Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ1979 13 Ljósm. RAX. Róbert Arnfinnsson, ssm leikur Þjóðrek biskup, og Jón Laxdal, sem leikur Steinar bónda, eru parna aó fara yfir textann í fyrsta atriðinu, sem kvikmyndaö verður, er peir hittast við Pilkristínarölkeldu. Það verður tekið í Þýskalandi 5. júní, fyrst á íslensku, svo ó Þýzku. — Hvers vegna Steinar féll í minn hlut? Aðalhugsunin bak við það hjá sjónvarpinu í Þýzka- landi og Hádrichs leikstjóra var að fá helstu atriðin, samtölin milli biskups og bónda í senn á íslenzku og þýzku útskýrir Jón. Og úr því varð að Róbert léki biskupinn og ég bóndann í leit að Taóinu. Samtölin milli okkar verða tekin fyrst á íslenzku og alltaf strax á eftir á þýzku. Hvað aðra snertir verður að setja þýzkt tal við á eftir. Jón hefur verið hér á landi að undanförnu, m.a. æft sig í að fara á hestbak hjá Jóni Jóhanns- syni frá Dalsskarði, sem á að sjá um hestamennskuna í myndinni. En hann verður m.a. að ríða hulduhestinum Krapa til Þing- valla til móts við jöfur, og öðrum hesti á lambafjall, því þá ríður Steina Krapa. Nú um helgina flýgur Jón til Hamborgar til að máta bláu vaðmálsfötin, sem þar er verið að sauma á Steinar bónda. Síðan skreppur hann til Zúrich til að ljúka við að setja á svið tvo einþáttunga, sem sýna á þar í tilefni 70 ára afmælis og 60 ára leikafmælis leikkonunnar Grethel Mathis 31. maí. Og svo til Norður-Þýzkalands í þrjár siðustu æfingar og upptöku á atriðinu við Pílkristínarölkeldu í Danmörku. Þar með er hafin kvikmyndun Paradísarheimtar. Og fram verður haldið 16. eða 17. júní í upptökusal við Ármúla í Reykjavík. Jón sagðist vera mjög ánægð- ur með það, því hann hefði undanfarin þrjú ár alltaf verið að reyna að hafa áhrif á það í Þýzkalandi að af kvikmyndun Paradísarheimtar gæti orðið, að annað verk eftir Halldór Lax- ness yrði tekið í kvikmynda- flokkinn Filmte Litteratur, sem hófst með Brekkukotsannál. En síðan hafa verið gerðar myndir eftir verki Knuts Hamsuns, Benony og Rósu, Ludviksbakken eftir Hermann Bang, Svarti Björn o. fl. En aldrei úr tveimur verkum eftir sama höfund fyrr. Fyrst Brekkukotsannáll tókst svona vel, og vakti svona mikla athygli í Þýzkalandi, segir Jón, þá gefur það byr til að halda áfram. Búið er að sýna kvik- myndina þrisvar sinnum í sjón- varpi í Þýzkalandi og austur- ríska sjónvarpið kaus að frum- sýna einmitt þessa mynd daginn sem Jónas forseti þeirra var jarðsettur, sem okkur þótti mik- ill heiður. Norðurþýzka stjón- varpið NDR hefur sjaldan fengið jafn mikil tilskrif og blaðadómar voru alfarið lofsamlegir. En tímarnir hafa breyst. Þjóðverjar hafa ekki farið varhluta af kreppu og niðurskurði til sparn- aðar fremur en aðrir. Og þar er fólk, sem segir sem svo: Til hvers eigum við að vera að fara með fé í fjarlægt land til að taka mynd með útlendum leikurum á þeirra máli. Af hverju gera þeir það ekki sjálfir? Og við eyðum okkar fé í okkar menn. Þetta er þröng- sýni, en það er bitist um fjár- veitingarnar. Hvað reið bagga- muninn? Ég býst við að ráðið hafi úrslitum, að með þessu er hægt að halda áfram svo góðri samvinnu við Norðurlöndin — öll Norðurlönd. Þau geta sam- einast um nafn Halldórs Lax- ness og.áhugann á verkum hans. Jón hefur sjálfur geysilegan áhuga á verkum Halldórs. — Það hefur verið stór hluti af tnínu lífi undanfarin ár, segir hann. Hann hefur þýtt á þýzku 4 bækur hans, byrjað á Skálda- tíma eða Zeit zu Schreiben, sem kom út í Múnchen. Þá vildi útgefandi í Sviss gefa út allar bækur Halldórs og hann fór fram á það við Jón, að hann þýddi æskuminningabækur hans. Þá þýddi hann I túninu heima eða Áuf der Hausewiese, sem kom út fyrir nokkrum vik- um. Og nú var hann að skila handritinu af Sjömeistarasög- unni, Sie Siebenmeisterge- schichte, sem kemur út í sumar- lok, þannig að nú kemur í fyrsta skipti út bók eftir Halldór Lax- Ein títil vísa „Víða lÍKKja vojíamót, það má nú scgja, og kondu mcr ætíð blcssaður jjróði vinur.“ Steinar bóndi er kominn til Pílkristínaröl- kcldu í Danmörku til að bcrgja aí drykk scm íræg- astur er og ágætastur í Danmörku. Rekst þar á Þjóðrek biskup, sem spyr: „Ilvur ert þú nú aftur landi minn?“ „Ég heiti Steinar og er Steinsson frá Illíðum undir Steina- hlíðum, jamm það held ég. Við hittumst fyrsta sinni á Þingvöllum við Öxará þegar kóngurinn kom. Næst hittumst við undir messu í Flóanum.“ Þarna hittast lykilper- sónurnar í Paradísar- heimt og það verður fyrsti kaflinn. sem byrjað verð- ur að kvikmynda 5. júní úti í Þýzkalandi. Jón Lax- dal. sem verður þar Stein- ar bóndi, hefur verið hér á landi og var á förum er Mbl. náði tali af honum. En hann og Róbert Arn- finnsson sem leikur Þjóð- rek biskup, voru þann sama dag að æfa þetta atriði. er ljósmyndari Mbl. kom til að taka mynd með viðtalinu. ness í þýzkri þýðingu jafn- snemma og á Norðurlandamáli. Og Jón er búinn að þýða Ungur ég var, Einst war ich Jung. Bækurnar hafa fengið ákaf- lega góða dóma í blöðum í Þýzkalandi, Austurríki og Sviss og Jón var með nokkrar úrklipp- ur, sem sýndu það. Þar kom fram að þýðingin hefur líka fengið mjög góða dóma. — Ég er mjög stoltur af þessum ummæl- um, sem glöddu mig feikilega af því hvar þau birtust, rétt eins og ég hefði fengið Óskarinn segir hann og réttir mér Neue Zúrcher Zeitung, þar sem á listasíðunni er löng grein um bókina. Þar stendur m.a. eitthvað á þessa leið: „Texti sá er Jón Laxdal hefur þýtt á þýzku er hrein og bein stórheppni. Myndræna og rytmi þýzkunnar eru þannig í þessari bók, að maður getur varla borið hann saman við fyrri þýðingar á bókum Laxness. Jafnvel í ljós- broti hins erlenda máls kemur hér greinilega fram það traust sem íslenski höfundurinn hefur á tungu sinni, sem er svo feikirík af bókmenntalegri hefð.“ Þetta gladdi hjarta mitt og ég tvíefld- ist við það, segir Jón. Er hann þá alveg kominn yfir í þýðingar? — Ja, ég hefi varla tíma til að leika, svarar hann að bragði. Ég er samt enn á móður- skipi mínu, Schauspiel- hause-leikhúsinu í Zúrich, en þeir hafa leyft mér að fara í margra rhanaða launalaus leyfi til að vinna að þýðingum og kynningum á bókunum. Ég hefi verið að lesa úr eigin þýðingu á Skáldatíma, Sjömeistarasögu, Úngur eg var og Túninu heima í klúbbum, skólum og háskolum. Ekki hefi ég þó lagt leiklistina á hilluna. Ég var t.d. nýlega að leika hjá vini mínum Gramauge í Singen, þar sem Aufsicht eftir Jean Gene var sýnt í þessu sérstaklega fallega litla leikhúsi, sem þar hefur verið byggt úr gömlu fjósi. Við lékum þar í ekta ljónabúri, sem fengið var að láni hjá ljónatemjara. Viðtal við Jón Laxdal Að vingast við Steinar bónda En snúum okkur aftur að vini okkar Steinari bónda, og við- horfi Jóns til hans. — Þetta er ekki leikrænn maður og ekki sérlega spennandi fyrir leikara, svarar Jón að bragði. Það eru ekki íhonum leikræn tilþrif, en hann er mjög hrífandi. Töfrar þessa manns liggja í því hve hæglátur hann er og traustur, undrandi og forvitinn í senn. Ég hugsa að ef ég næ góðum sáttum við hann, þá verði það á þessu kyrrlæti hans — eða jafnvel bjarnarhlýju hans. — Það býr í þessum manni eitthvað í líkingu við það sem Halldór lýsir í Skáldatíma, er hann talar um Óðinshanann. Fuglinn er svo lítillátur og hæ- verskur, allt af að hneigja sig. Margir munu spyrja hvort mað- urinn þurfi að fara svona langt til að heimta sína Paradís og vera með hana inni í sér. — Ég held kannski að helstu leiðbeininguna geti ég fundið í lítilli vísu, sem Steinar gerir fyrir Steinu, til að kenna henni að Ijúka upp kistlinum góða. Fyrst skal sjötöpp ekið út. ellefu sjást þá bretfða á leik; fitlaðu svo við fjðrða bút. fara munu nfu á kreik. En lokavfsan er svona: Fjórtán iykia fókk ók þór að finna kuII með leyndum sann. Enn er þó Keymdur einn hjá mór. aldrei mun ók íá þér hann. Þarna á maðurinn einn lykil, sem hann getur aldrei látið frá sér. Ég er að vona að þetta ijóð og eldgamla stemman, sem það á við, geti orðið mitt leiðarljós til að vingast við Steinar undir Steina- hlíðum, segir Jón og sönglar stemmuna. — Stærsta hjálpin við að finna leiðina til þessa manns eru auðvit- að leikstjórinn Rolf Hádrich og Halldór Laxness, heldur Jón áfram. Ég er að vona að Halldór verði eitthvað með okkur. Og Rolf hefur sýnt í Brekkukotsannál hve næm- ar taugar hann hefur til verka Laxness, sem hann er ákaflega hrifinn af. Þá kemur mér í hug, hvort það sé ekki skrýtið að engin af þessum 50 kvikmyndum, sem hann hefur gert og fengið fyrir lof og ýmis verðlaun skuli hafa verið sýndar hér. Ég hefði haldið að eftir viðkynninguna af Brekku- kotsannál vildu menn sjá eitthvað meira eftir hann. En við getum ekki slitið okkur frá Steinari bónda, sem sýnilega hefur sest að í leikaranum, sem á að túlka hann. Og við ljúkum viðtalinu á ummælum hans um þann góða mann: — Svona menn eru til, segir Jón. Það er þessi kraftur í áreynsluleysinu. Hæverska en engin hræðsla eða lítilmennska. Hann stendur fyrir sínu hvar sem er. Það er líka mikið af Halldóri sjálfum í Steinari. Steinar er mikill smiður, listamaður á tré og grjót. Hinn vandaður smiður á orð og texta. Þannig speglast veruleik- inn í táknmynd hjá góðskáldinu. - E.Pá. JPtr0mmi>M»ii$> NÝTT SÍMANÚMER Á AFGREIÐSLU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.