Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 20
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 19 Aukin nýting og meiri sérhæfing í hinu nýja glæsilega frystihúsi stofu Guðmundar og Kristjáns s.f. og hönnun raflagna Rafteikningu s.f. Til að annast byggingafram- kvæmdir voru eftirtaldir verktak- ar ráðnir: Kristinn Sveinsson, byggingameistari, Eiríkur Jóns- son, múrarameistari, Jónas Valdi- marsson, pípulagningameistari og Magnús Lárusson, rafvirkjameist- ari. Danskt fyrirtæki skipulagði vinnslu- fyrirkomulag Framkvæmdir hófust síðan í ágúst 1973. Á byggingartímanum var unnið að heildarskipulagi hússins. Árið 1977 var danska verkfræðifyrirtækinu Matcon endanlega falin skipulagning á vinnslufyrirkomulagi svo og hönn- un á vinnslubúnaði, en þá nýlega hafði verið tekið i notkun nýtt og fullkomið hraðfrystihús í Vogi í Færeyjum, sem að öllu leyti hafði verið hannað af hinu danska verkfræðifyrirtæki. Ákveðið var að smíða hluta af vinnslubúnaði og tækjum í Danmörku. Jafn- framt var nokkur hluti smíðaður á verkstæði Isbjarnarins, en fyrir- tækið rekur verkstæði fyrir járn- og blikksmíði auk trésmíði, og var meðal annars mestur hluti allra innréttinga smíðaður á trésmíða- verkstæði fyrirtækisins. Framkvæmdum við bygginguna svo og uppsetningu á vélum og vinnslubúnaði var að mestu lokið í árslok 1978, og hófst vinnsla á fiski hinn 4. janúar s.l. Samanlagður grunnflötur efri og neðri hæðar er 7300 m2. Öll vinnsla fer fram á neðri hæð en á efri hæð er þjónustuaðstaða starfsfólks, s.s. eldhús, mötuneyti, búningsherbergi og böð svo og skrifstofur félagsins. Allir veggir og gólf í vinnslusölum eru flísa- lögð. Segja má, að við byggingu húss og vinnslubúnaðar hafi megin áherzla veri lögð á eftirtal- in atriði: aukið hreinlæti og holl- ustuhætti, bætta meðferð og nýt- ingu hráefnis, aukna vinnuhag- ræðingu og bættan aðbúnað starfsfólks. Óllum fiski er landað í fiskköss- um og ekið frá skipshlið á lyftur- um í kælda hráefnisgeymslu, sem tekur um 350 tonn af kassafiski. Hitastig í kæligeymslunni er 2° celsíus. Úr hráefnisgeymslu er gert ráð fyrir, að fiskurinn fari annað hvort í flökun og frystingu eða í saltfiskverkun, en þeirri aðstöðu er enn ólokið, og er það húsrúm m.a. notað undir verk- stæði. Vinnsla á bolfiski hefst á því, að fiskkassarnir eru settir í sérstakt losunarkerfi, sem tæmir kassana í þvotta- og afísunarker, en þaðan fer fiskurinn upp stigaband og síðan á elektroniskt stærðarflokk- unarband, er flokkar fiskinn í 4 stærðarflokka í 500 lítra álkassa, en tómu kassarnir fara að losun lokinni í kassaþvottavél. Fiskur- inn er vigtaður og upplýsingar um fisktegund, stærðarflokk og þyngd eru skráðar í svokallaðri vigtar- skráningarstöð, sem er tengd vog- inni, og sendir hún þessar upplýs- ingar jafnhraðan inn á tölvu. Gaffallyftari er notaður við tæm- ingu álkassanna í safnkassa, sem staðsettir eru framan við hverja flökunarvél, en þær eru af Baader gerð, 3 fyrir bolfisk og 4 fyrir karfa auk handflökunarkerfis. Hver flökunarvél er stillt miðað við ákveðna fiskstærð, og fæst með því mun betri flakanýting en ef um óflokkaðan fisk væri að ræða. Sérstakt kassalosunarkerfi er fyrir karfa, og er hann stærðar- flokkaður að hreistrun lokinni. Flökunarafköst í bolfiski á 10 Séð inn eftir ganginum par tem eru búningsklefar starfsfólks og snyrtiaðstaöa. ISBJÖRNINN tímum eru 25—30 tonn af flökum, en í karfa um 30 tonn. Unnt er að flaka bolfisk og karfa samtímis, og gætu flökunarafköst í bland- aðri vinnslu numið 35—40 tonnum af flökum miðað við hámarksaf- köst í snyrtingu og pökkun á 10 tímum. Að flökun lokinni eru flökin sett í plastbakka, 15 kg. í hvern og upplýsingar skráðar í vigtar- skráningarstöð til þess að fylgjast með nýtingu hverrar flökunarvél- ar. Beinaúrgangi frá flökunarvél- um er fleytt með vatni í hakkavél. Síðan er ýmist hægt að dæla hakkinu í beinatromlu, sem stend- ur norðan hússins eða þá beint í sérstök frystitæki, þar sem það er fryst í dýrafóður. Allt vigtað og skráð samkvæmt nýjustu tækni Úr flökunarsal fara bakkarnir með flökunum inn á snyrtilínur, þar sem flökin eru fullsnyrt. Bakkar með fullsnyrtum flökum svo og bakkar með afskurði eru síðan vigtaðir frá hverri stúlku, og viðeigandi upplýsingar þar um skráðar í vigtarskráningarstöð, og er sú skráning grundvöllur bónus- útreikninga. Að þeirri skráningu lokinni, eru flakabakkarnir sendir á sérstaka skurðarlínu, þar sem flökin eru skorin í þær pakkning- ar, sem þau henta bezt til hverju sinni. Síðan taka vigtunar- og pökkunarlínur við, þar sem fram- leiðslan verður tilbúin til frysting- ar og geymslu. í frystitækjasal eru 10 frysti- skápar af Parafreeze gerð, sem geta afkastað um 50 tonnum á 10 tímum, en frystikrafturinn kemur frá 4 frystivélum. í austurenda hússins er frystiklefi, sem rúmar 11—1200 lestir af frystum fiski. Isbjörninn h.f. byggir hráefnis- öflun sína á útgerð tveggja togara félagsins, Ásgeirs RE og Ásbjarn- ar RE, sem smíðaðir voru í Flekkefjord í Noregi og komu hingað í árslok 1977 og marz 1978, auk helmingi afla togarans Arin- bjarnar RE. Þá gerir fyrirtækið einnig út vélbátinn Ásþór og kaupir að auki afla af fleiri bát- um. í vetur var og fryst nokkurt magn af loðnu og loðnuhrognum. í húsinu er ísframleiðsla og eru afköst 50 tonn á sólarhring og geymsla er fyrir 450 tonn af ís. Sjálfvirkur flutningsbúnaður sér um að flytja ísinn úr ísklefa í skipslestar og þarf aðeins einn mann til að stjórna því verki. Gamla frystihúsið væntanlega selt í spjalli við forystumenn ísbjarnarins í gær kom fram að Frystihúsið á Norðurgarði í Örfirisey séð frá noröri. r •• Svipast um í frystihúsi Isbjarnarins í Orfiris- ey, sem talið er eitt það fullkomnasta í Evrópu Úr flökunarsalnum par sem þorskflökunarvélarnar eru ( fullum gangi. fyrirhugað er að saltfiskvinnsla verði á neðri hæð hússins í skrif- stofuálmunni. Nú er þar verkstæði fyrirtækisins, en í framtíðinni er hugmyndin að byggja nýtt hús á lóð, sem Isbjörninn á í nágrenni við frystihúsið. Þar er fyrirhugað að verði verkstæði og veiðafæra- aðstaða. Gamli ísbjörninn á Seltjarnar- nesi hefur komið í góðar þarfir að undanförnu, en þar eru góðar frystigeymslur. Þann tíma, sem blaðamenn stóðu við í nýja frystihúsinu, var unnið að því að aka fiski í frystigeymslurne- ' i á Nesi. Þó svo að ísbjai \n hafi staðið nokkuð vel ao vígi í upphafi verkfalls og birgðir ekki verið ýkja miklar, þá væru þeir komnir í vandræði með frystigeymslur núna ef gamla hússins hefði ekki notið við. Hug- myndin er að selja frystihús Isbjarnarins á Seltjarnarnesi, en ekkert er enn afráðið þar um. Lýsing á aðbúnaði og aðstöðu allri í frystihúsinu er hér á undan en hún er þó ófullkomin og í raun er ekkert hægt að lýsa þessu fyrirtæki, menn verða að skoða hvað þarna er á ferðinni. I raun er alls ekki eins og að koma inn í frystihús að koma þarna inn og matsalur frystihússins er miklu líkari matsal vandaðs hótels. Búningsherbergi starfsfólks eru mjög rúmgóð og þægileg og þarna geta starfsmenn mætt að morgni í betri fötunum, unnið sitt dags- verk, farið í gott bað og haldið heim á leið eins og á leið af skrifstofu. Við nokkra byrjunarörðugleika var að etja í upphafi rekstursins, en nú er að mestu búið að sigrast á þeim. Fyrstu vikurnar átti starfs- fólk erfitt með að aðlagast nýjum vinnubrögðum, sérhæfninni þar sem ekki var um fullvinnslu að ræða. Ef fólk var óánægt var það flutt á milli staða í frystihúsinu og nú orðið er mjög lítið um það að fólk óski eftir tilfærslu. Raunar kemur aukin þjálfun á hverju verksviði fólkinu beint til góða því hún gefur aukin afköst, sem aftur skilar sér í auknum bónus. Bónuskerfið er enn í nokkurri mótun, verið er að vinna að tíma- tökum og finna staðla fyrir ákveðin verk, en öll störf eiga að gefa fólkinu svipaða þénustu. Að sögn forráðamanna Isbjarnarins er meðalbónus mjög nálægt því að vera 60% ofan á dagvinnukaup. Samkvæmt því gætu þeir hörðustu fengið tvöföld dagvinnulaun á viku hverri. Þess má að lokum geta að byggingakostnaður frystihússins, 1.8 milljarðar króna, er svipaður og nýr skuttogari kostar í dag. Frá því að byrjað var á framkvæmd- um hefur áætlaður kostnaður nokkurn veginn haldizt í hendur við verð skuttogara. Þess ber þó að geta að fjárfestingar viðfrystihús- ið koma eðlilega ekki allar á því gengi, sem skráð er í dag. „Aldur skiptir ekki máli þegar heilsan er góð og ungir menn vilja taka við” — ÉG hefði ekki getað kosið mér betra hlutskipti í lífinu er mér lánaðist, að vera á sjónum og starfa við það. sem hann gefur, sagði athafnamaðurinn Ingvar Viihjámsson er Morgunblaðið ræddi stuttlega við hann í gær. Ingvar verður áttræður á hausti komanda, en enn í dag stendur hann í fararbroddi í framkvæmd- um í undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Við spurðum Ingvar hvað hon- um fyndist um stöðuna í ísienzkum sjávarútvegi. — Mér sýnist útlitið svo óráðið, að maður geti lítið spáð, en ég vona að úr rætist og málin komist í betra horf, þjóðinni til heilla, sagði Ingvar Vilhjálmsson. Ingvar Vilhjálmsson byrjaði sjómennsku á opnum bátum frá Þorlákshöfn veturinn 1916. Hann byrjaði á svokölluðum 12-rónum skipum, en á þeim voru 16 manns. 12 undir árum, skipstjórinn við stýrið og 3 menn til að hvíla. Um miðjan febrúar 1935 stofnaði Ingvar fyrirtæki sitt, ísbjörninn, og segir okkur að þá hafi ekki verið margir fiskkaupmenn í Reykjavík. — Ég tók á leigu svokallaða Draupnisstöð, sem var inni við sundlaugar, segir Ingvar. — Ég var þar með saltfiskverkun eingöngu en þá kostaði kílóið af fiskinum 6—7 aura, en saltfiskur úr útilegubátum kostaði 15 aura. Ég flutti mig síðan ári síðar í Vesturbæinn, í Haga, sem var stór stöð en stóð þá auð, en margir fóru á kollinn á þessum erfiðu árum. í Haga reisti ég mikið af hjöllum og var með mikið af bæði skreið og saltfiski og var þá kominn með margt fólk í vinnu. Fyrsta bátinn fékk ég 1935, þar var Jón Þorláks- son, 50 tonna bátur. — Árið 1942 fluttist ég vestur á Nes og keypti þar saltfiskstöð af Ólafi Guðmundssyni frá Ingólfs- firði. Þar byrjaði ég með frystihús árið 1944 og átti þá tvo báta, sem ég hafði á línuveiðum. Þar var ég til 4. janúar síðastliðinn að við fluttumst, hingað út í Örfirisey, segir Ingvar. Þessi orð hans segja ekki allt nema þau séu skoðuð í ljósi atvinnusögunnar. Til að mynda var Ingvar fyrstur einstaklinga til að verka skreið hér um slóðir og frystihús ísbjarnarins er með þeim fyrstu sem tekur til starfa. Ingvar byrjaði síldarsöltun á Ingólfsfirði sumarið 1936 og færði sig austar með hverju árinu eftir því sem síldin hélt í þá áttina. Á Seyðisfirði var Ingvar í mörg ár með mikla síldarsöltun og enn er fyrirtækið með umfangsmikla starfsemi á Seyðisfirði. Ingvar hefur oftar en einu sinni brotið blað í atvinnulífi hér á landi og lætur enn ekki deigan síga. Við spurðum Ingvar hvort hon- um fyndist ekki í mikið ráðist með byggingu hins nýja frystihúss. Benti hann þá blaðamanni á viðtal við sig í Morgunblaðinu fyrir fimm árum þegar byrjað var á framkvæmd við hið nýja frystihús. Þar svarar Ingvar spurningunni á eftirfarandi hátt: „Vissulega er í mikið ráðizt, en kröfurnar í matvælaframleiðslu hafa aukizt og maður verður að fylgjast með tímanum, en það verður ekki betur gert en með slíkum framkvæmdum. Þegar framkvæmdir eru annarsvegar, skiptir aldur ekki máli, ef heilsan er góð og ungir menn vilja taka við.“ Auk starfa Ingvars að hinum ýmsu fyrirtækjum sínum og fram- kvæmdum hefur hann alla tíð verið mikill félagsmálamaður. Vinnudagurinn hefur því oft verið langur, en þegar við minntumst á aldur hans og áttræðisafmæli í haust, sagði hann: — Þú skalt ekkert minnast á afmælið, ég er í svo mörgum félögum. Einn af um 200 starfsmönnum (frystihúainu. (Ljósm. RAX). Úrgangur er hakkaóur um leiö og hann kemur frá flökunar- vélunum og settur í frystimöt. Mikill hluti hans er seldur sem dýrafóóur til Finnlands. sendir áfram til frekari snyrtingar. Um 3 Þúsund færslur koma til móöurtölvunnar daglega frá sjálfvirkum staðartölvum. (Ljósm. Kristján).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.