Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1979 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Vegvísir um krydd- hilluna I Ein ágæt kona nefndi við mig um daginn, að það væri erfitt að fylgja uppskriftunum í potta- rími, því þar væru notuð svo mörg krydd. Það má til sanns vegar færa, en það er nú einu sinni svo, að krydd gefur lífinu lit og matnum bragð. Fyrir þá, sem hafa áhuga á að spreyta sig á kryddnotkun, ætla ég að rabba ofurlítið um hana. Ef þið ætlið að koma ykkur upp einhverjum kryddforða, er auðvitað illmögulegt að kaupa allt í einu, heldur kaupið þið eitt og eitt glas. Þegar við stöndum frammi fyrir kryddhillum stór- verzlana og lítum á merkimið- ana í löngum röðum, er erfitt að ákveða, hvar fyrst á að bera niður. En hikið ekki lengi. Ef þið byrjið t.d. á því að kaupa eitt glas af timjan, eruð þið strax komin vel á veg. Timjan er lágvaxinn runni, sem vex villtur í kringum Miðjarðarhafið. Blóð- bergið okkar er norræn systur- jurt timjans og það er einnig tilvalið að tína það, þurrka og nota í mat með góðum árangri, ef þið komizt í tæri við það. Timjan hefur marga kosti sem fyrsta kryddið í kryddhilluna. Það er bragðmikið og þess vegna þarf ekki mikið af því. Auk þess er það mjög bragðgott, jafnt með kjöti, fiski, skelfiski og ýmsu grænmeti. ‘/4—1 tsk hér og þar bætir matinn mikið (miðað við fjögurra manna skammt). Næst mundi ég kaupa kanel, en það er börkurinn af sígræn- um runna, sem á heimkynni sín á Indlandi og Sri Lanka, sem einu sinni hét Ceylon. Kanell er góður í ýmsa eða flesta ávaxta- eftirrétti, allt, sem er með súkkulaði í (‘k tsk í 1 1 af heitu súkkulaði er ótrúlega góð við- bót), krydd- og ávaxtakökur og svo tómat- og kjötréttir, þótt okkur finnist það undarlegt. í Austurlöndum nær er kanell mikið notaður í alla þessa rétti, og svo í kaffið. Þar hefur hann lengi verið vinsæll og er t.d. nefndur í Biblíunni. Kanell er ein af fáum kryddtegundum, sem ekki tapar bragði sínu, þó það sé malað, og því er ekkert að því að kaupa kanelduft. Þó er gott, en alls ekki áríðandi, að sjóða heilar stengur eða barkar- bita með t.d. ávöxtum. Þegar þessi tvö eru frá, fer að verða erfitt að velja. Ætli ég nefni þó ekki múskat næst, en það er upprunnið á Mólúkkaeyj- um. Það er afar gott í ostarétti, sömuleiðis í kartöflurétti og krydd- og ávaxtakökur. Þið skul- ið ekki hika við að kaupa heilar múskathnetur og rífa þær sjálf á venjulegu rifjárni. Bragðið af nýrifnu múskati hefur þann skarpleika, sem keypt múskat- duft hefur fyrir löngu glatað, þegar það kemur í búðirnar. En það þarf ekki að draga hnetuna nema nokkrum sinnum eftir rifjárninu, og þá er komið gott bragð. Múskatið er ekki brenn- andi sterkt, en bragðið er áber- andi í mat og skarpt. Trúlega eigið þið hnetuglasið óralengi. Oregano vex á sama svæði og timjan og er notað á sama hátt. Italir nota gjarnan hvort tveggja í hina víðfrægu tómatrétti, t.d. í pizzu. Einnig má nota annað í stað hins, og þó bragðið verði reyndar ekki alveg eins verður það örugglega gott. Reyndar er bergminta íslenzka heitið á oregano, en það orð er lítt þekkt. Næst er tilvalið að huga að negulnöglum. Það eru blóm- knappar, tíndir áður en þeir ná að springa út. Negultréð er upprunnið á Mólúkkaeyjum líkt og múskat. Negull er bragðmikið krydd og afar bragðgott, bæði í salta og sæta rétti, enda er það eitt þeirra krydda, ásamt t.d. múskati og pipar, sem evrópskar nýlendu- og siglingarþjóðir kepptu um á 15 öld og síðar, og notuðu um leið mannkynssöguna og heimsmálin allt fram á þenn- an dag. Negulnaglar eru góðir í hvers kyns kjötfars og -bollur, með dökku kjöti og villibráð, t.d. hreindýrakjöti og rjúpum. Neg- ull er góður í sömu sætu réttina og kanell. Reynið allra helzt að kaupa heilan negul, því bragðið er mun skarpara og ferskara af nýsteyttum negulnöglum en af aðkeyptu dufti. Auk þess er oft nægilegt að sjóða naglana heila með ýmsum réttum. Það voru kannski negulnaglar í næglasúp- unni í ævintýrinu, hver veií... Saffran er allra dýrasta krydd, sem til er. Saffran er upprunnið í S-Evrópu og Litlu-Asíu. Það er seinlegt verk að safna saffrani, því kryddið er í raun frævan úr krókustegund nokkurri. En þó dýrt sé, bætir úr skák, að aðeins þarf lítið af því, nokkra þræði, hvort sem er í hrísgrjónarétti, fiskrétti og -súpur, eða þá saffranbrauð, sem er t.d. hefðbu dið sænskt jóla- brauð. Það gefur undragott bragð og matnum fallegan sól- gulan lit. í fornöld var það vinsælt litunarefni við Miðjarðarhafið. Bezt er að fFetvne/OAC, SAFFíAtJÍ-Oi 4AI0&A Puu.- PeOSCAáAS. ÚT úe. b^o'híijh FuU.- í CLOSU.M steyta það eða mylja, gjarnan ásamt ofurlitlu af salti eða sykri, sem hjálpar til að mylja það. Þannig steytt leysist það betur upp en heilu þræðirnir. Eins og ýmislegt annað krydd fæst það í apótekum á góðu verði, miðað við saffransverð yfirleitt, en er sjaldséð og yfirleitt dýrara í matvöruverzlunum. Það er hæfi- legt að biðja um 1 gr ef þið kaupið það í apóteki. Þetta virð- ist hlægilega lítið, en það dugir samt í t.d. brauð úr 'k 1 af vökva eða bragðmikla fisksúpu handa 10—12 manns. Einnig er talið hæfilegt að nota um 6 þræði í, meðalskammt. Lárviðarlauf hefur lengi verið eitt helsta kryddið í íslenzkum mat, fyrir utan pipar. Það eru laufin af sígrænu tré, sem vex við Miðjarðarhaf. Allt frá dög- um gömlu Grikkjanna hefur það þótt heiðurs- og virðingarmerki að krýna menn lárviðarsveig. Gætið þess að laufin séu heil og fallega græn. Þau eru oft soðin 1 heil, bæði í kjöt og fiskréttum, en ég kýs gjarnan að steyta þau, því mér finnst laufin svo bragð- góð. Athugið að hnífskaft á eldhúshníf getur verið ágætt til að steyta með, ef annað er ekki við hendina. Það þarf víst ekki að nefna pipar. þessi ágætu ber af fjölær- um vafningsvið, sem er upp- runninn í rökum frumskógum S,- og V.-Indlands. Svartur pipar er grænjaxlar, sem eru þurrkað- ir og verða þá svartir. Hvítur pipar er fenginn úr fullþroska, grængulum berjunum, sem eru lögð í bleyti og afhýdd. Grænn pipar, niðursoðinn eða þurrkað- ur, er töluvert i tízku í Evrópu, en fæst því miður enn ekki hér, svo ég viti. Það er góð fjárfest- ing, sem ekki er lengi að borga sig að fá sér piparkvörn. Þá eigið þið alltaf kost á nýmöluðum pipar. Kornin geymast lengi, en duftið missir fljótt allt bragð. Nú hef ég nefnt 8 góðar krydd- tegundir, sem eru góð uppistaöa í kryddforðann, því þær sóma sér vel á kryddhillunni og þó einkum og sér í lagi í matnum. Hér verður látið staðar numið í þetta sinn, en haldið áfram í næsta þætti. Það er rétt að nefna, að krydd er hér gjarnan selt í enskum umbúðum. Þá er gott að hafa í huga að timjan kallast „thyme" á ensku, Kanell „cinnamon", múskat „n'utmeg", organo gengur undir sama nafni á ensku, en er reyndar ítalskt orð, negull kallast „cloves", saffran „saffron", pipar „pepper" °K lárviöarlauf „bay leaf" Góða skemmtun! / Aheit og gjafir til Blindravina- t félags Islands J»n ÓlafsKon 1.000. Sh. G. 2.000. Flskbúftln Hafrún 100.000. Jfthannrs DavfftsNon 2..">00. F. G. S.OOO. II.C. .1.000. Arndfs Porkrlsdftttur 5.000. B.II.J. 1.000. M.K.A. 200, O.K. 2.000. Jftni Ólafssyni 2.000. Árna öitmundssyni 1.000. Ilrlaa Siicurftardftttlr 25.000. G.J. 20.000. DaKbjort ok Þftrarlnn á Fáskrúfts- firfti 10.000. Pormar Krlstjánsson. Bltfndu- ósi 15.000. II.S. 15.000. G.J. 35.000. A.P. 20.000. F. G. 5000. Ahrlt 10.000. SÍKurður Guftmundsson 1.000. G.J. 15.000. Þ.J. áhrit 5.000. konu 5.000. J.C. Klaln 1.000. Jftn OlafsNon. Kirkjuhr. 32. Akranrsl 100.000. G. S. 100.000. SSB. 2.000. Áhrlt frá Árna Guftmundssyni. Sauftárkrftkf 1.000. Ilrlxa Jftnsdftttir. Grund 100.000. N.N. 5.000. S.B.I.II. áhrít 20.000. GuAlauK Árnadftttlr 10.000. Kvrnfél. Njarftvíkur 63.000. Llons- klúhbur Njarftvfkur 100.000. Þorlrifur Guft- lauKsson. LanKholtsvrKÍ 122 10.000. Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur veröur haldinn miövikudaginn 30. maí 1979 kl. 8.30 e.h. í Domus Medica v/Egilsgötu. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Umraeöur um takmörkun yfirvinnu. 3. Önnur mál. Mætiö vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaöarmanna. Útboð Netageröin Ingólfur h.f., Vestmanna- eyjum óskar eftir tilboöi í aö byggja viöbyggingu, þ.e. neöri hæö viö núver- andi húsnæöi aö Flötum, Vestmanna- eyjum. Stærö: 41, 25x10, 30x6, 45 m. Útboösgögn liggja frammi hjá Neta- gerö Ingólfs h.f., Vestmannaeyjum frá og meö mánudegi 28. maí 1979. Tilboö veröa síöan opnuö á sama staö föstudaginn 8. júní kl. 17.00. Netagerðin Ingólfur h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.