Morgunblaðið - 27.05.1979, Page 14

Morgunblaðið - 27.05.1979, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ1979 Landsmálaf. Vöröur Ódýrar utanlandsferðir Kaupmannahöfn: 20. júlí—2. ágúst. 13 nætur. Verö kr. 58.000.-. + Osló: 16. júní—23. júní 7 nætur. Verö kr. 47.000.-. Luxemburg Miðevrópa: 6._23. égúst. n nætur Verö frá kr. 60.000.-. Öll verðin eru miðuö við gengi og olíuverð 20. maí 1979. Brottfararskattur er 5.500.- kr. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR FERDASKR/FSTOFAN URVAL v/Austurvöll, sími 26900 Landsmálaf. Vörður íslenskt I 1|m| Umsjónarmaður III I Gísli Jónsson 2. páttur Góðkunningi minn, Páll Arason af Kjarna- og Þúfna- vallaættum, hringdi til mín og vildi rýma burtu orðinu rúta úr málinu. Rúta er ættað úr latínu og sýnist hafa þar frummerkinguna ruddur. eða brotinn vegur. Gegnum frönsku hefur orðið svo borist í mörg Evrópumál og allar götur til okkar á þessari öld. Rúta uppfyllir þau skilyrði sem tökuorðum eru sett um beytingu, fram- burð og stafsetningu, en eigi að síður er ég sammála Páli Arasyni, að ekki sé ástæða til þess að láta þetta orð koma í stað hinna ágætu orða, leið og vegur. Um þau verður ekki bætt. En orðið rúta er líka til í annarri merkingu = áætlun- arbíll, langferðabíll. Þessi merking er miklu algengari í íslensku en merkingin leið, og orðin svo samgróin máli okkar og daglegum háttum að ég er ekki búinn til þess að leggja til að því verði útrýmt í einni svipan. Hitt er svo annað mál að þar eins og endranær er gaman að reyna sig við nýyrði sem nota mætti sem spariorð og til breytingar. Bæði orðin, áætl- unarbíll og langferðabíll, eru talsvert lengri og óþjálli en frumorðið og því hef ég stundum leyft mér að nota orðið langbíll í staðinn fyrir rúta. Það er þó ekki nema tvö atkvæði, en er ekki eins gott í samsetningum og rútan. Þó mætti kannski reyna að segja langbílstjóri í staðinn fyrir rútubílstjóri, ef við viljum vera afskaplega mikl- ir hreintungumenn. Ætti ég líka, út af rútunni, enn að segja þá dæmisögu um slysni og fljótfærni, þeg- ar það hrökk úr penna greinds manns og gegns að Jónas Hallgrímsson hefði orðið samferða Þóru litlu Gunnarsdóttur í rútunni norður í Öxnadal? Slysni og fljótfærni sitja um okkur, þegar við skrifum og tölum, og við, sem þykj- umst þess umkomnir að vanda um málfar annarra, erum þar engar undantekn- ingar. Ég verð að höfuðsitja sjálfan mig og læt varla stafkrók frá mér fara nema bera undir konu mína og stundum fleiri menn. Ég flokka það undir slysni og fljótfærni í Þjóðviljanum á dögunum, þegar ruglað er saman viðtengingarhætti þá- tíðar af sögnunum að hafa og hefja, því að þetta er í grein eftir mann sem ég þekki að góðu máli. Viðtengingarhátt- ur þátíðar af hefja var sem sagt hefðust þar sem átti að standa hæfust. Rétt væri aftur á móti að segja að sárin hefðust (af hafa) vel við, en verkin hæfust (af ’hefja) daginn eftir. Viðtengingarháttur þátíð- ar af sterkum sögnum er stundum vandmyndaður og véldur það því að menn flýja oft frá þeim vanda með því að nota í staðinn skildagatíð í tíma og ótíma. Verður slíkt mál fátæklegt og óþolandi. Ýkt dæmi: Ég mundi fara, ef ég mundi geta, í stað þess að segja: Ég færi, ef ég gæti. Margar eru leiðir mann- legs máls. Þegar menn skilja ekki einhver orð, reyna þeir gjarna að breyta þeim í eitthvað sem á að verða skiljanlegra. En þá tekst oft báglega til. Þetta nefndu Þjóðverjar Volksetymologie og eftir þeirri fyrirmynd var búið til íslenska orðið al- þýðuskýring. Af því að menn skildu ekki að þröskuldur merkir: sá sem trampað er á, var búinn til myndin þrepskjöldur; af því að menn áttuðu sig ekki á merk- ingu fyrri hluta orðsins úln- liður (sbr. alin, öln, olnbogi) varð til orðmyndin úlfliður, og af því að menn skildu ekki nivea (af litínu nix, eignar- fall nivis = snjór) bjuggu menn til orðmyndina nefjakrem, því að vissulega bera menn það stundum á nefið á sér. Um kattarstroffu (catastrophe) hef ég áður fjallað hér í blaðinu, en það allra nýjasta er hoppf í staðinn fyrir franskættaða orðið hobby sem haft er í ensku um hugðarefni og tómstundaiðju sem menn stunda að gamni sínu. Sannarlega eru íþróttir oft tómstundaiðja og hugðar- efni fólks, og auðvitað hoppa menn í eitt og annað í frí- stundum sínum. En samt. Er ekki orðið hoppf svolítið skrýtið, þó að stórum íslenskulegra sé en erlenda fyrirmyndin óbreytt? Limrusmiður þáttarins, Hlymrekur handan, kvað: Jón átti nér undarleRt hoppí, að álpant um nakinn ok nloppfrí. Ok martft orð fór á kreik í þeim óprúða leik hanH æru o« mannorð að kropp’í. Rétt í þessu berst mér Vísir og þar er haft eftir nafngreindum þingmanni að hann ætli að kveða (auðk. hér). sér hljóðs. Ég vona að þetta sé prentvilla. Menn kveðja sér hljóðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.