á spá vinnuveitenda, sem gerði ráð fyrir 30% grunnkaupshækkun sem for- sendu. Vísitölukerfið veitti laun- þegum sjálfkrafa 40% hækkun á ári og þýddi þetta kerfi með þessum grunnkaupshækkunum, að launahækkun ársins yrði um 119% og í maí á næsta ári yrði verðbólgan komin í 107%. Fyrir- sjáanlegt væri að þjóðartekjur ykjust ekki og því myndu þessar íaunahækkanir aðeins leiða til aukinnar verðbólgu. Þorsteinn nefndi, að laun 2. stýrimanns á 2ja vakta skipi, sem nú væru 712 þúsund krónur, yrðu komin í 930 þúsund krónur í árslok og með 30% grunnkaupshækkun yrðu þau 1,4 milljónir króna í desember. Þorsteinn Pálsson vitnaði því næst í ályktun Verkamannasam- bands Islands frá 10. maí síðast- liðnum, þar sem segir, að ef svo heldur áfram sem horfir í efna- hagsmálunum, aukist launamis- rétti og ný óðaverðbólguholskefla skellur á með vaxandi atvinnu- leysi. Þetta er rétt mat í ályktun VMSI, sagði Þorsteinn, og hann taldi það skyldu VSÍ að standa vörð um láglaunin í þjóðfélaginu, sem þyrfti að verja. Hinir betur settu hefðu nú riðið á vaðið í kröfum, en ljóst væri að um innbyrðis átök væri að ræða milli launahópa. í gær hafði farmannaverkfall staðið í 24 daga. Þorsteinn Pálsson kvað stöðvun blasa við. Hann sagði að frystigeymslur umhverfis land allt væru að fyllast og salt- fiskur skemmdist og rýrnaði dag frá degi. Nauðsynlegt væri nú að afskipa 9 til 10 þúsund smálestum af saltfiski og brátt myndi færast í aukana að fiskiskip sigldu með aflann. Vinnuveitendasamband íslands hefur haldið að sér hönd- um undanfarnar tvær vikur til Valdboð ráðherra! Engir frjálsir samningar nm Deildartunguhver Deildartunguhver, sem er tal- inn stærsti hver í heimi, gefur af sér 180 sekúndulítra (1/s) af 100 gráðu heitu, sjálfrennandi vatni. Afl hversins er 45.2 MW og orka hans 396 Gwh en það er jafngildi 59000 tonna af gasolíu árlega miðað við húshitun og 55% nýtingu. Auk sjálfrennslisins felast ómetin verðmæti í varma- orku, sem kynni að nást með borunum á landspildu þeirri, sem tekin skal eignarnámi. í nýafstöðnum samningaum- leitunum bauð Hitaveita Akra- ness og Borgarfjarðar (HAB) í lokatilboði sínu 12.5 milljónir króna fyrir 150 1/s vatns og samning til 30 ára. Lokatilboð eiganda hversins var 18 milljón króna fastagjald eða 15% hlut- deild í arði, hvor upphæðin, sem væri hærri og 20 ára samningur. Arðhlutdeild skyldi hefjast árið 1991. Djúpstæður ágreiningur er talinn vera milli aðiia og hefur verið nefnt að 625 milljónir króna beri á milli. Sú viðmiðun er marklaus, þar eð arður HAB rennur beint til notenda hita- veitunnar og er þeim skattfrjáls meðan eigandi hversins þarf að greiða fulla skatta af sínum hlut. Jáfnvirði 20 ára arðhluta HAB er á fyrsta rekstrarári, 1982, um 2500 milljónir króna fyrir hvort tveggja tilboðanna. Miðað við lokatilboð HAB kæmu aðeins 2.5 milljónir króna árlega í hlat eiganda, eftir að allir skattar hefðu verið greiddir, en 4.7 milljónir króna árlega miðað við lokatilboð eiganda. Fulltrúar eiganda Deildar- tunguhvers gengu til samninga vitandi það að eignarnámsbeiðni HAB hafði legið í eitt ár á borði iðnaðarráðherra. Eftir hið fyrra af a'lls tveimur tilboðum HAB, 11.6? milljón króna ársgreiðsla fyrir 150 1/s, kom fram að ráðuneytið hafði sett HAB samningsramma og lá fyrir að HAB fengi ekki starfsleyfi ráð- herra væri farið út fyrir þann ramma. Sem sjá má af lokatil- boði HAB var rámmi þessi svo þröngur, að í raun var ekki um samninga að ræða, heldur skyldi eigandi hversins hlýta verðákvörðun ráðuneytisins. Þá var því einnig lýst yfir, að um kaup ríkisins á hvernum væri ekki að ræða af hálfu ráðherra. Svo sem nú er ljóst, ætlar ráðherra, með beitingu eignar- námslaga, ríkissjóði í raun að kaupa hverinn, án þess að nokkr- ar viðræður í þá veru hafi áður átt sér stað við eiganda. Fari eignarnám fram, ber ríkissjóði að inna af hendi eignarnámsbætur og er miðað við, að um staðgreiðslu sé að ræða. Hins vegar yrði ríkissjóð- ur af umtalsverðum skatttekj- um. Væru væntanlegir skattar fyrir næstu 20 árin greiddir fyrirfram nú í dag, næmu þeir 69 milljónum króna vegna loka- tilboðs HAB en 224 milljónum króna vegna lokatilboðs eiganda. Fé til greiðslu eignarnámsbóta mun ríkissjóður ætla að taka af lánsfé því sem HAB er ætlað í lánsfjáráætlun og kann lítið að verða eftir til framkvæmda á vegum HAB, þegar upp er staðið. Mat á verðmæti hversins m.t.t. notkunar hans á vegum HAB er mjög háð olíuverði og byggingarkostnaði. Byggt á for- sendum HAB og starfshóps iðnðarráðuneytisins var mat á sjálfrennsli hversins um 200 milljónir króna á verðlagi 1. janúar 1979 en er í dag um 1560 milljónir. Skýrt skal tekið fram að þetta er ekki mat fulltrúa eiganda en bent er á að borun og virkjun samsvarandi vatns við Bæ í Borgarfirði kostar ekki undir 1000 milljónum króna. Sökum taps á væntanlegum skattgreiðslum er ríkissjóði ekki hagur af eignarnámi. Sökum mikillar greiðslubyrði og missis framkvæmdafjár er HAB ekki hagur af eignatnámi. Enn- fremur er það gegn vilja og hagsmunum íbúa Reykholtsdals- hrepps og fleiri Borgfirðinga að hverinn verði afhentur HAB til eignar. Hins vegar er eiganda hversins einum hagur af eignar- námsaðgerðinni, þar eð eignar- námsbætur gæfu allmiklu hærri arð en lokatilboð hans. Þrátt fyrir það stendur eigandi staðfastlega gegn eignarnámi og óskar þess, að hverinn megi haldast í eigu ættmenna hans svo sem verið hefur í tvær aldir. F.h. eiganda Deildartungu- hvers, Björn Fr. Björnsson Þorsteinn Hclgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.