Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 5 íslandsmeistarakeppni í hár- greiðslu og hárskurði á sunnudag SAMBAND hárKreiðslu- og hár- skurðarmeistara gengst á sunnu- da^inn kcmur, 20. maí. fyrir 3. íslandsmeistarakeppninni í hár- greiðslu ok hárskurði. Verður keppnin haídin í LauKardalshöll- inni. Tilganeur keppninnar er þrí- þættur. I fyrsta lagi að auka fagþekkingu og hæfni þeirra sem í greininni starfa — hvctja til nýjunga og tækniþróunar — og síðast en ekki síst til þess að kynna almenningi hvað efst er á baugi hverju sinni. Hallveigarstíg- ur 1 ekki Hall- veigarstaðir Sú villa varð í frásögn af ráð- stefnu, sem ýmis félög byggingar- iðnaðarmanna efna til um atvinnuhorfur í byggingariðnaði, að rangt var frá fundarstað skýrt hér í Morgunblaðsinu sl. fimmtudag. Hið rétta er, að ráðstefnan verður í Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1, og hefst kl. 9.30 í dag. Leiðrétting í Mbl. í gær var greint frá hver færi með aðalhlutverk í kvikmynd sem Hrafn Gunnlaugsson leik- stýrir. Var farið rangt með nafn aðalleikarans og heitir hann Jakob Þór Einarsson, en ekki Jakob Már Einarsson eins og sagt var í blaðinu og er beðist velvirð- ingar á þessu ranghermi. Keppnisgreinar verða eftir- farandi: Hjá meisturum og svéin- um í hárgreiðslu verður keppt í: 1) galagreiðslu, 2) tískugreiðslu í framúrstefnustíl, 3) klippingu og blæstri. Hjá meisturum og sveinum í hárskurði verður keppt í: 1) frjáisri greiðslu á útdregnu módeli, 2) klippingu og tísku- greiðslu á eigin módeli, 3) sígildri „skúlptúrklippingu". Nemar í hárgreiðslu munu keppa í: 1) discogreiðslu, 2) klipp- ingu og blæstri. Nemar í hárskurði munu keppa í frjálsri tískugreiðslu á eigin módeli. Keppendur verða um 50 talsins víðsvegar af landinu. Dómarar í keppninni verða: Elsa Haralds- dóttir, Lovisa Jónsdóttir, Lýður Sörlason, Vagn Bojesen og tveir þekktir norskir hárgreiðslu- og hárskurðarmeistarar, þeir Tore Norvold og Kurt Sorensen, sem Skósýning í Langagerði 1 ' Um þcssar mundir stendur yfir í Reykjavík skósýning og er henni ætlað að gefa skókaup- mönnum kost á að kynna sér framleiðslu frá nokkrum löndum og panta skó. Að sögn Guðjóns Garðarssonar skókaupmanns stendur sýningin yfir til 24. maí og er hún í Langagerði 1 í Reykjavík og er opin daglega kl. 14 — 22. Eru sýndir skór frá norska fyrirtæk- inu Fortuna Bakkens Skofabrik svo og skór frá Finnlandi, Ítalíu, Þýzkalandi og Austurríki. KARL Olsen yngri opnar mál- verkasýningu á Hótel Borg, Gyllta sal, í dag, laugardaginn 19. maf klukkan 15. Þetta er fyrsta sýning Karls í Reykjavík en hann hefur áður sýnt í Njarðvík, Hveragerði og Grundavík. Á sýningunni eru 35 sérstaklega til Magnús Axels- hingað koma dómarastarfa. Kynnir verður son. íslandsmeistarakeppni í hár- greiðslu og hárskurði hefst kl. 11.30 og stendur fram til kl. 19.00. Aðgangseyrir er kr. 1500 fyrir fullorðna og kr. 800 fyrir börn. Nemenda- sýning Listdans- skóla Þjóð- leikhússins NEMENDASÝNING Listdansskóla Þjóðleikhússins verður í Þjóðleikhúsinu um helg- ina. Munu milli 70 og 80 nemendur skólans sýna dansa sem Ingibjörg Björnsdóttir skólastjóri skólans heíur samið og æft. Eru það tveir ballett- ar, Dagdraumur Jóhönnu við tónlist Albanoz og Dægrastytting við tónlist Iberts. Einnig munu Islenski dansflokkurinn og nemendur skólans dansa leikdansinn Tófuskinnið eftir Marjo Kuusela sem gerður er eftir smásögu Guðmundar Hagalíns. Sýningarnar verða á laugardag og sunnudag kl. 15 báða daga. Ljósmynda- sýning í and- dyri Borgar- spítalans Michael Kissane sýnir um þessar mundir í samráði við starfsmannaráð Borgarspítal- ans 21 litmynd í anddyri spít- alans. Myndirnar eru frá Mið- og Norður-Ameríku, Mexíkó og Alaska. Sýningunni lýkur um mánaðamótin. Veislumatur, skemmtiatrioi Við bjóðum stórsteikur sem smárétti Allt aföllu í mat og drykk. Munið ókeypis sérrétt fyrir börn 10 ára og yngri. Sýnir á Hótel Borg „The Bulgarian Brothers<( skemmta matargestum Esjubergs i kvöld kl. 6—9 og á morgun sunnudag kl. 12—2 og 6—9. Þaö er ódýrt aö boröa hjá okkur Veriö velkomin verk, flest unnin í olíu, en einnig eru á sýningunni verk unnin í túss og sömuleiðis eru nokkrar blýantsteikningar. Sýning Karls verður opin alla daga á opnunartíma veitinga- salarins og verður hún opin til 27. maí. n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.