Morgunblaðið - 27.05.1979, Page 5

Morgunblaðið - 27.05.1979, Page 5
Sumarsýning Asgrímssafns í dag verður hin árlega sumar- sýning Ásgrímssafns opnuð, og er hún 46. sýning safnsins frá opnun þess árið 1960. Leitast var við að veija sem fjölþættust verk á sýninguna. Meðal myndanna eru tvær vatns- litamyndir, sem safnið eignaðist nýlega, og eru nú sýndar í fyrsta sinn. Áðra þeirra færði Gunnar Hjörvar safninu að gjöf. Er hún af bænum Litla-Vatnshorni í Dölum og landslaginu þar, en móðir Gunnars, frú Rósa Hjörvar, kona Helga Hjörvars, er fædd á þessum bæ, og var myndin í hennar eigu. Ásgrímur Jónsson var á þessum slóðum árið 1915, og mun hafa málað þar nokkrar myndir. Það var mikill fengur fyrir Ásgrímssafn að eignast þetta fallega verk, en áður átti safnið enga mynd úr Dölum. Hin myndin var í eigu Jóns Sveinbjörnssonar konungsritara í Kaupmannahöfn, og kom myndin þaðan fyrir nokkrum mánuðum. Álitið er að hún sé máluð á árunum 1925—30. Landslag óþekkt. Myndin er ein af stærstu vatnslitamyndum Ásgrímssafns, og hefur safnið reynt að kanna hvar myndin muni vera máluð, en án árangus hingað til. Undanfarin ár hafa safninu verið færð að gjöf fögur mynd- listarverk, og nokkur þeirra synd nú. í heimili Ásgríms Jónssonar er sýning á vatnslitamyndum frá ýmsum tímum, en í vinnustofunni olíumálverk og nokkrar þjóð- sagnateikningar. Skýringatexti á íslenzku og ensku fylgir hverri mynd, og þá hafðir í huga erlendir gestir sem safnið skoða á sumrin. Ásgrímssafn hefur einni látið prenta kynningarrit á ensku, dönsku og þýzku um Ásgrím Jónsson og safn hans, og er það látið gestum í té án endurgjalds. Einnig kort í litum af nokkrum landslagsmyndum safnsins, sem seld eru þar. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, verður opið alla daga, nema laugardaga, i júní, júlí og ágúst frá kl. 1.30—4. Aðgangur er ókeypis. Sértil Meöan birgöir endast Sláiö fjórar flugur í einu höggi! 1. Útvarp: FM-stereo /MW/SW/LW — mjög vandað og næmt. 2. Magnari: 2x40 W músik — 80 Wött. 3. Segulband Vandað cassettutæki með Dotby NR kerfi. Tíðnisvörun Cr0s/ FeCr: 40-14000 rið. 4. Plötuspilari: Mjög vandaður plötuspilari með rafsegultónhaus. sem hefur að geyma demantsnál, sem endist 10x lengur en safír. Vökvalyfta, mótskautun. hraðastillir meö Ijósi á disk, 33 og 45 snúningar. Verð: 359.980. Hagstæö innkaup gera yöur kleift aö eignast petta tæki, sem á sér enga keppinauta. Skipholtí 19, Reykjavík Sími 29800. BUÐIN Hvergi betri kjör ÍSRAEL/AÞENA 6/6 VERÐ KR: 248.000,- Dvafið á hótel Victoria í Jerúsalem í 2 vikur og 3ju vikuna í Aþenu. Fjölbreyttar skoöunarferöir um Landið helga. Fariö verður t.d. um nágrenni Jerúsalem, til Olíufjallsins, í Getsemane garðinn og Betaníu. Ferö um Jerúsalem innan og utan múra. Dagsferð til Jeríkó, Qumaran og að Dauðahafi. Heilsdagsferð um byggðir Noröur-ísraels, m.a. Nasareth, Jórdan, Tíberíus og Gailileuvatn. Hálfsdagsferö til Betlehem og Hebron og heilsdagsferð til Jaffa, Tel-Aviv og Haifa. COSTA DEL SOL 8/6 örfá sætilaus Hægt er aö velja um gistingu á PLAYAMAR og LA NOGALERA Playamar íbúöirnar eru af tveimur stæröum með einu og tveimur svefnherbergjum. Stærri íbúöunum fylgja tvö baðherbergi. Útivistarsvæöiö er meö sundlaugum fyrir börn og fuiloröna, mini-golf brautum og leiktækjum fyrir börn. Steinsnar á baöströndina í Torremolinos. La Nogaleca íbúöir meö einu svefnherbergi og stofu í hjarta Torremolinos. Garöur og sundlaug. GRIKKLAND 6/6 FAEIN SÆTILAUS Gisting á góöum hótelum í baöstrandarbænum GLYFADA rétt hjá Aþenu, sem er miðpunktur landsins og býður ferðamönnum fjölbreytni, sem er vandfundin annars staðar. Rústir og byggingar frá gullöld Aþenu á 5. öld f.Kr., því stórmerka tímabili, er afrek mannsandans náöu hvað lengst á sviöi höggmynda og byggingarlistar, heimspeki, leiklist og bókmenntum. í söfnum Aþenu er að finna minjar frá öllum menníngarskeiðum grískrar sögu og í þröngum götum gamla PLAKA hverfisins í noröurhlíö Akrópólis hljómar tónlist næturlangt, meöan grtsk vín glitra í koparkönnum og aö vitum manns berst ilmurinn af lambakjöti, sem steikt er yfir viöarkolum. Þeir, sem fara til Grikklands í orlofinu, fá „kokkteil" af fortíö og nútíö, sem hvergi er höfugri. SUHSAV' Hankastræti 10, sími 29322.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.