Morgunblaðið - 19.05.1979, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.05.1979, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAI1979 11 greinum en eftirfarandi tvœr málsgreinar: „Fráhvarf frá nátt- úrunni hefur jafnan hrapað í hvaða formi sem var innan lista- skóla, alveg frá því að þeir fyrst litu dagsins ljós. Rannsóknir á náttúrunni og eðli alls, sem lifir og hrærist, hlýtur jafnan að vera einn grunntónninn í allri list- fræðslu og listuppeldi á öllum sviðum. Enginn getur afneitað uppruna sfnum. Og hið verðmæt- asta úr erfðavenju fortíðarinnar hlýtur jafnan að byggja upp hin varanlegustu gildi innan allra listgreina. Fjölbreytileikinn í náttúrunnar ríki á einmitt að sanna okkur lítilvægi einstefnu- vinnubragða í myndlistum — og ólíkur hugsunarmáti fólks i ólík- um þjóðlöndum á að koma fram — en ekki eitthvað alþjóðamynst- ur, sem rétttrúnaðarmenn á lista- sviði prédika." Rainer Maria Rilke reit eitt sinn: „List er bernska — listin heldur því fram, en veit ekki með vissu, að veröldin sé fögur, og skapar sinn heim. Hún fær aldrei séð, að allt sé harla gott. Óánægja er æska. Ég held að Guð hafi verið of gamall f upphafi. Annars hefði hann ekki hætt að kvöldi hins sjötta dags. — Og ekki heldur á þúsundasta degi. — Né heldur í dag...“ — óánægjan með listaskóla — og vissan um, að jafnan sé hægt að gera betur, á að mfnu mati meiri rétt á sér en sú yfirdrifna ánægja og vissa um óskeikulleik kennslunnar, sem sumir uppfræðarar eru haldnir, og f raun og veru gefa sjálfum sér einkunnir á ári hverju f stað nemendum sínum. Allt telst gott og óaðfinnanlegt — engin vanda- mál, sem orð er á gerandi. Slíka afstöðu er mér fyrirmunað að skilja. í erlendum listaskóla rakst ég eitt sinn á veggspjald f einni kennslustofunni með svo- hljóðandi áminningu til nem- enda: „Það er hámark leti að álíta allt gott, þegar fyrst er gert“ — Hér var að sjálfsögðu verið að höfða til þess, að þá sé hámark leti að álfta að ekki sé hægt að gera betur. Þessar hugleiðingar voru settar fram vegna sýningar Myndlista- og handíðaskólans, sjálf sýningin er of umfangsmikil til að fjallað sé hér um hana í heild, en ég mun gera ýmsu skil í Lesbók innan skamms og munu þá litmyndir fylgja. Svo sem jafnan skila sum- ar deildir betri árangri en á fyrra ári, en aðrar lakari, en í heild telst þetta sterk vorsýning og hinum nýja skólastjóra Einari Hákonar- syni til sóma og vitnis um dug og framtak í starfi. Gefið hefur verið út vandað kynningarrit um skólastarfið, og annáll hans frá upphafi er ritaður af Birni Th. Björnssyni og ferst honum það vel úr hendi. Ýmsir hnökrar eru þó á annálnum, enda segir hann réttilega, að heimildir séu æði gloppóttar og standi því vafalaust margt til endurskoðunar og síðari bóta. Bendi ég hér á, að það vantar mynd af Gunnari Róbert Hansen, er var settur skólastjóri í forföllum Lúðvígs Guðmundssonar skólaárið 1959—60. Þess er og ógetið, að Halldór Pétursson gaf skólanum steinþrykkpressu árið 1956 og hófst þá fyrst samfelld kennsla í listgrafík, sem staðið hefur fram á daginn í dag og aukist stórlega sl. áratug. Aðrir geta hér vafalítið einnig bent á margt og ættu að koma því á framfæri. Og vegna langskrælnaðrar heimildaþurrðar mætti reyna að afla upplýsinga og fá að taka afþrykk af gömlum skólaljósmyndum og láta gera litskyggnur af skólamyndum og verkum viðurkenndra listamanna, er hófu nám sitt við þessa stofnun. Ég vil eindregið hvetja sem flesta til að leggja leið sína á Kjarvalsstaði, áður en sýningunni lýkur á sunnudagskvöld og gefa sér rúman tíma til að skoða það, sem þar er að sjá. Bragi Ásgeirsson. Grafík eftir Sven- robert Lundquist Á göngum Norræna hússins heldur ungur grafík-listamaður sýningu á 27 verkum sínum þessa dagana. Hér er á ferð sérlega eftirtektarverður lista- maður, ungur að aldri, en samt margslunginn í listgrein sinni og kunnáttumaður með einsdæm- um. Það kemur því ekki á óvart, að þessi ungi listamaður sé álitinn einn fremsti maður í sinni grein, grafík, í heimalandi sínu, Svíþjóð. Við hér í borg höfum áður séð verk þessa lista- manns á sýningu hér fyrir nokkrum árum, og þá þegar vakti handbragð og rökhyggja hans athygli, sem ekki á síður við á núverandi sýningu, sem að mínum dómi er fremri því, er hann sýndi hér áður, og er þá nokkuð mikið sagt. Sá er þessar línur ritar hefur orðið þeirrar ánægju aðnjótndi að umgangast eitt af verkum SVENROBERT LUNDQUIST í nokkur ár, og mér er ljúft, að þau kynni hafa hvorki valdið leiða eður von- brigðum. Þar hafa hlutir æxlast á þveröfugan hátt, bæði ég, og ég vona verkið líka, hafa vaxið í þeirri sambúð og dagleg kynni haldið fersk og örvandi. Ég fæ ekki annað séð en að tæknihlið þessarar sýningar SVENROBERT LUNDQUIST sé óaðfinnanleg, hvort heldur um er að ræða ætingar, aquatintur eða aðrar þær aðferðir, sem hann kann að nota. En sannast að segja eru gæði þessara verka þannig, að maður tekur vart éftir í hvaða aðferðir listamað- urinn spáir. Ég fer ekki að telja hér upp einstaka verk, en bendi samt á eitt sérstaklega. Það er No. 1 á þessari sýningu og höfðaði ef til vill meir en annað til mín persónulega. Hitt vil ég taka skýrt fram, að svo lítill gæðamunur er á þessari grafík í heild, að ef gera ætti upp á millum þessara verka, yrði það mat að byggjast á fyrirmyndum og innihaldi hvers verks fyrir sig. En þar er allt mat svo persónulegt, að engin uppskrift nær þar tilgangi. Eitt má þó taka fram hér, að yfirleitt eru viðfangsefni listamannsins svo einföld og láta það lítið yfir sér, að hvergi verður myndbygging eða handbragð fyrir hnjaski, og ekki fæ ég heldur séð hið leiða sænska pólitíska þvaður, sem tröllreið myndlist þeirra á Norð- urlöndum um tíma, og ekki hvað síst hjá Svíum. Dýrð sé skapar- anum fyrir þá þróun. Þetta er ein af merkilegustu sýningum, sem haldnar hafa verið í þessum hluta Norræna hússins og sómir sér vel, að hún skuli hanga uppi á sama tíma og hin merka sýning í kjallaranum, en um hana hef ég þegar sagt álit mitt hér í blaðinu. Hér er án nokkurs vafa á ferð ungur lista- maður, sem þegar hefur sannað gildi sitt í myndlist norðursins, og ekki er ég hræddur um fram- tíð SVENROBERTS LUNDQUIST, ef horfir sem heldur á næstu árum. Ég vildi óska þess, að hann tæki þeim vinskap við okkur hér á Islandi, að hann ætti eftir að gera okkur þann greiða á komandi árum að sýna okkur verk sín og lofa okkur þarmeð að fylgjast með framvindu mála í list sinni. Við Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON gætum hæglega stuðlað að þess- ari ósk minni með því að ná okkur í verk hans til eignar og ánægju. Verði er mjög í hóf stillt á þessari sýningu, og á verð- bólgutímum er engin fjárfesting betri en einmitt í því, sem við köllum einu nafni myndlist. Þetta gildir jafnt fyrir innlenda sem erlenda list, nóta bene, að hún hafi þau gæði tn að bera, sem gera hana að sígildum lista- verkum, en ekki stundarfyrir- bæri. Þar hefur stíll ekkert að segja, aðeins það húmanístíska, sem enginn getur sagt með vissu, hvað er. Það getur verið að hér sé á ferð besta sýning sinnar tegund- ar eftir ungan listamann, sem við höfum haft tækifæri til að kynnast. Stórt orð Hákot, en látið flakka samt. Valtýr Pótursson. í Laugardalshöll á morgun. KEPPNISGREINAR: HÁRGREIÐSLA: MEISTARAR OG SVEINAR. HÁRSKURÐUR: MEISTARAR OG SVEINAR. GALAGREIÐSLA TÍSKUGREIÐSLA í FRAMÚRSTEFNUSTÍL KLIPPING OG BLÁSTUR. NEMAR: DISCOGREIÐSLA KLIPPING OG BLÁSTUR. FRJÁLS GREIÐSLA Á ÚTDREGNU MÓDELI. KLIPPING OG TÍSKUGREIÐSLA Á EIGIN MÓDELI. SÍGILD „SKÚLPTÚRKLIPPING". NEMAR: FRJÁLS TÍSKUGREIÐSLA Á EIGIN MÓDELI. 50 KEPPENDUR VÍÐSVEGAR AÐ AF LANDINU. KYNNIR: MAGNÚS AXELSSON. OPIN HÖLL FYRIR ALLA FRÁ KL. 11:30 ALLT TIL LOKA (CA. KL. 19:00) AÐGANGSEYRIR KR. 1500 FYRIR FULLORÐNA OG KR. 800 FYRIR BÖRN. HVAÐ ER NÝJAST í HÁRTÍSKUNNI? SVARIÐ FÆST í LAUGARDALSHÖLL. SAMBAND HÁRGREIÐSLU OG HÁRSKURÐARMEISTARA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.