Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ1979 17 Brattinn í um 85 gráður þegar „Kirkjan ” var klifin KIRKJAN, sem er tindur vestan í Öræfajökli, var klifinn í fyrsta sinn fyrir skömmu af þremur félögum íslenzka Alpaklúbbsins. Þeir sem þetta afrek unnu voru Arngrímur Blöndahl, Arnór Guðbjartsson og Helgi Benediktsson. — í samtali við Mbl. sögðu þeir félagar þetta erfiðasta klifur sem þeir hefðu til þessa tekið sér fyrir hendur. „Við byrjuðum á að ganga á fjallaskíðum upp Svínafells- jökul og koma okkur fyrir í tjöldum innarlega á honum, en á þessum árstíma eru allar sprungur lokaðar svo okkur bar vel yfir, “ sögðu þeir félagarnir. „Árla næsta morguns eftir var allur útbúnaður tekinn til og lagt á brattann, en um nóttina hafði kuldinn aukist verulega svo að menn máttu hafa sig alla við til að halda á sér hita. — Það tók okkur um það bil fjóra tíma að ganga upp að Kirkjunni sjálfri sem stendur um 200 metra upp úr jöklinum," sögðu þeir enn- fremur. Sögðust þeir félagarnir hafa farið með tindinum til að finna heppilegustu leiðina upp, en þess má geta að allar leiðir á Kirkjuna eru mjög torfærar. Um síðir fundu þeir leið norð-austan í tindinum sem neðan frá virtist fær. „Við lögðum því á brattann „Lagt á brattann“ Kirkjan séð neðan frá jöklinum og má glöggt sjá hversu óárennileg hún er. bundnir saman í líflínu, vopnaðir mannbroddum og tveimur ísöxum og til enn frekari tryggingar höfðum við svo ísskrúfur til að setja inn í ísinn. Klifrið sjálft mun hafa verið um hundrað metrar og meðalhallinn á ísnum verið 65—70 gráður og fór upp í um 85 gráður þar sem brattast var,“ sögðu félagarnir. „Við stóðum á tindi Kirkjunnar eftir um fjögurra tíma puð „helkaldir" því kuldinn var gífurlegur, um 20 gráða frost og mikill vindur. Það var því stutt viðkoma á tindinum og halóið af stað niður. Niður feröin tók skamma stund og eftir stutta skíðaferð vorum við komnir að tjöldunum aftur," sögðu þeir félagarnir að síðustu. undirbúna tillögu um sérstaka lántökuheimild í þessu sambandi, dugar ekki að sitja með hendur í skauti og láta, sem vandinn sé ekki til. Hann er til staðar og mjög áþreifanlegur og tilfinnan- legur fyrir bændur. Skipta vinnulaunin engu máli? í umræðum um kjaramál, ekki sízt þegar samningar hafa staðið yfir á vinnumarkaðnum hefur það verið ein uppáhaldsröksemd vinstri flokkanna og þá sérstak- lega Alþýðubandalagsins, að vinnulaunin ráði engum úrslitum um verðbólguþróunina. Þetta er röksemd, sem er alkunn. Þeim mun athyglisverðara er, að hver vinstri stjórnin á fætur annarri hefur gert það að höfuðverkefni sínu í kjaramálum að halda upp- hæð launa í skefjum. Eins og menn muna hrökklaðist vinstri stjórn Hermanns Jónas- sonar frá völdum einmitt vegna þess, að þing ASI vildi ekki fallast á tillögur hennar um að fresta greiðslu nokkurra vísitölustiga. Vinstri stjórn Ólafs Jóhannesson- ar fór frá völdum vorið 1974 og splundraðist vegna þess, að Fram- sóknarmenn og Alþýðubandalags- menn vildu taka aftur með lögum launahækkanir, sem samið hafði verið um á vinnumarkaðnum, en forseti ASÍ vildi ekki fallast á. Síðasta verk þeirrar vinstri stjórnar var að kippa vísitölunni úr sambandi og mörg misseri liðu áður en verkalýðssamtökunum tókst að koma henni í samband á ný. Núverandi vinstri stjórn ólafs Jóhannessonar hefur í rauninni ekkert gert annað í efnahagsmál- um en að stífa kaupgreiðslur með einum hætti eða öðrum. Þetta var gert 1. september. Þetta var gert 1. desember. Þetta var gert aftur með sérstökum hætti 1. marz. Þetta var gert með sérstakri lagasetningu um afnám 3% grunnkaupshækkunar hjá ýmsum starfshópum nú í vor og lagasetn- ingu um verulega vísitöluskerð- ingu, frá því sem samið var um 1977 og kemur til framkvæmda um næstu mánaðamót. Af þessu er ljóst, að þegar vinstri flokkarnir eru í stjórnar- andstöðu segja þeir, að upphaeð launa skipti engu höfuðmáli í sambandi við verðbólguna, en þegar þeir eru komnir í ríkisstjórn hamast þeir við að breyta kjara- samningum með lögum bæði með afnámi grunnkaupshækkana og skerðingu vísitölu. Til viðbótar er svo ástæða til að minna á það, að ríkisstjórnin hefur talið það for- sendu fyrir því að hún næði árangri í baráttu gegn verðbólg- unni, að engar grunnkaupshækk- anir yrðu á þessu ári. Hvað sem líður áróðri vinstri flokkanna í stjórnarandstöðu er bersýnilegt, að þeir telja vinnulaunin skipta öllu máli í baráttu gegn verðbólg- unni og ekkert sé mikilvægara en að halda þeim niðri. Ýtir Sjálf- stædisflokkur undir kaupkröfur? Ríkisstjórnin hefur smátt og smátt verið að missa tökin á efnahagsmálunum og launaþróun- inni og stefna hennar í efnahags- málum liggur í rúst á þessu vori. Um leið og þetta hefur verið að gerast hefur bryddað á þeim ásökunum í málgögnum ríkis- stjórnarinnar, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi ýtt undir kaup- kröfur. Sjálfstæðisflokkurinn hafi beitt áhrifum sínum í stjórn Flugleiða til þess að fá launaþak- inu lyft hjá flugmönnum og Sjálf- stæðisflokkurinn hafi beitt áhrif- um sínum meðal farmanna til þess að ýta undir kaupkröfur þeirra og herða á verkfallsaðgerðum þeirra, að ekki sé talað um að Sjálfstæðis- flokkurinn standi á bak við harð- ari afstöðu Vinnuveitenda en áður þekktist. Þessi málflutningur stjórnar- sinna er þeim mun broslegri, sem þeir hafa hamast við það í allan vetur að telja fólki trú um, að Sjálfstæðisflokkurinn væri svo linur og aumur í stjórnarandstöðu að hann væri nánast ekki til sem slíkur. Það er erfitt að sjá sam- ræmið í þeim málflutningi annars vegar, að Sjálfstæðisflokkurinn sé svo aumur í stjórnarandstöðu, að frá honum heyrðist ekki neitt og hins vegar að hann standi fyrir þaklyftingu flugmanna, far- mannaverkfalli og afstöðu vinnu- veitenda. Það er ekki svo áhrifalít- ill flokkur, sem hefði þetta allt á samvizkunni! Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki ýtt undir kaupkröfur eins og allir vita og hann stendur heldur ekki á bak við ný vinnubrögð vinnuveitenda. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur tekið þá skynsamlegu afstöðu í þeim deilum, sem nú eru á vinnumarkaðnum að undirstrika nauðsyn þess að gert verði út um launamálin í frjálsum samningum en halda að öðru leyti að sér höndum. Flokkarnir, sem boðuðu „samningana í gildi", verkalýðs- leiötogarnir, sem settu fram kröf- ur um „samningana í gildi" hljóta að hafa ráð undir rifi hverju til þess að leysa þau „smávægilegu“ vandamál, sem nú blasa við þeim á vinnumarkaðnum — eða hvað?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.