Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 13 Dulargervi þingmannsins • Ekki vitum við hvort Ellert B. Schram alþingismaður og for- maður Knattspyrnusambands Islands hefur brugðið sér í dulargervi á þessum síðustu dögum þess Alþingis, sem nú situr. Við vitum það eitt, að á miðvikudag fannst okkur full ástæða til að endurskoða Myndasafn Morgunblaðsins með mynd af Ellert í Tímanum þann dag í huga. Óneitanlega fannst okkur Ellert vera farinn að minna talsvert á kúbanska stór- hlauparann Juantorena. En sem sagt, á myndinni hér til hliðar er mynd Tímans af Ellert Schram. Lágu númerin á ný í tízku • Fyrir nokkrum árum var mikil eftirspurn eftir lágum bílnúmer- um í Reykjavík og menn fúsir til að greiða stórfé fyrir R-númer með tveggja eða þriggja stafa tölu. Hin siðari ár hefur ekki eins mikið farið fyrir þessari ásókn, en í Morgunblaðinu á miðvikudag ber nýrra við í auglýsingu á sjöundu síðu blaðsins. Þar er auglýst eftir kaupum á þriggja stafa bílnúmeri, en þess þó ekki getið að númerið þurfi endilega að vera skráð í Reykjavík. Ekkert að marka • Meðal þeirra merku mála, sem til umræðu hafa verið á Alþingi að undanförnu, er tillaga um breytingu á nafni íslenzka gjaldmiðilsins úr krónu í mark. Ymsar hugmyndir hafa spunnizt út frá þessari tillögu. Til að mynda yrði þá ekki talað um sláttumennsku þegar menn þyrftu að fara í banka og slá sér víxil. Heldur yrði um eyðimerkurgöngu að ræða. Fjármálaráðherrann yrði þá væntanlega kallaður Marka-Tommi eða eitthvað slíkt. Verðbólgan fengi trúlegast nafnið Markarfljót og svona mætti lengi halda áfram. Þvílíkt fiskileysi • Svo segir í Akureýrarblaðinu Degi frá því á þriðjudag: 1 s.l. viku hófu nokkrir trillukarlar róðra frá Siglufirði, en til þessa htfur ekki orðið vart við fisk á grunnmiðum. Einn re.vndasti trillu- karlinn á Siglufirði, Jóhannes Hjálmarsson, fékk sex fiska eftir að hafa verið úti allan fimmtudaginn, og var haft eftir honum að hann hefði aldrei lent í öðru eins fiski- leysi. Fisksalar og frjótœknat kaupakonur og klœðskerar í UPPLÝSINGABÆKLINGI frá Líftryggingaíélaginu Andvöku. scm þcssa dagana hcldur upp á 30 ára afmæli fyrirtækisins, cr að finna töflu þar scm hinum ýmsu starfsgrcinum cr skipt í áhættuflokka. IAgjöld cru síðan mjög misjöfn cftir þcssum flokkum. sem cru níu talsins. Minnst cru iðgjöldin fyrir 1. flokk og mcst fyrir 9. flokk. í 1. flokki eru m.a. rithöfundar, veöurfræöingar, skólastjórar, tónskáld, bóknámskennarar, arkitekt á stofu, teiknarar og skrifstofumaöur án feröalaga. í 2. flokki er að finna blaöamenn, afgreiöslufólk í blómaverzlunum, endurskoöendur og forstjóra, lækna, lögfræöinga og presta, gullsmiöi, rakara og hljóöfæraleikara svo eitthvaö sé nefnt. í 3. flokki eru bifreiöamálarar, efnafræöingar, fararstjórar, fiskvinnslu- fólk, fóstrur, héraöslæknar, hjúkrunarkonur, húsmæöur, kaupakonur, klæöskerar, leikarar, skósmiðir, útvarpsvirkjar, þjónar og veggfóörarar. í 4. flokki finnum viö bakara og ökukennara, fisksala og frjótækna, hreppstjóra og lögtaksmenn, rannsóknarlögreglumenn og síldarsaltend- ur, sorphreinsara og tollveröi. í 5. flokki eru settir í sama hóp bændur og danskennarar, kaupamenn og málarar, bifreiöastjórar og blikksmiöir. í 6. áhættuflokki eru m.a. fangaverðir og götulögregluþjónar, jarðfræöingar og jaröýtustjórar, knapar og kranastjórar, múrarar, rafvirkjar og trésmiöir. f 7. flokki eru þyggingarverkamenn og hafnsögumenn, starfsmenn viö hvalvinnslu og rúöuísetningu, slökkviliösmenn og þeir sem starfa aö stíflugerð. í 8. flokki eru þeir sem starfa viö loftlínulagnir, lögregluþjónar á bifhjólum, starfsmenn við háspennu og tamningamenn. Loks í 9. og mesta áhættuflokki eru eftirtaldar starfsgreinar: Froskmenn, gluggahreinsarar, kafarar, ketilhreinsarar, mastursupp- setjarar og þeir sem sjá um viðhald þeirra, verkamenn viö upp- og útskipun. HELGARVIÐTALIÐHHHIHHHHHIIHBaHHBHHi ÞRÍR ÍSLENZKIR skákmeistarar hefja í dag Þátttöku sína í einu af 13 svæöamótum, sem haldin eru í heiminum. Þaö eru Þeir Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari og alpjóölegu meistararnir Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson, sem tefla á Miö-Evrópusvæöamótinu, sem haldið er í Lucerne í Sviss. Margeir Pétursson er lesendum Morgunblaðsins að góöu kunnur, en hann hefur í nokkur ár annast skákpátt í blaöinu við góöan orðstír. Viö ræddum viö Margeir í vikunni um petta mót, möguleika íslendinganna og skáklíf almennt. ■i / m ■ ■■ | „Fra Islandi þar sem allir eru að tefla“ — Hvera vegna eru íslenzkir akákmenn með á Mið-E vrópue væðamótinu? — Það er Alþjóöaskáksam- bandiö FIDE, sem ákveöur hvaða þjóðir keppa á hverju móti og reynir FIDE aö hafa mótin, sem svipuöust aö styrkleika. í þessu móti í Sviss eru skákmenn frá 10 löndum, þar á meöal frá öllum Noröurlöndunum. islendingar eiga þrjú sæti á þessu móti og aöeins V-Þjóöverjar eiga fleiri fulltrúa, 4 talsins. Hingaö til hefur ísland aöeins átt tvö sæti, en fjöldi sæta til okkar hefur senni- lega verið aukinn er Guömundur Sicjurjónsson bættist í hóp stormeistara. — Hverja telurðu aigur- atranglegaata á þeaau móti? — Húbner hlýtur aö teljast sigurstranglegur, en Liberzon, sem sigraöi í Lone Pine í apríl, gæti veitt honum haröa keppni. Maður vonar aö sjálfsögöu aö Guömundur blandi sér í keppni þeirra efstu og veröi í svipuöu formi og á svæöamótinu í Búlga- ríu fyrir fjórum árum. Þá tapaði hann í síöustu umferö, seildist of langt eftir vinningi. Jafntefli heföi gefiö honum efsta sætið ásamt tveimur öörum og rétt til aö tefla viö þá tvo um sæti á millisvæða- móti. Sigur í stöustu umferöinni heföi fært Guöpiundi efsta sætiö og hann því farið án frekari keppni á millisvæðamót. — Þrír þeir efstu komast áfram í millisvæöamót af þessu móti í Sviss, en t.d. aöeins tveir þeir efstu á V-Evrópusvæöamótinu. Þar var toppurinn sterkari en í Sviss, en hins vegar er breiddin miklu meiri á motinu, sem við teflum á, mótiö er miklu þéttara. Ég bjóst viö aö mótiö í Lucerne yröi jafnvel sterkara, en þar verða þó 4 stórmeistarar og 12 alþjóö- legir meistarar, en aðeins 6 titil- lausir. Daninn Larsen fer beint í millisvæöamót, Svíinn Anderson hefur lýst því yfir aö hann hafi ekki áhuga á þessum svæöamótum, þar sem hann teiur sig ekki hafa neitt í Karpov heimsmeistara að gera og sér þvt ekki ástæöu til aö taka þátt í þessari undankeppni fyrir helmsmeistaraeinvígiö. Finn- inn Westerinen er ekki með, kannski vegna þess aö hann á ekki fín jakkaföt, en af einhverjum furöulegum ástæöum eru skák- menn skikkaðir til aö mæta með fín jakkaföt á mótiö til aö mæta í í einhverjar fínar veizlur, sem menn hafa varla mikinn áhuga á. — Hveó meó möguleika ykkar Helga Ólataaonar? — Keppendum verður skipt í tvo 11 manna riöla og úr þeim komast fjórir þeir efstu í úrslita- riöil. Ég get ekki annað en svaraö fyrir mig og takmarkið hlýtur aö vera aö komast í úrslitin og sjá svo hvaö setur. Væntaniega veröur raöaö eftir styrkleika manna hverjir skipa hvorn forriðil- inn, en því miöur vitum viö ekki ennþá hverjir verða í hvorum riöli. — Hvernig hefuróu hagaó undirbúningi pínum fyrir petta mót? — Ég hef ekki undirbúö öðru vísi fyrir þetta mót en önnur. Ég tefldi á mótinu í Lone Pine í Bandaríkjunum í byrjun apríl og síöan á móti í London í lok þess mánaöar. Síöara mótiö var ekki ýkja sterkt og eingöngu hugsaö sem undirbúninrjur fyrir þetta svæöamót. Á baðum stööunum viöaöi ég aö mér nýjum bókum og síðan ég lauk stúdentsprófum fra Menntaskólanum viö Hamrahlíö fyrir nokkru hef ég getaö „stúder- aö" byrjanir, sem ég ætla aö nota á mótinu. — Hefur ekki verió erfitt aó aamræma akólann og akákina? — Þaö hefur veriö mesta furöa hvernig þetta hefur gengið. Mér gekk það vel í prófunum síöastlið- iö vor aö ég gat teflt meira í vetur en áöur og prófin í vor töföu mig lítiö frá skakinni. — Hvera vegna peaai mikli akákáhugi, en ekki t.d. fót- bolti eóa handbolti eina og hjá mörgum öórum atrákum? — Ég spilaði reyndar fótbolta meö Þrotti í 5. flokki, en þótti ekki Margeir Pétursson sýna af mér sérstaka hæfileika svo því var í raun sjálfhætt. Ég fékk snemma skákdelluna og var 12 ára gamall þegar Heims- meistaraeinvígið var haldiö hér á landi. Þaö kveikti endanlega í mér og síöan hef ég veriö ólæknandi. Haustiö eftir einvígiö fór ég aö sækja skákheimilið á Grensás- vegi, en þar voru þá iöulega margir unglingar og mikiö líf. — Hvaó er framundan í hauat, akák eóa akóli? — Þaö er enn alveg óráöiö og fer mest eftir því hvernig_ mér gengur á mótum í sumar. í júlí- byrjun fer ég til Bandaríkjanna og tefii væntanlega á tveimur mótum í Fíladelfíu. Siöan koma tvö mót í Noregi og eitt í London þannig aö nóg er aö gera. — Hvenær megum vió eiga von á aó Margeir Pétura- aon verói atórmeiatari? — Kröfurnar sem settar eru til aö ná stórmeistaraárangri hafa mjög verið hertar svo þaö veröur sífellt erfiöara að ná þessu tak- marki. í 15 skáka móti barf t.d. einum vinningi meira en aöur. Ég er sannfæröur um aö í ár veröa miklu færri stórmeistarar útnefnd- ir en undanfarin ár. — Hvernig feró pú aó pví aó kljúta pann koatnaó, aem hlýtur aó vera aamtara avo mikilli akákiókun ? — Sem alþjóðlegur meistari fæ ég boö um þátttöku í fleiri mótum en áöur og þá uppihald og yfirleitt dagpeninga meðan a móti stendur. Skáksamband íslands og Taflfélag Reykjavíkur hafa dyggilega stutt við bakiö á okkur, ýmislegt annaö kemur til og svo á maöur góöa aö, þannig aö þetta hefur allt bjargast. — Hvaó teflirðu margar klukkuatundir í viku aó meðaltali? — Það er mjög misjafnt, ein- hvern daginn sat eg viö í 12 tíma án hvíldar og þaö kemur fyrir aö maöur byrji snemma á morgnana og sé viö fram á nótt. Aöra daga er maður illa upplagöur og þá þýðir ekkert aö reyna aö pína sig til að sitja yfir taflinu. Aö meðaltali þá hugsa ég aö ekki fari undir 40 tímum á viku í skákina. — Varðandi stórmeistaratitil- inn má nefna það, aö Friörik Ólafsson sapöi einhvern tímann aö árangur i skák byggist 90% á vinnu og ég held ég geti tekiö undir þau orð. Menn veröa þó líka aö hafa þetta í sér. Það er að miklu aö keppa aö ná stór- meistaraárangri, t.d. eru stór- meistararnir okkar, Friörik Ólafs- son og Guömundur Sigurjónsson, á kennaralaunum hjá ríkinu, en viö alþjóðlegu meistararnir njótum ekki neinnar slíkrar fyrirgreiöslu. — Hefur kjör Friðrika Ólafaaonar aem foraeta FIDE haft einhver áhrif á vióhorf til íalenzkra akákmanna erlendia? Ég veit ekki hvort kjör hans sem slíkt hefur enn sem komið er haft einhver bein áhrif á mögu- leika og hugsunarhátt gagnvart íslenzkum skákmönnum. Islenzkir skákmenn eru þekktir erlendis og ísland er viöurkennt sem mikil skákþjóð og kemur þar ýmislegt til. Ég hef oröiö var viö aö erlendis sýna skákmenn mjög mikinn áhuga á aö komast a mót hér á landi og eru si'fellt aö spyrja um þau. — Það eru þó ekki aöeins skákmenn, sem vita um skák á íslandi. T.d. vorum viö íslenzkir skákmenn í leigubíl í úthverfi New York í vetur og vorum þá spurðir hvaöan viö værum. Viö svöröum því og varö leigubílstjóranum þá aö oröi án þess að vita aö viö værum skákmenn: „Já eruð þiö frá íslandi, þar sem allir eru aö tefla". — Nú er oft talaó um aterkuatu akákmenn aem einræna furðufugla og peir jafnvel kallaóir akákmunkar. Ertu aammála peaau? — Þeir eru mjög fáir skák- mennirnir, sem eg þekki, sem ekki eru viðræðugóöir og skemmtilegir viökynningar og a það jafnt viö þá sterkari og einnig hina. Hins vegar haga menn sér mjög misjafnlega í mótum. Sumir vilja slappa af með því aö fara í skoðunarferðir eða rabba saman um allt annað en skák þegar þeir eru ekki aö tefla. Menn eins og t.d. Karpov vilja hins vegar frekar loka sig inni yfir skák milli um- feröa og telja þaö afslappandi en ekki þreytandi. Fischer haföi t.d. þann siö aö biðja um hótelher- bergi þegar hann var á skákmót- um þar sem væri lélegt útsýni sem truflaöi hann ekki. Ég held þetta sé misjafnt og mjög einstaklings- bundið, sagöi Margeir Pétursson aö lokum. — áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.