Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1979 7 Postulasagan segir frá mönnum, sem „horfðu til hirnins". Fyrir andartaki hafði upprisinn lausnari þeirra staðið hjá þeim, en horfinn jafn óvænt og snögglega og hann hafði birzt, en jafn óvænt, jafn- skyndilega stóöu hjá þeim tveir menn hvítklæddir vottar frá þeirri veröld, sem hinn upprisni hafði horfið til. Hér eins og víðar í N.testam. eru sendiboð- ar æðri heima blátt áfram nefndir menn í hvítum klæðum en ekkert gefið í skyn um vængi, sem síðar varð alsiða að hugsa sér englunum nauðsyn, en hversvegna? Lexía uppstigningar- dags segir frá þessum mönnum, sem horfðu til himins eftir Drottni sínum. Hversvegna horfðu þeir? Hvers væntu þeir? Þess er auðvelt að geta sér til um menn, sem misst höfðu vin, sem var þeim óbæt- anlegur á alla lund, og vin sem hafði um skeið verið furðulegum samvistum við þá eftir andlátið en var þeim jafnóvænt horfinn og hann hafði óvænt vitjað þeirra hvað eftir annað. „Þeir horfðu til himins", — menn horfa til himins enn, uggandi, spyrjandi. Aö svo sé hér á landi hefur af engu orðið Ijósara en skoðanakönnun þeirri, sem Erlendur Haraldsson háskólakennari í sálfræði gerði meö nokkrum stúdentum og birt hefur verið í bókinni „Þessa heims og annars". Þar kom í Ijós, aö öll ástæöa er til að ætla, að mikill meiri hluti þjóðarinnar „horfi til himins" og leiti á svokölluðum dulrænum leiðum ráðningar á lífsgát- unni og örlögum manns- sálarinnar fyrir handan mörk dauðans. Nokkur ástæða er til að ætla, að æöi margir, sem á þessum leiðum leita er þeir „horfa til himins" gefi næsta lítiö fyrir það, sem nútíma guð- fræði hefur til málanna að leggja. Mætti það vera nokkur viðvörun þeim, sem þjónar kirkjunnar eru. Mikil er ábyrgð þeirra, sem eiga það ævistarf að boða samtíö sinni Krist, nýrri og nýrri öld. Búning- urinn sem við klæöum hann í — kennisetning- arnar — getur ýmist laðaö menn að honum eöa fælt þá frá honum — burt. „Þeir horfðu til himins". Hvað gagnar þaö okkur, mér og þér, mætir auganu annað en blákaldar fjar- lægöir, þögular ómælis- víddir? Hví horfið þið til himins út í auðan bláinn, lítiö sjálfum ykkur nær, þiö draumóramenn, — var sagt við postulana fyrir 19 öldum og svo er sagt enn í dag. Þiö gleymið jörðunni fyrir ímyndaðan blekk- ingaveröld, sem aldrei var til. Þið vanrækiö heiminn og lifið í veröld, sem þið hafið byggt ykkur sjálf! Svo hrópa vitringar þessa heims og sjá sjálfur ekki aöra veröld, en þá sem þeir vilja sjá. Hví horfum við upp, spyrjandi um það, sem búa kann í fjarlægðum upphimins og hugboð í okkar eigin barmi bendir til? Er það sem jarönesk augu greina aðeins „reyk- ur af huldum loga“ (Jakob Jóh. Smári), en loginn sjálfur handan við jarð- neskan sjónarbaug? Við horfum ekki til himins til að flýja heiminn, heldur til þess aö skilja heiminn. Við horfum upp til þess aö skilja betur það, sem hér neðra býr. Við horfum upp til þess að finna fótfestu á jöröunni. Við horfum ekki til himins til að gleyma þjáningunni, sorginni, neyðinni á jöröu, heldur til þess að finna einhverja ráðningu á þeim rauna- rúnum öllum. Endanlega lausn á lífsgátunni finnur enginn, en okkur lærist að líta öðrum augum á böliö þegar okkur er Ijóst, aö jörðin sem misskiptir stór- lega milli barna sinna hamingju og hörmum, er örstuttur spölur á miklu, miklu lengri leið. Fjölmiölar bera okkur daglega fregnir af hernaði, bræðravígum, blóðskuld, bölvun og tárum. Sér þú ekki ranglæti, kúgun, of- beldi, sjálfselsku, hatur tröllríða jöröinni, og marg- víslegt böl, sem menn veröa bótalaust til æviloka að bera? Er enginn sá heimur til, ekkert þaö samfélag í alheimi, þar sem menn hafi vaxiö frá þeim mistökum sem við iðkum í svo ríkum mæli, að daglega drekkur Móðir Jörð bylgjur blóðs og hrannir tára? Á okkar jörð verður þess lengi enn að bíða, en er slíkt samfélag hvergi í alheimi Drottins til? Manstu ekki menn sem „horfðu til himins“ eftir upprisnum og uppstignum Drottni. Á dánardegi kvaðst hann hverfa þann sama dag til Paradísar? Nú hverfur hann þaðan. áfram til æöri heimkynna. Hvaö er af þessu að læra? Paadís er einn áfangi á miklu leið, og leiðina hefur Kristur varð- að fyrir þig með uppstign- ingu sinni frá Paradísar- sviðinu. Um nýja reynslu- heima liggur leiöin, um Paradís og áfram, áfram. í reynsluskólum hafa borg- arar æðri samfélaga hreinsast og vaxið frá því sem flekkar okkar jörð blóði og fyllir hana böli í ótal myndum. Þau samfé- lög eru til. Láttu þér ekki til hugar koma, að okkar litla jörð sé ein byggð vitsmunaverum í alheimi Drottins. Hugsýnir mikilla skálda eins og E.Ben.: „Sjálfsköpuð þján bæði þjóðar og manns skal þurrkast úr lífsins bókum“, og þá ekki síður „Stjörnu-Odda draumur" Gr. Thomsens benda til hugboðs um slík samfé- lög, og þangaö bendir uppstigning Krists. Slíkar hugsanir vekur mér ævinlega Uppstign- ingardagurinn að ógleymdu því, sem sízt ætti aö gleymast: Á þessum reginleiöum að markmiöi órafjarlægu er með einhverjum hætti leiðtoginn hann, sem að lokum leiðir allar sálir heima, — KRISTUR. „Þeir horfðu til himins” Einbýlis-eöa raðhús á Flötunum óskast til kaups Óska «<tir aö kaupa einbýlishús á Flötunum í Garðabæ. Æskilegt er aö svefnherbergjafjöldi sé ekki færri en fjögur. Þeir sem vildu sinna þessu vinsamlega leggi nöfn sín ásamt símanúmeri og heimilisfangi inn á auglýsingadeild Morgunblaðsins merkt: „Trúnaðarmál — 3170“ fyrir 2. júní n.k. FARIÐ A NORRÆNAN LÝÐHÁSKÓLA í Danmörku 6 mán. 1/11—30/4 og 4. mán 3/1—30/4. Lágmarksaldur 18 ár. Norrænir kennarar. Skrifið eftir stundaskrá og nánari uppl. Myra og Carl Vilbæk, UGE FOLKEH0JSKOLE DK-6360 Tinglev, tlf. 04 - 64 30 00 Breytt Naturelle Hárlína 3 tegundir af shampoo og hárnæringu. Nýr lagningaryökvi með HENNAEXTRAKT sem gefur hárinu aukna mýkt og glans. FÁST í SÉRVERSLUNUM inu.n.r/T . . CzMmeri^Kd “ Tunguhálsi 11, sími 82700. Við kynnum nýjar snyrtivörur frá PIERRE R0BERT —i Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og íallegri ef bezta tegund af lyftidufti er notuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.